Föstudagur, 23. maí 2008
Bacalao a la vizcaina
Hráefni
Fjöldi matargesta:- 700.0 g saltfiskur útvatnaður
- 1.0 dl ólífuolía
- 4.0 stk laukur smátt skornir
- 2.0 tsk. tómatpúrra
- 6.0 stk tómatar saxaðir
- 2.0 stk Rauð paprika saxaðar
- 0.5 stk rauður chilli pipar fínt saxaður
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar: 1. Fjarlægið roð og bein úr fisknum og skerið hann niður í reglulega bita. Hitið ólífuolíuna á pönnu, brúnið laukana létt og hrærið tómatpúrrunni saman við. 2.Bætið fiskbitunum, tómötunum, chili og paprikunum út í sósuna. Látið suðuna koma upp, lækkið því næst hitann og látið malla í 20 mínútur. Berið fram með soðnum kartöflum eða brauði. Kartöflur má skera niður í bita og bæta út á pönnuna með fisknum, tómötunum og paprikunni. Suðutími lengist þá um 30 mínútur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 23. maí 2008
Alvöru nautasteik
- 4.0 Stk. Nauta rib eye , 250 gr nauta rib eye
- 2.0 bakkar Rótargrænmetisblanda , Nóatúns kryddað rótargrænmeti
- 4.0 Stk. kartöflur ,bakaðar kartöflur
- 1.0 krukka villisveppasósa , Nóatúns köld villisveppasósa
Leiðbeiningar
Mikilvægt er að kjötið sé látið standa það lengi úti að það nái stofuhita í kjarna. Grillið er hitað upp öðru megin. Kjötið er kryddað með Maldon salti og nýmöluðum pipar og svo grillað í 1 mín. á hvorri hlið á mesta hita á vel hituðu grilli.Svo er það fært yfir á þann hluta sem er ekki með eldi undir og grillað áfram í 5-6 mín. á hvorri hlið. Svo er kjötið tekið af grillinu og látið standa á fati í 3-5 mín. og látið jafna sig áður en það er skorið í það. Rótargrænmetið og kartöflurnar er hitað upp í 15 mín. á meðalheitu grilli.Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. maí 2008
Svínarif í Jack Daniels
- 3.0 Stk. svínarif , skorin í 4-5 bita
- 1.0 flaska Jack Daniels BBQ sósa
- 0.0 salt
- 0.0 pipar
Leiðbeiningar
Sjóðið rifin í léttsöltu vatni í ca. 40 mín. Takið þau upp úr, veltið þeim upp úr sósunni og grillið í 3 mín. á hvorri hlið. Gott er að hafa sósuna í skál og pensla kjötið á meðan þau eru grilluð. Berist fram með bökuðum kartöflum og fersku salati.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Fljótshlíðin fögur.
Við hjónin erum búin að vera í Fljótshlíðinni í nokkra daga komum heim síðdegis í dag.Hlíðin er fögur sem fyrr,kyrrðin er mikil og verulega falleg sveit,við fórum líka austur að Seljalandsfossi og gengum bak við hann,síðan fórum við í Stóra Dal þaðan sem mínir forfeður í föður ætt koma frá þ.e. langamma mín var fædd í Stóra Dal og bjó þar með lang afa en fluttu svo til Vestmannaeyja og bjuggu að Kirkjubæ.annar lang afi minn í móðurætt hann var frá Þverá í Fljótshlíð,þannig að ég er vel tengdur þessu svæði og svo líka austur eyjafjöllum þar sem afi minn og amma í móður mína bjuggu góðu búi og áttu ellefu dætur og afi dó úr Lungnabólgu fjörtíu og sex ára og amma hélt jörðinni og bjó þar til að ein dóttir hennar tók við og núna er fimmti ættliður ábúandi á jörðinni,þar var ég í sveit í ellefu sumur.Ég vona að þið hafið átt góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 12. maí 2008
Súrsætt svínakjöt með eggjanúðlum
2 svínakótelettur
1 pkn. AMOY Egg Noodles
1 krukka AMOY Sweet & Sour sósa
2 laukar, niðurskornir
2 ananashringir, saxaðir niður
1/2 gul paprika, niðurskorin
15 ml. AMOY Pure Sesam olía
Eldið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Á meðan, hitið sesam olíuna á pönnu og steikið kótiletturnar í 3 mín. Bætið lauknum, paprikunni og ananasnum út í og steikið í 2 mín. til viðbótar. Setjið síðan súrsætu sósuna út í. Hellið vatninu af núðlunum og bætið þeim síðan út á pönnuna. Berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 12. maí 2008
Nottage Hill Cabernet Sauvignon/Shiraz

Land: Ástralía
Svæði: McLaren Vale
Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company
Berjategund: Cabernet Sauvignon , Shiraz
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Tölvert flókið vín þar sem ávextir koma mikið við sögu. Mikið eikarbragð ásamt kryddi og ávöxtum sem leika við bragðlaukana. Nottage Hill Cabernet Sauvignon/Shiraz hefur verið geymt á frönskum og amerískum eikartunnum í 12 mánuði og gefur það víninu skemmtilegan karakter sem fellur vel við kraftmikinn mat, osta og súkkulaðieftirrétti.
Nottage Hill 1996 fékk 83 stig í Wine Spectator þann 30. júni 1998.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Lambafilet með papriku og rauðu karrý
(4 manns)
Hráefni: 800 g lambafilet (í fjórum 200 g steikum)
3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Papriku- og karrýsósa
5 stk. paprikur (græn, gul og rauðgul) 1 stk. laukur 2-3 msk. karrý, rautt 2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 2 msk. apríkósumarmelaði 2-3 msk. matarolía 4-5 msk. smjör salt og pipar Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Aðferð Snöggsteikið lambafilet á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200°C heitan ofn í 6 mínútur, takið úr ofninum og hvílið steikurnar í 3 mín. Setjið aftur í ofninn í aðrar 3 mínútur. Skerið í þrjá jafna bita og berið fram með papriku- og karrýsósunni og soðnum kartöflum. Papriku- og karrýsósa Skerið paprikuna í teninga, laukinn í sneiðar, léttsteikið í olíunni og bætið svo karrýinu út í. Blandið vel saman, bætið síðan kjúklingasoði, marmelaði og smjöri saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Meðlæti Borið fram soðnum kartöflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Villa Maria Cellar Selection Marlborough Chardonnay

Land: Nýja Sjáland
Hérað: Marlborough
Framleiðandi: Villa Maria Estate Ltd
Berjategund: Chardonnay
Styrkleiki: 14%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Vínilmur einkennist af þroskaðri ferskju, melónu og í bakgrunni vottur af mjöli. Ávaxtaríkt vín og mjúk kremkennd áferð með keim af malti og cashewhnetum sem eru áhrif af geymslu vínsins á frönskum "barrique" eikartunnum. Í munni er vínið rúnnað og í góðu jafnvægi. Löng ending.
Vínið fer sérlega vel með ýmsum sjávarréttum bæði með sósum og sósulausa. Prófið vínið einnig með grillaðri kjúklingabringu vafinni inn í ristaða hráskinkusneið og kryddaða með hvítlauk og estragon.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Smjörsteiktur þorskur með eggaldinmauki og ferskum aspars
Fyrir 4 Hráefni: 4x180 gr Þorskur (hnakkastykki) 2 stk Eggaldin 30 gr Ósaltað smjör 20 stk ferskur aspas forsoðinn salt og pipar eftir smekk 4 stk stórir hvítlauks geirar soðnir og maukaðir ½ lítri rjómi 1 búnt ferskur graslaukur 50 gr ósaltað smjör 3 msk fíntskorinn shallott laukur 3 dl hvítvín Aðferð: Eggaldinið er bakað í ofni við 100°c þar til mjúkur í gegn eða ca 2-4 tima. Skerið í sundur og hreinsið kjötið innan úr maukið í matvinnsluvél. Sett í pott og látið malla í ca 10 mín hrærið stöðugt í bætið smjörinu, saltinu og piparnum í Steikið þorskinn á roð hliðinni í ca 5 mín á pönnu með loki. Hitið aspasinn í vatni og smjöri til helminga og salt og pipar Laukurinn er svitaður í smjöri hvítvíni og rjóma bætt í og soðið niður til helminga Hvítlauks maukinu og smjörinu bætt í og látið malla í 3-4 mín Fínt skorna graslauknum bætt í og borið fram.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Ýsa með appelsínu og kóríander
|
|
|
Undirbúningur og eldun: 25 mín Fyrir 4 8 x 100g roð og beinlausir ýsubitar 2 msk hveiti salt og svartur pipar úr kvörn 1 msk sesamfræ 2 msk steytt kóríander eða duft fínt rifinn börkur og safi úr 1 appelsínu 20g smjör 1 msk ólífuolía 3 dl fisksoð (eða vatn og teningar) 1 tsk maisena mjöl og 2 msk kalt vatn ½ dl rjómi Matreiðsla Blandið saman hveiti, salti, pipar, sesamfræjum, kóríander og berkinum. Stráið yfir allar hliðar á fisknum og steikið við vægan hita á pönnu uns fallega brúnaður. Haldið heitum í ofni meðan sósan er löguð á pönnunni. Sósa Setjið fisksoðið og appelsínusafann á pönnuna og sjóðið niður um helming. Bætið rjómanum út í og þykkið með maisenamjölinu úthrærðu í vatninu. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Framreiðsla Berið fram með soðnum hrísgrjónum og snöggsoðnum belgbaunum. Athugið Gæta verður þess að hræra duglega í þegar maisenablandan fer út í því annars kekkist sósan.
|
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar