Kamillutepúns með sítrusávöxtum

 

fyrir tvö stór glös
200 ml vatn
2 tepokar lífrænt Sweet Clementine-Chamomile jurtate frá Celestial Seasonings
1/2 lífræn sítróna
2 lífrænar appelsínur
1 greipaldin
4 tsk sykur

Látið suðu koma upp á vatninu og látið tepokana trekkja í vatninu undir loki í 10 mín. Þvoið sítrónuna og aðra appelsínuna með heitu vatni, þerrið og skerið í þunna báta. Pressið safann úr greipaldininu og hinni appelsínunni og hellið út í pottinn ásamt jurtateinu. Fjarlægið fyrst tepoka. Bætið sykri saman við og hitið púsninss upp án þess að vatnið sjóði. Hellið í stór hitaþolin glös (t.d. púnsglös) og komið sítrónu- og appelsínubátunum fyrir ofan í glösunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ummm - ætla að prófa þetta við kvefinu sem er að hellast í mig.

, 31.1.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott hjá þér.

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: G Antonia

Alltaf eitthvað áhugavert hér, kvitt og kveðja ;*

G Antonia, 4.2.2009 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband