Rísottó með hvítvíni og púrrum

fyrir fjóra
2 púrrulaukar
1/4 flaska þurrt hvítvín
400 g Arborio eða Carnaroli hrísrjón (Riso Gallo)
góður kjötkraftur
smjör
jómfrúrólífuolía
nýrifinn parmesanostur (Galbani)

 

Þvoið púrrur og saxið niður hvíta hlutann. Yljið saxaðan púrrulaukinn í smjörklípu og dreitil af ólífuolíu í djúpri pönu eða víðum lágum potti. Hellið víninu út á og látið gufa upp. Þegar púran er fallega ljósgyllt, hellið þá grjónum út á pönnu og ristið þau í skamma stund. Þegar grjónin eru léttistuð, hellið þá ausu af heimalöguðum eða góðum tilbúnum kjötkrafti út á grjón og látið gufa upp. Hrærið reglulega í grjónum. Bætið við krafti í litlum skömmtum og látið gufa upp, þar til grjónin rísottó er soðið "al dente" (ca. 20 mín.). Smakkið til. Bætið smjörklípu saman við í lokin ásamt rifnum parmesanosti. Látið bíða augnablik og berið fram.

Byggottó með kjúkling og kóríander

Fyrir fjóra
200 g bankabygg
250 g zucchini
½ grillaður kjúklingur tættur niður í strimla
½ l grænmetiskraftur
½ laukur
1 hvítlauksgeiri
1 búnt ferskt kóríander
3 msk kóríanderpestó frá Saclà
½ glas þurrt hvítvín
2 msk jómfrúrólífuolía (Carapelli)
20 g smjör
salt og hvítur pipar

 

Leggið bankabyggið í bleyti í 6-8 tíma. Skolið zucchini og skerið í sneiðar (ef það er mjög stórt skerið þá sneiðar í tvennt). Saxið smátt lauk, hvítlauk og kóríanderlauf. Hitið olíuna og mýkið laukana og kóríander í henni. Síið vatnið vel frá bankabygginu og bætið út á pönnuna og ristið ásamt grænmetinu í 3-4 mín. Hellið víni saman við og látið gufa upp. Smakkið til með saltinu. Hellið tveimur ausum í einu út á pönnuna af sjóðheitum kraftinum og látið alltaf gufa upp á milli þess sem bætt er í af vökva. Er byggottóið hefur kraumað í 10 mín., bætið þá zucchini og kjúkling saman við og sjóðið áfram í 15. mín ca. Þegar byggið er soðið, bætið þá smjörklípu og kóríandermauki út á pönnu og blandið vel. Kryddið með hvítum pipar rétt áður en rétturinn er borin fram og skreytið með ferskum kóríanderlaufum.

Bava Alteserre Monferrato DOC

Tegund: Hvítvín
Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Svæði: Monferrato
Framleiðandi: Bava
Berjategund: Chardonnay , Cortese
Stærð: 75 cl
Verð: 1829 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Alteserre er flaggskip Bava fjölskyldunnar í flokki hvítvína. Vínið inniheldur staðbundnar þrúgur, Cortese, sem einunigs vaxa í Piemonte héraðinu. Alteserre er flókið hvítvín, þykkt og hefur einstaka bragðeiginleika. Alteserre er hvítvín sem þroskast með aldri og má geyma. Vínið er rúnað og nokkuð sætt, hentar vel með mörgum fiskréttum og jafnvel mjúkum ostum.

Rauðspretta

Fyrir 4

800g rauðsprettuflök
hveiti
olía  og smjör til steikingar
karrí
salt og pipar

1 peli rjómi
100  g gráðaostur
salt og Pipar
Maizena sósujafnari ljós
Oscar fiskikraftur
1 banani skorinn í skífur
1 epli skorið í skífur

Matreiðsla
Veltið niðurskornum rauðsprettuflökum uppúr hveiti sem kryddað hefur verið með karrí og salt og pipar .  Steikið flökin við háan hita í ólífuolíu með smá smjöri í.

Sósa
Setjið rjóma og gráðaost saman í pott og bræðið saman.  Kryddið til með fiskikrafti smá salti og pipar og þykkið með Maizena sósujafnara. Setjið eplin og banana útí og látið krauma við vægan hita í smá tíma.

Framreiðsla
Setjið flökin á fat og hellið rjómablöndunni og raðið  skífunum  ofaná. Berið fram með fersku grænmeti frá Florette, nýjum kartöflum, brauði og pesto.
 


Ofnbakaður lax með salsasósu

Uppskrift fyrir fjóra:

4 laxasteikur, ca. 180 gr. hver
4 Patak´s Pappadums, steiktar og muldar niður
1 msk. Patak´s Madras kryddmauk í dós (mild eða hot)
1 egg, þeytt
Olía til steikingar

Salsasósa:
1 ferskur mangó ávöxtur, skorinn í teninga
100 gr. ferskur ananas, skorinn í teninga
50 gr. rauðlaukur, saxaður
1 grænn chilli pipar (fræin tekin úr)
Nokkur kóríanderlauf, söxuð
Salt

Steikið pappadumskökurnar skv. leiðbeiningunum á umbúðunum. Myljið kökurnar svo niður. Blandið mylsnunni og Madras kryddmaukinu saman. Veltið laxinum upp úr egginu og svo upp úr mylsnunni. Hitið olíuna á pönnu og létt steikið laxinn, ca. 1½ mín. á hvorri hlið. Forhitið ofninn í 200°C. Setjið laxinn í eldfast mót og bakið í ca. 4 mín., eða þar til bakaður í gegn. Berið fram með salsasósunni og hrísgrjónum.

Salsasósa:
Setjið innihaldið í skál og blandið saman. Saltið eftir smekk. Geymið í kæli í 1 klst. áður en borið er fram.


Bolla Amarone Della Valpolicella

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Svæði: Valpolicella Classico
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Corvina Veronese , Molinara , Rondinella
Stærð: 75cl
Verð: 2890 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Margbreytilegur,áhrifamikill og létt kryddaður ilmur. Þurrt,mjúkt og þungt með
þægilega bitru eftirbragði. Amarone Della Valpolicella fellur best með þungum
mat, s.s. villibráð og dökku kjöti.

Bolla framleiðandinn er upphafsmaður Amarone framleiðsluferlinu en framleiðslu ferli Amarone vína er afar sérstakt að því leiti að tínslan fer fram um miðjan október en fyrsta gerjunin er í janúar og seinni í mars. Berin eru hand týnd og sér valin eftir þroska. Berin eru svo sett á viðarbakka og þurrkuð á háaloftum. Þrúgurnar missa 30-40% af vökva sínum og verða því sykurmiklar. Amarone vín eru með háan styrkleika vegna sykurmagns þrúganna.

Bolla Amarone della Valpolicella 1996 won a Silver Medal at the Japan
International Wine Challenge 2000.

 

 


Sálin hljómsveit allra tíma

Til hamingju Íslendingar með daginn tuttugu ára afmæli  Sálarinnar.

Bolla Sangiovese Di Romagna

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Emilia-Romagna
Svæði: Romagna
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Sangiovese
Stærð: 75 cl
Verð: 1090 kr.
Sölustaðir: Akureyri Hafnafjörður Seltjarnarnes Kringlan Heiðrún

 

Sterk berjalykt eins og rifsber, súr kirsuber, plómur og fjólur. Þurrt og með hreinu kryddbragði, í góðu jafnvægi með frískandi sýru sem vegur á móti hinum mikla ávexti Sangiovese. Auðdrekkanlegt vín. Sangiovese di Romagna er framleitt og geymt í stáltönkum. Er best notið innan þriggja ára frá árgangsdegi.

Hentar vel pasta með tómatssósu, rifum, kjúklingi, kálfakjöti, svíni, nauti og köldum kjötréttum sem og köldu salati.

Penne með ítölskum tómötum og fersku basil

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. ferskt penne frá Rana
1 dós (400 gr.) Cirio ítalskir tómatar
1 hvítlaukgeiri, niður saxaður
2 msk. Extra Virgin ólífuolía, t.d. frá Carapelli
10 lauf af ferskri basiliku, lítil blöð
Vænn skammtur af þurrkaðri basiliku

 

Sjóðið vatn í potti, fyrir pastað. Ath. að alltaf á að láta vatnið sjóða áður en pastað er sett út í.

Mýkið hvítlaukinn í ólífuolíu á pönnu. Bætið við tómötunum, hrærið saman og kryddið eftir smekk. Sjóðið sósuna í u.þ.b. 10 mínútur, með því að hræra stöðugt í. Bætið fersku basilikunni saman við rétt áður en sósan er borin fram, ásamt vænum skammti af þurrkaðri basiliku.

Sjóðið pasta í potti, saltið vatnið með saltflögum (t.d. Maldon sea salt), sjóðið
Penne þar til "al dente". Sigtið pastað og blandið saman við sósuna í skál. Gott getur verið að blanda dálítilli ólíufuolíu yfir réttinn rétt undir lokin, til frekari bragðauka. Gefið kost á að setja parmesan ost út á diskinn.

Heitur brauðréttur með Parmaskinku, aspas og spínati

Uppskrift fyrir fjóra:

1 lítill brauðhleifur með góðri skorpu, fjarlægið endana og skerið brauðið í 4 þykkar sneiðar
300 gr. aspas, niðurskorinn (aftasti harði hluti fjarlægður)
300 gr. spínat, niðurskorið
125 gr. Fiorucci Parmaskinka
50 gr. rifinn ostur
4 egg
1/4 tsk. salt
1/8 tsk. nýmalaður svartur pipar

 

Forhitið ofninn í 230°C. Setjið brauðið á plötu með bökunarpappír og ristið í ofninum, snúið einu sinni við, þar til ljósbrúnt að lit, ca. 5 mín. allt í allt. Setjið brauðið í eldfast mót.

Á meðan sjóðið aspasinn þar til hann verður mjúkur, um 5 mín. Skolið aspasinn síðan í köldu vatni og þerrið.

Búið til "holu" með fingrunum í miðju hverrar brauðsneiðar. Setjið eina eða tvær sneiðar af Parmaskinku á barma holunnar. Geymið 2 msk. af rifna ostinum. Skiptið afgangnum af ostinum á milli brauðsneiðanna, setjið hann í miðju hverrar "holu". Setjið spínatið ofan á ostinn og síðan aspasinn ofan á spínatið. Brjótið egg í lítinn disk. Hellið því varlega ofan á spínatið. Endurtakið með eggin sem eftir eru. Kryddið eggin með salti og pipar. Stráið afgangnum af ostinum yfir. Hyljið eldfasta mótið og bakið í ofni í 10 til 15 mín.

 

 

Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur

 

Eldunartími: innan við 30 mínútur

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband