Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Sítrusgrillaður lax með kartöflum og dilli
Út frá "praktísku" sjónarmiði er álpappírinn þægilegri kostur. Það er þægilegt að nota hann og "loka" honum (nægir að brjóta eða rúlla aðeins upp á kanta hans) auk þess sem hann er fallegur til að bera fram í. Bökunarpappírinn má einnig nota í sama tilgangi, en hann er bæði erfiaðara að eiga við og eins er hann ekkert sérstaklega mikið augnayndi þegar á matborðið er komið (sérstaklega ef um matarboð er að ræða). Það sem er mikilvægast við þennan eldunarmáta er að bögglarnir séu vel lokaðir og að eldunarsafinn sem myndast innan í bögglunum hafi hvergi færi á að leka út. Vegna þessa er ráðlegra að leggja aldrei matarbögglana beint á grillgrind (í ofni eða útigrills), heldur á t.d. álbakka eða ofnskúffu sem tekur þá við safanum ef eitthvað skyldi leka úr bögglunum. 2. Hvað setur maður í bögglana?
Það er nánast hægt að pakka nánast hverju sem er inn og grilla á umræddan máta. Gæta þarf að sér þegar hráefni eru notuð sem mynda mikinn safa, eins og t.d. ef heilelda á kjúkling. Þá er t.d. lausn að setja kartöflur með í pakkann sem drekka í sig mestan safann. Grænmeti myndar einnig mikinn safa og þá er gott ráð að stinga nokkur göt á böggullinn áur en hann er borinn fram og láta umfram safann drjúpa af. Alltaf skal vera búið að krydda réttinn og bragðbæta áður en honum er pakkað inn, því varast skal að opna bögglana á meðan á eldun stendur. Maður getur hvort sem er eldað hráefni frá grunni á þennan máta, eða bragðbætt eldað hráefni á þennan hátt (t.d. kjötafgangar, settir í kúskús eða grjón með grænmeti og kryddurtum). Eldunartíminn er auðvitað misjafn eftir hráefni og kjöt þarf vitanlega lengir bökunartíma en fiskur. Gott er að miða við ca. 200 gr. hita.3. Þægilegur og fyrirhafnalaus eldunarmáti
Eðlis síns vegna er "bögglaeldamennskan" ekki bundin við eldhúsið eða grillið, en er einni kjörin í útileguna, fjallgönguna, strandferðina, eða m.ö.o. þegar maður vill slá upp sælkeramáltíð úti í náttúrunni með lítilli fyrirhöfn. Nóg er að kippa með sér álgrilbakka með grind og kolum.Nokkrar "grillbögglahugmyndir"
- Heill fiskur (t.d. silungur), fylltur með kryddjurtum. Kokteiltómötum eða blöndu af rauðum paprikustrimlum og laukstrimlum raðað í kring.
- Skelfiskur (fyrirfram eldaður og án skelja) með ólífum og dálitlu tómatpuré
- Spínat léttsoðið (í örlitlu vatni) ásamt rúsínum, furuhnetum, e.t.v. kryddjurtum og yfir sett sneið af gorgonzola eða annar ostur (sett í ofn í 10 mín.)
- Ávextir (t.d. perur, epli, ferskjur). Setjið e.t.v. nokkra negulnagla í böggulinn eða engiferduft til að lyft ávaxtaeftirréttinum í enn hærri hæðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Jarðarberja- og mynturísottó
1/2 kíló g Carnaroli eða Arborio hrísgrjón (Gallo)
5 msk smjör eða góður dreitill jómfrúrólífuolía
1/2 laukur, fínt saxaður
1/2 glas af þurru hvítvíni
1 1/2 l góður kjötkraftur (helst heimatilbúinn). *Grænmetisætur noti vitanlega grænmeitskraft
smjörklípa
ca. 4 msk rifinn parmesanostur
200 g jarðarber
1 búnt fersk mynta
til skrauts:
8 jarðarber skorin til helminga og nokkur fersk myntulauf
Bræðið smjörið á stórri djúpri pönnu við vægan hita og mýkið laukinn í smjörinu (eða olíunni). Hrærið stanslaust í á meðan. Ristið grjónin í lauksmjörinu og látið þau drekka vel í sig smjörið. Hækkið nú hitann og skvettið víni út á pönnu og látið gufa vel upp. Hellið tveimur ausum af krafti út á hrísgrjón og látið gufa upp. Bætið jarðarberjum skornum í tvennt og myntulaufum gróft söxuðum saman við og svo öðrum tveimur ausum af krafti og þannig áfram tveimur ausum 3-4 sinnum. Eftir um 15 mín. þarf að byrja að smakka grjónin með stuttu millibili til að tryggja að þau ofsjóði ekki, en mikilvægt er að hrísgrjón í rísottó (líkt og pasta) séu soðin "al dente", þ.e. grjónin skulu veita dálítið viðnám þegar bitið er í þau. Ef grjónin eru ennþá hörð skal bæta í mesta lagi 1/2 ausu af krafti í einu saman við þar til grjónin eru rétt soðin. Munið að hræra mjög reglulega í allan suðutímann! Þegar rísottóið er soðið skal panna tekin af hita og smjörklípu og rifnum parmesanosti bætt saman við og blandað vel. Látið réttinn standa í örfáar mínútur og berið svo fram undir eins áður en grjónin mýkjast um of og rétturinn kólnar. Hvað salt varðar er best að bæta því saman við í lokin, því kjötkraftur er missaltur hjá hverjum og einum og dugar e.t.v. bara krafturinn, smakkið semsagt til í lokin með salti e. smekk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Sæl og blessuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Grillað lamba rib-eye með kryddhjúp
1 kg lamba rib-eye
2 dl. brauðraspur ólitaður
4 msk Badia Garlic & Parsley
Dijon sinnep
Salt og pipar
Raspi,steinselju og hvítlauk er blandað saman (best er að nota matvinnsluvél).
Kjötið er kryddað með salti og pipar og grillað í 4 mín. á annari hliðinni, svo er
kjötinu snúið við og það smurt með dijon sinnepinu og raspinum stráð yfir.
Grillað í 4 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Kryddaðar kartöflur
Uppskrift fyrir fjóra til sex:
450 gr. kartöflur
2 msk. Patak´s Mild Curry Paste kryddmauk
1 laukur, meðalstór, fínt saxaður
2 hvítlauksrif
1 tsk. sinnepsfræ
2 msk. kornolía
Salt eftir smekk
Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Sjóðið þær í léttsöltuðu vatni
þar til þær verða mjúkar. Hitið olíuna á pönnu og setjið sinnepsfræin út í.
Þegar fræin byrja að springa, bætið þá lauknum og hvítlauknum út á pönnuna og
látið brúnast. Hrærið svo kryddmaukinu saman við og lækkið hitann undir pönnunni. Látið malla undir loki í 2-3 mínútur. Setjið að lokum kartöflurnar út á pönnuna og látið malla í 5 mínútur í viðbót. Bætið vatni út á pönnuna ef kartöflurnar fara að festast við hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 2. ágúst 2008
Kjúklingabringur með pestofyllingu
Undirbúningur og eldun: 45 mín
Fyrir 4
4 beinlausar kjúklingabringur
olía til steikingar
salt og pipar
Pestofylling:
1 kjúklingabringa, skinnlaus
2 tsk pesto
1 egg
salt og pipar
1 dl rjómi
Sósa
200g smáir sveppir
3 skalotlaukar
2 dl kjúklingasoð
2 dl rjómi
1 tsk pesto
sósujafnari
30g smjör
salt og pipar
Fylling
Skerið bringuna í litla bita og maukið í matvinnsluvél, bætið restinni af hráefnunum sem fara í fyllinguna út í og vinnið vel saman.
Matreiðsla
Skerið vasa í bringurnar og sprautið fyllingunni í bringurnar með sprautupoka. Brúnið bringurnar í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið á grind í ofn og steikið í 20 mín við 180 c.
Sósa
Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppina ásamt söxuðum skalot- lauknum. Hellið soðinu og rjómanum yfir og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og pesto og etv. Kjötkrafti, þykkið eftir smekk. Setjið loks bringurnar út í sósuna og sjóðið undir loki í 5 mín. við vægan hita.
Framreiðsla
Berið fram með fersku salati og heitu brauði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Grillað lambakjöt á ítalska vísu

2-3 rósmarín stönglar
2 hvítlaukar, niðursneiddir
4 msk. Sacla sósa með ólífum og tómat
3 msk. ólífuolía
2 msk. ferskt rósmarín, saxað
Safi úr einni sítrónu
1 msk. balsamik edik
Salt og nýmalaður pipar
Skerið rákir í kjötbitana og setjið í þær bita af rósmarín stilkum og hvítlauk, og leggið kjötið á disk. Blandið Saclá sósunni saman við annað innihald, olíuna, sítrónusafann, balsamik edikið og kryddið. Hellið og penslið blöndunni yfir kjötið og látið marinerast í u.þ.b. 1 klst. Grillið í u.þ.b. 10 til 15 mínútur eða eftir smekk, gott er að pensla sósunni yfir kjötið á meðan grillað er.
Berið fram með grilluðum tómötum eða salati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Grillaðar lambakótelettur með hvítlauk og ólífuolíu

8 lambakótelettur
2 hvítlauksrif, brytjuð niður
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar
6 msk. Carapelli Extra Virgin ólífuolía
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.
Setjið 4 msk. af ólífuolíunni í grunnan disk, ásamt hvítlauknum, saltinu og piparnum. Dýfið hverri kótelettu ofan í blönduna.
Grillið kóteletturnar við háan hita í ca. 5 mín., penslið með afgangnum af ólífuolíunni. Snúið kótelettunum við og grillið í 5 mín. til viðbótar, eða þar til steiktar í gegn.
Berið fram með góðu salati og eða kartöflum, t.d.
Til tilbreytingar:
* Bætið við fjórum tsk. af fersku, niðurskornu rósmarín út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.
* Bætið þremum msk. af ferskri, niðurskorinni salvíu og einni msk. af ólífuolíu út í hvítlauks- og ólífuolíublönduna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Grilluð svínarif

1 kg. svínarif
3 msk. Patak´s Mild Curry Paste
3 hvítlauksrif, kramin
3 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
100 ml. vatn
Blandið hvítlauknum, kryddmaukinu, jógúrtinni og hunanginu vel saman. Þekið svínarifin vel með maukinu. Leggið í form og lokið fyrir. Setjið til hliðar í 30 til 45 mín. Grillið síðan svínarifin á vel heitu grilli, eftir smekk. Á meðan hitið afgangin af maukinu á pönnu, bætið kóríandernum og vatninu út í. Látið malla í nokkra stund, eða þar til orðið ágætlega þykkt. Þegar svínarifin eru tilbúin, leggið þau á disk og ausið maukinu yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Sæl og blessuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar