Lamba enchiladas með myntu

600 g lambakjöt, skorið í teninga (t.d.gúllas eða lærisneiðar)

1 laukur, skorinn í sneiðar

1 1/2 bolli kramdir tómatar

1 gulrót, skorin í teninga

1 bolli sveppir, skornir í sneiðar

1/2 bolli rauðvín

1/2 bolli sýrður rjómi

1 msk steinselja

gott salt og nýmalaður pipar t.d. Santa Maria kryddkvörn, Black & White)

2 hvítlauksgeirar

2 msk fersk söxuð mynta

2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)

1 sellerístöngull, skorin í bita

hnífsoddur cayennepipar

safi af 1 sítrónu

8-10 tortillur (Santa Maria, t.d. soft tortilla eða organic)

2 bollar rifinn ostur (t.d. cheddar eða blanda af gouda og parmesan).

 

Salsa:

3 tómatar, skornir í litla teninga

gott salt og nýmalaður pipar

safi úr 1 lime

1 marinn hvítlaukseiri

2 msk jómfrúrólífuolía

2 msk saxað ferskt kóríander

1/2 fínt saxaður rauðlaukur

1 saxað jalapeno (Ferskt eða úr dós), eða grænn ferskur pipar (magn eftir smekk)

 

 

 

 

Byrjið á að búa til salsasósuna. Hrærið saman öllu hráefni og látið standa í kæli í a.m.k. 30 mín.

Hitið ólífuolíu á stórri pönnu og mýkið laukinn í henni í 2 mín. Bætið þar á eftir hvítlauk á pönnu og yljið í 1 mín. Bætið þá lambakjötbitum saman við ásamt kryddi og brúnið í 5 mín.Hrærið í af og til. Bætið svo rauðvíni saman við og látið malla áfram í ca. 2 mín. Bætið sveppum saman við og látið malla í 2 mín. Bætið nú mörðum tómötunum, gulrót, sellerí, cayenne og sítrónusafa saman við og látið krauma í 8-10 mín. Slökkvið á hellu og bætið ferskri steinselju, kóríander og sýrða rjómanum út á pönnu og látið blönduna kólna dálítið. Dreyfið henni svo jafnt á tortillakökurnar, rúllið þeim upp, raðið þeim í léttsmurt eldfast mót, dreyfið osti yfir og bakið í 10-12 mín við 170 gr. C.

Berið fram með salsasósu og fersku salati.

 


Lamba hvítlauks piparsteik

Lamba hvítlauks piparsteik

 

1 kg lamba innralæri
Badia steak seasoning
Badia ground garlic and parsley

 

Blandið kryddinu saman í skál, skerið kjötið í tvennt og veltið því upp úr
kryddinu en aðeins á hliðunum. Hitið grillið vel og penslið með olíu. Grillið
svo kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við mikinn hita og aðrar tvær til þrjár mínútur
við minnsta hita. Berið fram með florette sesar salati, kaldri hvítlaukssósu og
bakaðri kartöflu.

 


Lambafilet með papriku og rauðu karrý

Lambafilet með papriku og rauðu karrý (4 manns) Hráefni 800 g lambafilet (í fjórum 200 g steikum) 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Papriku- og karrýsósa 5 stk. paprikur (græn, gul og rauðgul) 1 stk. laukur 2-3 msk. karrý, rautt 2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 2 msk. apríkósumarmelaði 2-3 msk. matarolía 4-5 msk. smjör salt og pipar Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Aðferð Snöggsteikið lambafilet á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200°C heitan ofn í 6 mínútur, takið úr ofninum og hvílið steikurnar í 3 mín. Setjið aftur í ofninn í aðrar 3 mínútur. Skerið í þrjá jafna bita og berið fram með papriku- og karrýsósunni og soðnum kartöflum. Papriku- og karrýsósa Skerið paprikuna í teninga, laukinn í sneiðar, léttsteikið í olíunni og bætið svo karrýinu út í. Blandið vel saman, bætið síðan kjúklingasoði, marmelaði og smjöri saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Meðlæti Borið fram soðnum kartöflum.

Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni

Uppskrift fyrir fjóra:

Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið

Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.

Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.

Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.

Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.


Svínafillet með hvítum aspas og anís-appelsínusósu

  

Uppskrift fyrir fjóra:

4 svínafillet (ca 120 g hvert)
2 búnt ferskur hvítur aspas (frá Rosara)
40 g smjör

Sósan:
1 appelsína (lífrænt ræktuð;)
2 anísstjörnur
3 eggjarauður
1 tsk steytt anís
175 g smjör
salt og pipar

 

Hreinsið appelsínu, kreistið úr henni safann og saxið niður börkinn (skafið hvíta hlutann fyrst innan úr). Hellið safa og berki í pott ásamt anísfræjum og látið suðu koma upp. Látið kryddsafann malla við vægan hita í 5 mín. og látið kólna þar til rétt volgt. Þvoið aspasstönglana, skerið 1-2 cm neðan af þeim og skafið ysta trefjalagið utan af þeim með þar til gerðum aspashníf eða kartöfluflysjara (mjög þunnar ræmur). Mikilvægt er að skafa frá aspastoppnum og niður á við. Skolið varlega og sjóðið í söltu vatni í háum potti í 15-20 mín. Þegar suðutíma lýkur, skolið þá aspasinn varlega og leggið til hliðar. Steikið svínakjötið á pönnu sem ekki festist við upp úr smjöri í 3 mín á hvorri hlið. Saltið, piprið og haldið heitu. Sigtið appelsínusafann. Þeytið saman egg, salt og pipar í þykkbotna potti yfir vægum hita. Bætið anís saman við og þá appelsínusafanum í litlum skömmtum. Látið sósuna þykkna örlítið í 2 mín (áfram yfir mjög vægum hita) og þeytið stöðugt á meðan og bætið smjörinu í bitum saman við. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Takið af hita. Raðið svínafillet á einstaklingsdiska, raðið aspas í kring og þekið með sósunni. Skreytið með ferskum kóríander og/eða appelsínusneiðum.

 


Greipaldinsalat með jarðarberjum

Greipaldinsalat með jarðarberjum

Uppskrift fyrir sex:

 

3 greipaldin

500 gr. jarðarber

5 msk. appelsínulíkjör (má sleppa)

3 - 4 msk. sykur

Fersk mynta til skreytingar

 

Afhýðið greipaldinin, skerið í báta og hreinsið steinana í burtu. Setjið bitanan í skál. Skolið jarðarberin og skerið til helminga. Setjið þau síðan í skálina ásamt líkjörnum og sykrinum. Blandið varlega saman. Látið standa í kæli í að minnsta kosti 1 klst. Skreytið með myntunni áður en borið er fram.


Rauðspretta

Fyrir 4

800g rauðsprettuflök
hveiti
olía  og smjör til steikingar
karrí
salt og pipar

1 peli rjómi
100  g gráðaostur
salt og Pipar
Maizena sósujafnari ljós
Oscar fiskikraftur
1 banani skorinn í skífur
1 epli skorið í skífur


Dagskrá Stöðvar 2 hækkar

Falin frétt í Fréttablaðinu sl.Sunnudag um hækkun á áskrift af stöð 2 sem fer í tæpar 6000 kr og öðrum rásum þeirra mismikið þó.Af hverju þurfa þeir að fela fréttina er eitthvað óhreint hjá þeim eru þeir að brjóta fleiri lög eða hvað er að.Þeir hafa leikið það í langan tíma að brjóta löginn um auglýsingar í þáttum það er að slíta þætti í sundur með auglýsingum þetta er bannað en það þorir enginn að gera neitt í málinu,ég skrifaði þeim bréf með spurningum um þetta mál vegna þess að ég var að horfa á þátt og hann var slitinn tvisvar með auglýsingum og þær voru 18 samtals þeir þorðu ekki að svara spurningunum.Þeir eru kannski að fara á hausinn.

Pastarör með hörpuskel á teini

Fyrir 4

600 g hörpuskel
8 stk. grillpinnar, stuttir
3 msk. ólífuolía til steikingar
2-3 msk. hveiti
salt og svartur pipar úr kvörn
350 g pastarör (cannelloni)
3 l vatn, léttsaltað
1-2 msk. ólífuolía (út í vatnið;)

Meðlæti
3 stk. hvítlauskrif, stór (eða risahvítlauksrif)
1 stk. rauðlaukur
4 msk. fururhnetur, létt brúnaðar
8 msk. hjartahnetur (cashewhnetur), létt brúnaðar á þurri, heitri pönnu
1/2 haus jöklasalat
250 g radísur
2 msk. ólífuolía til steikingar

Balsamedikssósa
2 dl balsamedik
2 dl matarolía
1 stk. stórt hvítlauksrif (eða risahvítlauksrif), saxað
1 dl kjúklingasoð (vatn og teningur/kraftur)
salt og svartur pipar úr kvörn

 


Steikt grænmeti

Uppskrift fyrir fjóra:

200 gr. sveppir, niðurskornir
150 gr. spergilkál
125 gr. sykurmaís (sweet corn)
2 gulrætur, niðurskornar
2 rauðlaukar, niðurskornir
4 msk. Santa Maria Oyster Sauce
Matarolía til steikingar

Hitið olíuna á pönnu. Setjið grænmetið út á og steikið. Bætið ostru-sósunni út á. Látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram heitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband