Súkkulaðibomba með hnetum

botn:
150 g hveiti
50 g kakó
100 g sykur
1 tsk lyftiduft
6 egg, rauður og hvítur aðskildar
30 g smjör (til að smyrja form)

Fylling og krem ofan á:
100 g dökkt súkkulaði (t.d. Lindt)
200 g rjómi
2 eggjahvítur
handfylli muldar hnetur og nokkrar heilar til skrauts.

 

Þeytið saman eggjarauður og sykur og sigtið svo hveiti, lyftidufti og kakó saman við og hrærið vel. Stífþeytið eggjahvítur og blandið saman við blönduna í smáskömmtum. Smyrjið 26 cm smelluform og sigtið smá hveiti í form. Hellið deigi í formið og bakið við 180 gr. í 20 mín.
Krem:
Bræðið súkkulaðið í millitíðinni í vatnsbaði yfir mjög vægum hita ásamt helmingi rjómans. Deilið súkkulaðikremi í tvær skálar og kælið. Stífþeytið eggjahvíturnar tvær ásamt sykri og blandið saman við aðra af súkkulaðiblöndunni. Þeytið rjómann í annarri skál og blandið svo saman við súkkulaði-eggjablönduna. Takið köku út, kælið og kljúfið bon eftir endilöngu í tvo botna. Smyrjið rjómakúkkulaðiblöndunni á neðri botninn (ekki fara of mikið út á kantan því það dreyfist sjálfkrafa úr blöndunni þegar hinn botn er lagður ofan á). Leggið hinn botinn ofan á, smyrjið súkkulaði ofan á og stráið muldumhentum yfir. Betra er að láta kökuna standa 1-2 tíma í kæli áður en hún er borin fram. Stráið heilum hnetum í kringum kökuna á kökudiskinn.

Undirbúningstími: innan við 30 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur


Nautalundir "Wellington"

 

Aðalréttur fyrir 6

Innihald:

1  stk  Nautalund (c.a. 1 kg)
200  gr  Smjördeig 
1  stk  Egg til pennslunar 
50  gr  Kjörsveppir, fínt saxaðir 
100  gr   Laukur, fínt saxaður 
2  gre  Steinselja, fínt söxuð 
100  gr  Smjör 
1  stk  Hvítlauksgeiri, fínt saxaður 

Nautahakksmauk (Duxelles):
Brauðraspur
Salt og pipar

Aðferð:

 

 

1  Hreinsið nautalundirnar, bindið upp með steikingargarni og brúnið vel á pönnu. Steikið í 200 gráðu heitum ofni í 10 mín. Kælið vel.

2  Notið afskurðinn af nautalundunum í duxelið eða maukið sem fer utan um lundirnar, saxið fínt eða hakkið.

3  Bræðið smjörið á pönnu og bætið kjöthakki á, ásamt sveppum, hvítlauk og lauk.  Kryddið til með salti og pipar. Bætið steinselju við og sjóðið stutta stund. Þurrkið upp með brauðraspi og kælið.

4  Fjarlægið bandið eða netið af lundunum og kryddið þær með salti og pipar.  Takið smjördeigið, fletjið það út í hæfilega þykkt og skerið til.

5  Smyrjið duxelle á miðju deigsins og leggið lundina ofaná. Setjið duxelle ofaná lundina og "pakkið" lundinni inn í deigið en lokið samskeytum með því að pensla með eggjum.

6  Leggið réttinn á smurða plötu og pennslið með eggjum. Notið afskurð deigsins í skreytingar og penslið þær einnig.

7  Bakið í 30-40 mín við 200 gráður (Kjarnhiti 65 gráður(Medium)).

8  Látið standa í nokkrar mínútur áður en fyrirskurður fer fram.

9  Framreiðið með madeirasósu eða rauðvínssósu og grænmeti (Kartöflur óþarfar).

 


Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

 
Fyrir 6

Innihald:

1,5  kg  hreinsaður hreindýravöðvi, (Læri eða Hryggur) 
400  gr   afskurður og bein 
2  stk  gulrætur 
100  gr  sellerýstilkar 
5  stk  einiber 
2  stk  lárviðarlauf 
1,2  lítrar  kalt vatn 
250  ml  rjómi 
150  ml  dökkt portvín 
salt og pipar
gráðostur
ribsberjahlaup

SÓSAN:

1 Biðjið kjötkaupmanninn að höggva niður beinin fyrir ykkur í sósuna.
Brúnið þau í örlítilli olíu ásamt afskurðinum í víðbotna potti.
Kryddið með salti og pipar.

2 Þegar beinin eru byrjuð að taka lit, skerið þá grænmetið gróft niður og bætið í pottinn.
Brúnið áfram og takið síðan pottinn af hitanum. Stráið örlitlu af hveiti yfir afskurðin og beinin og hrærið í með sleif. Hellið vatninu saman við og kryddið til með einiberjum, lárviðarlaufum. Látið suðuna koma upp hægt og rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu, jafn óðum og hann flýtur upp.

3 Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju. Þykkið soðið með maisenamjöli ef þurfa þykir. Bætið portvíni og rjóma í sósuna og dekkið hana e.t.v. með sósulit. Smakkið sósuna til með kjötkrafti ef með þarf.

4 Að síðustu skal setja eina matskeið af gráðosti og c.a. tvær af ribsberjahlaupi í sósuna og hræra vel í. Látið sjóða stutta stund við vægan hita. Á þessu stigi gæti þurft að sigta sósuna aftur.

STEIKIN:

1 Skerið steikurna niður í c.a. 2ja sentimetra 100 gramma steikur (12 stykki). Berjið létt á steikurnar með kjöthamri. Brúnið þær vel í olíu á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar.

2 Setjið steikurnar í eldfast fat og steikið áfram í 10 mín í 250 gráðu heitum ofni (medium). Framreiðið með sósunni og tildæmis jólasalati, rauðvínssoðnum perum, steiktum kartöflum og léttsoðnu grænmeti (t.d. snjóbaunum og gulrótum). Einnig er hægt að steikja vöðvana heila. Brúnið þá fyrst á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Setjið í 180 gráðu heitan ofn. Steikist í 15-40 mín allt eftir stærð vöðvana. Kjarnhiti 58 gráður.

 


Hamborgarahryggur

 

 

 

 

Hamborgarahryggur /hjúp og rauðvínssósu

 

 

 

 

 

1 1/2 kg hamborgarahryggur

Sykurhjúpurinn á hrygginn:
200 gr tómatsósa,
75 gr súrt sinnep(Dijon),
1 dós sýrður rjómi,
2 dl rauðvín,
1 dl kók(hrært vel saman),
150 gr sykur,
klípa af smjöri.

Rauðvínssósa:
kjötkraftur (hænsna),
pipar,
picanta (má sleppa),
hindberjasulta (ca. 2 msk),
rauðvín (smakkað til),
rjómi (smakkað til).

Smjörbolla:
100 gr smjör mjúkt,
100 gr hveiti hrært saman.

 

Hamborgarahryggurinn er soðinn í potti í 1 klst. Vatnið látið fljóta vel yfir hrygginn, í soðið þarf að setja saxaðan lauk, gulrætur, og 8 korn af heilum pipar.

Sykurhjúpur:
Sykur og smjör brúnað, öllu hinu skellt útí þegar sykurinn er farinn að freyða.

Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum þá brúnast hjúpurinn fallega.

Rauðvínssósa:
Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkraftinum, pipar og td picanta.
Sósan bökuð upp með smjörbollu. Smjörbollan er sett smásaman út í soðið þar til að hún er orðin nógu þykk. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma, og bragðbætið með afganginum af hjúpnum.


Grilluð svínarif með kóríander og hvítlauk

  

 

 

 

 

 Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

1 kg. svínarif
3 msk. Patak´s Mild Curry Paste
3 hvítlauksrif, kramin
3 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
100 ml. vatn

 

Blandið hvítlauknum, kryddmaukinu, jógúrtinni og hunanginu vel saman. Þekið svínarifin vel með maukinu. Leggið í form og lokið fyrir. Setjið til hliðar í 30 til 45 mín. Grillið síðan svínarifin á vel heitu grilli, eftir smekk. Á meðan hitið afgangin af maukinu á pönnu, bætið kóríandernum og vatninu út í. Látið malla í nokkra stund, eða þar til orðið ágætlega þykkt. Þegar svínarifin eru tilbúin, leggið þau á disk og ausið maukinu yfir.

Berið fram t.d. með salati og hrísgrjónum.

 


Bakaður svínaskanki með kryddjurtum

 

 

 

 

 

 

1 skammtur
1 svínaskanki á mann
2-3 rósmaríngreinar
nokkur salvíulauf
jómfrúrólífuolía
1 hvítlauksgeiri
2 lárviðarlauf
2-3 einiber, marin
lítið glas af þurru hvítvíni
salt og pipar
2 stórar kartöflur skornar eftir endilöngu í báta

 

Skolið svínaskanka og þerrið og nuddið að utan með grófu salti og pipar. Leggið skankann í skál eða fat ásamt kryddjurtunum, hvítlauk, dreitil af jómfrúrólíufolíu og hvítvíni. Þekið skál með álpappír og látið kjötið marinerast í kæli yfir nótt. Takið skanka upp úr kryddlegið og brúnið á pönnu í jómfrúrólífuolíu í nokkrar mín. Snúið af og til, en notið ekki gaffal til að komast hjá því að kjötið tapi safa. Komið skanka svo fyrir í eldföstu móti ásamt kryddleginum úr skál og þekið með álpappír. Bakið við 200 gr. með álpappír yfir fyrsta klukkutímann til að varna því að kjötið þorni. Fjarlægið svo álpappír og bakið áfram í 30 mín. , snúið skanka 2-3 sinnum síðast hálftímann. Þegar 20 mín. eru eftir af eldunartíma bætið þá kartöflubátum í ofnskúffu. Sigtið kryddjurtirnar frá kjötsafanum og hellið kraftinum yfir kjötið og berið fram ásamt kartöflunum. Ef vill, má skvetta smá hvítvíni saman við kraftinn í fatinu og skerpa á augnablik á pönnu og láta vín gufa upp og sigta kryddjurtir svo frá.

Kjúklingabringur með Parmaskinku, heilum kirsuberjatómötum og basil

  

 

 

 

 

 Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur
8 sneiðar Fiorucci Parmaskinka
350 gr. DeCecco pasta
1 krukka Sacla Whole Cherry Tomatoes & Basil sósa
150 ml. hvítvín
2 msk. Extra Virgin ólífuolía
8 salvíulauf
Auka salvíulauf til skreytingar
Salt og nýmalaður svartur pipar

 

Setjið kjúklingabringurnar á milli tveggja stórra hluta af plastfilmu. Notið kökukefli eða kjöthamar til að merja kjúklinginn þar til þykktinn hefur minnkað um helming.

Setjið salvíulaufin ofan á kjúklinginn og vefjið Parmaskinkunni utan um, festið með kokkteilpinna.

Hitið ólífuolíuna á pönnu. Setjið kjúklinginn á pönnuna og eldið í mínútu á hvorri hlið, bara til að loka og brúna eilítið. Hellið hvítvíninu yfir, og svo Sacla sósunni. Látið malla í 15 mín, eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

Á meðan, eldið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.

Setjið pastað í skál. Skerið kjúklinginn í bita og berið fram með pastanu og sósunni. Skreytið með salvíulaufum.

Rækju Enchiladas

 

 

 

 

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. rækjur
8 stk. Santa Maria tortillur
1 krukka (350 gr.) Santa Maria salsasósa
125 gr. rifinn ostur
4 msk. olía til steikingar
1/4 tsk. salt
1/8 tsk. nýmalaður svartur pipar

Meðlæti:
1/2 bolli sýrður rjómi
2 tsk. ferskur graslaukur, niðurskorinn

 

Forhitið ofninn í 130°C. Setjið bökunarpappír ofan á eina plötu.

Hitið 1 msk. af olíu á pönnu við miðlungshita. Kryddið rækjurnar eftir smekk og steikið á pönnunni í ca. 4 mín. Fjarlægið rækjurnar af pönnunni.

Setjið rækjurnar á helming hverrar tortillu, og ost ofan á. Brjótið til helminga.

Hitið 3 msk. af olíu á pönnu við miðlungshita. Brúnið tortillurnar, ca. 30 sek. á hvorri hlið. Setjið tortillurnar á plötuna og haldið þeim heitum í ofninum.

Hellið olíunni af pönnunni. Takið fjórar tortillur úr ofninum og setjið á pönnuna. Bætið helmingnum af salsasósunni út á og látið malla við miðlungshita, þar til tortillurnar eru orðnar mjúkar, ca. 2 mín., snúið þeim við einu sinni. Endurtakið með afganginn af tortillunum.

Berið fram með sýrða rjómanum og graslauknum.

Af hverju fær Guðni laun

Þegar venjulegt fólk hættir í vinnu að eigin ósk þá fær það ekki laun í einhverja mánuði eins og því væri sagt upp vinunni.Guðni Ágústson fær laun í sex mánuði þó að hann hætti störfum  af hverju. 800 þúsund á mánuði er ansi mikið,hann sótist eftir starfinu.


Grunnur að góðu brauði

Uppskrift 
700 g vatn
925 g hveiti  ( sterkt )                   
Vinna í 3 mín hægt
100 g rúgsigtimjöl                              
2 mín hratt
200g duurumhveiti
20   g þurrger
10   g sykur    
20 g salt bætt í og unnið áfram í 3 mín  Út í þennan grunn má síðan bæta'' 150 g sólþurrkuðum tómötum ( saxað smátt )75g hvítlauksmauki og 1 fulla matsk  Basillikum75g púrrulauk(sviss, á pönnu )og steiktum lauk eða. Eftir að aukaefnin eru komin í á bara að vinna deigið í 1-2 mín Hvíla deigið þar til gott líf eru komin í það (20 - 30 ) mín Vigtat.d 500 gr/ stk og slá upp eða bara vöðla saman .                setja ost eða parmesan ofan á eftir smekk Hefa í u.þ.b.30 mín Setja inn í 250°°C og gefa góðan damp ( keyra á gufu í 30 sek ).Lækka hitann í 210-220°°C og baka í u.þ.b.30 mín, (misjafnt eftir ofnum ) 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband