Grænt pasta með gráðostasósu

Eldunartími: 20 mín

 Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 400.0 g pasta , þurrkað grænt pasta
  • 0.5 Stk. laukur
  • 100.0 g sveppir
  • 1.0 Stk. hvítlauksgeiri
  • 1.0 búnt steinselja
  •   svartur pipar , úr kvörn
  • 100.0 g gráðaostur
  • 3.0 dl mjólk
  • 50.0 g rjómaostur

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Saxið fínt laukinn, sveppina og hvítlaukinn og steikið í smá olíu á pönnu án þess að brúna. Bætið á mjólkinni, rjómaostinum og myljið gráðaostinn saman við. Látið sjóða smá stund og bragðbætið með svörtum pipar og grænmetiskrafti. Sjóðið pastað í léttsöltu vatni. Framreiðsla: Stráið saxaðri steinselju yfir sósuna um leið og hún er borin er fram ásamt pastanum, ólífuolíu og brauði.

Vel kryddaðir ýsubitar

Eldunartími: 20 mín og 1 klst í kæli

Hráefni

  • 800.0 g ýsa roð og beinlaus ýsa í u.þ.b. 50g strimlum
  • 2.0 tsk. salt
  • 2.0 tsk. Turmeric
  • 2.0 tsk. chilli duft
  • 1.0 tsk. Kóríander
  •   heilhveiti
  •   olía til steikingar

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Leggið fiskbitana þétt saman á fat. Setjið kryddin saman í skál og bætið í örlitlu vatni þannig að úr verði deig á þykkt við vöffludeig. Smyrjið deiginu á fiskinn og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Matreiðsla: Veltið fisknum upp úr heilhveitinu og steikið í olíunni í nokkrar mínútur á hvorri hlið uns fallega brúnn. Ath. olían þarf að vera nokkuð mikil á pönnunni því fiskurinn á að hálf djúpsteikjast. Þetta magn af fiski gæti þurft að steikja í tvennu lagi. Takið af pönnunni og þerrið á pappír áður en borin fram. Framreiðsla: Gott er að bera fram eru soðin hrísgrjón og ferskt salat með þessum rétti.

Steiktur karfi með hvítlauk, grænmeti

Eldunartími: 15 mín

 

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 800.0 g karfaflök roð og beinlaus karfaflök í 100g bitum
  • 3.0 msk ólífuolía
  •   hveiti
  • 16.0 Stk. sniglar
  • 4.0 Stk. hvítlauksgeirar saxaðir
  • 0.5 búnt steinselja söxuð
  • 3.0 Stk. gulrót meðalstórar gulrætur, afhýddar og skornar í strimla
  • 100.0 g Sellerírót hreinsuð
  • 1.0 Stk. rauðlaukur í bitum
  • 10.0 Stk. grænar ólífur skornar í tvennt
  • 100.0 g smjör
  •   salt
  •   pipar
  • 4.0 dl fisksoð
  • 0.5 Stk. sítróna safi úr hálfri sítrónu
  •   Maisena mjöl til þykkingar

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Veltið fisknum upp úr hveitinu og steikið í olíunni, takið af pönnunni og haldið heitum. Setjið smjörið á pönnuna og steikið grænmetið uns meyrt, bætið restinni á pönnuna og hrærið maisenamjölinu, úthrærðu í köldu vatni, út í. Bragðbætið með salti og pipar. Bætið fisknum á pönnuna og hitið í gegn. Framreiðsla: Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati

Kryddleginn þorskur Spánverjans

Eldunartími: 30 mín og lágmark 3 klst í kryddlegi

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 800.0 g þorskflök , 4 x 200g bitar úr beinlausum þorskflökum
  • 1.0 Stk. lárviðarlauf
  • 2.0 msk ólífuolía
  • 1.0 Stk. sítróna , safi úr einni sítrónu
  • 2.0 Stk. hvítlauksgeirar
  • 2.0 tsk. Kóríanderduft
  •   salt
  •   svartur pipar , nýmulinn

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Brjótið lárviðarlaufið í smáa bita og blandið saman við olíuna, sítrónusafann, hvítlaukinn, kóríander, salt og krydd. Hellið kryddleginum á disk og leggið þorskbitana á hvolf, þ.e. með roðið upp, í kryddlöginn. Látið liggja í lágmark 3 tíma, snúið tvisar sinnum. Matreiðsla: Setjið fiskbtitana á fat sem þolir að fara í ofn með roðið niður. Hellið kryddleginum yfir og setjið undir grill í ofni í 10 mín, eða uns fiskurinn er orðinn dökkur og eldaður. Ausið kryddleginum 1 sinni yfir á meðan fiskurinn er í ofninum. Framreiðsla: Berið fram með fersku salati sem í eru grænar ólífur, spánskur laukur, tómatar, gúrkur og grænt salat t.d. lambhaga. Berið líka fram báta af límónu með fisknum.

Heilbakaður silungur "Mexicana"

Eldunartími: 45 mín

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 4.0 Stk. silungur heilir silungar, frekar smáir
  • 1.0 Stk. laukur
  • 1.0 Stk. Rauð paprika
  • 2.0 msk ólífuolía
  • 2.0 tsk. hvítvínsedik
  • 1.0 Stk. Lime safi úr 1 lime
  • 3.0 msk steinselja söxuð
  • 2.0 skvettur Tabasco
  •   salt
  •   pipar úr kvörn
  • Sósa:
  • 1.0 Stk. Avacado vel þroskað (lárpera)
  • 1.5 msk Hrein Jógurt eða sýrður rjómi
  • 1.0 Stk. Lime safi úr 1 lime
  •   salt
  •   pipar

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Takið silungana og skolið vel að innan, skerið rákir í fiskflökin báðum megin með 3 cm millibili, rétt eins og verið væri að skera í brauðdeig og leggið í smurt eldfast mót. Matreiðsla: Saxið laukinn og paprikuna smátt og steikið í ólífuolíunni án þess að brúna. Bætið edikinu og safanum úr lime ávöxtinum á pönnuna ásamt steinseljunni, tabasco, salti og pipar og hellið yfir fiskinn. Sejið lok á fatið eða álpappír og bakið í ofni við 180 c í 30 mínútur.

Sósan: Afhýðið lárperuna, skerið í tvennt eftir endilöngu og fjarlægið steininn. Maukið í blandara ásamt jógúrtinu og lime safanum og kryddið með salti og pipar. Framreiðsla: Berið fram með avocadosósu og fersku salati.


Marineraður steinbítur, bakaður með eggaldin

Hráefni
  • 600 g steinbítur , roðlaus og beinlaus
  • Marinering steinbítur
  • 2-3 tsk engifer ferskt og saxað
  • 1 hvítlauksrif hvítlaukur saxað
  • 1 Rauður chilli , steinhreinsað og saxað
  • 2/3 dl sesamolía
  • 1 dl olía
  • 2/3 dl kókosmjólk
  • 1 msk sojasósa
  • 1 Lime , börkur af einu lime + safinn
  • 1-2 eggaldin

Leiðbeiningar

Blandið öllu sem á að vera í marineringunni saman í skál og hrærið vel saman. Takið frá smá hluta af marineringunni fyrir sósuna á eftir. Sneiðið steinbítinn í þunnar sneiðar, setjið á fat. Hellið marineringunni yfir fiskinn og veltið honum í blöndunni þar til hún hefur hulið allan fiskinn. Geymið í kæli yfir nótt eða í minnst 2-4 tíma. Sneiðið eggaldin í sirka ½ cm sneiðar, leggið á fat og saltið sneiðarnar. Látið standa í ca 10 mín. Þerrið þá allan vökvann af og grillið sneiðarnar á vel heitri grillpönnu til að fá fallegar grillrákir í þær. Leggið sneið af eggaldin á fat, sneið af fiskinum og svo þannig koll af kolli. Setjið grillpinna í hvern fiskturn til að þeir haldi sér. Setjið í eldfast form og bakið í ca 10-15 mín við 180°.

Heilsteiktur nautavöðvi "Bernaise"

Eldunartími: 1 klst og 20 mín

Hráefni

  • 1.0 kg nautakjöt 1 kg heill nautavöðvi, fillet eða sneið úr innralæri
  •   olía til steikingar
  •   salt
  •   pipar
  • 400.0 g smjör
  • 4.0 Stk. eggjarauður
  • 1.0 msk Estragon þurrkað
  • 1.0 msk Bernaise essens
  • 1.0 msk vatn
  •   kjötkraftur smá

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Hitið olíu á pönnu og brúnið vöðvann á pönnu, kryddið salti og pipar. Setjið á ofngrind og í ofn á 100 c í 60 mín eða þar til steikarmælir sýnir 58 c í kjarna. Takið steikina úr ofninum og látið standa á grindinni undir þurru stykki í 15 mín til að láta safann setjast í steikinni. Sósan: Bræðið smjörið í potti og þeytið eggjarauðurnar estragonið, bernaise essensinn, vatnið, saltið, piparinn og kjötkraftinn í stálskál yfir hita, uns þykk og þétt froða hefur myndast. Passið að ofhita ekki eggjablönduna. Blandan má ekki verða heit aðeins volg. Sömuleiðis má smjörið ekki vera of heitt, heldur aðeins volgt. Blandið smjörinu út í hægt og rólega, fyrst 1 msk í einu og síðan í mjórri bunu. Þeytið stöðugt í á meðan smjörinu er bætt við. Endið á að bragðbæta sósuna með smá kjötkrafti, salti og pipar ef þurfa þykir. Framreiðsla: Berið þennan rétt fram með smjörsteiktum sveppum og sykurbaunum. Snöggsoðnu spergilkáli eða bökuðum tómat og bökuðum kartöflum

Pönnusteikt sirloin með gljáandi rauðvínssós

Eldunartími: 20 mín

Hráefni

  • 880.0 g sirloin steikur 4x220g sirloin steikur, vel verkaðar og fitusprengdar
  •   salt
  •   pipar
  • 5.0 Stk. Skalotlaukar
  • 50.0 g sveppir
  • 3.0 sneiðar beikon
  • 3.0 dl kjötsoð eða vatn og teningur
  • 0.5 tsk. timjan
  • 2.0 dl rauðvín bragðmikið
  • 1.0 Stk. lárviðarlauf
  • 30.0 g smjör
  •   sósujafnari sósujafnari eða maisenamjöl úthrært í smá köldu vatni

Leiðbeiningar

Undirbúningur: Skerið í gegn um fituröndina og sinina á steikunum á nokkrum stöðum til að koma í veg fyrir að steikin missi safa þegar steikin hitnar og sinin herpist saman. Skerið beikonið smátt og saxið sveppina og laukinn. Matreiðsla: Byrjið á að brúna steikurnar upp á rönd til að brúna fituna vel. Leggið þá steikurnar niður og brúnið vel á pönnunni, kryddið með salti og pipar, setjið á ofngrind. Brúnið beikonið og grænmetið á pönnunni í fitunni sem varð eftir þegar kjötið var steikt. Bætið smá olíu á ef þörf krefur. Bætið soðinu og rauðvíninu á pönnuna ásamt timjan og lárviðarlaufinu, sjóðið niður um helming. Þykkið með sósujafnaranum, takið af hitanum og pískið köldu smjörinu í bitum út í sósuna. Athugið að sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í. Setjið steikurnar í 180 c heitan ofn í u.þ.b. 3 mínútur til að klára steikinguna. Framreiðsla: Berið steikurnar fram með rauðvínssósunni, litríku smjörsteiktu grænmeti og soðnum eða bökuðum kartöflum.

Ofnbakað lambalæri með hvítlauk og rósmarín

Eldunartími: 2 klst

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 1.0 Stk. lambalæri 2,5 kg
  • 2.0 Stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
  • 2.0 tsk. rósmarín
  • 1.0 msk ólífuolía
  • 1.0 tsk. salt gróft salt
  •   svartur pipar úr kvörn
  • 2.5 dl hvítvín

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Blandið saman hvítlauknum, rósmaríninu, olíunni, saltinu og piparnum í litla skál. Breiðið úr álpappírnum og leggið lærið á möttu hliðina og setjið á maukið ásamt 1 dl af hvítvíninu. Lokið álpappírsörkinni þannig að rúmt sé um lærið og gangið vel frá endunum þannig að safi leki ekki út, skiljið eftir 2 litlar rifur á álpappírsbelgnum þannig að eitthvað loft nái að leika um kjötið. Setjið í ofn á 180 c og bakið í 1 1/2 tíma. Opnið þá álpappírinn án þess að safi leki út og hækkið ofnhita í 200 c og látið vera í 15 mín til viðbótar til að fá fallega brúningu ofan á kjötið. Sósa: Sigtið soðið úr álpappírsörkinni í pott, fleytið af fitu, bætið í hvítvíninu og sjóðið í nokkrar mínútur. Smakkið soðið til með salti, pipar og kjötkrafti. Litið með sósulit og þykkið ögn með maisenamjöli úthrærðu í köldu vatni. Framreiðsla: Færið kjötið upp á fat og látið standa á volgum stað í 15 mín þannig að safinn vætli ekki úr kjötinu þegar það er skorið. Berið lærið fram með sósunni , soðnum kartöflum og grænmeti.

Baskneskur fjárhirðapottréttur

Hráefni

Fjöldi matargesta:
  • 1,5 kg lamba/svína eða nautakjöt
  • 1.0 tsk salt
  • 1.0 tsk pipar , nýmalaður
  • 1.0 tsk paprikuduft
  • 1.0 tsk oregano
  • 3.0 msk ólífuolía
  • 2.0 laukar , saxaðir
  • 6.0 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
  • 2.0 Rauðar paprikur , fræhreinsaðar og skornar í bita
  • 3.0 msk rauðvínsedik
  • 250.0 ml rauðvín
  • 150.0 ml vatn
  • 2.0 lárviðarlauf

Leiðbeiningar

Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í fremur stóra bita, 3-4 cm á kant. Salti, pipar, papriku, oregano og chilipipar blandað saman og kjötið núið upp úr blöndunni og látið liggja í 1 klst við stofuhita. Olían hituð í þykkbotna potti og kjötið brúnað á öllum hliðum við góðan hita helmingurinn í senn, nema potturinn sé þeim mun stærri. Tekið upp úr og sett á disk, mest allri fitunni hellt úr pottinum en 1-2 tsk skildar eftir. Laukurinn og hvítlaukurinn settur út í og látinn krauma við meðalhita í um 5 mínútur. Á meðan er paprikan og edikið sett í matvinnsluvél og maukað. Þegar laukurinn er meyr og gullinn er kjötinu raðað ofan á hann og síðan er paprikumaukinu, víninu og vatninu hellt yfir, lárviðarlaufin sett út í, hitað að suðu, pottinum lokað og látið malla undir loki við vægan hita í um 1 klst. Lokið tekið af og soðið í 45 mínútur í viðbót, eða þar til kjötið er vel meyrt og sósan hefur soðið vel niður. Smakkað til, lárviðarlaufin fjarlægð, og borið fram t.d. með hrísgrjónum eða með ofnsteiktum kartöflum og grænu salati.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband