Föstudagur, 31. október 2008
Heiðagæsabringur brúnaðar á pönnu í smjöri
Bláberjagljái
Rauðvín
Bláberjasulta
Sítrónusafi
Hlynsíróp
Sósa
1 dl bláber látin liggja í púrtvíni og koníaki í 4 tíma
1/2 lítri villbráðarsoð
2 tsk maizenamjöl hrært útí 3 tsk af vatni
2 msk smjör
Soðið saman og að lokum eru bláberin í vínleginum sett útí
Seljurótarmús
Seljurót, flysjuð, skorin í teninga, soðin og maukuð í matvinnsluvél
1/2 dl rjómi í pott, soðna seljurótin sett þar útí
Salt og hvítur pipar úr kvörn.
Föstudagur, 31. október 2008
Heiðagæsabringur brúnaðar á pönnu í smjöri
Bláberjagljái
Rauðvín
Bláberjasulta
Sítrónusafi
Hlynsíróp
Sósa
1 dl bláber látin liggja í púrtvíni og koníaki í 4 tíma
1/2 lítri villbráðarsoð
2 tsk maizenamjöl hrært útí 3 tsk af vatni
2 msk smjör
Soðið saman og að lokum eru bláberin í vínleginum sett útí
Seljurótarmús
Seljurót, flysjuð, skorin í teninga, soðin og maukuð í matvinnsluvél
1/2 dl rjómi í pott, soðna seljurótin sett þar útí
Salt og hvítur pipar úr kvörn.
Sunnudagur, 26. október 2008
Grilluð Tandoori kjúklingalæri
680 gr. kjúklingalæri
4 msk. Patak´s Tandoori Paste
4 msk. hnetusmjör með hnetubitum
1/2 bolli hrein jógúrt
2 tsk. eplaedik
Fjarlægið skinnið af kjúklingalærunum og ristið grunnt í kjötið með beittum hníf. Hrærið saman jógúrt, kryddmaukið, hnetusmjörið og edikið. Leggið júklingalærin í kryddlöginn. Lokið ílátinu og látið standa í klst. Grillið lærin við miðlungshita á grilli og snúið við öðru hvoru. Smyrjið restinni af kryddleginum á lærin á meðan grillað er.
Sunnudagur, 26. október 2008
Grilluð kjúklingasamloka með sinnepi
4 samlokur:
2 kjúklingabringur, skornar í tvennt
60 gr. Dijon sinnep
2 msk. hunang
1 tsk. oregano
1/8 tsk. cayenne pipar
4 gróf rúnnstykki
4 tómatsneiðar
Kálblöð
1. Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.
2. Blandið saman sinnepi, hunangi, oregano og cayenne pipar. Penslið kjúklinginn með blöndunni.
3. Grillið kjúklinginn við miðlungs hita í ca. 15 til 20 mín. Penslið kjúklinginn reglulega með sinnepsblöndunni.
4. Skerið rúnnstykkin í tvennt, setjið kál og tómata ofan á, auk kjúklings, og berið fram strax.
Miðvikudagur, 22. október 2008
Skinku og grænmetis snittur
Uppskrift fyrir tólf:
3 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
Kryddjurtaostur:
100 gr. rjómaostur
1 skalotlaukur, brytjaður
3 msk. ferskur basil, saxaður
1 msk. ferskt oregano, saxað
2 tsk. ferskur graslaukur, saxaður
1 tsk. ferskur sítrónusafi
1 1/2 tsk. pipar
1/2 tsk. salt
Álegg:
200 gr. gúrka, skorin í þunnar ræmur
1 rauð paprika, skorin í þunnar ræmur
60 ml. edik
9 kálblöð
9 skinkusneiðar, skornar til helminga
Kryddjurtaostur:
Setjið allt innihaldið í skál og blandið saman. Setjið til hliðar.
Álegg:
Setjið gúrkuna og paprikuna í skál og hellið edikinu yfir. Hrærið aðeins í. Setjið til hliðar.
Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum. Kælið. Smyrjið hverja tortillu með kryddjurtaostinum. Setjið 3 kálblöð í miðju hverrar tortillu. Setjið síðan skinku, agúrku og papriku ofan á. Rúllið tortillunum upp og skerið í bita. Berið fram.
Miðvikudagur, 22. október 2008
Fylltar mini-kartöflur
Nokkrar grillkartöflur eins litlar og kostur er á
sýrður rjómi
Saclà Bruschettina-sósa (með ólífum og grappa)
1 búnt ferskur graslaukur
Bakið eða grillið kartöflur í álpappír. Opnið með því að skera í kross í miðju kartaflanna og fyllið til að jöfnu með sýrðum rjóma og Saclà Bruschettina-sósu. Saxið ferskan graslauk yfir.
*Hentar bæði sem smáréttur eða meðlæti.
Miðvikudagur, 22. október 2008
Pilaf hrísgrjón með rækjum Frá Matarlist
Uppskrift fyrir sex:
500 gr. hrísgrjón
20 ópillaðar rækjur
20 pillaðar rækjur
1 laukur
250 gr. rjómi
Ólífuolía
Sojasósa
Salt og pipar
Hellið grjónunum á pönnu (sem festist ekki við) ásamt tveimur msk. af ólífuolíu, salti og pipar og hitið í 2 -3 mín. Hellið öllu í eldfast mót ásamt lauknum skornum í tvennt og ópilluðu rækjunum. Hellið vatni þannig að rétt fljóti yfir og bakið við 200° í 20- 25 mín. Setjið hinar rækjurnar á pönnu ásamt 4-5 msk. af olíu og yljið í 5 mín. Bætið rjómanum þá saman við og 1 msk. af sojasósunni og mallið örlítið þannig að úr verði mátulega þykk sósa. Formið grjónin að vild á diskunum, hellið sósunni yfir og raðið rækjum jafnt yfir. Skreytið með litlum klettasalatblöðum (rucola) eða öðru salati.

Undirbúningstími: innan við 10 mínútur
Eldunartími: rúmur hálftími
Miðvikudagur, 22. október 2008
Reyktur silungur með geitaosti og kryddjurtum
1 flak taðreyktur silungur, skorinn í þunnar sneiðar
100-150 g ferskur geitaostur (t.d.rulo capra í ostabakka frá Millán Vicente)
sítrónusafi
jómfrúrólífuolía
1 tsk fljótandi hunang
saxaður graslaukur
saxð klettasalat
ristað brauð
nýmalaður pipar (ef vill)
Raðið fisksneiðunum á forréttadiska (hálfupprúllðum e.t.v.)og dreypið ögn af jómfrúrólífuolíu yfir ásamt sítrónusafa
Skerið kant af osti og hrærið saman við hunangið í jafna blöndu, setjið í rjómapoka og sprautið litlum ostadúllum inn á milli silungasneiðana. Dreyfið söxuðum jurtum yfir og piprið ef vill.
Þriðjudagur, 21. október 2008
Salsakarfi
Fyrir 4.
Hráefni
800 g karfi, beinlaus og roðflettur
3-4 msk. heilhveiti
3-4 msk. olía til steikingar
Salsa og ólífur
200 g blaðlaukur, sneiddur
3 stk. tómatar, sneiddir
100 g ólífur, svartar
8-10 stk. hvítlauksrif, sneidd
1 glas salsasósa, mild Aðferð Veltið karfanum upp úr heilhveitinu og steikið í 3-4 mín. Snúið 2-3svar.
Berið fram með salsasósu og ólífum. Salsa og ólífur Snöggsteikið grænmeti og hvítlauk. Hellið sósunni saman við og hitið í gegn. Annað meðlæti Pasta hentar vel með þessum rétti. Sjóðið 200-250 g í léttsöltu vatni með smáslettu af matarolíu. Rifinn parmesanostur er punkturinn yfir i-ið!
Þriðjudagur, 21. október 2008
Arancini að hætti Carmelu
Uppskrift fyrir fjóra til fimm:
Grjón:
500 g hrísgrjón (Carnaroli eða Roma))
1 1/2 l vatn
1 súputeningur (kjöt)
2 egg
25 g nýrifinn parmesanostur
25 g smjör
1 hylki saffran (ca.1/4 - 1/2 tsk)
Fylling:
300 g magurt svínahakk eða blandað kálfa og svína
1/2 laukur
1 lítil gulrót
1 msk jómfrúrólífuolía
1 lítið glas af þurru hvítvíni
200 g tómatar í dós (Cirio)
2 msk tómatpuré
salt og pipar
óriganó
1 bolli kjötkraftur
hnefafylli grænar baunir (ferskar eða frystar)
vænn ostbiti, t.d. gouda skorinn í litla bita
ca 3/4 l matarolía til að steikja upp úr (t.d. sólblóma eða jarðhnetuolía)
egg og raspur til að velta upp úr
Sjóðið vatnið ásamt súputening. Um leið og suða kemur upp, skellið grjónum þá út í pottinn. Þegar grjónin hafa drukkið í sig allan vökva, slökkvið þá undir potti og bætið þá hrærðum eggjunum, parmesanosti, smjöri og saffran saman við. Blandið vel saman. Dreyfið úr grjónunum í stórt fat og kælið strax.
Fylling:
Saxið grænmeti og yljið í olíu á pönnu ásamt hakkinu. Hellið víni saman við og hrærið vel. Er vínið hefur gufað upp, bætið þá tómötum og puré saman við ásamt kryddi. Látið malla í a.m.k. 1 klst. Bætið baunum út í við lok suðutíma. Ragúsósan skal vera mjög þurr (ólíkt því er um pastasósu er að ræða), því annars lekur fyllingin út.
Hnoðið ca. 15 bolta (á stærð við snjóbolta) úr kaldri grjónablöndunni. Notið tvo fingur til að boru holu inn í ca. miðja kúlu og komið mátulegum skammti þar fyrir af fyllingu (ragú og nokkrum goudaostkubbum). Lokið vel með grjónum aftur fyrir gatið og veltið kúlunum upp úr eggi og svo raspi. Geymið í kæli í 2 tíma. Þjappið á ný vel saman kúlunum með því að þrýsta saman með höndunum. Hitið olíu á víðri djúpri steikingarpönnu sem ekki festist við. Setjið 3-4 cm. lag af olíu á pönnu og hitið vel. Setjið v-bollur á pönnu. Þærr eiga nánast að synda í olíunni. Steikið og snúið varlega þar til gullbrúnar og stökkar. Veiðið arancini-kúlurnar upp úr með fiskispaða og leggið á eldhúspappír til að mesta fitan leki af þeim.
Berið fram volgar í servíettu og bítið í. Namminamm.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar