Indverskt salat

 

Uppskrift fyrir fjóra:

75 gr. Patak´s Mango Chutney
75 gr. saltaðar cashew hnetur
150 gr. saltaðar jarðhnetur
100 gr. saxaður laukur
75 gr. saxaðir tómatar
2 msk. saxað ferskt Kóríander
2 stk. grænt chili, saxað
Safi úr hálfri sítrónu
Salt eftir smekk

Setjið allt hráefnið í skál og blandið vel saman.

Einnig er hægt að búa til indverskt kartöflusalat með því að setja niðurskornar
soðnar kartöflur í staðinn fyrir cashew hneturnar og jarðhneturnar.


Blandaður grænmetisréttur

  Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

100 gr. AMOY Beansprouts (baunaspírur)
25 gr. þurrkaðir trjásveppir eða 230 gr. strásveppir
230 gr. kál
100 gr. spergilkál eða aspas
100 gr. gulrætur
1 lítil rauð eða græn paprika
4 msk. olía
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 msk. AMOY Oyster Sauce
1/2 tsk. AMOY Sesame Oil

Gerið grænmetið tilbúið til steikingar (skolið og látið renna af dósagrænmeti,
bleytið upp og hreinsið sveppi, þvoið og skerið allt grænmetið í jafnstóra
bita). Hitið olíuna á sjóðheitri pönnu þar til rýkur úr. Steikið fyrst ferskt grænmeti í 2 mínútur, bætið við dósagrænmeti og steikið í 2-3 mínútur til
viðbótar og bætið við vatni ef þarf. Setjið næst salt og sykur og veltið vel á
pönnunni. Síðast koma ostrusósan og sesam olían, hrærið vel og berið fram
heitt eða kalt.

 


Grillaðar lambakótelettur með hvítlauk og ólífuolíu

 Uppskrift fyrir fjóra:

8 lambakótelettur
2 hvítlauksrif, brytjuð niður
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar
6 msk. Carapelli Extra Virgin ólífuolía

Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.

Setjið 4 msk. af ólífuolíunni í grunnan disk, ásamt hvítlauknum, saltinu og piparnum. Dýfið hverri kótelettu ofan í blönduna.

Grillið kóteletturnar við háan hita í ca. 5 mín., penslið með afgangnum af ólífuolíunni. Snúið kótelettunum við og grillið í 5 mín. til viðbótar, eða þar til steiktar í gegn.

Berið fram með góðu salati og eða kartöflum,

Til tilbreytingar:
* Bætið við fjórum tsk. af fersku, niðurskornu rósmarín út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.
* Bætið þremum msk. af ferskri, niðurskorinni salvíu og einni msk. af ólífuolíu út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.

 


Fljótlegur fiskiréttur

2-3ýsuflök
1 poki Hrísgrjón
smá gulrætur
1 paprikka
smá blómkál
steiktir sveppir
steiktur rauðlaukur
ostur

Sósa:
1 beikonsmurostu
1 hvítlaukssmurostur
rjómi
Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og raðið ofáná. Stráið gulrótinni,papriku og blómkáli. steikið því sveppina og laukinn og setjið ofaná. Bræðið sósuna saman í potti og hellið yfir síðast ostinn. Setjið inn í ofn á 180° í c.a 30 mín.


Pönnupasta M/nautakjöti og grænmeti.

 

 

Hráefni.

400 gr pasta t.d. tadliatelle

500 gr magurt nautakjöt

2 msk sítrónusafi

2 msk sojasósa

1 msk ostrusósa

2-3 hvítlauksrif

2 msk ólífurolía

1 rauð paprika

4 skalottulaukar

1. Sjóðið pasta sæmkvæmt leiðbeinigum á pakka. 2. Skerið kjötið í litla strimla. 3. Blandið saman sítrónusafa, soja og ostrusósu og mörðum hvítlauksrifum. Hellið yfir kjötstrimlana og geymið í ísskáp í einn klukkutíma. 4. Hitið ólífurolíuna á pönnu, setjið kjötstrimlana ásamt kryddleginum út á og hitið þar til kjötið er meyrt. Takið kjötið upp úr pönnunni. 5. Skerið papriku í bita og hreinsið skalottulauk. Hitið í olíu og blandið saman við kjötið og soðið pasta.

Sósa.

4 msk ólífurolía

1 msk edik

1 msk sítrónusafi

1 hvítlauksrif

1 msk graslaukur

6. Setjið ólífurolíu, edik, sítrónusafa, marið hvítlauksrif og fínsaxaðan graslauk í pott og hitið. Hellið sósunni yfir pastaréttinn eða berið hann fram sér.

Meðlæti: Berið fram með grófu brauði.

Val á víni: Einfalt en gott Ítalskt rauðvín er bessta vínið með pasta. Santa Cristina og Corvo eru ódýr en góð.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

 


Tandoori rækjur og pasta.

 20 kongarækjur

safi úr einni sítrónu

1 pressaður hvítlauksgeiri

1 msk rauður chili ( saxaður )

1 tsk garam masala

50 gr saxaðar cashew hnetur

1 msk olía

1 tsk gurkemeie

1 dl súrmjólk

salt

 

Aðferðin:

Hreinsið rækjurnar (ef þær eru í skel ). Hrærið chili út í sítrónusafa. Leggið rækjurnar í safann og látið standa í ísskáp í klukkustund. Blandið öllu hinu saman í mareningu. Takið rækjurnar úr sítrónusafanum og setjið í marineringuna og látið standa í aðra klukkustund í ísskápnum. þræðið rækjurnar síðan upp á teina og grillið ( hvort heldur í bakaraofni eða á útigrilli ) í 4-5 mínútur.

Indverskur matur er mjög vinsæll, enda góður. Það þarf ekki að vera  erfitt að matreiða Indveskan mat eða mat frá Pakistan.

Uppskriftin er fyrir fjóra

----------------------------------------------------------------------------------------------

                                          Pasta

400 gr pastaskrúfur eða slaufur

1 dl ólifurolía

3 hvítlauksrif

1 meðalstór laukur

2 ds fláðir tómatar

1 1/2 msk tómatþykkni

1 stór paprika

200 gr ferskir sveppir

1/2 ds þistilhjörtu

7-8 stk fyltar ólifur

salt--chiliduft--origano--basil--steinselja--timian--pepperonichino

Pastað er soðið sæmkvæmt leiðbeinigum á pakkanum. Hvítlaukur og laukur saxaður smátt og hitaður í ólifurolíuni við lágan hita. Síðan er smátt skornum tómötum og tómatþykkninu bætt út í og löks smátt skornu grænmetinu, sundurskornum ólifum og kryddinu ( eftir smekk ). Látið malla við meðal hita í 15 mínútur. Gott er að setja rifinn parmesanost ofan á.

 

 


Heilsteiktur nautavöðvi í steikarpotti

Undirbúningur og eldun: 1 klst og 20 mín
Fyrir 6

1,5 kg beinlaus nautavöðvi, (t.d. biti úr innralæri)
olía til steikingar
salt og pipar
4 kartöflur, meðalstórar
1 gulrót
100g steinseljurót
1 rauð paprika
8 skalotlaukar
2 hvítlauksgeirar
200g sveppir
1 msk balsamic edik
1 tsk sykur
4 dl nautasoð, eða vatn og teningar
½ búnt steinselja
½ tsk timjan
2 tómatar

Undirbúningur
Afhýðið og skerið kartöflurnar í teninga ásamt gulrótinni, steinseljurótinni og paprikunni. Afhýðið skalotlaukinn, saxið hvítlaukinn og skerið sveppina í tvennt

Matreiðsla
Hitið olíuna á pönnu og brúnið vöðvann vel, kryddið salti og pipar, setjið í steikarpott eða stórt eldfast mót með loki.. Brúnið laukinn á pönnunni og bætið svo restinni af grænmetinu á og kryddið með salti, pipar og timjan. Hellið grænmetinu í pottinn með kjötinu og bætið í soðinu, sykrinum, edikinu og söxuðum tómötunum. Lokið pottinum og setjið í 150 c heitan ofn í klukkutíma eða þar til kjöthitamælir sýnir 62 c. Látið kjötið standa undir stykki í 10 mín áður en það er skorið.

Sósan
Sigtið grænmetið frá soðinu og setjið soðið í pott og þykkið með sósujafnara eða maisenamjöli úthrærðu í köldu vatn, bragðbætið með kjötkrafti.

Framreiðsla
Berið réttinn fram með grænmetinu, sósunni og soðnum hrísgrjónum. Basmati & wild grjón henta vel með svona réttum sem og gróft brauð.

 


Heilsteiktar nautalundir með kremuðum blönduðum sveppum og grískum kartöflum

  

 (Fyrir 4 )

Hráefni
700-800 g nautalundir (sinahreinsaðar)
salt og pipar
2 msk. smjör
1 stk. hvítlauksgeiri (kraminn)

Aðferð
Steikið nautalundina í smjörinu og hvítlauknum á heitri pönnu á öllum hliðum þannig að hún lokist alveg, þá er hún sett inní 200° heitan ofn í ca.15 mín. eða þar til að kjarnhitinn verði ca. 65° (medium) þá er lykilatriði að hún fái að standa úti á borði í lágmark 15 mín. áður en hún er skorin í sneiðar.

Kremaðir blandaðir sveppir

Hráefni
300 g blandaðir sveppir, skornir í grófa bita (t.d. flúða, portobello, shitaki, ostru)
shallottlaukur (fínt saxaður)
2 msk. olía
1 dl nautasoð (eða einn teningur leystur upp í vatni)
3 dl rjómi
1 msk. smjör
1 tsk. dijonsinnep
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar

Aðferð
Steikið sveppina og laukinn í olíunni á heitri pönnu þar til sveppirnir byrja að mýkjast, þá er restinni bætt út á pönnuna og látið sjóða í 2-3 mín. og smakkað til með salti og pipar. Ath. þetta verður líka sósan, þess vegna má þetta vera svolítið rennilegt.

Grískar kartöflur

Hráefni
400 g kartöflur (skrældar, skornar í bita og soðnar)
3 msk. saxaðar ólífur
2 msk. fetaostur í kryddolíu
3 msk. af olíunni af fetaostinum
1 tsk. saxaður hvítlaukur
1 msk. söxuð steinselja
salt og pipar

Aðferð
Öllu blandað saman og sett í eldfast mót. bakað í ofni í ca. 10 mín

 


Súrsætur fiskur

Uppskrift fyrir tvo:

150 gr. ýsa eða annar fiskur
1 krukka Amoy Sweet and Sour sósa
Nokkrir ananasbitar
Olía til steikingar

Soppa:
1 eggjahvíta
1 dl. maísenamjöl
1 dl. hveiti
1 dl. vatn

Beinhreinsið fiskinn og skerið í bita.

Útbúið soppuna:
Þeytið eggjahvítuna þar til hún verður hvít og létt. Bætið vatni út í og þeytið. Þeytið maísenamjölinu næst saman við og síðast hveitinu.

Setjið fiskinn út í soppuna og djúpsteikið í heitri olíu þar til fiskurinn fær
gullbrúnan lit. Fjarlægið og setjið á grind svo að olían renni af. Hitið 1 msk. af olíu, bætið út í súrsætu sósunni og látið krauma. Setjið loks fiskinn og ananasbitana út í sósuna og hrærið saman. Berið fram vel heitt.


Amerískar pönnukökur

Uppskrift fyrir fjóra:

255 gr. hveiti
250 ml. mjólk
55 gr. ósaltað smjör, bráðið
6 msk. kotasæla
2 msk. strásykur
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 egg, létt þeytt

Meðlæti:
Maple síróp og saxaðar valhnetur

1. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og bætið smjörinu síðan út í.

2. Sigtið hveitið út í lyftiduftið, saltið og sykurinn.

3. Búið til holu í miðju hveitiblöndunnar og hellið mjólkurblöndunni ofan í.

4. Hrærið í með viðarsleif.

5. Bætið kotasælunni út í.

6. Bræðið smjör á heitri pönnu. Ausið smá deigi á miðju pönnunnar og hallið henni til og frá svo deigið dreifist jafnt.

7. Steikið pönnukökuna þar til loftbólur myndast, ca. 1 mín., snúið pönnukökunni þá við og steikið hina hliðina.

8. Endurtakið þar til deigið er búið.

9. Hitið Maple síróp á pönnu og bætið valhnetunum út í.

10. Berið pönnukökurnar fram og hellið sírópinu yfir þær.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband