Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Innbakað lambafille með Duxelles

 

1 góður lambahryggir

1200 gr smjördeig

salt og pipar

 

fylling:

1 laukur

3 msk olía

240 gr saxaðir sveppir

2 msk timian

2 msk steinselja

6 msk ókryddað brauðrasp

 

Hryggurinn er úrbeinaður og filleið snyrt, lundirnar saxaðar og það kjöt sem hægt er að skafa af beinunum. Laukurinn saxaður og sveppirnir, fyllingin steikt á pönnu byrjið á að steikja laukinn, síðan sveppi og kjöt, blandið brauðraspi og kryddi saman við.

Filleið skorið í bita og lokað á pönnu kryddað með örlitlu salti og pipar.

Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru, setjið fyrst kjötið á smjördeigið síðan fyllingu ofan á lokið kökunni og penslið samskeitin með sundurslegnu eggi.

Bakið í 225OC heitum ofni í 20-30 mín.Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er tíminn skemri eða um 15 mín hitinn fer eftir gæðum ofnsins og því hvað við viljum að kjötið sé mikið steikt.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband