Fimmtudagur, 8. maí 2008
Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé

Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)
Fallegur ljós kirsuberja litur. Ilmurinn er þéttur og kröftugur, minnir á plómur og jarðaber með innslagi af greip. Vín með kröftugt bragð með mjúka ávaxtakennda sýru og frábært blómabragð (sem minnir á fjólur og orange blossom). Eftirbragðið er langt og mjúkt, og í góðu jafnvægi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Mexicali svínakótelettur

4 svínakótelettur
1 bréf Santa Maria Taco Seasoning Mix
1 msk. olía
Meðlæti:
Santa Maria salsasósa
Nuddið Taco kryddinu í svínakóteletturnar. Hitið olíuna á pönnu við miðlungs hita og steikið kóteletturnar þar til kjötið er ekki lengur bleikt að lit. Berið fram með salsasósunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Grilluð svínarif með kóríander og hvítlauk

1 kg. svínarif
3 msk. Patak´s Mild Curry Paste
3 hvítlauksrif, kramin
3 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
100 ml. vatn
Blandið hvítlauknum, kryddmaukinu, jógúrtinni og hunanginu vel saman. Þekið svínarifin vel með maukinu. Leggið í form og lokið fyrir. Setjið til hliðar í 30 til 45 mín. Grillið síðan svínarifin á vel heitu grilli, eftir smekk. Á meðan hitið afgangin af maukinu á pönnu, bætið kóríandernum og vatninu út í. Látið malla í nokkra stund, eða þar til orðið ágætlega þykkt. Þegar svínarifin eru tilbúin, leggið þau á disk og ausið maukinu yfir.
Berið fram t.d. með salati og hrísgrjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Lamb með Rogan Josh sósu
450 gr. lambakjöt
1 dós Patak´s Rogan Josh sósa
1 laukur skorinn í teninga
85 ml. (1/4 dós) vatn
2 msk. matarolía
1 msk. koríanderlauf til skreytingar (má sleppa)
Brúnið laukinn í olíunni. Bætið við kjötinu og steikið nokkra stund. Hellið Patak´s sósunni saman við ásamt vatni. Lokið pönnunni til hálfs og steikið í 15 til 20 mínútur eða þar til kjötið er steikt í gegn. Bætið við vatni eftir smekk.
Athugið að þessa uppskrift má nota með hvaða Patak´s sósu sem er, Tikka Masala, Korma, Delhi eða Balti.
Til að fá mildara bragð má bæta hreinni jógúrt eða rjóma saman við undir lokin.
Einnig má nota grænmeti í stað kjöts
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Lambakjöt í Black Bean sósu
200 gr. lambakjöt, skorið í lengjur
1 msk. Amoy Black Bean sósa
100 gr. Amoy Water Chestnuts, saxaðar niður
1 laukur, niðurskorinn
1/2 græn paprika, niðurskorin
1 msk. Amoy Pure Sesam olía
1/2 tsk. sykur
2 msk. vatn
1 msk. olía til steikingar
Hitið sesam olíuna og venjulegu olíuna á pönnu og steikið lambakjötið í 2 til 3 mín. Bætið lauknum út í og steikið í 1 mín. til viðbótar. Bætið afgangnum af innihaldinu út á og steikið í 3 til 5 mín., eða þar til lambakjötið er steikt í gegn.
Berið fram með Amoy eggjanúðlum eða hrísgrjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
B&G 1725 gott með lambinu

Land: Frakkland
Hérað: Bordeaux
Framleiðandi: Barton & Guestier
Berjategund: Cabernet Sauvignon , Merlot
Styrkleiki: 12%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur
Yfirgnæfandi ilmur frá rauðum berjum, sólberjum, hindberjum bakkað upp með kryddtónum (pipar, negull) og örlítilli fjólu. Mjúkt og fullt er fyrsta ímynd í
bragði. Glæsilegt, þægileg tannín. Löng, rík ending.
www.barton-guestier.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Grillað lamba rib-eye
1 kg lamba rib-eye
2 dl. brauðraspur ólitaður
4 msk Badia Garlic & Parsley
Dijon sinnep
Salt og pipar
Raspi,steinselju og hvítlauk er blandað saman (best er að nota matvinnsluvél).
Kjötið er kryddað með salti og pipar og grillað í 4 mín. á annari hliðinni, svo er
kjötinu snúið við og það smurt með dijon sinnepinu og raspinum stráð yfir.
Grillað í 4 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Penne með grænmeti, sveppum og jurtum
handa fjórum
350 g penne (De Cecco)
30 g sveppir
30 g kóngasveppir, ferskir eða þurrkaðir (leggið þá þurrkuðu í bleyti í 20 mín. í heit vatn og síið áður en eru ntaðir)
20 g skalotlaukur
80 g fersk rauð paprika
80 g ferskur kúrbítur (zucchini)
80 g grillaðar paprikur frá Saclà
50 g grillað zucchini frá Saclà
jómfrúrólífuolía e. þörfum
lítið búnt af blönduðum kryddjurtum: steinselju, rósmarín og tímían
150 g peperonata frá Saclà
salt og pipar e. smekk
parmesanflögur e. smekk
Sjóðið penne í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt). Þrífið sveppina og skerið í bita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Skerið fersku paprikuna og zucchini og dembið í sjóðandi vatn í 5 mín. Hitið olíuna á pönnu og hitið í 5 mín. og bætið síuðu Saclà-grænmetinu við ásamt litlu búnti af saxaðri steinselju. Bætið vel sigtuðu pastanu út á pönnuna ásamt Saclà peperonata og blandið öllu vel saman við háan hita. Smakkið til með salti og pipar og skreytið með parmesanflygsum og smátt söxuðum blönduðum kryddjurtunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Kjúklingabringur með pestofyllingu
Undirbúningur og eldun: 45 mín
Fyrir 4
4 beinlausar kjúklingabringur
olía til steikingar
salt og pipar
Pestofylling:
1 kjúklingabringa, skinnlaus
2 tsk pesto
1 egg
salt og pipar
1 dl rjómi
Sósa
200g smáir sveppir
3 skalotlaukar
2 dl kjúklingasoð
2 dl rjómi
1 tsk pesto
sósujafnari
30g smjör
salt og pipar
Fylling
Skerið bringuna í litla bita og maukið í matvinnsluvél, bætið restinni af hráefnunum sem fara í fyllinguna út í og vinnið vel saman.
Matreiðsla
Skerið vasa í bringurnar og sprautið fyllingunni í bringurnar með sprautupoka. Brúnið bringurnar í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið á grind í ofn og steikið í 20 mín við 180 c.
Sósa
Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppina ásamt söxuðum skalot- lauknum. Hellið soðinu og rjómanum yfir og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og pesto og etv. Kjötkrafti, þykkið eftir smekk. Setjið loks bringurnar út í sósuna og sjóðið undir loki í 5 mín. við vægan hita.
Framreiðsla
Berið fram með fersku salati og heitu brauði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Steikt grænmeti
Uppskrift fyrir fjóra:
200 gr. sveppir, niðurskornir
150 gr. spergilkál
125 gr. sykurmaís (sweet corn)
2 gulrætur, niðurskornar
2 rauðlaukar, niðurskornir
4 msk. Santa Maria Oyster Sauce
Matarolía til steikingar
Hitið olíuna á pönnu. Setjið grænmetið út á og steikið. Bætið ostru-sósunni út á. Látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram heitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar