Aldrei getur þessi maður verið með.

Hefði viljað kjósa fyrr

mynd

Hver treystir Steingrími að koma okkar málum á hreint.Ekki ég.

Því fyrr sem verður kosið því betra að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna. Hann segir Vinstri græn helst hefðu viljað sjá kosningar síðasta laugardag fyrir páska, sem er í byrjun apríl.

Steingrímur segist sleginn yfir tíðindum dagsins. Hugur hans sé hjá Geir og hann voni að honum vegni sem allra best. „Mér finnst afar skynsamlegt og yfirvegað hjá honum að draga sig í hlé og einbeita sér að bata," segir Steingrímur.

Aðspurður hvort VG hefðu ekki viljað sjá ríkisstjórnina stíga til hliðar fram að kosningum viðurkennir Steingrímur það. „Auðvitað væri betra ef ný og sterk ríkisstjórn gæti haldið utan um þjóðfélagið," segir Steingrímur. Hann segir kröfur almennings undanfarið vera tvíþættar, að ríkistjórnin víki og boðað verði til kosninga. Önnur krafan sé í höfn en hin standi.

Hann vill nú að formenn flokkanna hittist og fari yfir stöðuna. Kjördagur verði tímasettur og sameinast um stutta en snarpa kosningabaráttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ekki treysti ég honum, nú þurfum við Neyðarstjórn sem skipuð væri sérfræðingum helst erlendis frá.

Gylfi Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 19:03

2 identicon

Það er af og frá að ég haldi að Steingrímur komi til álita! Er satt best að segja orðin hundleið á öskrunum í karli Aðspurður um hvað hann mundi gera verður karlinn alltaf kjaftstopp..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Steigrímur er traustur og heiðalegur maður.

Ekkert Geirs-Davíðs syndrome í honum.

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 21:14

4 Smámynd:

Ég treysti Steingrími til að leiða ríkisstjórn. Tel hann það traustan að hann hlusti á það sem sérfræðingar segja og fari eftir því. A.m.k. betur en þeir sem nú voru að missa titlana sína. Annars vil ég utanþingsstjórn a.m.k. fram á haust.

, 26.1.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Steingrímur vill kjósa núna því hann hefur fylgi akkurat núna. 

Steingrímur er búinn að vera á þingi í 25 ár og finnst mér það vera orðið nóg.

Ég afturá móti hefði viljað sjá þjóðstjórn og kosningar seinna. Vil sjá nýtt fólk bjóða sig fram og taka við stjórn landsins. Er hrædd um ef það er verið að flýta kosningum að fólk fái ekki ráðrúm til að virkja nýtt fólk innan flokkakerfanna eða til að undirbúa nýtt framboð.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband