Reyktar kalkúnabringur með Dolcelatte og Tagliatelle

Uppskrift fyrir fjóra til sex:

500 gr. ferskt tagliatelle, t.d. frá Rana
250 gr. Galbani Dolcelatte ostur, skorinn í ferninga
125 gr. reyktar kalkúnabringur, skornar í ferninga
600 ml. mjólk
40 gr. smjör
40 gr. hveiti
Salt og nýmalaður svartur pipar
Brauðmylsna
Fersk steinselja Bræðið smjörið í pönnu, bætið hveitinu út í og steikið í 1 mín. Bætið mjólkinni smátt og smátt út í, látið sjóða og látið síðan malla í 2 mín., hrærið sífellt í þar til sósan er tilbúin (þykk og án kekkja). Setjið ostinn og kalkúnabringurnar út í og kryddið eftir smekk. Látið malla þar til kjötið er tilbúið. Á meðan sjóðið tagliatelle, hellið vatninu af og hellið út á pönnuna. Skreytið með brauðmylsnu og steinselju og berið fram strax
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Alltaf jafn girnilegar uppskriftir hjá þér.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Hilmir Arnarson

Takk fyrir mig.

Hilmir Arnarson, 4.12.2008 kl. 05:38

3 identicon

Guðjón minn hvurslags er þetta,allt svo breytt að ég hélt ég væri komin inn til ókunnra! Takk fyrir uppskriftina.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mað ur verður altaf svo svangur þegar að maður kemur inná þessa síðu, þvílikt girnileigir réttir. Góða helgi

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:17

5 Smámynd: Hilmir Arnarson

Segðu mér frá Dolcelatte ostinum, hvernig bragðast hann? Sætur mjólkurostur.

Hilmir Arnarson, 7.12.2008 kl. 02:15

6 Smámynd: G Antonia

Alltaf áhugavert að kíkja hingað, takk fyrir þínar uppskriftir.. aðventukveðja *

G Antonia, 7.12.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll frændi, mig langar að kasta á þig kveðju, og njóttu aðventunnar í botn, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 00:52

8 identicon

Guðjón eftir að breyttir myndinni sem er eins hjá Seingrím bloggvin þarf ég að skrolla niður í óratíma? Hefur einhver annar talað um þetta?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband