Sunnudagur, 9. mars 2008
Ítölsk fiskikássa

670 gr. þorsk fillet, skorin í teninga
225 gr. gulrætur, skornar í lengjur
1 dós (400 gr.) Cirio saxaðir tómatar
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, saxað
10-12 svartar ólífur
2 lárviðarlauf
1 msk. Carapelli ólífuolía
Salt og nýmalaður svartur pipar
1. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar í 2 til 3 mín.
2. Bætið tómötunum, ólífunum og lárviðarlaufunum út í. Kryddið eftir smekk.
3. Bætið fisknum út í og steikið í 8 til 10 mín.
4. Fjarlægið lárviðarlaufin og berið réttinn fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Torres Gran Sangre De Toro Reserva

Land: Spánn
Hérað: Penedés
Svæði: Catalonia
Framleiðandi: Miguel Torres
Berjategund: Carinena , Garnacha , Syrah
Stærð: 75 cl
Verð: 1470 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Torres Gran Sangre de Toro er einkar dæmigert fyrir Spán. Vínið er blanda af ofangreindum þrúgum af vínekrum sem gefið hafa af sér þrúgur allt frá tímum Rómverska keisarans Augustin. Rúbínrautt að lit með mahóní-lit á jöðrunum. Hlýr og seðjandi ilmur af kryddi og þroskuðum brómberjum. Ákaflega gott jafnvægi og flauelsmjúkt tannín er það sem menn verða fyrst varir við og eftir að hafa velt því í munni koma berlega í ljós þurrkaðir ávextir, s.s. fíkjur og ferskjur.
Gran Sangre De Toro er geymt á nýjum amerískum eikartunnum fyrstu 6 mánuðina og fer síðan á notaðar eikartunnur og er þar í þrjú ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Fiski Tortillas

500 gr. þorskflök, roðflett, skorin í ca. 3 cm. breiðar lengjur
1 pkn. Santa Maria Wrap Tortilla
1 lítill laukur, niðurskorinn
2 msk. olía til steikingar
Salt og pipar
Meðlæti:
Santa Maria Chunky salsasósa og niðurskorið grænmeti (t.d. salat, tómatar, laukur, avocado).
Hitið olíuna á pönnu. Setjið fiskinn út á og steikið í ca. 2 mín. á hvorri hlið. Bætið lauknum út í, lækkið hitann og steikið þar til laukurinn verður glær að lit. Kryddið eftir smekk. Setjið í mót og berið fram ásamt meðlætinu.
Hitið tortilla kökurnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum og berið fram með.
Undirbúningstími: 5 til 10 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
Fylltar kartöflukrókettur
![]() 2 egg hnefafylli nýrifinn parmesanostur ögn af múskat salt saxað 2 msk saxað ferskt basil, kóríander eða steinselja Ragúfylling Fylling: 400 g magurt svínahakk eða blandað kálfa og svína 1/2 laukur 2 saxaðir hvítlauksgeirar 1 gulrót smátt skorin 2 saxaðir sellerístönglar 1 msk jómfrúrólífuolía 1 lítið glas af þurru hvítvíni 250 g tómatar í dós (Cirio) 2 msk tómatpuré salt og pipar óriganó 1 bolli kjötkraftur hnefafylli grænar baunir (ferskar eða frystar)Má sleppa. ca 3/4 l matarolía til að steikja upp úr (t.d. sólblóma eða jarðhnetuolía) egg og raspur til að velta krókettum upp úr Sjóðið kartöflurnar "al dente" í söltu vatni (grófu salti), semsagt þannig séu stökkar, en samt auðvelt að stappa þær. Flysjið kartöflurnar og stappið. Hrærið eggjum, osti og kryddi saman við og kælið. Fylling: Búið ragúfyllingu til daginn áður og geymið í kæli. lok suðutíma. Ragúsósan skal vera mjög þurr (ólíkt því er um pastasósu er að ræða), því annars lekur fyllingin út úr kartöflukúlunum. Yljið grænmetið í olíu í potti ásamt hakkinu. Hellið víni saman við og hrærið vel. Er vínið hefur gufað upp, bætið þá tómötum og puré saman við ásamt kryddi. Látið malla í a.m.k. 1 klst (eða þar til nær allur vökvi hefur gufað upp). Bætið baunum út í við lok suðutíma. Hnoðið aflanga bolta úr köldu kartöflufarsinu og þjappið vel saman. Borið gat inn í kúluna með tveimur fingrum og víkkið út til hliðanna eins og mögulegt er (haldið með hini hendinni vel um kúluna). Troðið varlega eins miklu og hægt er af kjötfyllingu inn í kartöflukróketturnar. Lokið fyrir gat, þjappið og þrýstið kúlum vel saman, veltið upp úr eggi og þá dálitlum raspi og steikið í dágóðum skammti af olíu 3/4 l ca. *Þeir sem ekki nenna að búa til kúlar geta gert Gateau di patate eða kartöfluköku í eldföstu formi. Formið er smurt að innan og síðan er raðað til skiptis lagi af kartöflumauki og ragú og einni e.t.v. settir ostbitar og nokkrir sveppir ef vill. Efst skal vera kartöflulag. Dreypið dálítilli olíu yfir og bakið við 175 gr. þar til yfirbragð kökunnar er stökkt og gyllt (ca. 20 mín.) ![]() Undirbúningstími: innan við 1 klst. Eldunartími: innan við 2 klst. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 8. mars 2008
Nottage Hill Shiraz
![]() Land: Ástralía Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company Berjategund: Shiraz Stærð: 75 cl Verð: 1390 kr. Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni Kryddaður ilmur, klassískur fyrir þennan ríkulega Ástrala. Vínið er ríkmannlegt en mjúkt, með innslagi af plómum, dökkum berjum og eik. Virkilega kröftugt en mjúkt og tamið. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
Bhuna lamb

450 gr. lambakjöt, skorið í teninga
50 gr. milt Curry Paste kryddmauk
250 gr. tómatar, niðurskornir
200 gr. laukur, niðurskorinn
2 msk. hvítlaukur, maukaður
4 msk. olía til steikingar
Negull
Kardimomma
Kanill
Lárviðarlauf
Ferskur kóríander
Salt
Sykur
Hitið olíuna á pönnu og bætið lárviðarlaufi, kardimommu, kanil og negul út á. Bætið síðan lauknum út í og látið malla í 5 til 10 mín. Bætið karrý kryddmaukinu út í og síðan hvítlauknum, steikið í 2 til 3 mín. til viðbótar. Bætið tómötunum út í og látið malla í 10 til 15 mín., hrærið í eftir þörfum. Bætið lambakjötinu út í og steikið við lágan hita í 30 mín., eða þar til kjötið er steikt í gegn. Saltið og sykrið eftir smekk. Skreytið með ferskum kóríander og berið fram.

Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur
Eldunartími: innan við klukkutími
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
Le Piat D´or Red

Land: Frakkland
Hérað: Vin de pays d'Oc
Svæði: Languedoc
Framleiðandi: Piat Pére & Fils
Berjategund: Cinsault , Grenache , Syrah
Stærð: 75 cl
Verð: 990 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Ávaxtaríkur ilmur sem er mjög þroskaður, afar ferskt vín með góðri fyllingu,
drekkist ungt.
Piat D´or er eitt af þessum ungu og léttu vínum sem fást í verslunum ÁTVR, hér
fara saman verð og gæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. mars 2008
Tortelloni Mediterrano
![]() 250 gr. ferskt Tortelloni með Ricotta og spínati frá Rana 300 gr. tómatar úr dós, t.d. frá Cirio 100 gr. Mozzarella ostur 50 gr. Ricotta ostur Rifinn parmesan ostur 1 hvítlauksgeiri 3 msk. ólífuolía Fersk basillauf Salt og pipar Chilliduft Gerið sósu í potti úr tómötunum, olíunni, hvítlauknum og dálitlu chilli. Bætið við basil laufum, ricotta ostinum og dálitlu salti. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakka (5 mínútur), og leggið í eldfast mót. Hellið sósunni saman við, skerið niður Mozzarella ostinn í teninga og stráið yfir ásamt rifnum parmesan osti. Látið brúnast í ofni í u.þ.b. 200°C í 5 til 7 mínútur. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. mars 2008
Fortius Tempranillo
![]() Land: Spánn Hérað: Navarra Framleiðandi: Bodegas Valcarlos Berjategund: Tempranillo Stærð: 75cl Verð: 1090 kr. Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni Ávaxtaríkur ilmur. Vanilla og ávextir ljá þessu víni ferskleika og mýkt en jafnframt einkenna góð tannín þetta unga Tempranillo sem eyddi 6 mánuðum á Amerískri eik áður en það fór á flöskur. Þetta skemmtilega og aðgengilega spænska vín hentar vel vil flest tækifæri, t.d. frábært með grillmat, nauti, lambi, kjúkling og ostum, en er einnig got til að dreypa á eitt og sér e.t.v. með blönduðum hnetum og ólífum. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 7. mars 2008
Grillaðar lamba-lundir með marineruðu grænmeti
800 g lambalundir
Kryddlögur Cous-cous |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar