Föstudagur, 2. maí 2008
Torres San Valentin

Land: Spánn
Hérað: Penedés
Svæði: Penedés
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Parellada
Styrkleiki: 10%
Stærð: 375ml
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
100% Parellada.
Ljósgult með grænu ívafi, hunangskeimur og snerta af eik, hálfsætt.
San Valentin er vín sem er ekki kröfuhart og hentar með léttum mat. Léttkryddaðir fiskréttir af ýmsu tagi ásamt pastaréttum er matur sem smellur með San Valentin.
-----------------------------
Description
The Parellada grape, the best traditional white variety found in our highest vineyards, produces fruity, aromatic wines with moderate alcoholic strength, such as San Valentín.
Wine and Food
Delicious with lightly flavoured seafood, such as clams and crab or with fish in sweet sauces. Excellent with desserts.
Tasting Notes
Clear pale yellow colour, with enticing aromas of fresh grapes, together with other fruits (ripe bananas, quince) and flowers (acacia with hints of roses and rosemary). Voluptuous and slightly sweet on the palate.
http://www.torreswines.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. maí 2008
Genóva brúsketta með ósviknum venusarskeljum

200 g ferskar vongole (ítalskur skelfiskur sem fæst niðursoðinn á Íslandi og heitir venusarskel eða freyjuskel). Eins má nota ferskan eða niðursoðinn krækling. Best er að nota ferskan skelfisk í þessa uppskrift.
jómfrúrólífuolía
1 hvítlauksgeiri
væn hvítvínsskvetta
1 tsk söxuð steinselja
í krús Saclà Bruschettina alla genovese sósa
150 g ítalskt sveitabrauð (pane casereccio)
Hellið olíu í pott og hitið og bætið steinselju, hvítvíni og vel skoluðum skelfiskinum (ef í dós, helli þá vatni af og hellið skelfisk í pottinn). Setjið lok á pott og hitið vel (hálgufusjóða) þar til allar skeljar hafa opnast (nokkrar mín. ef skelfiskur í dós). Takið skelfisk úr skeljum (skiljið e.t.v. nokkra eftir í skel til að skreyta brúskettur með) og blandið skelfiskkjöti saman við Saclà bruschettina sósuna í skál.
Skerið brauðið i millitíðinni í þunnar sneiðar, leggið á bökunarpappír á bökunarplötu, dreypið ögn af ólífuolíu yfir sneiðar og smá salti og ristið í ofni í örfáar mínútur eða þar til sneiðarnar eru stökkar og létt gylltar út við kanta. Smyrjið tómataskelfiskblöndunni á sneiðarnar og berið fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Nauta Fajitas

500 gr. nautastrimlar (má einnig nota kjúklingabringur)
1 bréf (75 gr.) Santa Maria Fajita Marinade
5 stk. Santa Maria Garlic Tortilla
Matarolía til steikingar
Grænmeti:
150 gr. sveppir, skornir í skífur
1/2 púrrulaukur, skorinn í strimla
1-2 paprikur, skornar í strimla
Meðlæti:
1 bréf Santa Maria Guacamole Mix, blandað við 2 avocado ávexti
1 krukka Santa Maria Chunky Salsa
Sýrður rjómi
Blandið saman kjötinu og marineringunni. Steikið kjötið í matarolíunni.
Steikið grænmetið á annari pönnu og hitið tortillurnar skv. leiðbeiningum á umbúðunum.
Setjið kjötið og grænmetið í tortilla kökurnar.
Berið fram með Guacamole, salsasósu og sýrðum rjóma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Torres Gran Coronas Reserva

Land: Spánn
Hérað: Penedés
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon , Temparinillo
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Þetta er mjög klassískt spænskt vín, uppistaðan er Cabernet Sauvignon en Tempranillo kemur einnig lítillega við sögu. Djúprauður litur, með öll einkenni góðs þroska, vanilla, leður, lakkrís. Vín í góðu jafnvægi og með góða fyllingu, silkikennt, þétt og vel uppbyggt tannín.
Gran Coronas Reserva hentar vel með kjötréttum (naut, lamb) og ostum, passar t.a.m. frábærlega með spænska harðostinum Manchego, sem oft er á Tapas borðum, en hann kallar einmitt á þroskað Cabernet Sauvignon vín, líkt og Gran Coronas.
-----------------------------
Description
Cabernet Sauvignon and Tempranillo are the grapes that bestow their nobility on Gran Coronas, a wine of a deep red hue, with ochre and brick-red touches from its ageing.
Wine and Food
Excellent with any meat dish, from the simplest grilled steak to the finest game.
Tasting Notes
The rich, sensual aroma is typical of the grape varieties recalling small red and black berries (cherries and blackcurrants), green coffee beans, liquorice and the characteristic vanilla and leather notes from ageing. On the palate the wine is full and silky with dense, well-structured tannins.
Awards
- Gold Medal Concours Mondial de Bruxelles 2003 (1999 Vintage)
- Gold Medal Challenge International du Vin 2003, France (1999 Vintage)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Geitaostur og hvítlauksolía á ristuðu brauði
8 þunnar brauðsneiðar
Garcia Baquero geitaostur
Hvítlauksolía
Ristið brauðsneiðarnar í ofni. Skerið Garcia Baquero geitaostinn í ca. 1/2 cm. þykkar sneiðar og setjið eina sneið ofan á hverja brauðsneið. Setjið smá hvítlauksolíu ofan á ostsneiðarnar, setjið brauðsneiðarnar aftur í ofninn og hitið þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Torres Manso De Velasco

Land: Chile
Hérað: Central Valley
Svæði: Curicó
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Akureyri Hafnafjörður Seltjarnarnes Kringlan Heiðrún
Rauðvín þetta er eingöngu gert úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og kemur frá einum víngarði, Pago. Vínviðurinn er yfir 100 ára gamall sem gerir það að verkum að vínið er með mjög djúpan lit.
Þetta vín var valið, árið 2001, af Vínþjónasamtökum Íslands sem besta Cabernet Sauvignon vínið frá Chile í blindsmökkun.
Torres Manso De Velasco hefur að geyma ríkulegan ilm af þroskuðum ávöxtum. Vínið er látið þroskast í 18 mánuði á franskri eik. Hin klassísku Cabernet tannín gefa víninu sérlega fágaða uppbyggingu, langa endingu og mikla fyllingu, sem kemur að hluta til frá Nevers eikinni. Gott vín fyrir fína kvöldverði þegar á að gera sér glaðan dag.
Vínið passar sérlega vel með villibráð, önd og ostum úr kindamjólk, að ógleymdum nautasteikum.
Nafnið Manso de Velasco sem víngarðurinn ber er í höfuð á þeim aðila sem byggði manna fyrstur upp Curicó dalinn fyrir víngerð.
Gullverðlaun:
- International Wine Challenge ´98
- International Wine & Spirit Competition ´98
- Cata d´or ´98 (´95 & ´96 Vintage)
- Le Revue du Vin du France - 5 stjörnur, besta vín frá Chile, nóvember 2003
- 92 punktar hjá Wine Spectator, í september 2002 og apríl 2003
-----------------------------
Description
The Single Vineyard of Manso de Velasco, named after the founder of the town of Curicó, is devoted exclusively to the Cabernet Sauvignon that produces this intense and deeply-pigmented wine.
Wine and Food
Delicious with game, duck and sheep´s milk cheeses.
Tasting Notes
Extraordinarily rich aroma of ripe fruit. Its aristocratic Cabernet Sauvignon tannins have a majestic, regal structure, heightened by the creamy background of oak from the Nevers forest that is used in its long barrel-ageing.
Awards
- Gold Medal Challenge International du Vin 2001 (´98 Vintage)
- Gold Medal Mundus Vini Int Weinakademie 2001 Germany (´98 Vintage)
- Gold Medal Japan International Wine Challenge 2001 (´98 Vintage)
- Gold Medal Vietnam International Wine Challenge 2002 (´98 Vintage)
- 92/100 Points Wine Spectator USA September 2002, April 2003 (1999 Vintage)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Nautalundir með Gorgonzolasósu

4 nautalundir, um 80 gr. hver
1 stk. GALBANI Gorgonzola ostur (150 gr.)
50 gr. GALBANI Mascarpone ostur
30 gr. smjör
Skvetta af koníaki (má sleppa)
Salt og pipar
Bræðið smjörið á pönnu, bætið nautalundunum út á og steikið við háan hita í 2 til 3 mín. á hverri hlið. Setjið smá skvettu af koníaki út á og steikið nautalundirnar þar til þær eru tilbúnar. Setjið svo til hliðar. Skerið Gorgonzola ostinn og Mascarpone ostinn í bita og setjið út á pönnuna. Bræðið við háan hita. Setjið nautalundirnar á fjóra diska, kryddið eftir smekk, og hellið sósunni svo yfir. Berið fram með grænum baunum og gulrótum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni

Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar
Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið
Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.
Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.
Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.
Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Bolla Pinot Grigio

Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Pinot Grigio
Styrkleiki: 12%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur
Ávaxtamikið, létt og ferskt hvítvín unnið úr þrúgunni Pinot Grigio sem í sífellu eykur á vinsældir sínar fyrir einfaldan og þægilegan stíl. Bolla Pinot Grigio minnir helst á þroskaða ávexti, flókin og sterkur keimur skrúðgarðsblómum. Vín í góðu jafnvægi, hefur góða fyllingu. Bolla Pinot Grigio hefur mildan ávöxt sem er þó nokkuð ágengur. Hefur þó nokkurn sítrus keim og ágæta endingu. Hentar vel fisk og súpum, hvítu kjöti og léttari réttum. Er best drukkið ungt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Ofnbakaðar Dijon kjúklingabringur
4 kjúklingabringur
1/3 bolli brauðmylsna
1 msk. rifinn Galbani Parmesan ostur
1/2 tsk. tímían
1/4 tsk. pipar
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. majones
1. Setjið brauðmylsnuna, Parmesan ostinn, tímían og pipar í grunna skál og blandið vel saman.
2. Blandið saman sinnepinu og majonesinu og penslið kjúklingabringurnar með blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr brauðmylsnublöndunni.
3. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og bakið við 190°C. í 45 mín., eða þar til steiktar í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar