Gratínerað fiskipasta

  

 

 

 

 

 fyrir fjóra
400 g penne rigate (De Cecco)
800 g hvítur fiskur skorinn í bita (t.d. ýsa, þorskur, smálúða)
300 g vel þroskaðir tómatar
30 g kapers (í salti)
2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)
50 g svartar ólífur
1 púrra (200 g)
20 g smjör
salt og pipar

 

Skerið fiskinn í bita. Skerið púrruna í sneiðar (aðeins hvíta hlutann) og mýkið í olínni í 10 mín. Bætið fiskbitum saman við og eldið áfram í ca. 10 mín. Skerið tómatana í tvennt í millitíðinni og fjarlægið kjarna. Skerið í þykkar ræmur. Skolið síðan kapers og ólífur. Bætið svo öllu sama við fiskin og látið blandast vel í 1-2 mín. Saltið og piprið. Sjóðið pastað hálfan suðutíma (leiðb. á pakka), sigtið og blandið saman við fiskisósuna í eldföstu smjörsmurðu móti. Bakið við 180 gr. í 15 mín.og gratínerið á grilli í 2 mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Sæll vinur...og takk fyrir innlitin og góð comment

Júlíus Garðar Júlíusson, 4.11.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

girnilegt að venju

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband