Föstudagur, 18. apríl 2008
Myntu- súkkulaðikaka

1 bolli vatn
100 g dökkt súkkulaði, t.d. frá Lindt
1/2 bolli smjör
2 bollar sykur
2 egg, rauður og hvítur aðskildar
1 tsk matarsódi
1/2 bolli hrein jógúrt
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
Flórsykur til skrauts eða...
Lúxuskrem til hátíðabrigða:
200 g Fazer mint piparmyntusúkkulaði eða annað myntusúkkulaði að vild
rjómadreitill
Sjóðið vatnið og setjið tepokana ofan í pott og látið standa í 5 mín. Takið pokana uppúr og vindið umfram tevökvann úr þeim ofan í pott. Látið suðuna koma upp á teinu. Setjið súkkulaði og smjör í skál og hellið heitu teinu saman við og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið og allt samlagað. Hrærið sykri og eggjarauðum saman við blönduna. Þeytið matarsóda og jógúrt saman í annarri lítilli skál og bætið svo saman við súkklaðiblönduna. Sigtið hveiti og lyftiduft út í súkkulaðihræruna og blandið vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið. Smyrjið tvö minni lausbotna kökuform (20 cm) eða eitt stórt, stráið hveiti yfir botn og barma með sigti og hellið blöndu í formin. Bakið við 180 gr. í 40 - 50 mín. Takið kökur úr formum, kælið og stráið flórsykri yfir kökuna. Ef tvær útbúið krem að vild og setjið á milli eða þeyttan rjóma (eða stráið flórsykri yfir báða helminga og kökurnar eru þvi tvær).
*Lúxusútgáfa af kökunni:
Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna, bræðið myntufylltu súkkulaðimolana í potti ásamt rjómadreitil og smyrjið ofan á kalda kökuna.
Eins má hugsa sér að strá flórsykri yfir annan botninn og kremi yfir hinn (þannig er komin falleg kökutvenna sem sómir sér vel á eftirréttadisk í veisluna) og bera rjóma fram með í skál.

Höfundur: Úr bókinni Cooking with tea cokbook e. Jennifer og Mo Siegel
Undirbúningstími: innan við 30 mínútur
Eldunartími: 40 til 50 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Vínarkaffi

1 msk þeyttur rjómi
1 msk óþeyttur rjómi
vanillurjómaís
Lagið góðan kaffibolla, hellið í hátt kaffiglas eða irish coffe bolla, stingið ískúlu undir yfirborðið og komið rjómanum fyrir ofan á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Maschio Prosecco Di Conegliano

Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Svæði: Coneglioni
Framleiðandi: Maschio
Berjategund: Prosecco
Styrkleiki: 11%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Verslanir ÁTVR á höfuborgarsvæðinu
Maschi Prosecco er þurrt freyðivín frá eitt af besta svæðis Proseccos ræktunar, Conegliano.
Í nefi er Maschio Prosecco ferskt, með þægilegum ávaxtailm og keim af blómum. Maschio Prosecco er þurrt, mjúkt og ávaxtamikið í fullkomnu jafnvægi. Hefur vott af fínum hnetum og ferskjum. Einstaklega fágað vín sem hentar við öll tækifæri.
Prosecco koma að jafnan frá Veneto en nafnið tilgreinir heiti þrúgunnar sem er notuð við gerð freyðivínsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Ísfylltur panettone

"auðveldari" útgáfan:
1 Bistefani panettone (1 kg)
500 g vanillluís
3 öskjur rifsber
3 msk sykur
1 msk maizenamjöl
Flóknari útgáfan:
1 panettone (1 kg)
400 g mjólk
400 g þeyttur rjómi
140 g sykur
4 egg
200 g amarettokökur
2 msk brandí (t.d. Vecchia Romagna)
3 öskjur rifsber
3 msk sykur
1 msk maizenamjöl
Hitið mjólkina, en gætið þess að suðan komi ekki upp. Takið af hellu. Þeytið kröftuglega saman sykur og egg og blandið mjólkinni sem skal vera rétt ylvolg saman við og hitið á ný, en án þess að suða komi upp. Takið pott af hellu (best að nota þykkbotna pott eða teflon). Takið af hellu og kælið. Bætið gróft muldum kökunum saman við, sem í millitíðinni hafa verið bleyttar upp í brandí og þar næst´þeyttum rjómanum afar varlega. Hrærið af varkárni með sleikju frá botni og upp á við. Hellið ísblöndunni í stálmót (inox) sem hefur verið kælt í frysti í nokkra tíma. Passið að mótið sé nægilega stórt því umfang íssins eykst í ísferlinu. Þekið mótið og setjið í frysti. Eftir 1 klt. takið þá mótið úr frysti, hellið blöndunni í mixer og blandið, hellið svo aftur í mótið og setjið inn í frysti á ný. Endurtakið ferlið eftir 1 klt. Látið ísinn bíða a.m.k. tvo tíma í frysti eftir þetta ferli áður en hann er borinn fram. Þegar þið fyllið svo panettone upp með ísnum, stráið þá ferskum berjum inn á milli líkt og í "léttari" uppskriftinni og berið fram með sömu sósu og þar.
Geymið 4-5 msk af berjum, en setjið rest í pott ásamt sykri og maizena leystu upp í 2 msk af vatni og sjóðið í 10 mín. Kælið. Skerið hattinn af panettone og leggið til hliðar. Skerið varlega mjúka sætabrauðið innan úr panettone og setjið til hliðar og geymið (vel má narta í það sér t.d. í morgunmat á jóladag með jólate t.d. frá Te og Kaffi eða búa til úr því bakaðan brauðbúðing með sykri, eggjum og mjólk). Skiljið samt eftir trausta og þykka brauðveggi og fyllið nú upp í kökuna með ísnum og stráið ferskum berjum inn á milli. Setjið "lok" aftur á og berið fram strax með berjasósunni. Eftirrétturinn er skorinn í sneiðar eins og terta.
Flóknari útgáfan:
Hitið mjólkina, en gætið þess að suðan komi ekki upp. Takið af hellu. Þeytið kröftuglega saman sykur og egg og blandið mjólkinni sem skal vera rétt ylvolg saman við og hitið á ný, en án þess að suða komi upp. Takið pott af hellu (best að nota þykkbotna pott eða teflon). Takið af hellu og kælið. Bætið gróft muldum kökunum saman við, sem í millitíðinni hafa verið bleyttar upp í brandí og þar næst þeyttum rjómanum afar varlega. Hrærið af varkárni með sleikju frá botni og upp á við. Hellið ísblöndunni í stálmót (inox) sem hefur verið kælt í frysti í nokkra tíma. Passið að mótið sé nægilega stórt því umfang íssins eykst í ísferlinu. Þekið mótið og setjið í frysti. Eftir 1 klt. takið þá mótið úr frysti, hellið blöndunni í mixer og blandið, hellið svo aftur í mótið og setjið inn í frysti á ný. Endurtakið ferlið eftir 1 klt. Látið ísinn bíða a.m.k. tvo tíma í frysti eftir þetta ferli áður en hann er borinn fram. Þegar þið fyllið svo panettone upp með ísnum, stráið þá ferskum berjum inn á milli líkt og í "léttari" uppskriftinni og berið fram með sömu sósu og þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Le Piat D´or Red

Land: Frakkland
Hérað: Vin de pays d'Oc
Svæði: Languedoc
Framleiðandi: Piat Pére & Fils
Berjategund: Cinsault , Grenache , Syrah
Styrkleiki: 11%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Ávaxtaríkur ilmur sem er mjög þroskaður, afar ferskt vín með góðri fyllingu,
drekkist ungt.
Piat D´or er eitt af þessum ungu og léttu vínum sem fást í verslunum ÁTVR, hér
fara saman verð og gæði.
Hentar vel með pizzum og pasta, ljósu kjöti og svínakjöti og síðast en ekki síst er það gott eitt og sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Ravíólí með kokteiltómötum og kjúkling

1 pakki Rana ravíólí með tómata- og mozzarellafyllingu
8-10 kokteiltómatar
1 hvítlauksgeiri
1 elduð kjúklingabringa (sniðugt að nota afganga, einnig af heilsteiktum kjúkling)
1 tsk söxuð basilíka
Hitið ólíufolíu og hitið hvítlauksgeira í henni um stund. Pressið hvítlaukinn létt niður til að ná úr honum safa og veiðið uppúr olíu er hann hefur hlotið létt gylltan lit. Bitið kjúkling niður og yljið í smá stund í olíu og bætið svo tómötum saman við og mýkið dálítið og látið opnast og leyfið u.þ.b. helming safans seytla úr þeim (það verður sósan). Sjóðið pastað í millitíðinni í örfáar mínútur eftir leiðbeiningum á pakka í léttsöltuðu vatni, sigtið og hellið sósu yfir. Stráið saxaðri basilíku eða steinselju yfir.
*Í stað kjúklings má einnig t.d. nota túnfisk úr dós.

Höfundur: Hanna Friðriksdóttir
Undirbúningstími: 5 mínútur
Eldunartími: innan við 10 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Salsasósa:
1 ferskur mangó ávöxtur, skorinn í teninga
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Ofnbakaður lax með salsasósu
Uppskrift fyrir fjóra:Steikið pappadumskökurnar skv. leiðbeiningunum á umbúðunum. Myljið kökurnar svo niður. Blandið mylsnunni og Madras kryddmaukinu saman. Veltið laxinum upp úr egginu og svo upp úr mylsnunni. Hitið olíuna á pönnu og létt steikið laxinn, ca. 1½ mín. á hvorri hlið. Forhitið ofninn í 200°C. Setjið laxinn í eldfast mót og bakið í ca. 4 mín., eða þar til bakaður í gegn. Berið fram með salsasósunni og hrísgrjónum. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Ofnbakað tacos með osti og salsasósu
Uppskrift fyrir fjóra:Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur, ca. 1 til 2 mín. Hellið salsasósunni út á. Látið sjóða. Lækkið hitann. Látið malla í 3 til 4 mín. Setjið helminginn af taco skelja bitunum í botninn á eldföstu móti. Hellið helmingnum af sósunni yfir og setjið síðan helmingin af ostinum ofan á. Setjið síðan afganginn af taco skelja bitunum ofan á ostinn, afganginn af sósunni ofan á, og að lokum afgangin af ostinum. Bakið í ofni í 10 til 15 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Skreytið með sýrðum rjóma, jalapeño sneiðum og lárperu sneiðum. Berið fram strax. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Torres Moscatel d´Oro

Land: Spánn
Framleiðandi: Miguel Torres
Styrkleiki: 15%
Stærð: 50 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720
Ilmur af ávöxtum, blómum og kryddi. Vín í góðu jafnvægi.
Torres Moscatel d´Oro hentar vel með eftirréttum, sérstaklega ávaxtabökum, búðingum, créme caramel, þurrkuðum ávöxtum og hnetum. Einnig vel þess virði að drekka með gráðaosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar