Blandađir sjávarréttir og hrísgrjón í hálfmána

  

Hráefni
200 g smjördeig
100 g hrísgrjón
100 g skötuselur
100 g reyktur lax
2-3 msk. ólífuolía
100 g rćkjur
1 msk. karrí
1 dl rjómi
salt og pipar
1 stk. eggjarauđa

Ađferđ
Ef smjördeigiđ er ekki útflatt fletjiđ ţađ ţá út í um 1 cm ţykkt. Sjóđiđ hrísgrjónin í saltvatni og kćliđ. Skeriđ skötuselinn í um 3 cm stóra bita og reyktan lax í strimla. Hitiđ ólífuolíu á pönnu og steikiđ skötusel stutta stund. Setjiđ svo rćkjur og síđan hrísgrjón á pönnuna. Kryddiđ međ karríi, salti og pipar. Bćtiđ rjóma saman viđ og takiđ af hitanum ţegar rjóminn fer ađ krauma. Bćtiđ reykta laxinum á pönnuna og látiđ standa í nokkrar mín. Skeriđ á međan 15 cm hring úr smjördeiginu. Setjiđ sjávarréttina í miđjuna og brjótiđ helminginn yfir ţannig ađ hálfmáni myndist. Lokiđ vel á samskeytunum međ ţví ađ ţrýsta á ţau međ gaffli. Smyrjiđ yfirborđ hálfmánans međ sundursleginni eggjarauđu og bakiđ viđ 180°C í 20 mín.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband