Þriðjudagur, 25. mars 2008
Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé

Land: Chile
Hérað: Central Valley
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Styrkleiki: 13,5%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)
Fallegur ljós kirsuberja litur. Ilmurinn er þéttur og kröftugur, minnir á plómur og jarðaber með innslagi af greip. Vín með kröftugt bragð með mjúka ávaxtakennda sýru og frábært blómabragð (sem minnir á fjólur og orange blossom). Eftirbragðið er langt og mjúkt, og í góðu jafnvægi.
-----------------------------
Description
Compared to more traditional rosés, the Chilean Santa Digna is a wine of unmistakable personality: original, young and nonconformist. Its stylish charm is the result of careful vinification of the Cabernet Sauvignon variety, during which only a short contact is allowed between grape skins and juice.
Wine and Food
Delicious with cured sausages, meat pies and many pasta dishes. The perfect wine for sweet-and-sour Chinese dishes.
Tasting Notes
Fragrant and floral, with a temptingly fruity sensuality. On the palate the wine is voluptuous, with a silky texture and the sort of fresh, fruity body (blackcurrant, cranberry, redcurrant) that only Pacific Cabernet Sauvignon rosés can offer.
http://www.torreswines.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Hvað er sumarlegra en ferskt rósavínsglas með sumarsalatinu, nú eða jafnvel steikinni, fisknum...?
Rósavín passa nefnilega nánast með hverju sem er og er að mörgu leyti vanmetið sem vín. Þótt Ítalir séu fyrst og fremst þekktir fyrir rauðvín sín, s.s. eins og barbera, barolo, lambrusco og barbaresco er um auðugan garð að gresja í rósavínsgarði þeirra.
Fyrir þá sem leggja leið sína til Ítalíu bendi ég á eftirfarandi spennandi rósavín: Montepulciano d´Abruzzo Cerasuolo frá Cataldi Madonna.
Þeir sem dvelja við Gardavatnið ættu að prófa Garda Classico Chiaretto ´03 frá Pasini með blönduðu sjávarrétunum sínum.
Vesuvio Lacryma Christi ´03 er eitt besta vín Campaníuhéraðs og þeir sem eru á Napólíslóðum ættu að reyna að bragða þær guðaveigar. Sá sem það framleiðir heitir De Angelis og víngerðin er í Via Marziale, 14 Sorrento.
Lígúríuvínin eru létt í sér og héraðið er frægt fyrir Pigato-hvítvín sitt sem hentar sérstaklega vel með mat héraðsins, s.s. pasta með pestó og blönduðum sjávar- og grænmetisréttum. En "hitt" Lígúríuvínið er rósavín sem rennur ekki síður ljúflega niður með léttum réttum og er alltaf á boðstólum á veitingahúsum við strandlengjuna, það er nóg að biðja um "vino rosato".
Þessi rívíerukisi gæti verið að hugsa:
"Gott væri nú að fá rauðvínssopa með þessu salati!"
- Greipaldin- og avókadósalat með limesnittum
Þetta frískandi salat má bæði hugsa sér sem óvenjulegan og elegant léttan aðalrétt í sumarkvöldverð eða á hlaðborð í garðveisluna. Þeir sem vilja geta bætt rækjum út á salatið.
Handa fjórum
2 þroskaðir avókadó
2 tsk sítrónusafi
1 stórt greipaldin, afhýtt og skorið gróft
4 jólasalöt (belgískt salat), skolað, laufin aðskilin eða allt saxað gróft
2 tsk sykursalatsósa:
Hrærið saman eftirfarandi:
2 msk ólíuolía
½ tsk fljótandi hunang
½ tsk Dijonsinnep
salt og pipar
1 marinn hvítlauksgeiri
Skerið avókadó eftir endilöngu, fjarlægið steina og skerið eftir endilöngu í sneiðar og skerið avókadókjötið innan úr eða látið hvern og einn um það. Raðið á diska ásamt jólasalatinu, dreifið greipaldinbitum og ef vill rækjum yfir. Hellið salatsósunni jafnt yfir.
Berið gott brauð, e.t.v. snittubrauð fram með salatinu. Hugmynd: Skerið snittubrauð í langar skáhallar sneiðar, hitið augnablik á pönnu eða í ofni, þar til rétt stökkar og smyrjið sneiðarnar með linu smjöri sem safa úr hálfu lime hefur verið hrært saman við. Skerið út þunnar ræmur úr berkinum og komið 1-2 fyrir ofan á hverri snittu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Greipaldin- og avókadósalat með limesnittum

2 þroskaðir avókadó
2 tsk sítrónusafi
1 stórt greipaldin, afhýtt og skorið gróft
4 jólasalöt (belgískt salat), skolað, laufin aðskilin eða allt saxað gróft
2 tsk sykur
Salatsósa:
Hrærið saman eftirfarandi:
2 msk ólíuolía
½ tsk fljótandi hunang
½ tsk Dijonsinnep
salt og pipar
1 marinn hvítlauksgeiri
Skerið avókadó eftir endilöngu, fjarlægið steina og skerið eftir endilöngu í sneiðar og skerið avókadókjötið innan úr eða látið hvern og einn um það. Raðið á diska ásamt jólasalatinu, dreifið greipaldinbitum og ef vill rækjum yfir. Hellið salatsósunni jafnt yfir.
Berið gott brauð, e.t.v. snittubrauð fram með salatinu. Hugmynd: Skerið snittubrauð í langar skáhallar sneiðar, hitið augnablik á pönnu eða í ofni, þar til rétt stökkar og smyrjið sneiðarnar með linu smjöri sem safa úr hálfu lime hefur verið hrært saman við. Skerið út þunnar ræmur úr berkinum og komið 1-2 fyrir ofan á hverri snittu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Gott með lambinu B&G 1725

Land: Frakkland
Hérað: Bordeaux
Framleiðandi: Barton & Guestier
Berjategund: Cabernet Sauvignon , Merlot
Styrkleiki: 12%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur
Yfirgnæfandi ilmur frá rauðum berjum, sólberjum, hindberjum bakkað upp með kryddtónum (pipar, negull) og örlítilli fjólu. Mjúkt og fullt er fyrsta ímynd í
bragði. Glæsilegt, þægileg tannín. Löng, rík ending.
www.barton-guestier.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Lamb með Rogan Josh sósu
450 gr. lambakjöt
1 dós Patak´s Rogan Josh sósa
1 laukur skorinn í teninga
85 ml. (1/4 dós) vatn
2 msk. matarolía
1 msk. koríanderlauf til skreytingar (má sleppa)
Brúnið laukinn í olíunni. Bætið við kjötinu og steikið nokkra stund. Hellið Patak´s sósunni saman við ásamt vatni. Lokið pönnunni til hálfs og steikið í 15 til 20 mínútur eða þar til kjötið er steikt í gegn. Bætið við vatni eftir smekk.
Athugið að þessa uppskrift má nota með hvaða Patak´s sósu sem er, Tikka Masala, Korma, Delhi eða Balti.
Til að fá mildara bragð má bæta hreinni jógúrt eða rjóma saman við undir lokin.
Einnig má nota grænmeti í stað kjöts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Lamb með Mango Chutney

4 lamba fillet
200 gr. Rajah Mango Chutney
1 msk. hvítlaukur, maukaður
1 msk. svartur pipar, malaður
1 msk. sinnep
1 msk. salt
4 msk. olía
Setjið Mango Chutney í blandara. Bætið hvítlauknum, sinnepinu, piparnum,
saltinu og olíunni út í. Blandið vel. Þekið lambið vel með maukinu. Látið
marinerast í 2 klst. Grillið síðan lambið eftir smekk.
Berið fram t.d. með hrísgrjónum og Naan brauði.

Undirbúningstími: innan við 10 mínútur og 1 klst
Eldunartími: innan við 15 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Reyktar kalkúnabringur með Dolcelatte og Tagliatelle
500 gr. ferskt tagliatelle, t.d. frá Rana
250 gr. Galbani Dolcelatte ostur, skorinn í ferninga
125 gr. reyktar kalkúnabringur, skornar í ferninga
600 ml. mjólk
40 gr. smjör
40 gr. hveiti
Salt og nýmalaður svartur pipar
Brauðmylsna
Fersk steinselja
Bræðið smjörið í pönnu, bætið hveitinu út í og steikið í 1 mín. Bætið mjólkinni smátt og smátt út í, látið sjóða og látið síðan malla í 2 mín., hrærið sífellt í þar til sósan er tilbúin (þykk og án kekkja). Setjið ostinn og kalkúnabringurnar út í og kryddið eftir smekk. Látið malla þar til kjötið er tilbúið. Á meðan sjóðið tagliatelle, hellið vatninu af og hellið út á pönnuna. Skreytið með brauðmylsnu og steinselju og berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Með gæsinni Torres Atrium Merlot
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Hérað: Penedés
Svæði: Las Torres
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Merlot
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni
Torres Atrium er gert úr Merlot þrúgunni sem Torres ræktar í Mið-Penedés. Vínið hefur kirsuberjarauðan lit. Bragðmikið en mjúkt vín með sætu tanníni og ávaxtaríkt. Geymt í 6 mánuði á franskri og amerískri eik.
Torres Atrium Merlot hentar með svo til öllu kjöti, sér í lagi margslungnu s.s. villibráð, önd, kálfakjöti og ýmsum pottréttum sem og blönduðum kjötréttum. Hentar auk þess vel með kryddlegnum fiskréttum.
-----------------------------
Description
The Latin name of this wine evokes a typical Mediterranean home: a house entrance porch in the style of Roman temples. The name of the grape variety Merlot comes from the Latin word (merulus) for the blackbirds that fly over these vines, searching for the sweet taste of the ripe grapes.
Wine and Food
This wine is the ideal accompaniment to sausages and all types of meats: veal, ox and especially wild duck. It is also worth trying with fish prepared in mariniere sauces. Serve at 15-16ºC.
Tasting Notes
Attractive dark cherry colour. Generous and intense varietal aroma, with hints of mature fruits, including jams (plums and bilberries), overlaying truffle and bay leaf aromas. The palate is ample and generous, with excellent sweet tannins that open out to fruit-laden nuances reminiscent of the nose. As the wine reaches chambré temperatures it exudes rich hints of leather and vanillin that evolve towards a sensuous and persistent, long finish.
http://www.torreswines.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Íslensk villigæs á ítölskum slóðum
6 gæsabringur, hamflettar og fituhreinsaðar (má einnig nota önd, þá þarf fleiri bringur)
2 box fersk kirsuber - steinhreinsuð og skorin til helminga
2 shallott laukar - saxaðir smátt
2 msk. sykur
1 ½ bolli púrtvín
12 msk. smjör í bitum
8 kvistir rósmarín
Salt og nýmalaður pipar
Ólífuolía
Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið bringurnar. Steikið bringurnar við góðan hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12 mín. - varist að ofelda. Athugið að eldun heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar bakast í ofninum eru kirsuberin sett á pönnuna ásamt lauknum, víninu og sykrinum. Sjóðið saman í 5 - 6 mín. eða þar til berin eru elduð. Takið af hitanum og þeytið smjörbita í einn í einu. Bragðbætið með salti og pipar. Takið bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í nokkrar mín.. Skerið niður - raðið á diska setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á hvern disk. Berið fram með risotto með villisveppum og eplasalati með kóríander og engifer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Starfsfólk sjúkrahúsa vinnur sína vinnu af hugsjón
Ég er búinn að vera heima síðan um miðjan desember vegna bakveiki ég fór fyrst í uppskurð 2003 og aftur 2006 en varð ekki góður því í bæði skiptin fór ég of fljótt að vinna.Í febrúar sl. Var ég svo skorinn í þriðja sinn og var það frekar mikil aðgerð og ég hef aldrei verið svo mikið verkjaður þegar ég vakna aftur eftir aðgerð,en þeir stóðu ekki lengi yfir þessir verkir og þegar þeir fóru þá fann ég að verkirnir sem höfðu hrjáð mig í ein fimm ár í fótunum voru líka farnir og það var alveg yndislegt að finna ekki verki í fótunum.Ég var í sólahring á spítalanum og fékk frábæra þjónustu sem er stofnunni til mikils sóma þetta var á deild 6 Heila og Tauga skurðdeilf í Fossvogi og er ég þakklátur Aroni Björnssyni og hans starfsfólki. Þegar ég hafði verið heima í þrjár vikur þá var hringt frá Frumherja og sagt að það kæmi maður að skipta um rafmagnsmæla og bara gott með það svo kom maðurinn og ég fór með honum niður í kjallara en leiðin þangað er utandyra og snjór í tröppunum og ég á inniskóm og það var bara á næsta palli sem ég rann fæturnir upp og ég niður á bakið og rann niður nokkrar tröppur og auðvitað verkjaði í bakið en fæturnir sluppu og þetta jafnaði sig og læknirinn sagði að það ætti að vera í lagi bað mig samt um að vera ekki mikið að hreifa mig í hálkunni,en ég þarf að labba þannig að ég fór í Hreyfingu og keypti mér kort og fer þangað og geng á brettinu og skíðavélinni og potast þannig eitt hænufet en finn að ég styrkist vel og vona að ég komist út á sjó í maí,en of snemma ætla ég ekki því mig langar ekki til að verða öryrki út af þessu.Ég vona nú að það fari að vora og hlýna það er búið að vera gott veður undanfarna daga og spáir vel um páska.En svona er nú saga mín í hnotskurn og ástæða þess að ég sé heima en ekki á sjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar