Lamb í Dopiaza sósu

Uppskrift fyrir fjóra:

450 gr. beinlaust lambakjöt skorið í bita
1 krukka Patak´s Dopiaza sósa
2 msk. saxaðir tómatar
1 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 msk. hrein jógúrt
2 msk. grænmetisolía

Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötið í 2 til 3 mínútur þannig að það brúnist. Hristið Patak´s krukkuna og hrærið henni saman við kjötið. Hrærið saman við söxuðu tómötunum og kóríandernum og látið suðuna koma upp. Þetta er látið malla undir loki í 25 til 30 mínútur eða þangað til kjötið er meyrt. Hrærið jógúrtinu saman við áður en borið er fram.

Best er að bera réttinn fram á hrísgrjónabeði með Patak´s Mango Chutney og


Kryddaðar kartöflur

 

Uppskrift fyrir fjóra til sex:

450 gr. kartöflur
2 msk. Patak´s Mild Curry Paste kryddmauk
1 laukur, meðalstór, fínt saxaður
2 hvítlauksrif
1 tsk. sinnepsfræ
2 msk. kornolía
Salt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Sjóðið þær í léttsöltuðu vatni
þar til þær verða mjúkar. Hitið olíuna á pönnu og setjið sinnepsfræin út í.
Þegar fræin byrja að springa, bætið þá lauknum og hvítlauknum út á pönnuna og
látið brúnast. Hrærið svo kryddmaukinu saman við og lækkið hitann undir pönnunni. Látið malla undir loki í 2-3 mínútur. Setjið að lokum kartöflurnar út á pönnuna og látið malla í 5 mínútur í viðbót. Bætið vatni út á pönnuna ef kartöflurnar fara að festast við hana.


Hvar var Lögregglan?

Af hverju tók Lögregglan ekki fyrr í taumana fyrir utan Hótel Borg á Gamlársdag,eftir hverju var hún að bíða.Hvað á að hleypa þessum russlaralíð langt? Er þetta fólk að vinna fyrir okkur sem hagar sér á þennan hátt ráðast á eigur einkafyrirtækis og eiðileggja þær og hver er uppskeran.Það á að taka harrt á þessum líð og handjárna dæma þá ef þurfa þykir og lög eru þannig og bæla þetta þannig niður.Við líðum ekki svona frammkomu og krefjumst þess að það verði tekið á þessu og þeir sem vilja mótmæla geta gert það upp á Sandskeiði.

Jólakveðja.

Sendi öllum bloggvinum óskir um gleðilega jólahátíð og gjöfult nýtt ár.

Ofnbakað tacos með osti og salsasósu

Uppskrift fyrir fjóra:

350 gr. Santa Maria Chunky salsasósa
6 stk. Santa Maria taco skeljar, brotnar í litla bita
100 gr. rifinn ostur
1/2 laukur, niðurskorinn
1 msk. olía til steikingar

Til skreytingar:
Sýrður rjómi, niðurskornir jalapeños, niðurskorinn lárpera (avocado) Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur, ca. 1 til 2 mín. Hellið salsasósunni út á. Látið sjóða. Lækkið hitann. Látið malla í 3 til 4 mín. Setjið helminginn af taco skelja bitunum í botninn á eldföstu móti. Hellið helmingnum af sósunni yfir og setjið síðan helmingin af ostinum ofan á. Setjið síðan afganginn af taco skelja bitunum ofan á ostinn, afganginn af sósunni ofan á, og að lokum afgangin af ostinum. Bakið í ofni í 10 til 15 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Skreytið með sýrðum rjóma, jalapeño sneiðum og lárperu sneiðum. Berið fram strax.

Pizza með Mozzarella, hvítlauk og nautahakki

Uppskrift fyrir tvo til fjóra:

1 tilbúinn pizzabotn (14"-16";)
450 gr. nautahakk
125 gr. Galbani Santa Lucia Mozzarella ostur, niðursneiddur
2-3 plómutómatar, saxaðir
1 hvítlauksrif, kramið
1 tsk. salt
1 tsk. svartur pipar
2 msk. olía

1. Forhitið ofninn í 230°C. Setjið pizzabotninn á plötu með bökunarpappír.

2. Hitið olíuna á pönnu við miðlungs hita og steikið hvítlaukinn þar til hann verður gylltur að lit.

3. Bætið nautahakkinu út í og steikið í 8 til 10 mín. Hellið vökvanum af og bætið tómötunum, salti og pipar út í.

4. Setjið nautahakksblönduna ofan á pizzabotninn. Setjið Mozzarella ostinn ofan á. Bakið í 12 til 15 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.


Góður hugur

 

Sjáum til hvort þú sendir þetta til baka....  Veðja á að þú gerir það ekki !!!  
    O jú annars - þú gerir það örugglega!
 
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að
negla það á girðingarstaur hjá sér, þegar togað var í samfestinginn hans.  
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann
og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
 "Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn.  Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! "  kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og .....
 
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
 
Þegar hundarnir nálguðust..... 
 
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom
enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.  
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá. 
 

"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
 
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,
komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans og voru festar
við sérsmíðaðan skóinn.   
 

Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að
halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp
og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.

"Hvað kostar hann ?"  spurði strákurinn
  "Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska" 
      
Um allan heim er fólk sem þráir skilning . 
   

Ef ykkur finnst sagan þess virði, látið þið hana líklega ganga
        Kveðja Keli 
 


Bakaður fiskur í ofni m/ grænmeti

Fiskur skorinn í teninga
Knorr fiskikrydd
Olía

ferskir sveppir
gulrætur
brokkolí
grænmetisteningur

Léttur sveppasmurostur
mjólk
kjötteningur


Eldfastform er smurt með olíu
Fiskur skorinn í teninga, kryddaður með Knorr fiskikryddi og settur í eldfasta formið.

Ferskir sveppir og gulrót skornið í sneiðar og brokkolí bitað niður. Grænmetið er síðan steikt í olíu á pönnu og grænmetisteningi bætt út í. Grænmetið er síðan látið krauma í eigin safa í smá stund undir loki.

Sveppasmurostur er bræddur í mjólk og kjötkrafti bætt út í.

Grænmetið er síðan sett yfir fiskinn og sósan þar yfir. Þetta er síðan bakað í ofninum þar til vel er farið að krauma í fiskinum og er þá ostur settur yfir réttinn.

Gott er að hafa Hatting brauðbollur með þessu, kartöflur eða hrísgrjón


Komin einn mánuð fram yfir



Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er komin einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum komin mánuð fram yfir, hvern andskotann kemur ykkur það við?".

"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð.. "Borga ykkur, ertu ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði Alfreð.

 

Katalónskt tómatbrauð með piquillo paprikum og ansjósum

Uppskrift fyrir sex:

12 sneiðar af bagettu eða súrdeigsbrauði, eins dags gömlu
12 sneiðar af piquillo-papriku
12 ansjósur
4 meðal þroskaðir og bragðmiklir tómatar, skornir til helminga
1/2 bolli af fínt saxaðri steinselju
Spænsk Extra Virgin olía

 

Forhitið ofninn í 200°C. Bakið brauðsneiðarnar þar til þær eru orðnar brúnaðar. Nuddið þeim saman við tómathelmingana svo eftir sitji þunnt lag af tómatkjöti. Dreypið ólífuolíu yfir allar sneiðarnar. Setjið sneið af piquillo-papriku og ansjósu ofan á hverja sneið. Stráið steinselju yfir. Berist fram um leið, á meðan brauðið er enn stökkt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 132709

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband