Heitt rótasalat með byggklöttum og kóríanderpestó

  

 

 

 

 

 Handa fjórum

300 g gulrætur
300 g næpur eða rófur (gular eða rauðar)
300 g grasker
200 g sellerírót
2 negulnaglar
1 lítil kanelstöng
1 kryddmál steytt múskat
1 kryddmál steytt kóríander
1 ferskur rauður pipar (án fræja og niðursaxaður)
3 msk jómfrúrólífuolía
1 dós kóríanderpestó frá Saclà

klattar:
200 g soðið og vel síað bankabygg
2 egg
20 g granaostur
salt eftir smekk
2-3 msk jómfrúrólífuolía

 

Útbúið klattadeig þannig: Þeytið eggin í skál og bætið rifnum ostinum saman við og þarnæst bygginu, saltið og leggið til hliðar í hálftíma. Skolið grænmetið í millitíðinni, hreinsið og skerið í litla kubba. Hellið á stóra pönnu sem ekki festist við ásamt olíunni, kryddinu og rauða piparnum, saltið og látið malla í 30 mín.
Smyrjið pönnu sem ekki festist við með olíu, hitið, þekið botn hennar með ausu af klattadeigi og gyllið kökuna báðum megin. Haldið þannig áfram þar til deigið er á þrotum. Berið hvoru tveggja fram heitt ásamt kóríandermauki.

*Prófið að bræða klípu af mjúkum geitaosti saman við grænmetið í lokin, eða bera fram með klöttunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband