Töfravökvinn balsamikedik

      Töfravökvinn balsamikedik Uppruni balsamikediks er að stórum hluta óþekktur, en fyrstu þekktar heimildir um notkun þessa töfravökva má rekja allt til ársins 1046 (en er í ljóðinu Vita Mathildis eftir munkinn Donizone sagt frá því er Hinrik II Þýskalandskeisari leggur fram beiðni til markgreifans af Toskana um að senda sér hið fullkomna edik búið til í Piacenza). Á endurreisnartímanum fer að bera á balsamikediki á borðum konunga og greifa, sérstaklega í Ferrarahéraði hjá Estensiættinni sem ríkti yfir Ferrara, Modena og Reggio Emilia fram eftir öldum. Á 19. öld var það siður að auðga heimanmund ungra hefðarkvenna með leirkrúsum af verðmætu balsamikediki og jafnvel mörgum settum af tréámum seminnihéldu hinn dýrmæta vökva. Balsamikedik "aceto balsamico" er búið til í þremur þrepum: áfengisgerjun, ryðferli ediks og að lokum geymsluferli. Helst eru notaðar ámur úr eik, kastaníuvið, jasmín, kirsuberjavið, asi eða eini undir balsamikedik og hver viðartegund skilur svo eftir sig ákveðin keim af edikinu. Þegar venjulegt edik er búið til er notað til þess vín, en við  balsamikedikgerð er hins vegar notaður soðinn vínberjasafi "mosto". Edikið er síðan látið eldast (Ítalir notanánast aldrei sögnina að geymayfir þroskaferli mat eða víns, heldur er sögnin "invecchiare" eða að eldastnotuð í því sambandi) í mörg ár. Alkóhólinnihald balsamikediksverður á endanum a.m.k. 6%. Besta balsamikedikið er það semkemur frá Modena og Reggio Emila, en það er edik semhefur verið "látið eldast" í a.m.k. 12 árí dýrmætum viðartunnum og þar sem eingöngu hefur verið notaður vínberjasafi í framleiðsluna.Af hverju notar maður balsamikedik?Balsamikedik er ósvikinn og náttúrulegur bragðbætir sem notaður hefur verið um margra alda skeið og er fitusnauður. Tilvalið er að nota balsamikedik í stað olíu þar sem hún annars er notuð bæði út á salöt og í marga aðalrétti til að bragðbæta. Þar með losnar maður við fitu (900 kal olíu p/100 g miðað við 25-30 kal p/100 g balsamikedik) án þess að fórna bragði. Nokkrir klassískir réttir frá Modena með balsamikedikiRisotto að hætti Modena (risotto Modenese), nauta- og svínasteik með balsamikediki, jarðarber með balsamikediki.Aðrar tillögur að notkun balsamikediks:*Kóngasveppir eða venjulegir sveppir mýktir í olíu með hvítlauk og steinselju. Balsamikediki gutlað yfir og látið malla áfram í ca. 10 mín (lengur ef umkóngasveppi er að ræða og meira edik notað)*Salatblöð, soðin egg, parmesanostaflygsur, steiktir beikonbitar, salt og pipar pg balsamikedik.*Svínasnitzeli velt upp úr hveiti,steikt í olíu, smjöri bætt við og svo mýkt með lögg af þurru hvítvíni. Í lokin er balsamikediki dreypt yfir og látið malla í mínútu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband