Þriðjudagur, 23. september 2008
Penne með grænmeti, sveppum og jurtum
handa fjórum
350 g penne (De Cecco)
30 g sveppir
30 g kóngasveppir, ferskir eða þurrkaðir (leggið þá þurrkuðu í bleyti í 20 mín. í heit vatn og síið áður en eru ntaðir)
20 g skalotlaukur
80 g fersk rauð paprika
80 g ferskur kúrbítur (zucchini)
80 g grillaðar paprikur frá Saclà
50 g grillað zucchini frá Saclà
jómfrúrólífuolía e. þörfum
lítið búnt af blönduðum kryddjurtum: steinselju, rósmarín og tímían
150 g peperonata frá Saclà
salt og pipar e. smekk
parmesanflögur e. smekk
Sjóðið penne í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt). Þrífið sveppina og skerið í bita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Skerið fersku paprikuna og zucchini og dembið í sjóðandi vatn í 5 mín. Hitið olíuna á pönnu og hitið í 5 mín. og bætið síuðu Saclà-grænmetinu við ásamt litlu búnti af saxaðri steinselju. Bætið vel sigtuðu pastanu út á pönnuna ásamt Saclà peperonata og blandið öllu vel saman við háan hita. Smakkið til með salti og pipar og skreytið með parmesanflygsum og smátt söxuðum blönduðum kryddjurtunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Uppskrift fyrir tvo: Pizza með kjúkling og papriku
1 tilbúinn pizzabotn (12" eða 14"

100 gr. kjúklingabringa, steikt og skorin í lengjur
2 msk. Sacla rautt pestó
1 hvítlauksrif, brytjað niður
1 lítill grænn chilli, niðurskorinn
1 rauð paprika, niðurskorin
2 msk. Extra Virgin ólífuolía
1 msk. steinselja
Salt og nýmalaður svartur pipar
Forhitið ofninn í 220ºC. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn, chilli og paprikuna þar til verður mjúkt, hrærið vel í. Bætið kjúklingnum út í, kryddið eftir smekk. Látið malla í smá stund við lágan hita. Þekið pizzabotninn með pestóinu. Hellið innihaldi pönnunnar yfir pizzuna og dreifið jafnt úr. Bakið í ofni í ca. 10 til 15 mín., skreytið með steinseljunni og berið strax fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. september 2008
14 auglýsingar í miðjum þætti á stöð 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 20. september 2008
Cointreau crépes með vanilluís
Um 17 til 20 crépes:
Crépes:
2 stór egg
3/4 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1 bolli hveiti
3 msk. bráðið smjör
2 1/2 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
2 msk. Cointreau
Smjör til steikingar
Cointreau blanda:
(fyrir fjóra)
230 gr. mjúkt smjör
4 msk. sykur
12 cl. Cointreau
Meðlæti:
Vanilluís
Crépes:
Setjið allt innihaldið í skál og blandið vel saman. Setjið deigið síðan í ísskáp í 1 klst. Með því sjatna loftbólurnar í deiginu sem gerir það að verkum að það er minni hætta á að crépes-kökurnar rifni við steikinguna. Hægt er að geyma deigið í allt að 48 klst.
Hitið smjör á pönnu. Ausið smá deigi á miðju pönnunnar og hallið henni til og frá svo deigið dreifist jafnt. Steikið í 30 sek. og snúið crépes-kökunni svo við og steikið á hinni hliðinni í 10 sek. Setjið svo tilbúna crépes-kökuna til hliðar, alveg flata svo hún nái að kólna. Haldið áfram þar til allt deigið er búið.
Því næst brjótið crépes-kökurnar til helminga, tvisvar, svo hver kaka sé í laginu eins og þríhyrningur.
Cointreau blanda:
Hitið helmingin af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Þegar smjörið byrjar að "freyða", fjarlægið pönnuna af hellunni og bætið 6 cl. af Cointreau og 2 msk. af sykri út á. (Fjarlægið alltaf pönnuna af hellunni áður en áfengi er bætt út á.) Notið tengur til að setja crépes-kökurnar út á pönnuna, steikið á báðum hliðum. Bætið afgangnum af smjörinu, sykrinum og Cointreau út á pönnuna eftir þörfum.
Takið til fjóra diska, leggið crépes-köku á hvern disk og setjið vanilluís ofan á. Hellið afgangnum af Cointreau blöndunni af pönnunni yfir vanilluísinn. Berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. september 2008
Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía
Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar. Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk. Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu.
Berið fram með Amoy Chili sósu.
Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. september 2008
Svínafillet með hvítum aspas og anís-appelsínusósu
Uppskrift fyrir fjóra:
4 svínafillet (ca 120 g hvert)
2 búnt ferskur hvítur aspas (frá Rosara)
40 g smjör
Sósan:
1 appelsína
2 anísstjörnur
3 eggjarauður
1 tsk steytt anís
175 g smjör
salt og pipar
Hreinsið appelsínu, kreistið úr henni safann og saxið niður börkinn (skafið hvíta hlutann fyrst innan úr). Hellið safa og berki í pott ásamt anísfræjum og látið suðu koma upp. Látið kryddsafann malla við vægan hita í 5 mín. og látið kólna þar til rétt volgt. Þvoið aspasstönglana, skerið 1-2 cm neðan af þeim og skafið ysta trefjalagið utan af þeim með þar til gerðum aspashníf eða kartöfluflysjara (mjög þunnar ræmur). Mikilvægt er að skafa frá aspastoppnum og niður á við. Skolið varlega og sjóðið í söltu vatni í háum potti í 15-20 mín. Þegar suðutíma lýkur, skolið þá aspasinn varlega og leggið til hliðar. Steikið svínakjötið á pönnu sem ekki festist við upp úr smjöri í 3 mín á hvorri hlið. Saltið, piprið og haldið heitu. Sigtið appelsínusafann. Þeytið saman egg, salt og pipar í þykkbotna potti yfir vægum hita. Bætið anís saman við og þá appelsínusafanum í litlum skömmtum. Látið sósuna þykkna örlítið í 2 mín (áfram yfir mjög vægum hita) og þeytið stöðugt á meðan og bætið smjörinu í bitum saman við. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Takið af hita. Raðið svínafillet á einstaklingsdiska, raðið aspas í kring og þekið með sósunni. Skreytið með ferskum kóríander og/eða appelsínusneiðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. september 2008
Lambafilet með krækiberjasósu og rauðkáli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Kem altaf aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Pönnusteikt sirloin með gljáandi rauðvínssósu
|
|
|
Undirbúningur og eldun: 20 mín
4x220g sirloin steikur, vel verkaðar og fitusprengdar
Undirbúningur
Matreiðsla
Framreiðsla
|
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Þeir veðja í Tyrklandi
Stórfurðulegur tölvupóstur barst í morgun nokkrum aðilum tengdum ÍBV
Biðjumst afsökunar á orðalaginu í textanum að neðan
Sá sem sendi tölvupóstinn segir hafa tapað 37.000 dollurum með því að hafa tippað á sigur ÍBV í leik ÍBV og KA en ÍBV tapaði þeim leik. Þegar tölvupósturinn er lesin þá mætti halda að einhver sé að reyna að vera fyndinn en miðað við textann þá mætti halda frekar að viðkomandi eigi við alvarleg geðræn vandamál að stríða.
Við birtum textann í tölvupóstinum hér að neðan og afsökum um leið orðbragðið:
Thank you for your last KA Akureyri match.I made a bet on IBV Vestmannaeyjar and I lost $37,000 because of your team that has got fucking ass.You are bastards of the Betting Companies.All of you are son of a bitch and all of your are motherfucker.
I fuck THE CHRIST,
I fuck Johann Petursson & Mrs.Petursson, I fuck Tryggvi Mar Saemundsson & Mrs.Saemundsson, I fuck Olga Bjarnadottir & Mr.Bjarnadottir, I fuck Guony Einarsdottir & Mrs.Einarsdottir, I fuck Unnur Sigmarsdottir & Mrs.Sigmarsdottir, I fuck Magnus Steindorsson & Mrs.Steindorsson, I fuck All of your players with their Families, I fuck all of Icelanders, I fuck all of Vestmannaeyjar people, I fuck IBV Vestmannaeyjar, I fuck all of IBV Vestmannaeyjar fans, And the most important I fuck your WIVES who are prostitute, Also I fuck your daughters and sisters,if you have got.
SOME OF YOUR PLAYERS WILL DIE. BE CAREFUL ABOUT THEM.
Þessi grein er tekin í heild frá eyjar.net
ekki er neinu bætt við eða tekið af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar