Sjávarrétta Paella - að hætti Spánverja

 

Fyrir 4-5

Innihald:

2  msk  extra virgin ólifiolíu 
1  stk  rauðlaukur 
4   stk   hvítlauksrif 
4  stk  tómatar, grófsaxaðir 
½  tsk  safran þræðir 
1  bolli  Basmati hrísgrjón 
11  gr   kjúklingakraftur "Oscar" 
1 ½  bolli  vatn 
1  tsk  salt 
1  tsk  nýmulin pipar 
170  gr  smálúðuflök 
150  gr  rækjur 
20  stk  kræklinga (má vera í dós) 
½   bolli  ferskar grænar baunir 
¼  bolli  söxuð fersk steinselja 

Aðferð:

1  Hitið ofninn í 200°c. Hitið olíuna í pönnu sem má fara inní ofn, steikið hvítlaukinn, laukinn en ekki brúna eða u.þ.b. 3 mínútur, setjið þá tómatana og safranið útí og steikið til viðbóta í ca. 2 mínútur.

2  Látið suðuna koma upp á vatninu og hrærið kjúklingakraftinum vel saman við.

3  Hrærið hrísgrjónunum saman og hellið kjúklinasoðinu útí, kryddið með salt og pipar, færið pönnunna ínní ofn og bakið í ca. 35 mínútur eða þangað til að hrísgrjóninn eru orðin mjúk.  Á meðan hrísgrjóninn eru að eldast þá skerið smálúðuna í bita og þrífið kræklingana.

4  Setjið kræklingana, smálúðubitana, rækjurnar og kryddið með salt og pipar og bakið í ca. 15mínútur í viðbót.

5  Þegar Sjávarréttar-Paella er tilbúinn þá dreifið steinseljunni yfir og berið fram strax.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk enn og aftur fyrir allar góðu uppskriftirnar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm þessa langar mig að prófa takk fyrir mig.  Ég óska þér góðrar helgar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband