Heilsteikt Íslensk nautalund

Hráefni.

Nautalund Ólifuolía,smjör,Svartur pipar og Gróft salt

Nautalundin er hreinsuð sinin framan á lundini er hreinsuð burt
Notið þunan hníf setjið rétt undir sinina og hreinsið hana frá þynnri enda að þykari í tveimur til þremur skiptum haldið hnífsblaðinu að sinini.
þerrið hana síðan vel og nuddið olíu á hana síðan piparnum og saltinu hafið saltið frekar minna en meira,setjið í gott ílát og geymið í kæli. Ef lundin er frosin þá látið hana þiðna í kæli í nokkra daga. Aðferð. lundin er tekin úr kæli og henni skipt í tvent.b Setjið hana á heita pönnuna og lokið henni vel. Síðan er hún sett í heitan ofnin og kláruð þar ca,15 mín á 180° Meðlæti: Ísl grænmeti t.d. rótargrænmeti Rófur,gulrætur,sellerí og rauðlaukurog paprika saxað gróft niður og steikt í smjöri gott að strá aromati yfir. Bakaðar kartöflur eiga líka vel með þesu

                                                                                (unnið af G.H.Finnbogasyni)


Stöð2 ætti að framleiða færri þætti og vanda sig betur.

Í kvöld er ég búinn að horfa á Svarta engla á ríkinu og Dagvaktina á stö2 gjörólíkir þættir og gjörólíkir í vinnslu annar er unnin á fagmannslegan hátt en hinn er bara rugl sem gengur út á það eitt að niðurlægja konur=Dagvaktin er illa unnin og ófagmannlega set upp en Svartir englar er einhver besti þáttur sem sýndur hefur verið í Íslensku sjónvarpi fyrr og síðar,einnig eyðileggja ruvmenn ekki sína þætti með auglýsingum inní þáttunum eins og stöð2 gerir.

Ofnbakaðar Dijon kjúklingabringur

Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur
1/3 bolli brauðmylsna
1 msk. rifinn Galbani Parmesan ostur
1/2 tsk. tímían
1/4 tsk. pipar
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. majones  

 

1. Setjið brauðmylsnuna, Parmesan ostinn, tímían og pipar í grunna skál og blandið vel saman.

2. Blandið saman sinnepinu og majonesinu og penslið kjúklingabringurnar með blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr brauðmylsnublöndunni.

3. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og bakið við 190°C. í 25 mín., eða þar til steiktar í gegn.


Karrýsjávarréttarsúpa.

 

Súpa fyrir 8 manns

Hráefni:

1½       stk       laukur                                     
½         stk       sítróna
2          stk       gulrætur
1          L          hvítvín
1          L          nýmjólk
2          L          rjómi
100      gr         smjör
100      gr         hveiti
500      gr         rækjur
500      gr         kræklingur
x                      karrý
x                      fiskikraftur
x                      humarkraftur
Aðferð:

1
Bræðið smjörið, bætið hveiti útí og hrærið saman svo úr verði smjörbolla.

2
Saxið lauk,gulrætur,sítrónu og létt steikið ásamt karrý, hellið hvítvíni útí og sjóðið niður um helming. 

3
Setjið fiski-og humarkraft eftir smekk útí og smakkið til, sigtið súpu og þykkið með smjörbollu.

4
Bætið mjólk og rjóma útí og látið súpuna létt sjóða.

5
Bætið rækjum og krækling útí og e.t.v humar eða fleiri sjávarföngum eftir smekk.

Gott er að bera fram með súpunni þeyttan rjóma og Snittubrauð


Lamba hvítlauks piparsteik

 

 

1 kg lamba innralæri
Badia steak seasoning
Badia ground garlic and parsley

 

Blandið kryddinu saman í skál, skerið kjötið í tvennt og veltið því upp úr
kryddinu en aðeins á hliðunum. Hitið grillið vel og penslið með olíu. Grillið
svo kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við mikinn hita og aðrar tvær til þrjár mínútur
við minnsta hita. Berið fram með florette sesar salati, kaldri hvítlaukssósu og
bakaðri kartöflu.


Lamb í Dopiaza sósu

Uppskrift fyrir fjóra:

450 gr. beinlaust lambakjöt skorið í bita
1 krukka Patak´s Dopiaza sósa
2 msk. saxaðir tómatar
1 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 msk. hrein jógúrt
2 msk. grænmetisolía

Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötið í 2 til 3 mínútur þannig að það brúnist. Hristið Patak´s krukkuna og hrærið henni saman við kjötið. Hrærið saman við söxuðu tómötunum og kóríandernum og látið suðuna koma upp. Þetta er látið malla undir loki í 25 til 30 mínútur eða þangað til kjötið er meyrt. Hrærið jógúrtinu saman við áður en borið er fram.

Best er að bera réttinn fram á hrísgrjónabeði með Patak´s Mango Chutney og Naan brauði.


Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía

Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar. Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk. Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu.

Berið fram með Amoy Chili sósu.

Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.


Svart tagliatelle með humri og risarækju

Fyrir 4

20 stk. humarhalar, skelflettir að sporði
20 stk. risarækjur, skelflettar að sporði
4 msk. ólífuolía til steikingar
salt og pipar úr kvörn
375 g tagliatelle (t.d. svart)
1-2 msk. ólífuolía í suðuvatnið

Estragonrjómasósa
100 g skalotlaukur
1 tsk. karrý, sléttfull
3 msk. ólífuolía
1 dl hvítvín, óáfengt
4 dl humarsúpa
2 dl rjómi
4 msk. estragon, ferskt (eða 2 msk. þurrkað

Fékk þetta sent.

 

 

         

 

VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....

   

Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus

velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus

krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann

og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.

  

 

Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð

sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð

 

útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg

fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg

  

En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll

við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll

kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar

kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.

  

Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott

Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott

Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart

Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.

  

Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár

Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár

Vildum sýna veröldinni þó við séum smá

við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.

  

Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg

sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg

Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár

tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.

  

Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við

tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið

þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk

fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.

  

Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú

aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú

knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við

að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.

 BH 2008.

 

En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og  því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....

 

Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....

       


Hvað er Framsóknarþingmenn að meina?

 

Var Framsóknarflokkurinn ekki í ríkistjórn á undan þessari þ.e. fyrir 2 árum og sat í hvað 8 ár og gerðu þeir ekki neitt, jú þeir stóðu alveg eins mikið fyrir spilaborginni og aðrir og soltið meira.En oft er það með Framsóknarmenn að þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og vita ekki hvað er vinstri eða hægri þeirra þægilegasta staða er að setja hausinn í sandinn því miður.Það þíðir ekki að tala þannig að menn hafi ekki komið nálægt þessu og að þessir menn skuli ekki reyna að koma með einhverjar lausnir en frá Framsókn kemur ekkert það má þó seigja um VG að þar hefur verið haldið fram í nokkur ár að halda að sér höndum og líka að formaður þeirra kemur fram með tillögur að lausnum og það er vel.Mér finnst Geir hafa staðið sig mjög vel í þessari miklu vinnu sem stendur yfir og reyna að bjarga því sem bjargað verður og sama má seigja um Samfylkinguna en því miður vantar einhverja skeleggasta stjórnmálamann sem er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en vonandi kemur hún vel frá sínum veikindunum og tekur svo á þessum málum.Það er  líka gott samstarf í Ríkistjórn og er líklega þannig að það þíðir ekkert fyrir Framsóknarflokkinn að tala það í sundur.Í endann vil ég segja að formaður Framsóknar ætti frekar að takka þátt í Þorrablótum og árshátíðum en stjórnmálum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband