Saltfiskur í hvítvíns-kryddjurtasósu

 

Vel útvatnaður saltfiskur (helst 2 sólarhringa), 100 gr. á mann

Sósa:
500 ml. rjómi
100 ml. hvítvín
1 hvítlauksrif skorið í tvennt
Ferskar kryddjurtir, s.s. basil, oregano, estragon
Salt og pipar

 

Hellið hvítvíninu í pott og látið suðuna koma upp. Þegar alkóhólið er farið úr, lækkið þá hitann, hellið saman við rjómanum, hvítlauknum og kryddjurtunum. Lagið sósuna við lágt hitastig þar til hún hefur náð að þykkna dálítið, bragðbætið með salti og pipar undir lokin. Steikið salfiskinn í ólífuolíu á pönnu. Sigtið sósuna og setjið á disk, og steiktan saltfiskinn ofan á.
 

Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon

Tegund: Rauðvín
Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 12,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR

 

Meðal djúpt og þroskað vín, mikil eikarlykt og talsverður kryddtónn svífur fyrir, bragðmikið og kröftugt, en samt mjúkt og margslungið vín, langt og gott eftirbragð.

Santa Digna er fjölhæft vín sem hefur upp á margt að bjóða og hentar vel með flestu kjöti og bragðmiklum ostum. Frábært vín eitt og sér sem og með bragðmiklum mat.

Santa Digna er margverðlaunað vín og
hér neðar eru nokkur af þeim nýjustu:

Gull - Prix Excellence CIVART Challenge International du Vin 2000 (98 árgangur)
Fyrstu verðlaun -Wine of the Year Competition 2002 Finland (2000 árgangur)
Gull - Concours Mondial de Bruxelles 2003 (2001 árgangur)
Gull - Challenge International du Vin 2003, France (2001 árgangur)
Gull -Challenge International du Vin 2003, France (2001 árgangur)

 

Fyllt eggaldin með lambakjöti og Manchego

4 lítil eggaldin
350 gr. lambahakk
125 gr. rifinn (mulinn) Manchego ostur frá GARCIA BAQUERO
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 tsk. malaður kanill
1 laukur, saxaður
1 tsk. söxuð steinselja
125 ml. ólífuolía
1 egg
Salt og pipar

 

Þvoið eggaldinin og skerið þau langsum í tvennt. Tæmið þau að innan með
skeið. Blandið lambakjötinu vandlega samanvið eggin, laukinn, hvítlaukinn,
kanilinn, saltið, piparinn og steinseljuna. Fyllið eggaldin hylkin með
blöndunni. Hitið ólífuolíu í eldföstu móti (diski) og setjið fylltu eggaldinin
í. Stráið Manchego ostinum yfir fyllinguna. Hyljið eldfasta mótið með
álpappír og hitið við 200°C í (forhituðum) ofni í um 40 mínútur. Fjarlægið
álpappírinn 10 mínútum fyrir lok eldamennskunar.
 

Hráskinkurúllur með balsamikediki

1 bréf sæt hráskinka (Fiorucci)
hnefafylli rucola (klettasalat)
2 msk gróft rifinn parmesanostur (Galbani)
salt og pipar
jómfrúrólífuolía (Carapelli)
dreitill af Ortalli -balsamikediki (fæst m.a. í verslunum Hagkaupa)

 

Breiðið úr hráskinkusneiðunum á bakka eða disk. Dreyfið yfir þær parmesanflygsum og gróft söxuðu klettasalati. Létt saltið og piprið. Dreypið ögn af ólífuolíu og örmjóum dreitil af balsamikediki yfir sneiðarnar að lokum. Rúllið þeim þétt upp og skerið í kubba. Stingið tannstöngli í hvern skinkuböggul. Upplagður pinnamatur.

Töfravökvinn balsamikedik

Uppruni balsamikediks er að stórum hluta óþekktur, en fyrstu þekktar heimildir um notkun þessa töfravökva má rekja allt til ársins 1046 (en er í ljóðinu Vita Mathildis eftir munkinn Donizone sagt frá því er Hinrik II Þýskalandskeisari leggur fram beiðni til markgreifans af Toskana um að senda sér hið fullkomna edik búið til í Piacenza). Á endurreisnartímanum fer að bera á balsamikediki á borðum konunga og greifa, sérstaklega í Ferrarahéraði hjá Estensiættinni sem ríkti yfir Ferrara, Modena og Reggio Emilia fram eftir öldum. Á 19. öld var það siður að auðga heimanmund ungra hefðarkvenna með leirkrúsum af verðmætu balsamikediki og jafnvel mörgum settum af tréámum seminnihéldu hinn dýrmæta vökva.

Balsamikedik "aceto balsamico" er búið til í þremur þrepum: áfengisgerjun, ryðferli ediks og að lokum geymsluferli. Helst eru notaðar ámur úr eik, kastaníuvið, jasmín, kirsuberjavið, asi eða eini undir balsamikedik og hver viðartegund skilur svo eftir sig ákveðin keim af edikinu. Þegar venjulegt edik er búið til er notað til þess vín, en við  balsamikedikgerð er hins vegar notaður soðinn vínberjasafi "mosto". Edikið er síðan látið eldast (Ítalir notanánast aldrei sögnina að geymayfir þroskaferli mat eða víns, heldur er sögnin "invecchiare" eða að eldastnotuð í því sambandi) í mörg ár. Alkóhólinnihald balsamikediksverður á endanum a.m.k. 6%. Besta balsamikedikið er það semkemur frá Modena og Reggio Emila, en það er edik semhefur verið "látið eldast" í a.m.k. 12 árí dýrmætum viðartunnum og þar sem eingöngu hefur verið notaður vínberjasafi í framleiðsluna.

Af hverju notar maður balsamikedik?

Balsamikedik er ósvikinn og náttúrulegur bragðbætir sem notaður hefur verið um margra alda skeið og er fitusnauður. Tilvalið er að nota balsamikedik í stað olíu þar sem hún annars er notuð bæði út á salöt og í marga aðalrétti til að bragðbæta. Þar með losnar maður við fitu (900 kal olíu p/100 g miðað við 25-30 kal p/100 g balsamikedik) án þess að fórna bragði.


Er þetta ásætanlegt

27. mars 2008

Áfengisneysla komin í 7,53 alkóhóllítra á mann

eftir Ara Matthíasson

 

Áfengissala hér á landi var um 1.852 þúsund alkóhóllítrar árið 2007 á móti 1.722 þúsundum alkóhóllítra árið 2006. Aukningin er um 7,6% milli áranna. Salan samsvarar 7,53 alkóhóllítrum á hvern íbúa 15 ára og eldri, en var 7,20 alkóhóllítrar á árinu 2006. Sú aukning er 4,6% milli ára. Í lítrum talið var aukningin um 7% milli ára, úr 23,2 milljónum lítra árið 2006 í 24,8 milljónir lítra árið 2007.

 

Ljóst er að heldur dregur saman með drykkju manna á Norðurlöndum þannig að þeir sem drukku mest draga úr drykkju sinni, en hinir sækja í sig veðrið. Íslendingar sem minnst drukku árið 1996 eru þannig komnir upp fyrir Norðmenn, Svía og Færeyinga. Það má einnig sjá að Finnar hafa tekið mikið stökk og er helsta ástæða þess lækkað verð og aukið aðgengi. Þær ástæður hljóta einnig að vega þungt í aukningu áfengisneyslu á Íslandi.

 

Þessar upplýsingar Hagstofunnar koma læknum SÁÁ ekki á óvart því á sjúkrahúsinu Vogi hefur vandi hinna eldri farið vaxandi, en þeir eru að miklu leiti að leita sér aðstoðar vegna dagdrykkju:

 

 

Það vekur athygli nú um páskana stóð ÁTVR fyrir auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á þjónustu sem boðið er upp á og opnunartíma um páskana. Nú verður ekki séð af þessum auglýsingum að þær séu til þess fallnar að markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun og lúta að því að draga úr drykkju landsmanna. Sala áfengis í lítrum af hreinu alkóhóli jókst eins og sjá má af tölum Hagstofunnar og er það auðvitað í takt við lækkað verð á áfengi, fjölgun útsölustaða og lengdan opnunartíma.

 

Með þessari nýju auglýsingaherferð sinni grefur ÁTVR auðvitað undan tilgangi þess að vera með ríkiseinkasölu á áfengi enn frekar á sama hátt og sú ákvörðun að setja áfengi inn í bensínstöðvar á landsbyggðinni gerði á sínum tíma.

 

Það væri gaman ef forstjóri eða einhver stjórnarmaður ÁTVR myndi upplýsa hver tilgangur þessarar auglýsingaherferðar er og þá um leið hvort það sé sannarlega þörf á því,  við núverandi aðstæður þegar áfengisneysla hefur aukist verulega á milli ára, að benda fólki sérstaklega á tilvist verslana sinna, opnunartíma og hvað sé best að drekka  í dymbilvikunni.

 

Höfundur er framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ


Er Framsóknarflokkurinn mesti óvinur flokksins

Ég er að horfa á Kastljós þar eru Ágúst Ólafur og vindbelgurinn Guðni Ágústsson og þetta er eins og reiptog en það kemst eingin áfram vegna Guðna sem þarf alltaf að gjamma frammí,hann vill ekki að tollar lækki á innfluttar matvörur sem kæmi Íslenskum bændum til góða.Lækkun á virðisaukanum kemur almenning aldrei til góða eins og kom fram á stöð2 í kvöld þar hafði matarkarfan hækkað um 20%.Það sem kemur almenning vel í þessu er aukning á innflutningi á landbúnaðarafurðum og senda Framsóknarflokkinn í útlegð.

B&G Cabernet Sauvignon

Tegund: Rauðvín
Land: Frakkland
Hérað: Langudoc
Framleiðandi: Barton & Guestier
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 12%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur

 

Barton & Guestier Cabernet Sauvignon hefur djúprauðan lit og ríkulegan angan. Kryddaður ilmur með áberandi tóna ávaxta eins og rauðum sólberjum og bláberjum. Vínið hefur góða dýpt og jafnvægi. Það er auðvelt til drykkju og hefur góðan karakter.

Barton & Guestier Cabernet Sauvignon er tilvalið með grillmat, önd, lambi, paté, pasta og ostum.

Vínið vann hlaut silfurverðlaun á International Wine Challenge 2002 í Brussel.

www.barton-guestier.com/gb/accueil/index.htm

Grillaðir hamborgarar með guacamole og osti

Uppskrift fyrir fjóra:

650 gr. nautahakk
4 ostsneiðar að eigin vali
4 tsk. fínt skorinn jalapeño (má sleppa)
1 dós Santa Maria Guacamole ídýfa
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
Salt og pipar

 

Skiptið nautahakkinu upp í fjóra hluta. Mótið kúlu úr hverjum hluta. Búið til holu í miðju hverrar kúlu með þumalputtanum. Fyllið hverja holu með ostsneið og tsk. af jalapeños. Mótið því næst kjötið þannig að holan lokist, og osturinn og jalapeños endi í miðju hamborgarans; fletjið hamborgarann einnig eilítið út. Kryddið hvern hamborgara eftir smekk og grillið í ca. 5 mín. á hverri hlið, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn. Rétt áður en hamborgararnir eru tilbúnir, setjið hamborgarabrauðin á grillið og létt ristið þau. Setjið hamborgarana á brauðin og svo guacamole ofan á. Berið fram strax.

Tortillas lasagne með nautahakki og ostasósu

Uppskrift fyrir fimm:

450 gr. nautahakk
5 stk. Santa Maria Garlic Tortilla (10")
2 1/2 dl. Santa Maria Taco sósa, mild eða hot
1/2 dl. tómatpúrra
2 laukar
1 tsk. salt
1 msk. hvítlaukur
25 gr. matarolía til steikingar

Ostasósa:
10 gr. smjör
1 msk. hveiti
2,5 dl. upphituð mjólk
2-3 dl. tilbúin ostasósa

 

Steikið lauk, nautahakk og tómatpúrru í matarolíu. Bætið við Taco sósu, salti og hvítlauk. Steikið í u.þ.b. 3 mínútur.

Hitið smjörið í potti og blandið saman hveitinu. Hrærið saman mjólkinni og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 3 mínútur. Blandið nú við ostasósunni og bragðbætið með salti.

Hellið þunnu lagi af ostasósu í eldfast mót. Setið á víxl tortillur, kjöt og ostasósu. Hafið seinasta lagið með ostasósu. Skreytið með tómatsneiðum og rifnum osti. Hitið í ofni í 15 mínútur, við 200°C.

Berið fram með salati.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband