Föstudagur, 22. ágúst 2008
Svínalundir með villisveppasósu
|
|
|
Undirbúningur og eldun: 45 mín Fyrir 4 800-1000g ferskar svínalundir salt og pipar olía til steikingar ½ laukur, saxaður 25g þurrkaðir villisveppir 100g ferskir sveppir 1,5 dl rjómi 3 dl kjötsoð, eða vatn og teningar 3 msk þurrt sherry 50g smjör 1 msk maisenamjöl og 2 msk vatn sósulitur Matreiðsla Skerið svínalundirnar í 100g bita og setjið upp á endann og berjið létt með buffhamri þannig að steikurnar verði nokkurnveginn 2 cm á þykkt. Brúnið steikurnar á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið á ofnskúffu og steikið í ofni við 160 c í 15 mín. Sósan Bleytið villisveppina upp í 2 dl af heitu vatni í 5 mín, veiðið síðan sveppina upp og saxið gróft. Skerið fersku sveppina í fernt og steikið í smjörinu ásamt lauknum í nokkrar mínútur, bætið villisveppunum á og veltið saman. Bætið á soðinu, sherry og rjóma og sjóðið í nokkrar mínútur. Leysið maisenamjölið upp í köldu vatni og hellið í sjóðandi sósuna til að þykkja, hrærið í á meðan þannig að sósan kekkist ekki. Síið vatnið sem villisveppirnir voru bleyttir upp í með fínu sigti eða í gegn um dúk, þannig að sandurinn, sem alltaf fylgir villisveppum, verði eftir. Setjið safann á pönnu og sjóðið þar til ½ dl af vökva er eftir, bætið út í sósuna. Smakkið sósuna til með salti, pipar og etv. Kjötkrafti.
Framreiðsla
|
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Heitt "roast beef" á baunum og beikoni
Undirbúningur og eldun: 1 klst og 20 mín
Fyrir 4
1 kg vel hangið og fitusprengt nautafillet
olía til steikingar
salt og pipar
8 sneiðar beikon
5 skalotlaukar, afhýddir
200g sveppir, skornir í tvennt
200g haricots baunir, gróft skornar
½ tsk timjan
4 dl nautakjötsoð, eða vatn og teningar
1 dl rjómi
½ tsk enskt sinnep (hægt er að nota aðrar tegundir af sinnepi)
sósujafnari
smjör til steikingar
Matreiðsla
Brúnið kjötið á pönnu í smá olíu, kryddið með salti og pipar úr kvörn. setjið á ofngrind og leggið 2 beikonsneiðar ofan á kjötið. Setjið í 120 c heitan ofn og steikið í 45 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 58 c. Takið þá steikina út úr ofninum og látið standa á grindinni í 20 mín undir stykki (alls ekki álpappír).
Sósa
Skerið beikonið í bita og steikið á þurri pönnu, með laukunum, uns brúnað. Bætið smjörinu á og steikið sveppina áfram með beikoninu og laukunum. Bætið að lokum baununum í ásamt soðinu, thimian og rjómanum, þykkið með sósujafnara og bætið sinnepinu í allra síðast.
Framreiðsla
Skerið kjötið í sneiðar og raðið á fat og berið fram með sósunni og soðnum kartöflum.
Annað
Mjög gott er líka fyrir þá sem eru hrifnir af hvítlauk að nota 1 hvítlauksgeira fínt saxaðan í sósuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Grilluð keila með coriander pesto og sítrónugrassósu
Fyrir 4
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Lindor frómas
3 eggjarauður
75 gr. sykur
1 dl. Wild African Cream (má sleppa eða nota sterkt kaffi með örlitlum sykri)
5 dl. rjómi, þeyttur
6 matarlímsblöð
10-12 stk. bláar Lindor súkkulaðikúlur, grófsaxaðar
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Bræðið matarlímsblöðin yfir vatnsbaði. Bætið líkjörnum saman við og hellið vökvanum varlega út í eggjamassann. Blandið þeytta rjómanum arlega saman við. Bætið að lokum grófsöxuðu Lindor kúlunum saman við. Hellið þessu síðan í skál og látið stífna í kæli. Skreytið með Lindor kúlum eða ávöxtum og rjóma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
VIÐ UNNUM
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía
Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar. Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk. Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu.
Berið fram með Amoy Chili sósu.
Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Svart tagliatelle með humri og risarækju
20 stk. humarhalar, skelflettir að sporði
20 stk. risarækjur, skelflettar að sporði
4 msk. ólífuolía til steikingar
salt og pipar úr kvörn
375 g tagliatelle (t.d. svart)
1-2 msk. ólífuolía í suðuvatnið
Estragonrjómasósa
100 g skalotlaukur
1 tsk. karrý, sléttfull
3 msk. ólífuolía
1 dl hvítvín, óáfengt
4 dl humarsúpa
2 dl rjómi
4 msk. estragon, ferskt (eða 2 msk. þurrkað

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Parmaskinkuvafðar kjúklingabringur
Uppskrift fyrir fjóra:
4 kjúklingabringur, skornar í ca. 2 cm. þykkar lengjur
1 bréf Fiorucci Parmaskinka
15 ml. ólífuolía, t.d. frá Carapelli
Nýmalaður svartur pipar
Forhitið ofninn í 190°C. Skerið Parmaskinkusneiðarnar í tvennt langsum og vefjið þeim utan um kjúklinginn. Setjið kjúklinginn síðan á ofnplötu, burstið með ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Setjið í ofninn og eldið í ca. 15 til 20 mín., eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Kjúklingabringur með Mozzarella og sólþurrkuðum tómötum
Uppskrift fyrir fjóra:
4 kjúklingabringur
1/2 krukka Sacla L´Antipasto sólþurrkaðir tómatar
4 sneiðar Galbani Mozzarella ostur
Basillauf
1 tsk. ólífuolía
Salt og pipar
Hitið olíuna á pönnu. Kryddið kjúklingabringurnar eftir smekk og steikið á pönnunni. Færið kjúklinginn af pönnunni og setjið sólþurrkaða tómata ofan á hverja bringu. Bætið síðan Mozzarella ostsneið ofan á ásamt basillaufi. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna, látið lokið á, og steikið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Ofnbakaðar Dijon kjúklingabringur
Uppskrift fyrir fjóra:
4 kjúklingabringur
1/3 bolli brauðmylsna
1 msk. rifinn Galbani Parmesan ostur
1/2 tsk. tímían
1/4 tsk. pipar
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. majones
1. Setjið brauðmylsnuna, Parmesan ostinn, tímían og pipar í grunna skál og blandið vel saman.
2. Blandið saman sinnepinu og majonesinu og penslið kjúklingabringurnar með blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr brauðmylsnublöndunni.
3. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og bakið við 190°C. í 45 mín., eða þar til steiktar í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar