Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé

Tegund: Rósavín
Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)

 

Fallegur ljós kirsuberja litur. Ilmurinn er þéttur og kröftugur, minnir á plómur og jarðaber með innslagi af greip. Vín með kröftugt bragð með mjúka ávaxtakennda sýru og frábært blómabragð (sem minnir á fjólur og orange blossom). Eftirbragðið er langt og mjúkt, og í góðu jafnvægi.

Mexicali svínakótelettur

Uppskrift fyrir fjóra:

4 svínakótelettur
1 bréf Santa Maria Taco Seasoning Mix
1 msk. olía

Meðlæti:
Santa Maria salsasósa

 

Nuddið Taco kryddinu í svínakóteletturnar. Hitið olíuna á pönnu við miðlungs hita og steikið kóteletturnar þar til kjötið er ekki lengur bleikt að lit. Berið fram með salsasósunni.

Grilluð svínarif með kóríander og hvítlauk

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

1 kg. svínarif
3 msk. Patak´s Mild Curry Paste
3 hvítlauksrif, kramin
3 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
100 ml. vatn

 

Blandið hvítlauknum, kryddmaukinu, jógúrtinni og hunanginu vel saman. Þekið svínarifin vel með maukinu. Leggið í form og lokið fyrir. Setjið til hliðar í 30 til 45 mín. Grillið síðan svínarifin á vel heitu grilli, eftir smekk. Á meðan hitið afgangin af maukinu á pönnu, bætið kóríandernum og vatninu út í. Látið malla í nokkra stund, eða þar til orðið ágætlega þykkt. Þegar svínarifin eru tilbúin, leggið þau á disk og ausið maukinu yfir.

Berið fram t.d. með salati og hrísgrjónum.

Lamb með Rogan Josh sósu

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

450 gr. lambakjöt
1 dós Patak´s Rogan Josh sósa
1 laukur skorinn í teninga
85 ml. (1/4 dós) vatn
2 msk. matarolía
1 msk. koríanderlauf til skreytingar (má sleppa)

 

Brúnið laukinn í olíunni. Bætið við kjötinu og steikið nokkra stund. Hellið Patak´s sósunni saman við ásamt vatni. Lokið pönnunni til hálfs og steikið í 15 til 20 mínútur eða þar til kjötið er steikt í gegn. Bætið við vatni eftir smekk.

Athugið að þessa uppskrift má nota með hvaða Patak´s sósu sem er, Tikka Masala, Korma, Delhi eða Balti.

Til að fá mildara bragð má bæta hreinni jógúrt eða rjóma saman við undir lokin.

Einnig má nota grænmeti í stað kjöts

Lambakjöt í Black Bean sósu

Uppskrift fyrir tvo:

200 gr. lambakjöt, skorið í lengjur
1 msk. Amoy Black Bean sósa
100 gr. Amoy Water Chestnuts, saxaðar niður
1 laukur, niðurskorinn
1/2 græn paprika, niðurskorin
1 msk. Amoy Pure Sesam olía
1/2 tsk. sykur
2 msk. vatn
1 msk. olía til steikingar

 

Hitið sesam olíuna og venjulegu olíuna á pönnu og steikið lambakjötið í 2 til 3 mín. Bætið lauknum út í og steikið í 1 mín. til viðbótar. Bætið afgangnum af innihaldinu út á og steikið í 3 til 5 mín., eða þar til lambakjötið er steikt í gegn.

Berið fram með Amoy eggjanúðlum eða hrísgrjónum.

B&G 1725 gott með lambinu

Tegund: Rauðvín
Land: Frakkland
Hérað: Bordeaux
Framleiðandi: Barton & Guestier
Berjategund: Cabernet Sauvignon , Merlot
Styrkleiki: 12%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur

 

Yfirgnæfandi ilmur frá rauðum berjum, sólberjum, hindberjum bakkað upp með kryddtónum (pipar, negull) og örlítilli fjólu. Mjúkt og fullt er fyrsta ímynd í
bragði. Glæsilegt, þægileg tannín. Löng, rík ending.

www.barton-guestier.com

Grillað lamba rib-eye

1 kg lamba rib-eye
2 dl. brauðraspur ólitaður
4 msk Badia Garlic & Parsley
Dijon sinnep
Salt og pipar

Raspi,steinselju og hvítlauk er blandað saman (best er að nota matvinnsluvél).
Kjötið er kryddað með salti og pipar og grillað í 4 mín. á annari hliðinni, svo er
kjötinu snúið við og það smurt með dijon sinnepinu og raspinum stráð yfir.
Grillað í 4 mín.


Penne með grænmeti, sveppum og jurtum

handa fjórum
350 g penne (De Cecco)
30 g sveppir
30 g kóngasveppir, ferskir eða þurrkaðir (leggið þá þurrkuðu í bleyti í 20 mín. í heit vatn og síið áður en eru ntaðir)
20 g skalotlaukur
80 g fersk rauð paprika
80 g ferskur kúrbítur (zucchini)
80 g grillaðar paprikur frá Saclà
50 g grillað zucchini frá Saclà
jómfrúrólífuolía e. þörfum
lítið búnt af blönduðum kryddjurtum: steinselju, rósmarín og tímían
150 g peperonata frá Saclà
salt og pipar e. smekk
parmesanflögur e. smekk

Sjóðið penne í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt). Þrífið sveppina og skerið í bita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Skerið fersku paprikuna og zucchini og dembið í sjóðandi vatn í 5 mín. Hitið olíuna á pönnu og hitið í 5 mín. og bætið síuðu Saclà-grænmetinu við ásamt litlu búnti af saxaðri steinselju. Bætið vel sigtuðu pastanu út á pönnuna ásamt Saclà peperonata og blandið öllu vel saman við háan hita. Smakkið til með salti og pipar og skreytið með parmesanflygsum og smátt söxuðum blönduðum kryddjurtunum.


Kjúklingabringur með pestofyllingu

 

Undirbúningur og eldun: 45 mín
Fyrir 4

4 beinlausar kjúklingabringur
olía til steikingar
salt og pipar

Pestofylling:
1 kjúklingabringa, skinnlaus           
2 tsk pesto
1 egg
salt og pipar
1 dl rjómi

Sósa
200g smáir sveppir
3 skalotlaukar
2 dl kjúklingasoð
2 dl rjómi
1 tsk pesto
sósujafnari
30g smjör
salt og pipar

Fylling
Skerið bringuna í litla bita og maukið í matvinnsluvél, bætið restinni af hráefnunum sem fara í fyllinguna út í og vinnið vel saman.   

Matreiðsla                                       
Skerið vasa í bringurnar og  sprautið fyllingunni í bringurnar með sprautupoka. Brúnið bringurnar í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið á grind í ofn og steikið í 20 mín við 180 c.

Sósa
Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppina ásamt söxuðum skalot- lauknum. Hellið soðinu og rjómanum yfir og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og pesto og etv. Kjötkrafti, þykkið eftir smekk.  Setjið loks bringurnar út í sósuna og sjóðið undir loki í 5 mín. við vægan hita.                                                

Framreiðsla
Berið fram með fersku salati og heitu brauði   

 


Steikt grænmeti

Uppskrift fyrir fjóra:

200 gr. sveppir, niðurskornir
150 gr. spergilkál
125 gr. sykurmaís (sweet corn)
2 gulrætur, niðurskornar
2 rauðlaukar, niðurskornir
4 msk. Santa Maria Oyster Sauce
Matarolía til steikingar

Hitið olíuna á pönnu. Setjið grænmetið út á og steikið. Bætið ostru-sósunni út á. Látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram heitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband