Appelsínukjúklingur með möndlum

\ Uppskrift fyrir fjóra:

4 kjúklingabringur
50 gr. möndluflögur
3 appelsínur
2 msk. strásykur
Paprikuduft
Ólífuolía, t.d. frá Torre Real
Salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið ólífuolíuna á pönnu, bætið síðan möndlunum út í og steikið þar til þær verða gylltar að lit. Fjarlægið af pönnunni og leggið til hliðar. Kryddið kjúklinginn eftir smekk með salti, pipar og paprikudufti. Setjið síðan út á pönnuna og steikið á báðum hliðum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín., eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Á meðan, kreistið safann úr tveimur appelsínum. Skerið þá þriðju í bita, passið að taka alla steina úr. Færið kjúklinginn af pönnunni og í eldfast mót sem hefur verið hitað upp. Setjið appelsínusafann, appelsínubitana og sykurinn út á pönnuna og sjóðið í 2 mín. Hellið blöndunni síðan yfir kjúklinginn. Að lokum stráið möndlunum yfir kjúklinginn og berið fram strax.  Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur

 

Eldunartími: 30 til 40 mínútur

Solora Chardonnay

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Svæði: Vestur Ástralía
Framleiðandi: Palandri
Berjategund: Chardonnay
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720

 

Einstak vín með miðlungsfyllingu, þurrt með bragðeinkenni ferskra ávaxta.

Ilmurinn er einkennandi af þroskuðum perum með vott af ananas. Í munni er vínið áberandi ávaxtamikið með ferskjum og melónum ásamt kremuðum keim. Vínið er ferskt með rétt örlítin vott af eik sem kemur í ljós rétt á undan ferskri sýru.

Um 20% af víninu var gerjað á amerískri eik og undirgekk malólaktískri gerjun til að auka við mýkt vínsins og breidd.

Solora Chardonnay hentar einna best sjávarfangi, pastaréttum, kjúkling og kálfakjöti

Eplakaka Milanaise


Innihald:


250 gr Hveiti
160  gr Smjör
½  stk  Sítróna - börkurinn í ræmur 
½  tsk  vanillusykur 
2  stk  egg 
1  gr  salt 

Fylling:

6 stk græn epli
½ tsk vanillusykur
½ stk sítróna - börkurinn í ræmur
100  gr sykur
10 ml dökkt romm

Aðferð:

1  Hnoðið saman degið varlega og látið hvílast í kæli í 2 tíma.

2  Fletjið degið út og látið í botninn á forminu.

3  Setjið einnig lag af deginu í hliðar formsins.

4  Setjið fyllingu í formið svo rétt nemi við efstu brún degsins.

5  Setið restina af deginu yfir fyllinguna og sléttið vel


Grænmetisbaka.

 


200 gr smjördeig
2 og hálfur dl rjómi
1 egg
3 eggjarauður
hnífsodd af múskat
nýmalaður pipar
salt
200 gr af léttsteiktu grænmeti t.a.m. sveppi, rófur, sellery, gulrætur omfl.


Ofninn hitaður í 200 c°, Deigið flatt þunt út, bökunarmótið klætt þannig með því að pikka botninn með gaffli. Eggið og rauðurnar þeytt mjög vel saman, rjómanum hrært saman við og grænmetinu lagt þar útí og kryddað. Sett í ofn í 20 mín. Þá er hitinn lækkaður í 175 c°og bakað í 10 mín. til viðbótar.


Humar og skötuselsgrillpinni


Fyrir 4



400 gr humarhalar (hreinsaður og bitaður)
400 gr skötuselur (hreinsaður og bitaður)
(Á grillpinnanum er humar, skötuselur, rauðlaukur, zucchini og paprika)

Aðferð:

1 Grillpinninn er tilbúin beint á grillið, aðeins á eftir að salta og pipra.

2 Grilla þarf pinnann í eina til tvær mínútur á hvorri hlið á glóandi heitu
grillinu. Má einnig steikja á pönnu.

Meðlæti:

1  stk   poki blandað salat (fæst í flestum stórmörkuðum) 
2  stk  tómatar "saxað" 
½  stk  gúrka "saxað" 
2  msk  marineraður fetaostur 
½  stk  rauðlaukur "saxað" 

Aðferð:

1 Öllu blandað saman

Dressing:

1  msk  Dijon sinnep 
½  stk  rauðlaukur 
5  dl  ólífuolía 

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1  Hrærið sinnepið út með fínsöxuðum lauknum.
2  Blandið olíunni saman við í mjórri bunu, hrærið stanslaust á meðan.
3  Smakkið til með salti og pipar.
4  Ef ykkur finnst dressingin of þykk þá þynnið út með örlitlu vatni.


Sjávarréttasalat

Forréttur fyrir 6


Innihald:

115 gr hreinsaður smokkfiskur.
1 stk stór gulrót, hreinsuð
¼ eða ½ stk iceberg haus (fer eftir stærð)
½ stk gúrka, skorin í litla teninga.
12 stk  ferskur kræklingur í skel, gufusoðin
100 gr pillaðar rækjur
1 msk  kapers

Dressing:

2  msk ferskur sítrónusafi
3 msk ólifuolía
1 msk steinselja, söxuð
salt og nýmalaður svartur pipar.

Aðferð:

1  Snöggsjóðið smokkfiskin og kælið undir köldu vatni og þerrið.

2  Skerið þunnar sneiðar af gulrótinni, gott er að nota gulrótarskrælara.

3  Þrífið salatið og látið liggja smá stund í köldu vatni, þerrið

4  Setjið í skál, smokkfiskin, kræklingin, rækjurnar, gulræturnar, iceberg, gúrkuna og kapers.

5  Dressingin: öllu er blandað vel saman og hellt yfir salatið


Kræklingasúpa

Fyrir 6 manns


Innihald:

24 stk hreinsaðan ferskan krækling(má setja krækling úr dós)
500  gr hvítur fiskur, roðlaus og beinlaus (t.d ýsa eða smálúða).
1 stk sellerystöng
1 stk meðalstærð af lauk
1 stk gulrót
1 ½  L kalt vatn(6 bollar)
30 gr smjör
3 msk hveiti
2 tsk karrý
2 msk tómatpaste(ekki tómatpurré)
2 stk  teninga af kjúklingakraft
2 stk gróf saxaðir tómatar
2 msk söxuð steinselja
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1  Hreinsið kræklingin.

2  Skerið fiskin í bita. Skrælið og skerið í bita gulrótina, laukinn og sellerystöngina. Setjið fiskinn í pott ásamt grænmetinu og vatninu og látið suðuna koma upp og lækkið hitan um helming og látið malla í ca.15 mínútur.

3  Sigtið, bræðið smjörið í pottinum og setjið hveitið og karrý útí og hrærið vel saman.  Setjið tómatpaste og fiskisoðið útí og hrærið í þangað til að súpan byrjar aðeins að þykkna, setjið þá kjúklingakraftin og tómatana útí og látið sjóða í 1 mínutu.

4  Setjið kræklingin og fiskin útí og látið malla í 5 mínutur eða þangað til kræklingurinn opnast (fjarlægið kræklingana sem opnast ekki)  Kryddið með salt og pipar eftir smekk og setjið steinseljuna útí.


Dómur féll vegna skrifa í gestabók.

Í vikunni féll dómur í máli vegna skrifa í gestabók á heimasíðunni minni 123.is/brytinn.Fyrir ári síðan var ég að skrifa um væntanlegt ættarmót í móðurætt minni,þá skrifaði frændi minn í gestabókina ummæli sem áttu ekki að vera skrifuð en fyrir vanþekkingu mína þá var þetta á síðunni um mánuð þegar dóttir mín hjálpaði mér við það að koma þessu úr gestabókinni,en einum sem fannst að sér vegið sá ástæðu til að fara í mál út af þessu,lögreglan hringdi í mig og tjáði ég þeim eins og var í þessu máli og ég gæti ekki gert að því hvað væri skrifað í gestabók á síðunni minni,og tóku þeir mark á því en dæmdu skrifarann í 30 daga óskilyrðisbundið og verður að passa sig að ekkert komi fyrir í tvö ár.Þannig að það er eins gott að fólk sé alveg allsgáð og ekki með rógburð á blogginu.

Faustino Cava Semi Dry

Tegund: Freyðivín
Land: Spánn
Hérað: Rioja
Svæði: Cava
Framleiðandi: Bodegas Faustino
Berjategund: Viura
Styrkleiki: 11,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR

 

Fínlegt, hálfþurrt freyðivín frá Rioja á Spáni. Framleitt eftir kampavínsaðferðinni; Method Traditional, og hefur hlotið 18 mánaða geymslu. Faustino Cava er ávaxtaríkt, létt og ferskt, með góða fyllingu og langa endingu.

Einföld súkkulaðikaka með möndlum

225 gr. dökkt Lindt súkkulaði, brotið í bita
225 gr. ósaltað, mjúkt smjör
225 gr. strásykur
225 gr. malaðar möndlur
6 egg, eggjahvítur og rauður aðskildar

 

Forhitið ofninn í 150°C.

Setjið súkkulaðið í matvinnsluvél og malið það (gróft). Blandið síðan súkkulaðinu og möndlunum saman og setjið til hliðar.

Setjið smjörið og sykurinn í skál og þeytið með handþeytara, þar til verður ljóst og létt.

Bætið eggjarauðunum út í, einni í einu, og svo súkkulaðinu og möndlunum.

Setjið eggjahvíturnar í aðra skál og þeytið þar til þær verða stífar. Setjið 1/4 af eggjahvítunum út í súkkulaðiblönduna, hrærið varlega í, og bætið svo afgangnum af eggjahvítunum út í.

Hellið blöndunni í smurt bökunarform (20 cm.) og bakið í ca. 45 mín., eða þar til kakan er bökuð í gegn.

 

 

Undirbúningstími: 10 til 14 mínútur

 

Eldunartími: 45 mínútur

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband