Nunna í golfi

Nunna nokkur gekk til skrifta. Fyrirgefðu mér faðir, því ég notaði alveg hræðilegt orðbragð núna um helgina.
Haltu áfram, sagði presturinn, frekar áhugalaus.
Sko, ég var úti á golfvelli og náði þessu svakalega góða drævi á fjórðu braut, sem er par sex, en kúlan lenti í símalínu sem lá yfir völlinn og datt niður eftir aðeins um þrjátíu metra.
Og þá blótaðirðu náttúrulega, sagði presturinn.
Nei, sagði nunnan. Því skyndilega kom íkorni hlaupandi og stal kúlunni minni.
Varð það þá sem þú blótaðir, góða mín?
Nei, ekki þá, því allt í einu kom örn fljúgandi og læsti klónum í íkornann og þar sem hann flaug í burtu með feng sinn þá missti íkorninn kúluna.
Þá hefurðu auðvitað blótað, sagði presturinn, orðinn nokkuð áhugasamur.
Nei, nei, sagði nunnan. Sko, kúlan datt niður á stærðar grjót og endurkastaðist aftur inn á brautina og þaðan inn á grínið og stoppaði síðan aðeins innan við hálfan meter frá holunni.
Presturinn þagði um stund og fitlaði við krossinn sem hann bar um hálsinn. Svo sagði hann með fullvissu í röddinni: Kona, þú hefur þá klikkað á helvítis púttinu.

Kveðja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband