Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Lamba enchiladas með myntu
600 g lambakjöt, skorið í teninga (t.d.gúllas eða lærisneiðar)
1 laukur, skorinn í sneiðar
1 1/2 bolli kramdir tómatar
1 gulrót, skorin í teninga
1 bolli sveppir, skornir í sneiðar
1/2 bolli rauðvín
1/2 bolli sýrður rjómi
1 msk steinselja
gott salt og nýmalaður pipar t.d. Santa Maria kryddkvörn, Black & White)
2 hvítlauksgeirar
2 msk fersk söxuð mynta
2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)
1 sellerístöngull, skorin í bita
hnífsoddur cayennepipar
safi af 1 sítrónu
8-10 tortillur (Santa Maria, t.d. soft tortilla eða organic)
2 bollar rifinn ostur (t.d. cheddar eða blanda af gouda og parmesan).
Salsa:
3 tómatar, skornir í litla teninga
gott salt og nýmalaður pipar
safi úr 1 lime
1 marinn hvítlaukseiri
2 msk jómfrúrólífuolía
2 msk saxað ferskt kóríander
1/2 fínt saxaður rauðlaukur
1 saxað jalapeno (Ferskt eða úr dós), eða grænn ferskur pipar (magn eftir smekk)
Byrjið á að búa til salsasósuna. Hrærið saman öllu hráefni og látið standa í kæli í a.m.k. 30 mín.
Hitið ólífuolíu á stórri pönnu og mýkið laukinn í henni í 2 mín. Bætið þar á eftir hvítlauk á pönnu og yljið í 1 mín. Bætið þá lambakjötbitum saman við ásamt kryddi og brúnið í 5 mín.Hrærið í af og til. Bætið svo rauðvíni saman við og látið malla áfram í ca. 2 mín. Bætið sveppum saman við og látið malla í 2 mín. Bætið nú mörðum tómötunum, gulrót, sellerí, cayenne og sítrónusafa saman við og látið krauma í 8-10 mín. Slökkvið á hellu og bætið ferskri steinselju, kóríander og sýrða rjómanum út á pönnu og látið blönduna kólna dálítið. Dreyfið henni svo jafnt á tortillakökurnar, rúllið þeim upp, raðið þeim í léttsmurt eldfast mót, dreyfið osti yfir og bakið í 10-12 mín við 170 gr. C.
Berið fram með salsasósu og fersku salati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Lamba hvítlauks piparsteik
Lamba hvítlauks piparsteik
1 kg lamba innralæri
Badia steak seasoning
Badia ground garlic and parsley
Blandið kryddinu saman í skál, skerið kjötið í tvennt og veltið því upp úr
kryddinu en aðeins á hliðunum. Hitið grillið vel og penslið með olíu. Grillið
svo kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við mikinn hita og aðrar tvær til þrjár mínútur
við minnsta hita. Berið fram með florette sesar salati, kaldri hvítlaukssósu og
bakaðri kartöflu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Lambafilet með papriku og rauðu karrý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni
Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar
Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið
Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.
Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.
Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.
Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Svínafillet með hvítum aspas og anís-appelsínusósu
Uppskrift fyrir fjóra:
4 svínafillet (ca 120 g hvert)
2 búnt ferskur hvítur aspas (frá Rosara)
40 g smjör
Sósan:
1 appelsína (lífrænt ræktuð
2 anísstjörnur
3 eggjarauður
1 tsk steytt anís
175 g smjör
salt og pipar
Hreinsið appelsínu, kreistið úr henni safann og saxið niður börkinn (skafið hvíta hlutann fyrst innan úr). Hellið safa og berki í pott ásamt anísfræjum og látið suðu koma upp. Látið kryddsafann malla við vægan hita í 5 mín. og látið kólna þar til rétt volgt. Þvoið aspasstönglana, skerið 1-2 cm neðan af þeim og skafið ysta trefjalagið utan af þeim með þar til gerðum aspashníf eða kartöfluflysjara (mjög þunnar ræmur). Mikilvægt er að skafa frá aspastoppnum og niður á við. Skolið varlega og sjóðið í söltu vatni í háum potti í 15-20 mín. Þegar suðutíma lýkur, skolið þá aspasinn varlega og leggið til hliðar. Steikið svínakjötið á pönnu sem ekki festist við upp úr smjöri í 3 mín á hvorri hlið. Saltið, piprið og haldið heitu. Sigtið appelsínusafann. Þeytið saman egg, salt og pipar í þykkbotna potti yfir vægum hita. Bætið anís saman við og þá appelsínusafanum í litlum skömmtum. Látið sósuna þykkna örlítið í 2 mín (áfram yfir mjög vægum hita) og þeytið stöðugt á meðan og bætið smjörinu í bitum saman við. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Takið af hita. Raðið svínafillet á einstaklingsdiska, raðið aspas í kring og þekið með sósunni. Skreytið með ferskum kóríander og/eða appelsínusneiðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Greipaldinsalat með jarðarberjum
Greipaldinsalat með jarðarberjum
Uppskrift fyrir sex:
3 greipaldin
500 gr. jarðarber
5 msk. appelsínulíkjör (má sleppa)
3 - 4 msk. sykur
Fersk mynta til skreytingar
Afhýðið greipaldinin, skerið í báta og hreinsið steinana í burtu. Setjið bitanan í skál. Skolið jarðarberin og skerið til helminga. Setjið þau síðan í skálina ásamt líkjörnum og sykrinum. Blandið varlega saman. Látið standa í kæli í að minnsta kosti 1 klst. Skreytið með myntunni áður en borið er fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Rauðspretta
Fyrir 4
800g rauðsprettuflök
hveiti
olía og smjör til steikingar
karrí
salt og pipar
1 peli rjómi
100 g gráðaostur
salt og Pipar
Maizena sósujafnari ljós
Oscar fiskikraftur
1 banani skorinn í skífur
1 epli skorið í skífur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Dagskrá Stöðvar 2 hækkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Pastarör með hörpuskel á teini
600 g hörpuskel
8 stk. grillpinnar, stuttir
3 msk. ólífuolía til steikingar
2-3 msk. hveiti
salt og svartur pipar úr kvörn
350 g pastarör (cannelloni)
3 l vatn, léttsaltað
1-2 msk. ólífuolía (út í vatnið

Meðlæti
3 stk. hvítlauskrif, stór (eða risahvítlauksrif)
1 stk. rauðlaukur
4 msk. fururhnetur, létt brúnaðar
8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur), létt brúnaðar á þurri, heitri pönnu
1/2 haus jöklasalat
250 g radísur
2 msk. ólífuolía til steikingar
Balsamedikssósa
2 dl balsamedik
2 dl matarolía
1 stk. stórt hvítlauksrif (eða risahvítlauksrif), saxað
1 dl kjúklingasoð (vatn og teningur/kraftur)
salt og svartur pipar úr kvörn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Steikt grænmeti
Uppskrift fyrir fjóra:
200 gr. sveppir, niðurskornir
150 gr. spergilkál
125 gr. sykurmaís (sweet corn)
2 gulrætur, niðurskornar
2 rauðlaukar, niðurskornir
4 msk. Santa Maria Oyster Sauce
Matarolía til steikingar
Hitið olíuna á pönnu. Setjið grænmetið út á og steikið. Bætið ostru-sósunni út á. Látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram heitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar