Golfið er frábært.

Íri sem hafði verið strand á eyðieyju í meira en 10 ár lenti svo í því
einn daginn að hann sá eitthvað reka að landi rétt úti við
sjóndeildarhringinn. Hann hugsaði með sjálfum sér: "Þetta er örugglega
ekki skip." og eftir því sem fyrirbærið kom nær og nær þá byrjaði hann
að útiloka möguleikann á það þetta gæti verið lítill bátur eða fleki.
Skyndilega birtist vera klædd svörtum blautbúningi úr briminu. Þegar.
veran hafði lagt frá sér köfunargræurnar og tekið hettuna á
blautbúningnum niður sá hann að þetta var glæsilegasta ljóska sem hann
hafði á ævinni séð!

Glæsilega ljóska gekk upp að Íranum sem nú var alveg orðlaus og sagði
við hann: " Jæja, segðu mér, hversu langt er síðan þú fékkst þér
sígarettu?"
"Tíu ár," svaraði Írinn hissa. Og með það sama þá opnaði ljóskan
vatnsheldan vasa á vinstri erminni á blautbúningnum og náði í
skraufaþurran pakka af sígarettum. Hann fær sér eina, kveikir á henni
og tekur góðan smók. "Góður guð" sagði hann, "þetta er svo gott... ég
var næstum búinn að gleyma hvað það var gott að fá sér að reykja!" "Og
hvað er langt síðan þú fékkst þér gott írsk viskýtár?" Spurði
blondína. Titrandi svaraðið strandaglópurinn, "tíu ár".

Þegar hún heyrði það, þá teygði blondínan sig í hægri ermina og opnaði
vasa þar og dró upp flösku og rétti honum. Hann opnar flöskuna og fékk
sér gúlsopa. "Þvílíkar guðaveigar!" sagði hann. "Þetta er algjört
kraftaverk!!!"
Þegar hér var komið við sögu byrjaði glæsilega ljóskan að renna hægt
og rólega niður blautbúningnum... niður að mitti.

Hún leit titrandi á manninn og spurði, " og svo... hversu langt er
síðan þú hefur "leikið" þér aðeins???" Með tár í augunum, féll Írinn
niður á hné og snökti... "Jesús Kristur... ekki segja mér að þú sért
með golfkylfur þarna líka!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 06:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Líney

´ææææ

Líney, 29.10.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Snilld  . Skyldi kallinn minn hugsa svona hann er golfari haha

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:43

6 identicon

 stelpu greyið

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Algjör snilld

Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Konan mín hneykslaðist þegar ég sagði henni þessa sögu og hafði á orði að við þessir golfarar værum bara ekki eins og venjulegt fólk

Guðjón H Finnbogason, 29.10.2008 kl. 18:24

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kannski er sannleikskorn í þessu hjá konunni þinni

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:45

10 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Góður...hehehe....

Agnes Ólöf Thorarensen, 30.10.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband