Morgunverðar Tacos

Uppskrift fyrir sex:

180 gr. pylsur, niðurskornar
8 egg, létt hrærð
12 Santa Maria Taco skeljar
200 gr. rifinn ostur
400 gr. tómatar, niðurskornir
400 gr. græn paprika, niðurskorin
1 krukka Santa Maria Chunky salsasósa
1 msk. smjör

 

Steikið pylsurnar á pönnu þar til þær eru steiktar í gegn. Takið þær af pönnunni og haldið heitum.

Bræðið smjörið á pönnu við miðlungshita. Bætið eggjablöndunni út á; steikið í 3 til 4 mín., hrærið stanslaust í á meðan.

Hitið Taco skeljarnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum.

Fyllið Taco skeljarnar með pylsum og eggjum. Setjið síðan ost, tómata, papriku og salsasósu ofan á. Berið fram strax.

Morgunverðar Burritos með kartöflum og eggjum

Uppskrift fyrir tvo:

2 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
2 kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
Kartöflukrydd
3 msk. ósaltað smjör
3 stór egg
2 msk. þeyttur rjómi
35 gr. rifinn Monterey Jack ostur
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. Santa Maria salsasósa
Salt og pipar

 

Bræðið 2 msk. af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Steikið kartöflurnar í 2 til 3 mín., kryddið þá kartöflurnar eftir smekk, og steikið þær í 12 mín. til viðbótar, eða þar til þær verða mjúkar. Setjið síðan til hliðar.

Bræðið 1 msk. af smjörinu á pönnu við miðlungshita. Setjið eggin og rjómann í skál og hrærið saman; kryddið eftir smekk. Hellið út á pönnuna og steikið í ca. 3 mín. Setjið til hliðar.

Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum.

Setjið kartöflur í miðju hverrar tortillu. Setjið svo egg, ost, sýrðan rjóma og salsasósu. Brjótið tortillurnar saman; fyrst hliðarnar yfir innihaldið, síðan saman frá botninum. Berið fram strax.

Hardys Stamp of Australia

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company
Berjategund: Chardonnay , Semillon
Stærð: 75 cl
Verð: 1100 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Um er að ræða þægilegt og létt vín fyrir öll tilefni. Eitt af vinsælustu
borðvínunum í Ástralíu. Stamps er milliþurrt og hefur öll einkenni þrúgublöndunnar. Stamps er með kryddtóna frá Semillion og ríkulega ávexti frá
Chardonnay. Stamps hefur ágæta fyllingu og þægilegt eftirbragð.

Stamps hentar einna best fersku sjávarfangi, léttum pastaréttum, brauðmeti sem og hvítu fuglakjöti.

Olé snittur

36 stk.:

4 stk. Santa Maria Wrap Tortilla
100 gr. pepperoni, niðurskorið
100 gr. rjómaostur
1 msk. ferskur hvítlaukur, saxaður
1 msk. basil
1 msk. oregano
Salt og pipar

 

Setjið rjómaostinn, hvítlaukinn, basil og oregano í matvinnsluvél og maukið. Kryddið eftir smekk. Smyrjið tortillurnar með blöndunni. Setjið síðan pepperoni ofan á.

Rúllið tortillunum upp og kælið í 10 mín. Skerið þversum, raðið á bakka og berið fram.

Skinku og grænmetis snittur

Uppskrift fyrir tólf:

3 stk. Santa Maria Wrap Tortilla

Kryddjurtaostur:
100 gr. rjómaostur
1 skalotlaukur, brytjaður
3 msk. ferskur basil, saxaður
1 msk. ferskt oregano, saxað
2 tsk. ferskur graslaukur, saxaður
1 tsk. ferskur sítrónusafi
1 1/2 tsk. pipar
1/2 tsk. salt

Álegg:
200 gr. gúrka, skorin í þunnar ræmur
1 rauð paprika, skorin í þunnar ræmur
60 ml. edik
9 kálblöð
9 skinkusneiðar, skornar til helminga

 

Kryddjurtaostur:
Setjið allt innihaldið í skál og blandið saman. Setjið til hliðar.

Álegg:
Setjið gúrkuna og paprikuna í skál og hellið edikinu yfir. Hrærið aðeins í. Setjið til hliðar.

Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum. Kælið. Smyrjið hverja tortillu með kryddjurtaostinum. Setjið 3 kálblöð í miðju hverrar tortillu. Setjið síðan skinku, agúrku og papriku ofan á. Rúllið tortillunum upp og skerið í bita. Berið fram.

Dagur er með haghvæmustu leiðina í almenningssamgöngum

Dagur segir borgarstjóra hafa frestað tillögu frá meirihluta

mynd Dagur segir að borgarstjóri hafi frestað því að ræða um lestir í borgarráði.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar segir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi farið fram á frestun á sameiginlegri tillögu allra borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Tillagan gekk út á að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og léttlestakerfi í Reykjavík.

Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Borgarráði vill ekki segja hver fór fram á frestunina og segir að Dagur eigi ekki að tjá sig um hvað einstakir menn í borgarráði geri á fundum.

„Til nokkurra orðaskipta kom um málið en nánast er óþekkt að borgarstjóri fresti undirbúinni tillögu eigin félaga í meirihluta á fundum borgarráðs," segir Dagur í tölvuskeyti sem hann sendi Vísi. Dagur segir að upphaf málsins megi rekja til tillögu minnihlutans um könnun á lestarsamgöngum sem kom í kjölfar niðurstaðinnar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar og var lögð fram í borgarráði 21. febrúar síðastliðinn.

Dagur segir að í borgarráði í gær hafi verið lögð fram jákvæð umsögn umhverfis- og samgönguráðs um þá tillögu „ásamt því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu hana að sinni," bætir hann við. Ennfremur segist Dagur hafa fært borgarráði „kveðjur samgönguráðherra sem er jákvæður fyrir samstarfi um málið og því að deila kostnaði til helminga við úttektina. Verður fróðlegt í meira lagi að fylgjast með hvort frestun borgarstjóra á málinu hafi eitthvað að segja."



mynd

„Það var nú bara þannig að við ætlum að skoða þetta aðeins betur," segir Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki í samtali við Vísi. Hann vill ekki segja hver hafi farið fram á frestunina og segir að Dagur eigi ekki að tjá sig um hvað einstakir menn segja á borgarráðsfundum. „Það voru einhverjir sem vildu skoða þetta betur, hvort um væri að ræða raunhæfa kostnaðaráætlun og þar fram eftir götunum."

„Ég er áhugasamur um að menn skoði þetta vel og við sjáum hvað kemur út úr þessari könnun," segir Gísli og vill ekki gangast við því að Sjálfstæðismenn hafi gert hugmynd minnihlutans að sinni. „Þetta er bara byggt á tillögu þeirra sem var vísað til umhverfis- og samgöngusviðs og var tekið þar til umfjöllunnar," segir Gísli og bætir við: „Það er framfarasinnað fólk í öllum flokkum sem hefur áhuga á þessu máli."


Riccadonna Asti

Tegund: Freyðivín
Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Svæði: Asti
Framleiðandi: Riccadonna
Berjategund: Moscato
Stærð: 75 cl
Verð: 890 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR

 

Hörgult með fínlegurm loftbólum. Ilmur af muskati og ávexti. Létt, ávaxtaríkt, freyðir vel, örlítið kryddað en í góðu jafnvægi. Nokkuð sætt. Riccadonna er frábært vín sem er mjög aðgengilegt og hentar við öll tækifæri. Nýtur sín best kælt 6-8°C og er gott sem fordrykkur og einnig sem eftirréttavín.

Ath. Riccadonna Asti Spumanti er ekki eins sætt og mörg Asti vín. Vandað og gott freyðivín.

Lindt ömmukaka

Uppskrift fyrir sex til átta:

150 gr. Lindt dökkt súkkulaði
150 gr. saxaðar heslihnetur eða möndlur
150 gr. smjör
200 gr. sykur
100 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
5 eggjarauður
5 eggjahvítur
Salt

 

Forhitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjörið og smá salt. Bætið eggjarauðunum og helmingnum af sykrinum út í. Saxið súkkulaðið og bætið út í, ásamt heslihnetunum. Bætið hveitinu og lyftiduftinu út í og blandið vel saman. Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið þar til þær verða stífar. Bætið smám saman afgangnum af sykrinum út í og hrærið í þar til blandan verður glansandi. Hellið blöndunni síðan út í deigið og hrærið saman. Hellið deiginu síðan í kökuform (28 cm.). Bakið í ofni í ca. 50 mín., eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið og stráið síðan flórsykri yfir til skreytingar.

Auðveldar pönnukökur

10-14 pönnukökur:

110 gr. hveiti
2 stór egg
200 ml. mjólk blandað saman við 75 ml. af vatni
50 gr. smjör
Smá salt

 

Sigtið hveitið og saltið í stóra skál. Búið til holu í miðju hveitisins og setjið eggin ofan í hana. Byrjið að hræra eggin saman og takið smám saman hveitið með. Á meðan verið er að hræra, hellið smám saman mjólkurblöndunni út í. Hrærið deigið þar til það er orðið mjúkt og kekkjalaust. Bræðið smjörið á pönnu. Setjið 2 msk. af bráðnu smjörinu út í deigið og hrærið því saman við. Hellið afgangnum af smjörinu í litla skál og notið sem olíu á pönnuna. Hitið pönnuna við háan hita, lækkið hitann síðan niður í miðlungshita. Ausið deigi á pönnuna. Hallið pönnunni til og frá svo deigið dreifist jafnt um hana. Pönnukakan ætti að steikjast á hliðinni á um hálfri mín. Þegar pönnukakan er steikt (gyllt að lit), snúið henni við og steikið hina hliðina. Það ætti einungis að taka nokkrar sek. Þegar pönnukakan er tilbúin setjið hana á disk. Steikið pönnukökur úr öllu deiginu og berið fram með t.d. sykri, sultu og rjóma.

 

Undirbúningstími: 10 mínútur

 

Eldunartími: 10-15 mín. f. allar kökur

Lorella Solito

 

Lorella Solito rekur ásamt eiginmanni sínum, veitingastaðinn og bændagistinguna, La Viranda í Astihéraði, nánar tiltekið í Regione Corte 68/69 sem tilheyrir þorpinu San Marzano Oliveto, sjá kort. Staðurinn hefur getið sér gott orð fyrir frábæra eldamennsku Lorellu og hið fyrsta flokks hráefni sem hún notar, en í ekta ítalskri sveitamatargerð er það bragð og gæði hvers og eins hráefnis sem er aðalatriðið, sem þýðir vitanlega að nota ber ferskasta og besta hráefnið sem völ er á. Ítölsk eldamennska er eimitt mjög árstíðabundin og þeir nýta og njóta þannig best þeirra hráefna sem eru "in season" í það og það skiptið.  La Viranda framleiðir einnig úrvals vín og selja beint af bænum (frábært t.d. brachetto secco vínið "Il Libertino", sem er þurrt brachettovín, en yfirleitt eru brachetto sæt og drukkin sem eftirréttavín).  Astihérað er vínhérað "par excellence" og nægir að nefna hin frábæru Asti freyðivín, moscato, barbera, nebbiolo, dolcetto, gavi, brachetto því til vitnis. Það þarf því engan að undra að vín sé mikið notað í matargerð þar í héraði á jafnsjálfsagðan hátt og hrísgrjón og trufflur eða annað það hráefni sem héraðið státar af. Þó að vín sé gjarnan notað í uppskriftir í héraðinu er ekki þar með sagt að réttirnir séu áfengir, því eins við vitum gufar áfengi upp við suðu að mestu eða öllu leiti. Uppskriftir Lorellu hafa birst í ótal matreiðslubókum, m.a. í hinni frábæru, The Four Seasons of Italian Cooking og í Codice della cucina autentica di Asti sem er safn uppskrifta frá Astihéraði (er einungis fáanleg á ítölsku). Hér fylgja uppskriftir að tveimur klassískum réttum frá Asti,  sem útfærðir eru að hætti Lorellu. Báðir henta vel á páskaborðið. Rísottóið e.t.v. í litlum skömmtums sem forréttur og moscatobúðingurinn sem eftirréttur, e.t.v. skreyttur með grænum vinberjahelmingum og með muldum makkarónukökum í botni mótsins eða eftirréttaglasa sem rétturinn er borinn er fram í (f. e. smekk). Fallegt að bera fram í glösum og skal þá búðingnum hellt beint í þau áður en sett er í kæli.

Rísottó með hvítvíni og púrrum



Moscato-búðingur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband