Miðvikudagur, 7. maí 2008
Uppskrift fyrir tvo: Pizza með kjúkling og papriku
1 tilbúinn pizzabotn (12" eða 14"
100 gr. kjúklingabringa, steikt og skorin í lengjur
2 msk. Sacla rautt pestó
1 hvítlauksrif, brytjað niður
1 lítill grænn chilli, niðurskorinn
1 rauð paprika, niðurskorin
2 msk. Extra Virgin ólífuolía
1 msk. steinselja
Salt og nýmalaður svartur pipar
Forhitið ofninn í 220ºC. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn, chilli og paprikuna þar til verður mjúkt, hrærið vel í. Bætið kjúklingnum út í, kryddið eftir smekk. Látið malla í smá stund við lágan hita. Þekið pizzabotninn með pestóinu. Hellið innihaldi pönnunnar yfir pizzuna og dreifið jafnt úr. Bakið í ofni í ca. 10 til 15 mín., skreytið með steinseljunni og berið strax fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Bava Libera Barbera d´Asti

Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Svæði: Asti
Framleiðandi: Bava
Berjategund: Barbera
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni
Bava Libera DOC kemur af ungum vínvið frá Cascina PianoAlto di Crena. Bava hefur djúpan, dökkan lit og fjólubláan blæ. Í nefi er það ríkt, minnir á balsamik, auk þess má finna villtar plómur, kirsuber, pipar og vanillu. Þykkt og vel rúnað, mjúkt og fágað vín. Libera er nýstárlegt Barbera vín, því það er algerlega óeikað. Hentar vel með pastaréttum og léttari réttum úr matargerð Piemonte, t.a.m. risotto
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 5. maí 2008
Kanínutúnfiskur

1/4 lítri þurrt hvítvín
1 gulrót
1 laukur
Stór sellerístöngull
10 einiber
1 msk. gróft salt
2-3 lárviðarlauf
Nokkrir rósmarínstönglar
Nokkrir hvítlauksgeirar
Nokkur salvíulauf
Jómfrúrólífuolía (Carapelli)
Salt og pipar
Réttur þessi er ættaður frá veitingastaðnum L´Angolo del Beato í Asti og er kallaður þessu skrýtna nafni, því áferð kjötsins eftir eldun er ekki ósvipuð áferð túnfisks.
Hlutið kanínukjötið í fimm bita og sjóðið í söltu 3/4 l. af vatni og 3/4 l. af hvítvíni ásamt gulrót, lauk og sellerí í ca. klukkutíma og korter. Látið kólna í soðinu. Þegar kjötið er kalt, úrbeinið þá kjötið og rífið í grófa strimla og setjið setjið í skál. Baðið vel í ólífuolíunni og blandið saman við kryddjurtirnar og kryddið. Þekið ílátið og látið standa nokkra klukkutíma áður en borið fram kalt með góðu brauði eða brauðstöngum (grissini), ýmist sem forréttur eða léttur aðalréttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. maí 2008
Kanínur
Kanínur hafa verið ræktaðar til manneldis um langt skeið og á 17. öld var kanínurækt orðin mjög almenn í Frakklandi og þá líkt og í dag er bæði kjötið og feldurinn á dýrunum nýttur (til ólíkra hluta eins og segir sig sjálft). Í Frakklandi ríkir sterk hefð fyrir að matreiða kanínukjöt í sinnepssósu, með lauk eða sveskjum, í hlaupi nú eða í rillettes, en rillettes er franskur þekktur réttur sem ýmist er búinn til úr svína-, kanínu-, gæsa-, eða hænsnakjöti sem eldað er í svínafitu og síðan marið í mjúka blöndu (samt með heilum kjöttægjum). Kæfunni er svo komið fyrir í glerkrukkum og er borin fram köld sem forréttur.
Hinar bragðmeiri villikanínur voru yfirleitt grillaðar eða steiktar. Kanínur geta vegið allt að 10 kílóum, en meðalþyngd eldiskanína er um 1.2 kíló. Kanínukjöt er afar mjúkt og skal borða ungt.
Gott er að marinera eldiskanínu (hlutaða niður í 5-6 bita) í hvítvíni, skalotlauk, gulrótum, steinselju, hvítlauk og tímían áður en hún er elduð t.d. í kássu eða böku, því það bragðbætir hana verulega og eins er ekki verra að bæta ögn af svínablóði saman við marineringuna!
Bæði má frysta ferskt og eldað kanínukjöt.
Flestir vita að kanínur fjölga sér afar ört, enda var kanína löngum notuð sem frjósemistákn, einkum og sér í lagi í Þýskalandi og var gjarnan borðuð í kringum páskahátíðina.
Á Ítalíu "uppgötvuðu" Feneyingar kanínuna og í kjölfarið fylgdu Rómverjar sem tóku að rækta dýrið til nýtingar. Eftir að Rómaveldi féll lagðist hins vegar skipuleg kanínurækt af og það var ekki fyrr en á 17. öld að hún var tekin upp að nýju og þá í klaustrum landsins. Í dag er kanínukjöt mjög almennt á diskum Ítala og hvert hérað á sína hefðbundnu rétti úr kanínukjöti.
Nú hafa Íslendingar loks "kveikt á perunni" hvað kanínurækt til manneldis varðar (einungis um 300 árum á eftir Frökkum og Ítölum), en betra er seint en aldrei að uppgötva þessa gómsætu afurð sem býður upp á svo ótal marga og spennandi eldunarmöguleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Bava Controvento Dolcetto

Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Framleiðandi: Bava
Styrkleiki: 12,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Ferskt og ávaxtaríkt rauðvín, búið til úr 100% Dolcetto þrúgum, sem ræktaðar eru í vínekrum í Barola.
Ilmur af kanil og kryddi. Þroskað og bragðmikið vín, kirsuber, hindber og fjólur, með langt og gott eftirbragð.
Bava Controvento hentar vel með pasta, kjöti og ostum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Tagliatelle með trufflum

500 g ferskt tagliatelle (Rana)
Nokkrar örþunnar sneiðar af hvíturi trufflur sneiddar með truffluskera (líkist og ostaskera)
4 smjörklípur
salt og nýmalaður pipar
*í uppskriftina má nota ljóst trufflukrem eða truffluolíu (Drogheria & Alimentari) ef ekki næst í trufflu.
Sjóðið pastað í söltu vatni "al dente", samkvæmt leiðbeinginum á pakka. Sigtið. Blandið smjörklípum saman við sjóðandi pastað, létt saltið og piprið. Setjið á diska og rífið nokkrar örþunnar trufflusneiðar yfir, eða blandið trufflukremi eða smáskammti af truffluolíu saman við pasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Spaghetti með pestó, strengjabaunum og kartöflum

320-400 g spaghetti (De Cecco eða ferskt t.d. Rana)
200 g ferskar strengjabaunir
80 g Saclà pestó alla genovese (eða heimatilbúið pestó)
salt e. smekk
Þrífið og snöggsjóðið baunirnar (nokkrar mín. eða e. smekk)Sigtið vatn frá, og kælið á ís. Þrífið og flysjið kartöflur og skerið í litla bita. Sjóðið í léttsöltu vatni (setjið pastasuðusigti ofan í pott og sjóðið spaghetti í sama vatninu. Ætti að vera tilbúið á svipuðum tíma. Veiðið kartöflur upp úr með fiskispaða ef eru tilbúnar fyrr (eiga rétt að hanga saman, því eiga nánast svo að mjölvast sama við sósuna). Sigtið pasta og hellið á pönnu ásamt pestó e. smekk þynntu út með örlitlu af bauna- og kartöflusoðinu. Bætið baunum og kartöflum saman við og berið fram. Gott er að rífa smá paremsanost yfir.
*Spaghettíið má vitanlega sjóða í sér potti

Höfundur: Riccardo Maello
Undirbúningstími: 15 mínútur
Eldunartími: innan við 20 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Solora Chardonnay

Land: Ástralía
Svæði: Vestur Ástralía
Framleiðandi: Palandri
Berjategund: Chardonnay
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720
Einstak vín með miðlungsfyllingu, þurrt með bragðeinkenni ferskra ávaxta.
Ilmurinn er einkennandi af þroskuðum perum með vott af ananas. Í munni er vínið áberandi ávaxtamikið með ferskjum og melónum ásamt kremuðum keim. Vínið er ferskt með rétt örlítin vott af eik sem kemur í ljós rétt á undan ferskri sýru.
Um 20% af víninu var gerjað á amerískri eik og undirgekk malólaktískri gerjun til að auka við mýkt vínsins og breidd.
Solora Chardonnay hentar einna best sjávarfangi, pastaréttum, kjúkling og kálfakjöti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 2. maí 2008
Kjúklinga Tortillas með hrísgrjónum

400 gr. kjúklingabringur, skornar í strimla
1 pk. Santa Maria Wrap Tortilla
1 pk. Santa Maria Fajita Kryddmix
1 stk. laukur, skorinn í strimla
1 stk. rauð paprika, skorin í bita
2 dl. hrísgrjón
1 dl. rifinn ostur
1 dl. vatn
Pestódressing:
2 dl. Creme fraiche eða sýrður rjómi
3 msk. pestó
Brúnið kjúklinginn og bætið út í kryddmixi og vatni. Bætið paprikunni og lauknum út í og látið malla í ca. 4 mín. Sjóðið hrísgrjónin. Látið kjötið í tortilla kökurnar og setjið rifinn ost yfir. Berið fram með pestódressingunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 2. maí 2008
Appelsínukjúklingur með möndlum

4 kjúklingabringur
50 gr. möndluflögur
3 appelsínur
2 msk. strásykur
Paprikuduft
Ólífuolía, t.d. frá Torre Real
Salt og nýmalaður svartur pipar
Hitið ólífuolíuna á pönnu, bætið síðan möndlunum út í og steikið þar til þær verða gylltar að lit. Fjarlægið af pönnunni og leggið til hliðar. Kryddið kjúklinginn eftir smekk með salti, pipar og paprikudufti. Setjið síðan út á pönnuna og steikið á báðum hliðum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín., eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Á meðan, kreistið safann úr tveimur appelsínum. Skerið þá þriðju í bita, passið að taka alla steina úr. Færið kjúklinginn af pönnunni og í eldfast mót sem hefur verið hitað upp. Setjið appelsínusafann, appelsínubitana og sykurinn út á pönnuna og sjóðið í 2 mín. Hellið blöndunni síðan yfir kjúklinginn. Að lokum stráið möndlunum yfir kjúklinginn og berið fram strax.
Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur
Eldunartími: 30 til 40 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar