Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Laxatartar
- 400.0 g lax roðlaust,beinlaust
- 4.0 msk Kóríander ferskur,saxaður
- 4.0 msk rauðlaukur kúfaðar skeiðar
- 0.0 Salt og pipar
- 250.0 ml Balsamik edik
- 0.0 sítrónuolía frá Zeta
Leiðbeiningar
Laxi, kóríander og lauk blandað saman og kryddað með salti og pipar. Edikið er sett í pott og soðið niður þar til það verður þykkt og sætt. Laxinum er skipt niður á 4 diska í fallegan hring og olíunni og edikinu er hellt jafnt yfir í rendur. Gott að bera fram með rúgbrauðiBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Innbakaðar kjúklingabringur með fyllingu
Hráefni
Fjöldi matargesta:- 4.0 kjúklingabringur
- 4.0 plötur smjördeig
- 1.0 egg , hrært
- 200.0 g sveppir
- 2.0 skallaotlaukar
- 2.0 Hvítlauksrif
- 1.0 g parmesanostur , rifinn
- 1.0 Rauð paprika
- 2.0 msk. oregano
- 2.0 msk. Basilíkum
- 1.0 msk. ólífuolía
Leiðbeiningar
1. Skerið allt grænmetið smátt og steikið í olíunni. Ostinum og kryddinu er því næst bætt saman við. Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt og steikar í smástund á pönnu. Smjördeigsplötunum er skipt í tvennt og hver hluti flattur vel út. 2. Á hvern deighluta er sett smávegis af fyllingu, kjúklingabiti er settur ofan á og síðan aðeins meiri fylling. Deiginu er pakkað utan um og sett í eldfast mót. Pakkarnir eru penslaðir með hrærðu eggi og bakaðir við 180°C í ofni. 3. Berið fram með rótargrænmeti eða tvílitu kartöflusalati og sósu að eigin vali.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Myntukrydduð jarðarber med kampavíni
Hráefni
- 300.0 g jarðarber , skorin í tvennt
- 1.0 Myntubúnt
- 3.0 msk flórsykur
- kampavín
Leiðbeiningar
Sigtið flórsykurinn yfir jarðarberin. Veljið fjórar fallegar myntuhríslur til skreytingar, en skerið niður u.þ.b. 2 msk af myntulaufum og blandið saman við jarðarberin. Dreifið þessu jafnt í skálar og látið standa í kæli þar til borið er fram. Þegar að því kemur er smá kampavíni hellt yfir, skreytt með myntulaufum og flórsykri.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Snöggsteiktar lundabringur með valhnetum og
- lundabringur úrbeinaðar
- olía til steikingar
- mjólk
- salt
- pipar
- valhnetukjarnar
- græn vínber steinlaus
- rjómi
- rifsberjahlaup
- rjómaostur
- lundabein soð
- gulrót soð
- sellerístöngull soð
- laukur soð
- blaðlaukur soð
- steinselja soð
- piparkorn soð
- einiber soð
- lárviðarlauf soð
- timjan soð
- vatn soð
- maltöl soð
Leiðbeiningar
Undirbúningur: Leggið bringurnar í bleyti í mjólk, helst yfir nótt. Þerrið vandlega fyrir steikingu. Soð: Höggvið beinin smátt og brúnið vandlega í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið í pott með vatninu. Skerið grænmetið gróft niður og brúnið á pönnunni og bætið í pottinn. Bætið í kryddunum og maltinu og sjóðið í hálftíma við vægan hita. Síið þá soðið í annan pott og látið sjóða niður um helming. Bragðbætið soðið með salti, pipar og kjötkrafti. Matreiðsla: Snöggsteikið bringurnar í olíu á stórri pönnu og takið þær svo af. Setjið soðið á pönnuna ásamt rjómanum, rjómaostinum og rifsberjahlaupinu. Þykkið með smá sósujafnara, setjið bringurnar í sósuna aftur og sjóðið með í nokkrar mínútur ásamt helminguðum vínberjunum og valhnetukjörnunum. Bragðbætið sósuna með ögn af salti og pipar og nokkrum dropum af rauðvínsediki. Framreiðsla: Berið fram soðnar kartöflur og grænmeti með þessum réttiBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Dádýrafille eða lundir með villisveppasósu
- dádrýrafille
- villisveppasósa
- rifsberjahlaup
- gráðaostur
- villikjötkraftur Má bragðbæta með villikjötkrafti.
Leiðbeiningar
Skerið fille í 200g steikur eða lundir í 50 g steikur og látið þær liggja í valhnetuolíu með timian og pipar í um 6-8 klst. Steikið svo kjötið eftir smekk og kryddið með salti og pipar. Með þessu er gott að hafa Villisveppasósu. Hana má bragðbæta með rifsberjahlaupi og gráðosti. Borið fram með gulrótum, spergilkáli og sykurgljáðum smákartöflum. ATH: Best er að láta kjötið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga fyrir notkun.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2008
Skötuselur með sætum hvítlauk
Hráefni
- skötuselsflök
- pipar , nýmalaður
- salt
- Jómfrúarólífuolía
- bufftómatar flysjaðir, saxaðir og fræhreinsaðir
- Fiskisoð
- kartöflur , skornar í skífur
- lárviðarlauf
- Söxuð steinselja
- Lögur::
- hvítlauksgeirar , skornir í skífur
- sneiðar þurrt brauð , skorpulaust
- klípa af cayenne pipar
- Söxuð steinselja
- þurrt sérrý
Leiðbeiningar
Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til að hann er létt brúnn. Standið yfir þessu því ef hann brennur verður sósan bitur í stað þess að vera sæt. Takið þá frá og skellið í olíuna brauðsneiðunum og steikið þar til þær eru gullnar. Takið frá. Setjið svo tómatana á pönnuna og gerið sósu úr þeim. Bætið við soði, eða krafti og fáið suðuna upp. Kryddið og bætið við kartöflunum og lárviðarlaufi. Látið krauma í 20 mín. Á meðan skuluð þið merja hvítlauk í mortéli með salti og bæta svo steinselju, brauðinu, cayenne pipar og svörtum pipar. Bleytið upp í þykkninu með víninu og varlega setjið þið þykknið svo saman við löginn svo það myndist dökk sósa að kraumtíma loknum. Skerið fiskinn í langar ræmur og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Setjið svo saman fiskinn saman við sósuna og látið krauma í ca 5 mínútur í viðbót. Smakkið til. Berist fram sjóðandi heitt með nokkrum steinseljulaufum til skreytingar og allioli sem meðlæti.Bloggar | Breytt 29.6.2008 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 28. júní 2008
Grillað T-bone með kaldri villisveppasósu
- 1200.0 g T - bone steikur , (2x600g)
- salt
- pipar
Leiðbeiningar
Takið kjötið úr kæli minnst 3 tímum áður en það er grillað, því þannig næst jafnari steiking. Skerið í gegnum sinina á kjötinu á tveimur stöðum. Hitið grillið mjög vel og grillið kjötið í 3 mínútur á hvorri hlið á mesta hita. Lækkið þá hitann og grillið áfram í 5-7 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Berið steikurnar fram með kaldri Nóatúns villisveppasósu, fersku salati og bökuðum, Duches kartöflum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2008
Lambakótilettur með mjúkum rauðum paprikum
Tengt efni
Hráefni
- lambakótilettur ca. 50 g hver og fituhreinsaðar að mestu utan á beini.
- ramiro rauðar papríkur
- paprikuduft
- jómfrúarolía
- pipar nýmalaður
- salt
Leiðbeiningar
Grillið paprikuna í um 20 mínútur í ofni eða á grilli. Snúið þeim reglulega við á 5 mínútna fresti þannig að hver hlið sér vel grilluð. Setjið þær svo í plastpoka í ca 10 mínútur og fjarlægið síðan utan af þeim skinnið, stilkana og fræin. Gerið þetta yfir platta eða djúpum disk svo safinn fari ekki til spillis. Opnið síðan paprikurnar svo þið getið fræhreinsað almennilega. Skerið svo í strimla. Setjið þær síðan í sósupott ásamt safanum. Nuddið lambakótiletturnar upp úr paprikudufti, salt og pipar. Penslið síðan létt með olíu og grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Látið síðan hryggbeinin standa út í loftið áður þær eru bornar fram. Hitið upp paprikustrimlana ásamt safanum með ögn af olíu ef vill. Hellið síðan vökvanum yfir kótiletturnar og í kring. Berið fram.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júní 2008
Kominn aftur.
Sæl öll. Þá er ég kominn heim úr fyrsta túrnum eftir veikindin og er bar ánægður með það og það gekk bara vel,var að vísu þreyttur og fékk verki í bakið en náði mér yfir nóttina og er bjartsýnn á frammtýðina.Það var mjög gaman að koma aftur í hópinn og vera boðinn velkominn aftur um borð.Ég vona að þið hafið getað notið sumarsins það sem komið er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 8. júní 2008
Sumarstopp!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar