Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Kaffikaka

125 gr. smjör eða smjörlíki
60 gr. sykur
4 msk. hunang
2 egg
2 msk. sterkt Lavazza kaffi
3 tsk. lyftiduft
80 gr. saxaðar valhnetur
10 valhnetur, skornar til helminga, til skreytingar
Forhitið ofninn í 170°C. Setjið smjörið, sykurinn og hunangið í skál og þeytið vel saman uns blandan er ljós og freyðandi. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og þeytið vel á meðan. Bætið síðan kaffinu út í.
Setjið hveitið og lyftiduftið í skál og blandið saman. Bætið hveitiblöndunni síðan út í eggjablönduna. Að lokum setjið söxuðu valhneturnar út í. Setjið deigið í smurt form og setjið valhnetuhelmingana ofan á. Bakið kökuna í 40 til 50 mín., eða þar til hún er bökuð í gegn. Losið kökuna úr forminu og látið hana kólna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Ekta ítalskt tiramisu

Botninn:
175 ml. sjóðandi vatn
3 tsk. gott skyndikaffiduft
1 msk. brandí (má sleppa)
1 msk. dökkt romm (má sleppa)
125 gr. lady fingers kexkökur eða tilbúinn svampkökubotn
Fyllingin:
250 gr. Galbani Mascarpone ostur
50 gr. flórsykur
3 eggjarauður
2 eggjahvítur
2 msk. dökkt romm
150 ml. þeyttur rjómi
Skraut:
2 tsk. kakóduft
Leysið upp skyndikaffið í vatninu og látið kólna. Bætið brandí og rommi (eða
bragðefni) út í kaffið og hrærið saman. Setjið helming af lady fingers eða
kökubotni í mót (getur verið allavega, en fallegra ef gler, ef djúpt mót er notað er hægt að hafa lögin fleiri en ef lægra og stæra mót er notað. Penslið kökurnar eða botninn með kaffinu. Hrærið
saman í skál Galbani Mascarpone osti, flórsykri og ef vill dökku rommi. Hrærið rauðum saman við einni í einu. Stífþeytið hvítur og blandið varlega saman við ásamt þeyttum rjóma og og blandið vel saman. Setjið
helminginn af ostahrærunni yfir botninn. Endurtakið ferlið, setjið afgang af
botni ofan á ostahræruna og penslið með kaffinu. Þá seinni helming ostahrærunnar og sléttið yfirborðið með hníf ,eða notið e.t.v. rjómasprautu og formið litlar toppa með kreminu) . Geymist í kæli í 3-4
klst. Skreytið með kakódufti (hristið það yfir eftirréttinn með sigti)

Undirbúningstími: innan við hálftími og 1 klst.
Eldunartími: enginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Finca Los Trenzones Shiraz

Land: Spánn
Hérað: La Mancha
Svæði: Quintanar de la Orden
Framleiðandi: Bodegas Condeza De Leganza
Berjategund: Syrah
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Vel uppbyggt vín. Reykkendur ilmur af brjómberjum og fjólum. Vínið er dálítið eikað sem kallar fram tóna af vanillu og gerir vínið margslungnara á sama tíma og hið ferska berjabragð líður ljúflega um tónstiga skynfæranna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
|
Fyrir 4 Innihald: 800 gr útvatnaður saltfiskur 1 dl ólífuolía 2 stk chilipipar, kjarnhreinsaður og skorin í ræmur 100 gr svartar ólífur, heilar, steinlausar 5 stk hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar 1 msk paprikuduft 100 ml hvítvín 2 msk söxuð steinselja Aðferð: 1 Skerið saltfiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr hveiti. Steikið í vel heitri olíunni í 4-5 mínútur 2 Bætið í vel heita olíunna hvítlauknum og chilipiparnum. Steikið þar til léttbrúnt og bætið þá í paprikuduftinu og ólífunum. Að síðustu hellið hvítvíninu útí og látið krauma saman, sjóðheitt stutta stund. 3 Látið fiskinn á fat og hellið sósunni yfir. Stráið steinseljunni yfir. Má setja í ofn rétt áður en rétturinn er borin fram. Þessi réttur er mjög sterkur. Framreiðið með kartöflum og soðnu grænmeti. Einnig gott að framreiða Aioli-sósu með réttinum. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Mannaveiðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Espresso Italiana

Smá múskat
Lagið einfaldan espresso og stráið smá múskati og 1-2 kaffibaunum ofan í espresso bollann og drekkið.

Undirbúningstími: enginn
Eldunartími: tíminn til að laga kaffið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Kaffi á Ítalíu
Kaffi barst til Ítalíu, nánar tiltekið til Feneyja, um 1570, þegar læknir nokkur að nafni Prospero Alpino kom með nokkra sekki af grænum kaffibaunum frá Egyptalandi. Þar hafði hann fylgst með fólki útbúa mjöð sem fólst í því að rista kaffibaunir, mala kaffið og síðan sjóða saman í drykk. Eftir að Feneyjar urðu miðstöð viðskipta við Austurlönd, barst kaffi sjóleiðina þangað í síauknum mæli og urðu Feneyjabúar eðlilega þeir fyrstu til að nýta sér þennan einstaka drykk.
Fyrsta kaffibúðin var opnuð í Feneyjum árið 1683 og í kjölfarið opnuðu fleiri búðir og kaffibarir víðs vegar um Ítalíu, í Torino, Genova, Mílanó, Flórens, Róm og Napolí. Segja má ástríðan hafi gripið Ítali heljartökum við uppgötvun kaffisins; útbreiðsla kaffibúðanna var það hröð að yfirvöld í Feneyjum fundu sig knúin til að hefta frekari útbreiðslu þeirra um tíma.
Kirkjunnar menn á Ítalíu voru heldur ekki sannfærðir um ágæti drykkjarins, kölluðu hann "drykk djölfulsins" og hvöttu páfann til að banna kaffi. Til allrar lukku bað páfinn um að fá að smakka umræddan drykk, áður en hann kvað upp úrskurðinn. Eftir að hafa smakkað kaffi segir sagan að páfi hafi brosað breitt og sagt: "þessi drykkur er svo himneskur að það væri synd að leyfa einungis trúleysingjum að njóta hans. Við getum sigrað Satan með því að gefa kaffi blessun okkar". Og þar með hófst útbreiðsla kaffis um Ítalíu fyrst fyrir alvöru.
Kaffihúsamenningin blómstraði á Ítalíu þegar á átjándu öld, í öllum stéttum samfélagsins. Kaffi fékk þó strax á sig ímynd fágunar og menningar, sem útskýrir líklega best það vægi sem kaffi hefur á Ítalíu og hversu alvarlega Ítalir taka kaffi og öllu sem að því snýr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Aðferðir við að laga kaffi:
Til eru mismunandi aðferðir við að búa til kaffi. Afraksturinn er nokkuð misjafn eftir því hvaða aðferð er notuð, bæði hvað varðar bragðgæði og efnislegt innihald drykkjarins. Í öllum tilfellum ber þess þó að gæta að hitastig sé sem næst suðumarki þegar vatnið fer í gegnum kaffið. Þannig nást hámarks bragðgæði út úr kaffinu. Einnig ber að varast að láta vatn og kaffi liggja lengi saman. Því skemur sem það tekur, því minna af óæskilegum eiginleikum kaffisins leysast úr læðingi, t.a.m. koffein. Espresso er á ítölskum heimilum lagað í mokkavél. Vélin er samansett úr þremur hlutum. Í neðsta hluta vélarinnar er sett kalt vatn, þá kemur kaffið í síuna. Að lokum er efsti hluti vélarinnar skrúfaður saman við þann neðri. Vélin er sett á eldavélahellu við efsta straum. Þegar suðan kemur upp myndast þrýstingur og vatnið þrýstist upp í gegnum kaffið, þá má slökkva á hellunni. Þegar hættir að krauma í vatninu er kaffið tilbúið í efsta hlutanum. Hrærið lítillega í nýlöguðu kaffinu og berið fram beint úr vélinni. Kaffið hefur mikil bragðgæði, er nokkuð þykkt og með mikinn og góðan ilm. Espresso má einnig laga úr rafknúinni espressovél. Þær vélar gefa mjög góðan árangur, enda nær sú aðferð ávallt hámarks bragðgæðum sem kaffibaunin býr yfir. Venjulegur uppáhellingur er sívinsæl aðferð á Íslandi. Hellið örlitlu magni af sjóðandi vatni yfir kaffið til þess að bleyta í því. Bíðið í tvær mínútur áður en afgangnum er hellt í gegnum kaffið. Hellið vatninu í litlum skömmtum í síuna. Sjálfvirkar kaffivélar eru einnig til þess fallandi að laga slíkt kaffi. U.þ.b. 7 - 7,5 gr. af Lavazza þarf fyrir hvern bolla af slíku kaffi. Pressuvélar bjóða upp á fljótvirka og einfalda leið til að laga kaffi. Bestur árangur fæst ef kaffivélin er hituð áður. Kaffið er sett neðst í vélina, og vatni sem næst suðumarki hellt saman við. Hrærið saman vatni og kaffi og látið standa í 3 mínútur áður en síunni er þrýst niður í gegnum kaffið. Kaffið er best ef það er drukkið sem fyrst eftir lögun þess. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Saltfiskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Haf og fjöll
1 pakki Rana Cappelletti með hráskinku
handfylli frosnar soðnar rækjur
hálf krukka Saclà þistilhjörtu í olíu (olía síuð frá

handfylli karsi (watercress) eða smálaufasalat s.s. garðabrúða eða smálaufaspínat
dreitill jómfrúrólífuolía
safi í úr einum sítrónubát
salt
Látið suðu koma upp á vænu magni af léttsöltuðu (notið gróft salt)vatni og sjóðið Rana pastakoddana eftir leiðbeiningum á pakka orskamma stund. Sigtið. Skerið þistilhjörtun í millitíðinni í strimla eða þunnar sneiðar og afþýðið rækjur og þerrið vel. Leggið Cappelletti-koddana á tvo diska, stráið rækjum yfir og inná milli ásamt þistilhjörtum og stráið karsa yfir. Dreypið yfir með ólífuolíu og sítrónusafa. Smakkið til með salti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar