Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Steiktur saltfiskur á bökuðum kartöfluskífum
Fyrir 4
800g vel útvatnaður saltfiskur, roð og beinlaus í 100g bitum.
hveiti
smjör og olía
4-6 bökunarkartöflur, eftir stærð
½ laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
3 dl grænmetissoð (eða vatn og teningar)
1 dl rjómi
3 tómatar
salt og pipar
Kartöflur
Afhýðið kartöflurnar og skerið í ½ cm þykkar sneiðar. Steikið sneiðarnar í smá olíu á teflonhúðaðri pönnu, þannig að hver sneið brúnist aðeins og setjið í skál. Steikið laukinn og hvítlaukinn saman í smá olíu án þess að brúna og setjið saman við kartöflurnar, kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast mót og hellið soðinu og rjómanum yfir. Bakið í ofni í 40 mín á 180 c. eða þar til kartöflurnar eru gegneldaðar.
Fiskur
Veltið fiskbitunum upp úr hveiti og steikið gullinbrúnan í olíu og smjöri. Skerið tómatana í sneiðar og leggið ofan á kartöfluformið og fiskbitana þar á. Setjið aftur í ofninn og bakið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Framreiðsla
Berið fram með salati og hvítlauksbrauði.
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Grafin rjúpa
½ dl. salt
½ dl. sykur
½ msk. grófmulin græn piparkorn
1 msk. grófmulin svört piparkorn
1 tsk. hvítlauksduft
8 mulin einiber
1 tsk. timian
1 dl. fínsöxuð fersk steinselja
1 dl. saxað ferskt dill
1. Blandið þessu öllu vel saman. Skerið bringurnar úr rjúpunum og þerrið þær með hreinum klút.
2. Hyljið bringurnar í kryddblöndunni. Þessi skammtur ætti að duga fyrir 500 gr. af rjúpnabringum. Gott er að setja bringurnar í gler eða stálfat með loki.
3. Fatið með bringunum er sett inn í ísskáp. Bringurnar eru látnar liggja í þessari blöndu í sólarhring. Þeim er snúið tvisvar.
Þegar bringurnar eru bornar á borð eru þær skornar í örþunnar sneiðar á ská yfir vöðvann. Með þessum bragðmikla og góða forrétti má hafa eggjahræru, gott gróft brauð og íslenskt smjör. Ef þið viljið geyma bringurnar lengur er það mesta af kryddblöndunni skafið af þeim og þær geymdar í góðu íláti í ísskáp.
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Villigrjónablanda með nautahryggssneiðum (4 manns)
Hráefni 800 g nautahryggssteik/snitzel (í fjórum 200 g steikum)
4 msk. ólífuolía til steikingar 250 g villigrjónablanda (Basmati & Wild frá Tilda) 1 stk. rauðlaukur 6 dl kjúklingasoð (eða vatn og Knorr-teningur) 4 msk. ólífuolía til steikingar 10 stk. hvítlauksrif 1 stk. vorlaukur 1 bakki baunaspírur 1 stk. gulrót Aðferð Bankið kjötsneiðarnar varlega. Snöggsteikið síðan í heitri olíu í 2-3 mín. á hvorri hlið og snúið nokkrum sinnum. Saxið hvítlauk og rauðlauk og annað grænmeti. Hitið ólífuolíu í potti eða á pönnu, léttsteikið hvítlauk, rauðlauk og hrísgrjón (brúnið ekki). Bætið síðan kjúklingasoðinu saman við og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá öðru grænmeti saman við og blandið vel, látið sjóða í aðrar 10 mínútur. Skiptið síðan grjónablöndunni á diska og leggið steikina yfir.
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Lamba hvítlauks piparsteik
1 kg lamba innralæri
Badia steak seasoning
Badia ground garlic and parsley
Blandið kryddinu saman í skál, skerið kjötið í tvennt og veltið því upp úr
kryddinu en aðeins á hliðunum. Hitið grillið vel og penslið með olíu. Grillið
svo kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við mikinn hita og aðrar tvær til þrjár mínútur
við minnsta hita. Berið fram með florette sesar salati, kaldri hvítlaukssósu og
bakaðri kartöflu.
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Grein eftir fyrv.formann Alþíðuflokksins
Með brenglaða réttlætiskennd
Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa.
Kjartan gagnrýnir framgöngu Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sem sat í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR og tók þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán.
,,Enginn maður með heilbrigða skynsemi og óbrenglaða réttlætiskennd tekur ákvörðun af því tagi sem hér var tekin. Enginn - og allra síst verkalýðsleiðtogi - á að láta sér detta í hug að firra sérhagsmunahóp áhættu en að láta hinn óbreytta um að mæta tapi," segir Kjartan í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjartan segir að það sé réttmæt krafa fólks í landinu að yfirgæslumenn sparnaðar þess, bankastjórnendurnir, leiðtogar þess í launþegahreyfingunni og síðast en ekki síst stýrimenn þjóðarskútunnar á Alþingi kunni skil á réttu og röngu og breyti samkvæmt því.
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Léttsteiktar toppskarfabringur
Bringur af 3 toppskörfum
Salt og pipar
2 msk. olía
Blönduð ber
Sósa
5 dl. sjófuglasoð en notið maltöl í stað vatns
1-2 msk. hrútaberjahlaup eða rifsberjahlaup
30 gr. smjör
30 gr. hveiti
3 dl. rjómi
salt og pipar
Hitið soðið og hrærið berjahlaupið saman við. Bræðið smjörið og hrærið hveitið saman við. Notið síðan dálítið af smjörblöndunni til að þykkja sósuna. Sjóðið sósuna í 10 mín., bætið þá rjómanum við og sjóðið í 3 mín. í viðbót. Kryddið með salti og pipar ef með þarf.
Hitið ofninn í 180° C. Úrbeinið skarfabringurnar og kryddið þær með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu og brúnið þær í um 1 mín. hvorum megin. Setjið pönnuna á heitan ofninn og látið bringurnar stikna þar í um 6 mín.
Takið pönnuna úr ofninum og skerið bringurnar þversum í þunnar sneiðar. Hitið á meðan sósuna á pönnunni sem bringurnar voru steiktar á. Raðið síðan sneiðunum á fjóra diska, hellið sósunni í kring og skreytið með berjumFimmtudagur, 6. nóvember 2008
Andarbringur
4 stk Andabringur
Salt
Pipar
1 Brúnið bringurnar í báðum hliðum á pönnu, setjið þær í eldfastmót og
eldið þær í ofni við 180°c í 20 min.
Rjómasoðið grænmeti:
2 stk Stórar gulrætur
1 stk Rófa
1 stk Seleryrót
½ L. Rjómi
1 msk Kjúklingakraftur
Aðferð:
1 Skrælið allt grænmetið, skerið það í 0,5x2 cm lengjur.
2 Setjið grænmetið í pott ásamt rjóma og kjúklingakraft, látið malla við
vægan hita þartil grænmetið er orðið gegnumeldað.
Villisveppasósa:
2 stk Skarlotulaukur
100 gr Villisveppir
40 ml Madeira
½ L. Rjómi
20 gr Nautakraftur
Salt
Pipar
Aðferð:
1 Skrælið laukinn og saxið, léttsteikjið í smá olíu.
2 Saxið sveppina og léttsteikjið með lauknum, bætið madeira útí og sjóðið
niður um helming.
3 Bætið rjóma útí ásamt nautakrafti og sjóðið örlítið niður, maukið sósuna
með töfrasprota og smakkið til með salti og pipar.
Gott þykur að bera fram ofnbakaðar kartöflur með réttinum.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Grillaður fiskur með sósu
Uppskrift fyrir tvo:
400 - 450 gr. fiskur að eigin vali, t.d. makríll eða vartari (allur hvítur fiskur er góður í þennan rétt)
Marinering:
4 msk. kóríander
2 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
Sósa:
3 msk. sítrónusafi
1 msk. hvítlaukur, niðurskorinn
1 msk. jalapeño chilli pipar, niðurskorinn
2 tsk. sykur
Setjið kóríanderinn, hvítlaukinn og piparinn í blandara. Hrærið vel saman. Þekið fiskinn með maukinu. Vefjið álpappír utan um fiskinn og grillið í ca. 5 til 6 mín. á hverri hlið, eða þar til hann er tilbúinn.
Á meðan fiskurinn er á grillinu, útbúið sósuna.
Setjið sítrónusafann, hvítlaukinn, jalapeño og sykurinn í blandara og hrærið vel saman. Setjið sósuna í skál og berið fram með fiskinum. Einnig er gott að bjóða upp á grænt salat með.
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Trukkabílstjórar til leiðinda
Föstudagur, 31. október 2008
Bláberjamarineraðar rjúpur í villibráðasósu
Fyrir 4 -12
rjúpubringur
leggir
fóarn
sarpur og hjarta
1 gulrót
1 laukur
2 súputeningar
250 gr. bláberjasulta
timian
salt og pipar
2 dl. rauðvín
100 gr. hveiti
75 gr. smjör
½ lauf gráðost
2 dl. rjómi
3 cl. brennivín.
Aðferð
Innyfli brúnuð í potti ásamt lauk og gulrót 1 lítri af vatni sett útí og soðið í ca. 1 klukkutíma. Teningum bætt útí og sósan þykkt með smjöri og hveiti, sigtað (smjörbolla). Í restina er sósan bragðbætt með 2 msk af sultu, brennivíni (má sleppa) og rjóma.
Rjúpan er lögð í marineringu (sambland af sultunni og rauðvíninu og 1 tsk salt) í 6 klukkutíma. Bringurnar eru steiktar í stutta stund, ca. 2 mínútur á hvorri hlið, sósan sett á diskinn, rjúpurnar ofan á og borið fram með sykurbrúnuðum kartöflum og eplasalati.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar