Laugardagur, 20. september 2008
Cointreau crépes með vanilluís
Um 17 til 20 crépes:
Crépes:
2 stór egg
3/4 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1 bolli hveiti
3 msk. bráðið smjör
2 1/2 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
2 msk. Cointreau
Smjör til steikingar
Cointreau blanda:
(fyrir fjóra)
230 gr. mjúkt smjör
4 msk. sykur
12 cl. Cointreau
Meðlæti:
Vanilluís
Crépes:
Setjið allt innihaldið í skál og blandið vel saman. Setjið deigið síðan í ísskáp í 1 klst. Með því sjatna loftbólurnar í deiginu sem gerir það að verkum að það er minni hætta á að crépes-kökurnar rifni við steikinguna. Hægt er að geyma deigið í allt að 48 klst.
Hitið smjör á pönnu. Ausið smá deigi á miðju pönnunnar og hallið henni til og frá svo deigið dreifist jafnt. Steikið í 30 sek. og snúið crépes-kökunni svo við og steikið á hinni hliðinni í 10 sek. Setjið svo tilbúna crépes-kökuna til hliðar, alveg flata svo hún nái að kólna. Haldið áfram þar til allt deigið er búið.
Því næst brjótið crépes-kökurnar til helminga, tvisvar, svo hver kaka sé í laginu eins og þríhyrningur.
Cointreau blanda:
Hitið helmingin af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Þegar smjörið byrjar að "freyða", fjarlægið pönnuna af hellunni og bætið 6 cl. af Cointreau og 2 msk. af sykri út á. (Fjarlægið alltaf pönnuna af hellunni áður en áfengi er bætt út á.) Notið tengur til að setja crépes-kökurnar út á pönnuna, steikið á báðum hliðum. Bætið afgangnum af smjörinu, sykrinum og Cointreau út á pönnuna eftir þörfum.
Takið til fjóra diska, leggið crépes-köku á hvern disk og setjið vanilluís ofan á. Hellið afgangnum af Cointreau blöndunni af pönnunni yfir vanilluísinn. Berið fram strax.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott uppskrift hjá þér Guðjón - en ég hefði hefði sleppt hluta af sykrinum í Cointreau blöndunni, vegna þess að líkjörinn er alveg nægjanlega sætur - og ég hefði frekar reynt að styrkja "citrus"- bragðið örlítið með td. rifnum berki af sítrónu, appelsínu eða lime. Þar að auki myndi mér ekki detta annað í hug en að "flambera" svona góðar kræsingar... Prófaðu það.
Kveðja frá matreiðslumeistara, tónlistarkennara, tannlækni og sælkera...
Haraldur Arngrímsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:22
Þetta er svei mér girnilegt.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 08:51
namm ég hef matarást á þér
Líney, 23.9.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.