Hráefni:
8-12 stk. hamflettar rjúpur
2 msk. olía
3 stk. lárviðarlauf
20 stk. einiber
salt og pipar
Sósa
1 l. soð af rjúpunum
1/2 l rjómi
80 gr. hveiti
80 gr. smjör
1 msk. kjötkraftur
salt og pipar
Meðlæti
3 stk. epli, gul
6 tsk. rifsberjahlaup
300 g spergilkál
6 stk. gulrætur
18-36 kartöflur (eftir stærð)
Leiðbeiningar:
Hlutið rjúpuna í sundur þannig að bringan og lærin séu laus frá hryggbeininu (sjá myndir). Skerið fóarnið í tvennt þannig að unnt sé að taka himnur innan úr ásamt ómeltu lyngi sem þar kann að vera. Hitið olíuna vel og steikið bringurnar og lærin, kryddið með salti og pipar. Síðan skal brúna fóarn, hjarta og bein vandlega. Látið rjúpurnar, innmatinn og beinin í pott, látið vatn fljóta yfir og sjóðið í 1 klst. ásamt lárviðarlaufum og einiberjum.
Sósan
Lagið smjörbollu úr hveiti, smjöri og sigtuðu soði. Rjómanum hellt saman við og kryddað með kjötkrafti, salti og pipar.
Meðlætið
Eplin eru afhýdd, skorin í tvennt og kjarnhreinsuð. Rifsberjahlaup er sett í kjarnhúsið. Bakað í ofni í 10 mínútur við 150°C.
Grænmetið og kartöflurnar soðið.
Hollráð
Látið rjúpubringurnar og meðlætið á fat með loki eða álpappír yfir og geymið á heitum stað á meðan sósan er löguð.
Bringan tekin frá hryggnum.
Lærin skorin af hryggnum.
Fóarnið skorið í sundur.
Himnan ásamt lyngi tekin úr fóarninu.
Um bloggið
Kokkur
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
- bjarkey
- bjarnihardar
- dofri
- ellidiv
- estersv
- georg
- gmaria
- gretaulfs
- gudnim
- harhar33
- hector
- helgigunnars
- jp
- juljul
- klossi
- kolbrunerin
- krutti
- ktomm
- liljabjork
- lillagud
- loathor
- maggibraga
- magnolie
- magnusg
- magosk
- margith
- mariaannakristjansdottir
- neytendatalsmadur
- omarpet
- palmig
- pandora
- ranka
- saelkeri
- sax
- sibbulina
- siggagudna
- siggith
- skordalsbrynja
- skulablogg
- slembra
- solir
- steingerdur
- sur
- thrudur
- tildators
- valgerdurhalldorsdottir
- vestskafttenor
- vga
- zunzilla
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 24365
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.