Grein eftir fyrv.formann Alþíðuflokksins

Með brenglaða réttlætiskennd

mynd Kjartan Jóhannsson fyrrum ráðherra og sendiherra. Kjartan var formaður Alþýðuflokksins á árunum 1974-1980.

Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa.

Kjartan gagnrýnir framgöngu Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sem  sat í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR og tók þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán.

,,Enginn maður með heilbrigða skynsemi og óbrenglaða réttlætiskennd tekur ákvörðun af því tagi sem hér var tekin. Enginn - og allra síst verkalýðsleiðtogi - á að láta sér detta í hug að firra sérhagsmunahóp áhættu en að láta hinn óbreytta um að mæta tapi," segir Kjartan í grein í Morgunblaðinu í dag.

Kjartan segir að það sé réttmæt krafa fólks í landinu að yfirgæslumenn sparnaðar þess, bankastjórnendurnir, leiðtogar þess í launþegahreyfingunni og síðast en ekki síst stýrimenn þjóðarskútunnar á Alþingi kunni skil á réttu og röngu og breyti samkvæmt því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þessi frétt vakti líka athygli mína. Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvinn eru fyrirmyndir sem slöpp stjórnarandstaða ætti að líta til. Bravó!

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Dunni

Þegar Kjartan Jóhannsson var nýlega orðinn sjávarútvegsráðherra skall á mikil kreppa í sjávarútveginum vegna hruns loðnuveiða.   Alli ríki á  Eskifirði leitaði þá á fund Kjartans og kynnti sig að sjálfsögðu.

Er þeir höfðu heilsast og báðir voru sestir spyr ráðherrann; "Hefur þú eitthvað fengist við útgerð áður, Aðalsteinn."  Ég er ansi hræddur um að Kjartjan Jóhannsson verði seint einhver fyrirmynd annarra á ráðherrastóli. Hann var handónítur bæði sem sjávarútvegs og viðskiptaráðaherra.

Jón Baldvin er nú varla góð fyrirmynd heldur. Hann var helsti hjálparkokkur Davíðs við mótun nýfrjálshyggjunnar.  Grunnur hennar var lagður í Viðeyjarstjórninni. 

Dunni, 8.11.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir með Dunna.

Gönuhlaup Jóns Baldvins upp á tröppur ráherrabústaðarins um daginn gæti þar að auki komið manni til að halda að hann sé að verða elliær.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð saga um Alla ríka, en er þetta ekki bara flökkusaga, Dunni?

Ég fylgdist reyndar ekki svo grannt með ferli Kjartans að mér finnist ég geta dæmt um hann, en maður hefur hins vegar séð ýmislegt til Jóns Baldvins. Hann er enginn stórkostlegur pólitíkus, þó hann sé vel mælskur og fljótur upp á dekk.Hann er góður í að koma ár sinni fyrir borð, eins og svo margir í stjórnmálum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 132213

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband