Áramót

Ég óska Bloggvinum og öðrum vinum og ættmönnum gleðilegs árs og þakka það ár sem er liðið.

Vonandi færir nýtt ár ykkur vonir og væntingar sem standast.


Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk

Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk Fyrir 4 Innihald: 800 gr útvatnaður saltfiskur 1 dl ólífuolía 2 stk chilipipar, kjarnhreinsaður og skorin í ræmur 100 gr svartar ólífur, heilar, steinlausar 5 stk hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar 1 msk paprikuduft 100 ml hvítvín 2 msk söxuð steinselja Aðferð: 1 Skerið saltfiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr hveiti. Steikið í vel heitri olíunni í 4-5 mínútur 2 Bætið í vel heita olíunna hvítlauknum og chilipiparnum. Steikið þar til léttbrúnt og bætið þá í paprikuduftinu og ólífunum. Að síðustu hellið hvítvíninu útí og látið krauma saman, sjóðheitt stutta stund. 3 Látið fiskinn á fat og hellið sósunni yfir. Stráið steinseljunni yfir. Má setja í ofn rétt áður en rétturinn er borin fram. Þessi réttur er mjög sterkur. Framreiðið með kartöflum og soðnu grænmeti. Einnig gott að framreiða Aioli-sósu með réttinum.


Innbakað lambafille með Duxelles

 

1 góður lambahryggir

1200 gr smjördeig

salt og pipar

 

fylling:

1 laukur

3 msk olía

240 gr saxaðir sveppir

2 msk timian

2 msk steinselja

6 msk ókryddað brauðrasp

 

Hryggurinn er úrbeinaður og filleið snyrt, lundirnar saxaðar og það kjöt sem hægt er að skafa af beinunum. Laukurinn saxaður og sveppirnir, fyllingin steikt á pönnu byrjið á að steikja laukinn, síðan sveppi og kjöt, blandið brauðraspi og kryddi saman við.

Filleið skorið í bita og lokað á pönnu kryddað með örlitlu salti og pipar.

Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru, setjið fyrst kjötið á smjördeigið síðan fyllingu ofan á lokið kökunni og penslið samskeitin með sundurslegnu eggi.

Bakið í 225OC heitum ofni í 20-30 mín.Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er tíminn skemri eða um 15 mín hitinn fer eftir gæðum ofnsins og því hvað við viljum að kjötið sé mikið steikt.

 


Fylltur kjúklingur á ítalska vísu

 200 g spínat

60 g hvítlaukssmjör

50 g smjör

½ dl rjómi

7 stk stórar kartöflur

4 stk kjúklingabringur

1 stk sítróna

basil (1 búnt)

Parmaskinka 4 góðar sneiðar

salt og pipar

 

Matreiðsla

Kjúklingabringurnar eru fylltar með hvítlaukssmjörinu og Parmaskinkunni. Brúnaðar á pönnu ca. 1 mín hvor hlið, síðan bakaðar í ofni í 10 mín við 180 gráður.

Spínatið er steikt á pönnu með smá smjöri, salti og pipar. Kartöflustappan er búin til úr soðnum kartöflunum, smjöri, rjóma, salti, pipar og basil eftir smekk. Gott er að kreista sítrónu yfir kjúklingin áður en hann er borinn fram.

 


Lasagne með kotasælu

 

12 stk lasagneplötur

3 stk laukur saxaður

2 stk hvítlauksgeirar pressaðir eða fínsaxaðir

1 msk matarolía

500 gr dósatómatar

½ dl tómatmauk

salt, pipar, oregano, timian, basilkum.

3-400 gr kotasæla

100 gr rifin ostur

Kraumið lauk og hvítlauk í olíunni smá stund. Bætið tómötum og tómatmauki saman við og kryddið hæfilega, sjóðið í 10 mín. Takið af hitanum og hrærið kotasælunni saman við. Leggið lasagneplöturnar og sósu í lögum í eldfast mót. Stráið osti yfir hvert lag. ATH. Lagsangeplöturnar eiga að vera neðstar síðan þykkt lag af sósu með rifnum osti. Bakið í 20-25 mín við 200-225°C.

 

 


Innbakað Lambafille með villisveppafyllingu

 

Lamb:

2 meðal stór lambafille

salt og pipar

olía til steikingar

150 gr smjördeig

1 eggjarauða til penslunar

 

Sveppafylling:

100 gr villisveppir

50 gr furuhnetur

1 stk skalottlaukur

½ dl madeira

½ dl rjómi

salt og pipar

brauðraspur (ekki paxo)

 

Sveppir, laukur og hnetur er saxað mjög fínt. (hnetur ekki of fínt). Steikt á pönnu og madeira hellt saman við og soðið niður. Rjómanum bætt saman við og raspinum soðið þar til hæfileg þykkt er komin.

 

Lambafilleið er snyrt og brúnað á pönnu og kryddað. Kælið kjötið.

Smjördeigið er gatað og kjötið sett ofan á það, fyllingunni smurt ofan á kjötið og smjördeiginu lokað með samskeytin undir kjötinu, penslið deigið með eggjarauðu. Bakað við 180°C og tekið út áður en kjötið er of steikt. Þetta tekur 15-25 mín eftir smekk.


Fylltur kjúklingur á ítalska vísu

 200 g spínat

60 g hvítlaukssmjör

50 g smjör

½ dl rjómi

7 stk stórar kartöflur

4 stk kjúklingabringur

1 stk sítróna

basil (1 búnt)

Parmaskinka 4 góðar sneiðar

salt og pipar

 

Matreiðsla

Kjúklingabringurnar eru fylltar með hvítlaukssmjörinu og Parmaskinkunni. Brúnaðar á pönnu ca. 1 mín hvor hlið, síðan bakaðar í ofni í 10 mín við 180 gráður.

Spínatið er steikt á pönnu með smá smjöri, salti og pipar. Kartöflustappan er búin til úr soðnum kartöflunum, smjöri, rjóma, salti, pipar og basil eftir smekk. Gott er að kreista sítrónu yfir kjúklingin áður en hann er borinn fram.

 

 


Eplamarineraður Skötuselur

  400 gr Hreinsaður skötuselur þunnt skorinn
1 stk Grænt epli (skræld hreinsuð og þunnt skorin)
1 dl Eplasafi
½ dl Calvados (epla brandí)
2 msk Eplaedik
2 stk Shallott laukur (fínt skorinn)
2 msk Ólifu olía extra virgin
1 poki estragon ferskt

Aðferð:

Öllu blandað saman nema fisknum og eplunum.
Fiskurinn og eplin eru lögð í fat og blöndunni hellt yfir
Látið liggja í 2 tíma og borið fram með nýbökuðu brauði

Uppskriftin er fyrir 4

Humarsúpa

 

Súpa fyrir 4

Humarsoð:

1 kg humarklær eða skeljar
4 msk ólifuolía
4 stk hvítlauksrif "söxuð"
1 stk  lárviðarlauf
1 tsk karrý
1 tsk sjávarsalt
3 msk tómatpurrée
2 msk worchester
2 L vatn
smá safranþræðir

Humarsoð-aðferð:

1  Skeljarnar eru léttbrúnaðar í ólifuolíunni ásamt öllu kryddi og síðan klárað með tómatpurrré og worchester.

2  Vatnið hellt útí og suðan látin koma upp og sjóðið í ca. 2 tíma

Súpan:

6 dl humarsoð
2 dl hvítvín
1 dl rjómi
8 stk meðalstórir humarhalar "léttsteiktir"
1 msk koníak
4 msk þeyttur rjómi "settur í súpuskálina"

Aðferð:

1  Allt sett saman og bragðbætt (ef þarf) með sama kryddi og í humarsoðinu.

2  Ekki þykkja.

3  Borin fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði.

 


Er Skallagrímur trúverðugur.

Á síðustu klukkustundum hefur Steingrímur (skallagrímur) Sigfússon skipt um skoðun á mörgum málaflokkum bara til að komast til valda.

Hann verður að átta sig á því að hann er líka í þeirri súpu sem fólkið vill burt.

Það er okkar versti kostur að fá VG í stjórn, flokkur sem er á móti öllu sem þarf að vinna að,og væri vís á að slíta samstarfi ef þeir fengju ekki öllu ráðið.

Þeir eru á móti Alþjóða gjaldeyrissjóðnum,skattastefnunni og flr.

Nýr formaður Framsóknar er aftur á móti með skoðanir og plön sem eru áhugavert að skoða og eflaust að vinna eftir,ég vildi að sá flokkur færi í stjórn en því miður er það ekki nóg.

Dagar Jóhönnu eru líklega komnir og það er bara gott um það að seigja.


Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband