Sunnudagur, 27. apríl 2008
Torres Gran Sangre De Toro Reserva

Land: Spánn
Hérað: Penedés
Svæði: Catalonia
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Carinena , Garnacha , Syrah
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Torres Gran Sangre de Toro er einkar dæmigert fyrir Spán. Vínið er blanda af ofangreindum þrúgum af vínekrum sem gefið hafa af sér þrúgur allt frá tímum Rómverska keisarans Augustin. Rúbínrautt að lit með mahóní-lit á jöðrunum. Hlýr og seðjandi ilmur af kryddi og þroskuðum brómberjum. Ákaflega gott jafnvægi og flauelsmjúkt tannín er það sem menn verða fyrst varir við og eftir að hafa velt því í munni koma berlega í ljós þurrkaðir ávextir, s.s. fíkjur og ferskjur.
Gran Sangre De Toro er geymt á nýjum amerískum eikartunnum fyrstu 6 mánuðina og fer síðan á notaðar eikartunnur og er þar í þrjú ár.
Torres Gran Sangre De Toro hentar einstaklega vel með grænmetisréttum, t.d. fylltri papriku eða kúrbít, villibráð og kjötréttum með krydduðum eða súrsætum sósum.
-----------------------------
Description
The best Garnacha, Cariñena and Syrah grapes that produce Gran Sangre de Toro are grown in a region famous since the times of the Roman Emperor Augustus for producing the finest Mediterranean wines.
Wine and Food
This wine goes well with stuffed peppers, game, and meat dishes with spicy or sweet and sour sauces.
Tasting Notes
All the exuberant aroma traditionally found in an intense, ripe red wine, with a sensual background of fine spices in good balance with perfumed notes reminiscent of blackberries. Full, long finish on the palate.
Awards
- Trophée d´Or Citadelles du Vin 2002 (´99 Vintage)
http://www.torreswines.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Önd með perum
1 önd (2 kg.)
1 meðalstór pera
1 laukur
1 gulrót
1 blaðlaukur
2 hvítlauksrif
140 gr. maukaðir tómatar í dós, t.d. Cirio
100 ml. Torres Gran Sangre de Toro
Ólífuolía
Kjúklingasoð eða kjúklingakraftur
Ristaðar möndlur
Kramin einiber
Lárviðarlauf
Tímían
Hveiti
Salt og pipar
Hlutið öndina í 8 parta. Kryddið og veltið upp úr hveitinu. Setjið ólífuolíuna á pönnu, snöggsteikið öndina á pönnunni og leggið til hliðar. Skrælið peruna, fjarlægið kjarnann og skerið niður. Brúnið bitana á pönnunni og leggið til hliðar. Brytjið gulrótina, laukinn og blaðlaukinn og steikið á pönnunni þar til gulbrúnt að lit. Bætið við tómatmaukinu, kryddinu og einiberjunum og steikið þar til verður ljósbrúnt að lit. Hellið víninu út á pönnuna og bætið öndinni út í. Hellið kjúklingasoðinu yfir og látið malla á pönnunni. Á meðan merjið hvítlauksrifin og möndlurnar í mortéli. Þegar öndin er tilbúin fjarlægið hana af pönnunni. Bætið hvítlauks- og möndlumaukinu út í sósuna og látið suðuna koma upp. Bætið öndinni og perubitunum út í, hitið upp, saltið og piprið eftir smekk.
Undirbúningstími: 20 til 30 mínútur
Eldunartími: 20 til 30 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Vina Maipo Cabernet Sauvignon

Land: Chile
Framleiðandi: Viña Maipo
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 12,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - Kjarnaverslanir
Plómur, brómber, súkkulaði og vanilla. Vín í mjög góðu jafnvægi. Mjög gott með rauðu (grill)kjöti, pasta og ostum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Grillaðar lambalærissneiðar

4 stk. lambalærissneiðar
2 msk. laukur, fínt niðurskorinn
9 msk. þurrt sérrí
3 msk. edik
1 tsk. óreganó
1 tsk. þurrkuð basilíka
6 msk. Carapelli Extra Virgin jómfrúrólífuolía
Lárviðarlauf
Svartur pipar
Setjið allt hráefnið, nema lambakjötið, í skál og blandið vel saman. Setjið kjötsneiðarnar í grunnan disk og hellið leginum yfir. Passið að lögurinn hylji kjötið, og látið síðan liggja í leginum í ca. 2 klst. við stofuhita. Fjarlægið kjötið úr leginum og steikið á heitu grilli í 20-25 mín., eða þar til kjötið er tilbúið. Smyrjið afgangnum af leginum yfir kjötsneiðarnar á meðan þær eru á grillinu. Berið fram strax með t.d. með góðu salati og bökuðum kartöflum.
Undirbúningstími: innan bið 10 mínútur og 2 klst
Eldunartími: 20 til 25 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Spænskur kjúklingur með tómötum og ólífum
1 kjúklingur, skorinn í átta bita
1 laukur, niðurskorinn
1 græn paprika, niðurskorin
1 dós niðurskornir tómatar
1/2 bolli grænar ólífur, niðurskornar
1/4 bolli vatn
1/2 tsk. oregano
Ólífuolía
Salt og pipar
Hitið olíu á pönnu. Kryddið kjúklingabitana eftir smekk. Steikið þá á pönnunni, ca. 10 mín. á hverri hlið. Þegar bitarnir eru steiktir í gegn, setjið þá til hliðar. Setjið laukinn út á pönnuna og steikið í 6 mín. Bætið paprikunni út í og steikið í 4 mín. til viðbótar. Bætið tómötunum, oregano og vatninu út í og látið sjóða. Setjið kjúklingabitana aftur út á pönnuna, setjið lokið á og látið malla í 10 til 15 mín., snúið bitunum við eftir 5 mín. Bætið ólífunum út í og látið malla í 5 mín. til viðbótar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Spönsk matarkissta
Spánn er gríðarlega spennandi viðfangsefni fyrir sælkera. Vín frá Spáni eru Íslendingum vel kunnug, en færri þekkja sjálfsagt til matarmenningar Spánar sem einnig er fjölbreytt. Spánn er er e.t.v. þekktast fyrir Tapas réttina, sem er endalaus flóra af smáréttum sem spanna vítt svið hráefna, allt frá brauði upp í ferskasta sjávarfang. En spænsk matarmenning hefur upp á svo margt annað að bjóða umfram það, og er matseld Spánverja í dag tvímælalaust með því allra besta sem gerist í Evrópu.
Á Íslandi höfum við enn úr takmörkuðu hráefni að velja sem notað er í spænska matargerð, en matarlist.is beitir sér vissulega fyrir úrbótum á því sviði og munum við hægt og rólega bæta við uppskriftum í uppskriftabankann okkar eftir því sem úr rætist. Í tengslum við spænska kvikmyndahátíð, sem hófst 12. september 2002, hófst innflutningur í fyrsta sinn á spænskum ostum til Íslands, og eru ostar líkt og Manchego og spænskir geitaostar nú fáanlegir t.d. í Ostabúðinni við Skólavörðustíg, frá fyrirtækinu Garcia Baquero, sem er í fremstu röð á Spáni í ostum. Ansjósur koma mikið við sögu í salöt og fleiri smárétti, og Lorea ansjósur frá Baskalandi eru einnig útbreiddar í matvöruverslunum hérlendis.
Gaman er að nefna að ferskt íslenskt sjávarfang kemur mikið við sögu í spænskri matargerð, gaman er að fást við saltfiskinn okkar á spænskan máta, sem er mjög útbreiddur, t.d. í Katalónískri matseld (og reyndar um allan Spán). Prófið ykkur einnig áfram með lambakjötið, geitur og kindur eru mun meira ríkjandu um mið- og suður Spán, heldur en kýr, einfaldlega vegna þess hvað landið er þurrt og hentar síður undir kúabúskap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Spánskir ostar
Garcia Baquero ostarnir komu fyrst á markað árið 1962. Í byrjun var framleiðslan ekki mikil, 2 til 3 ostar á dag, en vinsældir ostanna leiddi til þess að Garcia Baquero fjölskyldan byggði ostaverksmiðju og árið 1975 var framleiðslan 1500 ostar á dag.
Í dag er verksmiðja Garcia Baquero í Alcazar de San Juan ein af þeim fullkomnustu í Evrópu, og hefur vörum fyrirtækisins verið veitt gæðavottorð Evrópusambandsins, AENOR ISO 9002.
Eftirfarandi ostar eru fáanlegir frá Garcia Baquero:
- Garcia Baquero Manchego, 250 gr. og 3 kg.
- Garcia Baquero geitaostur, 250 gr. og 3 kg.
Ostarnir frá Garcia Baquero fást meðal annars í Melabúðinni, Nóatúni, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Samkaupum og Mosfellsbakaríi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Moðskinka
Spánn er ríkur af kjötafurðum, og er hráskinka, eða Jamón, ómissandi í spænskri matargerð. Fjölmargar tegundir af hráskinku eru gerðar á Spáni, en Jamón Serrano er líklega þekktust. Íberísk hráskinka (Jamón Iberico) er án efa í hæsta gæðaflokki, en hún kemur af íberíska svínakyninu sem helst er að finna á Mið- og Suður Spáni. Besta skinkan dregur einmitt nafn sitt af þessari svínategund sem hefur svartar klaufir og kallast því Pata Negra. Það svæði sem þekktast er fyrir úrvals Pata Negra hráskinku er Extremadura og er þar á ferðinni mesta sælkeraafurð Spánar. Dýrin eru alin á korni, kryddjurtum og berjum sem gerir kjötið afar meyrt og ilmandi af kryddi. Kjötið er lagt í salt, og síðan látið hanga í a.m.k. 24 mánuði. Útkoman er safarík hráskinka sem ilmar af kryddi, hnetum og bráðnar í munni.
Í boði eru heil læri og niðursneidd skinka í bréfi frá spænska fyrirtækinu Don Iberico.
- Don Iberico Pata Negra 100 gr. bréf
- Don Iberico Pata Negra 7,5 kg. læri
Hráskinkan frá Don Iberico fæst í Melabúðinni, Nóatúni og Hagkaupum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Grilluð keila með coriander pesto og sítrónugrassósu
Fyrir 4
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Lambafilet með papriku og rauðu karrý
(4 manns)
Hráefni 800 g lambafilet (í fjórum 200 g steikum)
3 msk. matarolía til steikingar
salt og pipar Papriku- og karrýsósa 5 stk. paprikur (græn, gul og rauðgul) 1 stk. laukur 2-3 msk. karrý, rautt 2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 2 msk. apríkósumarmelaði 2-3 msk. matarolía 4-5 msk. smjör salt og pipar Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Aðferð Snöggsteikið lambafilet á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200°C heitan ofn í 6 mínútur, takið úr ofninum og hvílið steikurnar í 3 mín. Setjið aftur í ofninn í aðrar 3 mínútur. Skerið í þrjá jafna bita og berið fram með papriku- og karrýsósunni og soðnum kartöflum. Papriku- og karrýsósa Skerið paprikuna í teninga, laukinn í sneiðar, léttsteikið í olíunni og bætið svo karrýinu út í. Blandið vel saman, bætið síðan kjúklingasoði, marmelaði og smjöri saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Meðlæti Borið fram soðnum kartöflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar