Kominn heim

Sæl og blessuð.

Komum heim í dag frá Grænlandi með togara í togi og ferðin gekk vel. Við fórum af stað á mánudagskvöld og komum í togarann á fimmtudag og var þá komið ágætis veður en var búið að vera mjög slæmt,en það kemur alltaf í ljós hvað varðskipin eru traust og velgerð skip.Svo kom í fréttum að þetta væri lengsta sigling með skip í togi sem varðskip hefur farið í.Nú þá er ég bara kominn aftur í frí.Ég vona að það birti til hjá okkur hjá L.H.G. og við komumst út úr þessum peningaerfiðleikum. Það er ekki hægt að löggæslan sé í rekstrarvandræðum því fjármunirnir eru vel nýttir og mikil varkárni í framkvæmdum.

 


Íslensk villigæs

 

Uppskrift fyrir átta:

6 gæsabringur, hamflettar og fituhreinsaðar
2 box fersk kirsuber - steinhreinsuð og skorin til helminga
2 shallott laukar - saxaðir smátt
2 msk. sykur
1 ½ bolli púrtvín
12 msk. smjör í bitum
8 kvistir rósmarín
Salt og nýmalaður pipar
Ólífuolía

Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið bringurnar. Steikið bringurnar við góðan hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12 mín. - varist að ofelda. Athugið að eldun heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar bakast í ofninum eru kirsuberin sett á pönnuna ásamt lauknum, víninu og sykrinum. Sjóðið saman í 5 - 6 mín. eða þar til berin eru elduð. Takið af hitanum og þeytið smjörbita í einn í einu. Bragðbætið með salti og pipar. Takið bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í nokkrar mín.. Skerið niður - raðið á diska setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á hvern disk. .

(Í þessa uppskrift má líka nota 8 andarbringur.)


Parmaskinkuvafðar kjúklingabringur

 

Uppskrift fyrir fjóra:

 

 

4 kjúklingabringur, skornar í ca. 2 cm. þykkar lengjur

 

1 bréf Fiorucci Parmaskinka

 

15 ml. ólífuolía, t.d. frá Carapelli

 

Nýmalaður svartur pipar

 

 

Forhitið ofninn í 190°C. Skerið Parmaskinkusneiðarnar í tvennt langsum og vefjið þeim utan um kjúklinginn. Setjið kjúklinginn síðan á ofnplötu, burstið með ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Setjið í ofninn og eldið í ca. 15 til 20 mín., eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Berið fram strax.

Salsakarfi

 (4 manns) Hráefni 800 g karfi, beinlaus og roðflettur 3-4 msk. heilhveiti 3-4 msk. olía til steikingar Salsa og ólífur 200 g blaðlaukur, sneiddur 3 stk. tómatar, sneiddir 100 g ólífur, svartar 8-10 stk. hvítlauksrif, sneidd 1 glas salsasósa, mild Aðferð Veltið karfanum upp úr heilhveitinu og steikið í 3-4 mín. Snúið 2-3svar. Berið fram með salsasósu og ólífum. Salsa og ólífur Snöggsteikið grænmeti og hvítlauk. Hellið sósunni saman við og hitið í gegn. Annað meðlæti Pasta hentar vel með þessum rétti. Sjóðið 200-250 g í léttsöltu vatni með smáslettu af matarolíu. Rifinn parmesanostur er punkturinn yfir i-ið!

Lamba hvítlauks piparsteik

1 kg lamba innralæri
Badia steak seasoning
Badia ground garlic and parsley

 

Blandið kryddinu saman í skál, skerið kjötið í tvennt og veltið því upp úr
kryddinu en aðeins á hliðunum. Hitið grillið vel og penslið með olíu. Grillið
svo kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við mikinn hita og aðrar tvær til þrjár mínútur
við minnsta hita. Berið fram með florette sesar salati, kaldri hvítlaukssósu og
bakaðri kartöflu.


Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía

Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar. Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk. Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu.


Beikon með sírópsgljáa

 

Uppskrift fyrir fjóra:

 

12 sneiðar beikon

5 1/2 msk. Maple síróp

1 tsk. Dijon sinnep

1 tsk. púðursykur

 

1. Steikið beikonið á stórri pönnu við miðlungshita. Þegar það er tilbúið, setjið til hliðar, á eldhúspappír.

 

2. Setjið Maple sírópið, Dijon sinnepið og púðursykurinn í skál og blandið saman. Setjið beikonið aftur á pönnuna, penslið með blöndunni og snúið við. Steikið með gljáðu hliðina niður í ca. 2 mín. við lágan hita. Penslið hliðina sem snýr upp, snúið við og steikið í 2 mín. til viðbótar. Berið fram strax.


Stuttur túr

Ég kom heim af sjó í gær mjög óvænt.Landhelgisgæslan á ekki til peninga til að reka tæki sín,peningarnir eru búnir og næsta ár verður mjög erfitt ef ekki verða gerðar róttækar breytingar.Það er svakalegt að stoppa löggæslu á sjó.Skipin verða til taks ef neyðarkall kemur en þau eru í Reykjavík.

Kjúklingur með kryddmauki og grænmeti

Uppskrift fyrir tvo:

250 gr. kjúklingur skorinn í litla bita
4½ msk. Patak´s Balti Curry Paste kryddmauk
200 gr. tómatar, saxaðir
100 gr. laukur, saxaður
1 msk. hvítlaukur, saxaður
2 msk. rjómi
2 msk. fersk kóríanderlauf, söxuð
1¼ dl. vatn
2 msk. olía

 

Hitið olíuna og steikið hvítlaukinn í 1 mínútu, bætið lauknum út í og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Setjið þá Patak´s Balti kryddmaukið ásamt kjúklingnum út í og steikið í 3 mínútur. Bætið tómötunum og rjómanum út í og látið sjóða. Setjið lok á og látið malla í 15 mínútur eða þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn og bætið vatninu smám saman út í ef sósan ætlar að verða of þykk.

Trönuberjaconfit

225 g trönuber
50 g sykur
225 ml rauðvín
1 msk rauðvínsedik
rifinn börkur og safi úr hálfri lífrænt ræktaðri appelsínu

 

Setjið trönuberin í pot ásamt hinum hráefnum Látið suðu koma upp og látið malla í ca. 1 klst. við vægan hita. Hrærið í af og til. Útkoman er þykkni af gljáðum mjúkum trönuberjum sem bragðast dásamlega (í samfloti við t.d. villibráð).

 

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband