Haframjölskökur með súkkulaðibitum

230 gr. haframjöl
175 gr. saxað suðusúkkulaði
150 gr. mjúkt smjör
130 gr. púðursykur
125 gr. hveiti
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. lyftiduft
1 egg
Örlítið salt

 

Hrærið saman smjör og púðursykur þar til blandan verður létt í sér. Bætið þá eggi og vanilludropum saman við, hrærið örlítið áfram. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í blönduna og hrærið vel. Þá haframjöl og súkkulaði. Hnoðið litlar kúlur með höndunum og setjið
á plötu með bökunarpappír. Fletjið kúlurnar aðeins út með gaffli. Bakið við
180°C í 15 mínútur.

Auðveld gulrótarkaka

1 1/2 bolli hveiti
1 bolli strásykur
1 bolli rifnar gulrætur
3/4 bolli vatn
1/3 bolli olía
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. kanill
1 tsk. natrón
1/4 tsk. salt

 

Forhitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman. Bætið gulrótunum út í og blandið vel. Blandið síðan vatninu og olíunni út í. Hellið deiginu í 20 cm. form og bakið í 25 til 30 mín.

Þessi kaka er ekki með kremi, en ljúffeng engu að síður, en fyrir sælkerana er tilvalið að bjóða upp á þeyttan rjóma með.

Bava Moscato d´Asti

Tegund: Eftirréttavín
Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Framleiðandi: Bava
Styrkleiki: 5,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Moscato er ein útbreiddasta þrúga Asti svæðisins í Monferrato.

Bava Moscato d´Asti er sætt, frískandi og ávaxtaríkt eftirréttarvín, sem nýtur sín vel í félagi við hvers kyns súkkulaðirétti.

Hvít súkkulaðimús með marens og hindberjum

Hvít súkkulaðimús:

250 gr hvítt súkkulaði (t.d. Valrhona)
110 gr léttþeyttur rjómi
225 gr crème anglais

Crème anglais:

½ lítri rjómi
5 stk eggjarauður (125 gr.)
125 gr sykur
½ vanillustöng

Marengs:
90 gr eggjahvítur
3 dl sykur
Smá lime safi
Súkkulaðihjúpað lakkrískurl


 

Crème anglais og súkkulaðimús. Óþeytti rjóminn, eggjarauður, sykur og vanillustöng þeytt yfir vatnsbaði þar til vökvinn þykknar og verður kremkenndur
2. Súkkulaðið brætt og blandað saman við crème anglais
3. Að lokum er léttþeytta rjómanum bætt varlega saman við.
4. Súkkulaðimúsin sett í skálar.
1. Eggjahvítur, sykur og limesafi þeytt vel saman
2. Lakkrískurl sett varlega saman við í lokin
3. Bakað við 100 gr í 1 klst.
4. Marensinn mulinn yfir skúkkulaðimúsina

Gott er að hafa fersk hindber, jarðarber og góðan vanillurjómaís með.

*Súkkulaðimúsina má borða eina og sér og eins er hægt að nota crème anglais út á hina ýmsu eftirrétti, t.d. frábært með ítölsku jólakökunum panettone og pandoro (t.d. frá Bistefani) eða út á súkkulaðiköku. Marensinn má einnig bera fram einan skreyttan að vild t.d. með rjóma eða ís og ávöxtum

Torres Santa Digna Sauvignon Blanc

Tegund: Hvítvín
Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Sauvignon Blanc
Styrkleiki: 12,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)

 

Grösugur ilmur með ágengum ávexti þar sem sætur, sykraður greipávöxtur er í fyrirrúmi. Góð bragðfylling í munni. Einfalt og aðgengilegt vín, bragðgott og tilvalið að bera fram vel kælt eitt og sér eða með léttari réttum ss. Fisk eða pastaréttum.

Verðlaun:
Global Value 87 points Wine Spectator Magazine (2003 árgangur)
Gold Medal Wines of the Year Competition 2004 Finland (2003 árgangur)
Gold Medal Vinitaly 2005 (2004 árgangur)

Humar á spjóti með hráskinku

10 stk. humar
10 sneiðar hráskinka, t.d. Jamon Iberico eða El Pozo Serrano
Ólífuolía
Salt og pipar

 

Takið humarinn úr skelinni, t.d. með því að sjóða örstutt í vatni, saltið örlítið og piprið. Vefjið humarinn með sneið af skinkunni. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið humarinn á miðlungs hita í 3-4 mín., takið pönnuna af hitanum, veltið humrinum við og látið steikjast í 1-2 mín. Stingið spjóti í gegnum humarinn og berið fram sem "tapas".

"Matarmenning þjóðar er eins og landslag hennar"

sagði katalónski rithöfundurinn Josep Pla. Þetta eru orð að sönnu því hvert hérað á Spáni státar af ólíku landslagi, veðurfari og menningu. Þessir þættir endurspeglast í spænskum eldhúsum og birtast í miklum fjölbreytileika. Tapas er óendanleg uppspretta hugmynda í matseld og eru tapas barir útbreiddir um allan Spán. Þeir eru afar fjölbreytilegir og hafa mismunandi áherslur eftir því hvar á landinu þeir eru. Tapas réttir geta verið heitir, kaldir, hefðbundnir eða nútímalegir. En góðir tapas réttir eiga þó allir sameiginlegt að vera gerðir samdægurs og úr fersku og vönduðu hráefni. Á Norður Spáni eru tapas kallaðir pinchos og í Valencia eru þeir kallaðir montaditos en þá eru þeir nær alltaf bornir fram ofan á litlum brauðsneiðum.

Uppruni tapas er umdeildur. Flest bendir þó til þess að tapas eigi rætur að rekja til Suður Spánar. Sagan segir að tapas sé afleiðing sérrídrykkju Spánverja. Sætur drykkurinn laðar til sín flugur og fljótlega hafi menn brugðið á það ráð að leggja brauðsneið yfir glasið til að halda flugunum í burtu. Í framhaldi af því fór fólk að setja gómsæti ofan á brauðið eins og ólífur, fisk og kjöt. Eitt leiddi síðan af öðru og nú er tapas útbreidd matarmenning um allan heim og einkennandi fyrir spænska menningu.


Esqueixada de Bacalao með basilolíu

 

750 gr. vel útvatnaður saltfiskur (a.m.k. 2 sólarhringar, og skipta um vatn a.m.k. 4 sinnum)
2 rauðar paprikur, saxaðar mjög smátt
2 grænar paprikur, saxaðar mjög smátt
2 gular paprikur, saxaðar mjög smátt
400 gr. tapenade úr svörtum ólífum, t.d. frá Saclá
1 búnt graslaukur,
500 gr. afhýðaðir ferskir tómatar
Extra virgin ólífuolía, t.d. frá Carapelli
salt og pipar

Basilolía (má einnig nota tilbúna, t.d. frá Drogheria & Alimentari)
100 ml. ólífuolía
½ búnt ferskt basil
1 hvítlauksrif

 

Saltfiskurinn þarf að vera vel útvatnaður, rífið hann niður í höndunum í skál
og blandið öllu innihaldinu saman við. Látið liggja saman í 1-2 klst. Að því
loknu er fiskurinn mótaður í kúlur og borinn fram einn og sér, eða ofan á tómatbrauð.

Basil olían er löguð þannig að ólífuolían er hituð við lágan hita í potti, og
basillaufin sett saman við. Opnið hvítlaukinn með því að kremja með hnefanum, og leggið út í. Hitið í pottinum við mjög lagan hita í ca 50 mínútur. Síið olíuna og hellið yfir saltfiskinn áður en borið fram.

Ristað grænmeti EscalibadaUppskrift fyrir fjóra

:

4-6 paprikur, rauðar eða grænar
1 eggaldin
8 ansjósuflök frá Lorea
Góð spænsk ólífuolía, t.d. frá Torre Real

 

Skerið paprikurnar í stórar sneiðar, takið innan úr þeim. Grillið í ofni þar
til þær eru farnar að dökkna á báðum hliðum. Leggið á disk og lokið með álpappír eða plasti og látið kólna. Pakkið eggaldin inní álpappír og grillið í ofni í ca 40 mínútur við 170°C. heitan ofn. Takið þá út og látið kólna. Þegar grænmetið hefur náð að kólna, takið þá hýðið af því og skerið í sneiðar. Leggið á diska, hellið yfir góðri ólífuolíu og leggið ansjósuflökin ofan á.

Þessi réttur hentar fyrir fjóra sem forréttur.

Matarkissta á Spáni

Spánn er gríðarlega spennandi viðfangsefni fyrir sælkera. Vín frá Spáni eru Íslendingum vel kunnug, en færri þekkja sjálfsagt til matarmenningar Spánar sem einnig er fjölbreytt. Spánn er er e.t.v. þekktast fyrir Tapas réttina, sem er endalaus flóra af smáréttum sem spanna vítt svið hráefna, allt frá brauði upp í ferskasta sjávarfang. En spænsk matarmenning hefur upp á svo margt annað að bjóða umfram það, og er matseld Spánverja í dag tvímælalaust með því allra besta sem gerist í Evrópu.

Á Íslandi höfum við enn úr takmörkuðu hráefni að velja sem notað er í spænska matargerð, en matarlist.is beitir sér vissulega fyrir úrbótum á því sviði og munum við hægt og rólega bæta við uppskriftum í uppskriftabankann okkar eftir því sem úr rætist. Í tengslum við spænska kvikmyndahátíð, sem hófst 12. september 2002, hófst innflutningur í fyrsta sinn á spænskum ostum til Íslands, og eru ostar líkt og Manchego og spænskir geitaostar nú fáanlegir t.d. í Ostabúðinni við Skólavörðustíg, frá fyrirtækinu Garcia Baquero, sem er í fremstu röð á Spáni í ostum. Ansjósur koma mikið við sögu í salöt og fleiri smárétti, og Lorea ansjósur frá Baskalandi eru einnig útbreiddar í matvöruverslunum hérlendis.

Gaman er að nefna að ferskt íslenskt sjávarfang kemur mikið við sögu í spænskri matargerð, gaman er að fást við saltfiskinn okkar á spænskan máta, sem er mjög útbreiddur, t.d. í Katalónískri matseld (og reyndar um allan Spán). Prófið ykkur einnig áfram með lambakjötið, geitur og kindur eru mun meira ríkjandu um mið- og suður Spán, heldur en kýr, einfaldlega vegna þess hvað landið er þurrt og hentar síður undir kúabúskap.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband