Faustino V Reserva Blanco

Tegund: Hvítvín
Land: Spánn
Hérað: Rioja
Framleiðandi: Bodegas Faustino
Berjategund: Viura
Styrkleiki: 11,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Verslanir ÁTVR á höfuborgarsvæðinu

 

Frískur ilmur, kröftugur og ávaxtaríkur. Faustino V hefur fína fyllingu, nokkur eik í eftirbragði en vínið er ávaxtaríkt, bragðmikið og þurrt.
Faustino V er gerjað og geymt á eikartunnu sem gefur því ákveðna dýpt og möguleika sem matarvín.

Vindaloo nautakjöt

Uppskrift fyrir fjóra:

450 gr. nautakjöt, skorið í teninga
120 gr. Vindaloo Curry Paste (Hot) kryddmauk
1 laukur, niðurskorinn
1 dós niðurskornir tómatar (400 gr.)
2 msk. olía til steikingar

 

Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn í 2 mín. Bætið kjötinu út á og steikið í 3 mín. Bætið Patak´s kryddmaukinu út á og steikið í 2 mín. til viðbótar. Bætið tómötunum út á og blandið vel saman. Setjið lok á pönnuna og látið malla í ca. 30 mín., eða þar til kjötið er steikt í gegn.

Berið fram t.d. með hrísgrjónum og Naan brauði.

Ath. að þessi réttur er frekar sterkur á bragðið.

Til að gefa réttinum ljúffengt ávaxtabragð er hægt að bæta smá ananassafa út í.

 

 

Undirbúningstími: innan við 15 mínútur

 

Eldunartími: ca. 40 mínútur

Torres Marimar Chardonnay

Tegund: Hvítvín
Land: Bandaríkin
Hérað: Kalifornía
Framleiðandi: Miguel Torres
Styrkleiki: 14%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720

 

Ilmur af ferskum eplum og blómum. Í munni ávaxtaríkt, margslungið og fágað. Langt eftirbragð með ristuðu brauði og kryddi.

Torres Marimar Chardonnay hentar vel með ofnbökuðum fisk (t.d. laxi), sem og humar og fuglakjöti.

-----------------------------
Description
Chardonnay grapes from the Don Miguel vineyard in the western hills of Sonoma (Russian River Green Valley, California) develop delicate aromas, great concentration and a balance that is unique to Marimar Torres Estate.

Wine and Food
A perfect complement to oven-baked fish (turbot, sole, salmon), as well as lobster and poultry.

Tasting Notes
The signature aromas are of fresh apples with delicate floral touches. Clean, fruity and complex on the palate, with plenty of finesse and a long finish reminiscent of toast and spices.

Awards
- Gold Medal Challenge International du Vin 2001 (´98 Vintage)

Domaine Laroche Premiere Cru Les Vaudevey

Tegund: Hvítvín
Land: Frakkland
Hérað: Bourgogne
Svæði: Chablis
Framleiðandi: Domaine Laroche
Berjategund: Chardonnay
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Chablis víngarðarnir eru samansettir af 42 Premier Cru sem ná yfir 700 hektara
með meðal framleiðslu sem nemur 35.000 hektólítrum á ári. Vaudevey vínsvæðið
liggur á kalsíum ríkum Kimmerridgian kalksteini í Chablis og er staðsett í
kringum þorpið Beines, næst þorpinu Chablis. Les Vaudevey er best drukkið
innan 5 árum frá uppskeru. Les Vaudevey hefur ferskan og aðlaðandi ölkeldu ilm
með keim af karamellu. Það er ferskt, milt og fágað vín með snert af sýru en
verður bragðmikið og margbrotið með aldrinum. Aðlagar sig einstaklega með
fjölbreyttum mat og myndar fullkomið hjónaband með ostrum og humri.

Domaine Laroche Premier Cru Les Vaudevey 2001 var valið sem Hvítvín ársins á International Wine Challenge og víngerðarmaður Chablis fyrirtækisins, Hr. Denis de la Bourdonnaye, fékk þann mikla heiður að vera valin Hvítvínsgerðarmaður ársins. Domaine Laroche sópaði til sín fleiri verðlaun og má nefna gullmedalíur fyrir:
- Domaine Laroche Premier Cru Vaudevey 2001
- Domaine Laroche Premier Cru Vaillons VV 2001
- Domaine Laroche Grand Cru Chablis Clos 2000

Að auki silfurmedalíur fyrir Domaine Laroche Grand Cru Reserve de l´Obedience 2000.

Öll þessi vín frá Domaine Laroche fást hér á landi og er hægt að fá hjá veitingarhúsunum Tveimur fiskum og Humarhúsinu sérstaklega gott úrval Domaine Laroche Chablis.

Hið virta víntímarit Wine Spectator gaf Les Vaudevey 93 stig af 100 fyrir 1996
árganginn.

Les Vaudevey Premier Cru er vín sem hentar vel með ostum og fisk.

Les Vaudevey gefur frábært dæmi um ölkeldu og steinefna ríka jarðveg Chablis.

Humar í hvítlaukssmjöri

 

Undirbúnings- og eldunartími: 30 mín
Fyrir 4

300g smjör
3 tsk fínt saxaður hvítlaukur
½ búnt steinselja söxuð
1 sítróna
salt og pipar
1 dl ferskur brauðraspur

Undirbúningur:
Best er að kljúfa humarhalana frosna eftir endilöngu með stórum hníf. Þá er görnin ef einhver er skafin úr með oddmjóum hníf. Leggið humarhalana í ofnskúffu með sárið upp.

Matreiðsla
Bræðið smjörið og bætið í hvítlauknum, saxaðri steinseljunni og sítrónusafanum. Dreypið smjörinu á humarhalana þannig að smjör fari yfir alla halana, best er að gera það með matskeið og taka einn og einn hala fyrir í einu. Endið á því að strá brauðraspinum yfir. Setjið undir grill í ofni í u.þ.b. 4 mín eða þar til fiskurinn losnar frá skelinni.

Framreiðsla
Berið fram á fati með safann úr ofnskúffunni í sósukönnu. Hvítlauksbrauð og sítróna er ómissandi meðlæti með þessum rétti.


Veisla í vikulokin - Grillaðir kryddlegnir humarhalar


Uppskrift fyrir fjóra:

1 kíló humarhalar í skel
1 saxaður laukur
125 ml hreint jógúrt
1/2 tsk turmeric (Rajah)
1/2 tsk rauður chilipipar í duftformi (Rajah)
1 msk paprikuduft (Rajah)
1 tsk ferskur rifinn engifer
2 hvítlauksgeirar
1 tsk sítrónusafi

Afþýðið, þvoið og þerrið humarhalana vel með eldhúspappír. Humarinn er eldaður í skelinni. Setjið saxaðan laukinn ásamt jógúrt og restini af hráefnunum í matvinnsluvél og blandið vel, þar til úr verður mjúkt mauk. Setjið humarinn í skál og hellið marineringunni yfir, þekið með plastfilmu og látið bíða yfir nótt í kæli. Raðið humrinum á bökunarplötu og grillið í nokkrar mínútur. Penslið 2-3 sinnum jógúrtsósunni yfir á meðan. Berið halana fram undir eins sjóðheita með eftirfarandi salati.

*Gott er að notast við fiskitöng til að koma humarhölunum fyrir á fatinu eða diskunum til þess að minni hætta sé á að þeir klessist eða brotni.

*Skreytið t.d. með fersku kóríander-, eða estragonlaufum.


Humar og skötuselsgrillpinni

 

Fyrir 4

400 gr humarhalar (hreinsaður og bitaður)
400 gr skötuselur (hreinsaður og bitaður)
(Á grillpinnanum er humar, skötuselur, rauðlaukur, zucchini og paprika)

Aðferð:

1 Grillpinninn er tilbúin beint á grillið, aðeins á eftir að salta og pipra.

2 Grilla þarf pinnann í eina til tvær mínútur á hvorri hlið á glóandi heitu
grillinu. Má einnig steikja á pönnu.

Meðlæti:

1  stk   poki blandað salat (fæst í flestum stórmörkuðum) 
2  stk  tómatar "saxað" 
½  stk  gúrka "saxað" 
2  msk  marineraður fetaostur 
½  stk  rauðlaukur "saxað" 

Aðferð:

1 Öllu blandað saman

Dressing:

1  msk  Dijon sinnep 
½  stk  rauðlaukur 
5  dl  ólífuolía 

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1  Hrærið sinnepið út með fínsöxuðum lauknum.
2  Blandið olíunni saman við í mjórri bunu, hrærið stanslaust á meðan.
3  Smakkið til með salti og pipar.
4  Ef ykkur finnst dressingin of þykk þá þynnið út með örlitlu vatni.

 


Nottage Hill Chardonnay

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Svæði: McLaren Vale
Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company
Berjategund: Chardonnay
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Akureyri Hafnafjörður Seltjarnarnes Kringlan Heiðrún

 

Ljós gylltur litur. Suðrænir ávextir og vanilla sem tónar vel saman í nefi. Bragðmikið með mjúkri en þurri endingu. Best borið fram kælt. Hentar vel sem fordrykkur sem og með léttari réttum og fisk.

Hardys Wines var stofnað 1853 af Thomas Hardy. Fimm kynslóðum seinna eru Hardys vínin vel þekkt um allan heim.

Ferskt Tortelli með kóngasveppum og hvítlauk

500 gr. RANA fyllt pasta Tortelli con Funghi Porcini
4 msk. olía til steikingar
2 hvítlauksgeirar
1 stk. chilli, ferskur eða þurrkaður
Steinselja
Salt og pipar

Hitið olíuna á pönnu og bætið við fínt söxuðum hvítlauknum. Steikið á mjög
litlum hita þar til hvítlaukurinn flýtur í olíunni. Bætið saman við chilli og steinselju og kryddið eftir smekk. Sjóðið Rana pastað samkvæmt leiðbeiningum á
pakka, sigtið og hellið saman við á pönnunni.


Tortillas pizza með hvítlauk og sveppum

Uppskrift fyrir tvo:

2 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
3 msk. rauðlaukur, niðurskorinn
1 hvítlauksrif, saxað
100 gr. sveppir, niðurskornir
65 gr. gulrætur, rifnar
1 msk. ferskur kóríander
100 gr. Mozzarella ostur, rifinn
Olía til steikingar

Hitið olíu á pönnu við miðlungshita. Steikið laukinn og hvítlaukinn í 1 mín., bætið þá sveppunum og gulrótunum út í og steikið í 2 mín. Takið pönnunna af hellunni og hrærið kóríandernum út í.

Forhitið ofninn í 230°C. Setjið tortillurnar á plötu með bökunarpappír. Bakið í 2 mín., snúið tortillunum við og bakið í 1 mín. til viðbótar. Takið tortillurnar úr ofninum og lækkið hitann í 180°C.

Setjið grænmetið ofan á tortillurnar og stráið síðan ostinum yfir. Bakið í 5 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband