Nauta File með blönduðum sveppum og hvítlaukssósu.


Fyrir 4

8 steikur Nauta File 110-120 g
Salt og Pipar
3-4 msk olía til steikingar
Stór rauðlaukur í sneiðum
2 portobellosveppir skornir til helminga
1 askja flúðasveppir
1 askja kastaníusveppir
2 msk hvítlaukur saxaður
1 búnt steinselja söxuð
safi úr 1 sítrónu
1 teningur kjúklingakraftur
3 pelar rjómi

Steikin brúnuð í olíunni á heitri pönnu, saltað og piprað og sett í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 6 mínútur. Gott er að hvíla steikina á borðinu aðeins áður en hún er sett á diskinn. Grænmetið steikt og léttbrúnað, Rjóma, kjúklingakrafti og sítrónusafa bætt í og soðið 3-4 mín. Allt sett á disk og steikin lögð ofan á. Tilvalið meðlæti er pasta eða kartöflur.

 

Glerhús?

Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið

mynd Kate og Gerry McCann á leið á fund með lögmönnum sínum í London á síðasta ári. MYND/AFP

Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt.

Aðallega er litið til útgáfu dagblaða Express Group; The Daily Express, The Sunday Express, The Daily Star og The Daily Star Sunday.

Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar staðfesti við Sky fréttastofuna í dag að lögmenn væru í viðræðum og skoðuðu greinar um málið í öllum blöðum. Hann neitaði því hins vegar að stefna hefði verið gefin út.

„Við erum afar óánægð með umfjöllun The Express Group. Við höfum alltaf sagt að hún hafi verið sú versta í öllum slúðurblöðunum," sagði hann.

Hann bætti við að upphæðir sem slegið hefði verið upp í fjölmiðlum væru byggðar á vangaveltum. Express Group hefði ekki boðið að semja utan réttarsala.

Samkvæmt lögum í Bretland má líða ár frá birtingu greinar þar til ákveðið er að fara í mál vegna innihalds hennar. Talið er að lögmennirnir séu að meta umfjöllunina þar sem árið verið runnið upp í maímánuði og þá verði ákvörðun að liggja fyrir.

Mitchell neitaði því að reynt væri að fara þessa leið þar sem helmingur fjármagns í Find Madeleine sjóðnum væri uppurið. Hann sagði ennfremur að kæmu einhverjir peningar inn vegna málsóknar færu þeir beint í sjóðinn.


Kjúklingur með kryddmauki og engifer

Uppskrift fyrir tvo:

250 gr. kjúklingur, niðurskorinn
70 gr. Patak´s Balti Curry Paste kryddmauk
80 gr. laukur, niðurskorinn
200 gr. tómatar, niðurskornir
20 gr. engifer, niðurskorið
2 msk. hrein jógúrt
2 msk. rjómi
2 msk. ferskur kóríander, niðurskorinn
2 msk. olía

 

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í ca. 2 mín. Bætið Balti kryddmaukinu út í ásamt kjúklingnum og steikið í ca. 3 mín. Bætið tómötunum, jógúrtinni og engiferinu út í, setjið lok á pönnuna og látið malla í 10 mínútur. Takið lokið af, setjið síðan rjómann út í og látið malla í nokkrar mín. í viðbót eða þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Skreytið með kóríandernum og berið fram t.d. með hrísgrjónum og Naan brauði.

Með salatinu

Campillo Crianza

Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Hérað: Rioja
Framleiðandi: Bodegas Campillo
Berjategund: Tempranillo
Stærð: 75 cl
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Fagur kirsuberjarautt með rúbínsgljáa og vott af gulbrúnni slikju.
Í nefi djúpur flókinn ilmur. Áberandi ávextir, leður og vanilla.
Fínlegt og mjúkt í munni, tannín í góu jafnvægi. Langt eftirbragð.

Vínið er tilvalið með létt grilluðu kjöti hvort sem er rauðu eða ljósu og eins eggjakökum, svepparéttum, þroskuðum ostum, hráskinku og kryddpylsum, einkum og sérílagi hinni spænsku chorizo.

 


MMMMMMMM þetta er gott

Kartöflusalat með chorizo

fyrir 4
8 meðalstórar kartöflur
1/2 El Pozo chorizo kryddpylsa skorin í teninga
2-3 vorlaukar
1/2 bolli grænar frosnar baunir
1/2 krukka Saclà grilluð rauð paprika (olía síuð frá)
5-6 msk (eða e.smekk) Newman´s Own Balsamic vinaigrette salatsósa

 

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í sneiðar. Yljið chorizobitana í millitínni á teflonpönnu (í engri fitu), og ristið ögn (passið að brenni ekki). Komið þeim fyrir á eldhúpappír og þerrið af mestu fitu. Sjóðið baunirnar í öðrum potti um leið og kartöflurnar þar til "al dente". Saxið ljósa hluta vorlauksins niður smátt. Skerið paprikuna niður í ræmur. Komið kartöflusneiðum fyrir á diskum og dreyfið chorizo, baunum og paprikusneiðum yfir. Hristið vel upp í salatsósuflösku og hellið sem samsvarar 5-6 msk af sósu í litla skál og blandið söxuðum vorlauknum saman við. Dreypið Newman´s Own salatsósunni ásamt vorlauknum yfir kartöflusalatið og berið fram volgt.

*Í stað chorizo má nota ristaða beikonbita, ristaða peperonipylsubita eða grillaða vínarpylsubita. 

 

Undirbúningstími: innan við 10 mínútur

 

Eldunartími: 20-25 mínútur

Vissi Júlíus Vífill ekki að Reimálsumræðan væri búin

Hvað var Júlíus V Ingvarsson að gera í viðtalinu á stöð 2 í Ísland í dag hvað ætlaði hann sér ætlaði hann að niðurlægja mótherja sinn með háðsglottinu,hún rak Reimálið ofaní kok á honum, hann ætlaði að ljúga upp á hana og Svandísi en tókst það ekki,þetta Reimál er búið en hann er kannski svona seinn að hugsa að hann heldur að það sé enn í umræðunni.Mér finnst Júlíus aldrei vera maður til eins eða neins enda maðurinn fæðst með silfurskeið í munni og veit ekkert hvað það er vinna og strita fyrir launum.Mér finnst það minnkun fyrir okkur borgarbúa að við séum svo illa haldin að við þurfum svona mann í borgarmálin.

Smá þekking

 slóðum Valpolicella

 


Valpolicella er landsvæði hinna miklu Verónavína. Valpolicella DOC (upprunavottað landsvæði), teygir sig frá hæðunum norður af Veróna (þ.á.m. Valpolicella) og nær til Valpantena í vestri og dalanna Valle di Mezzane og Val d´Illasi í austri. Nálægðin við Gardavatn og hið ferska golukennda loft sem berst frá Lessini-fjöllunum í norðri sameinast um að skapar sérstaklega hentugt loftslag (pedoclimatic) og aðstæður til vínræktunar og eins til ræktunar bæði ólífutrjáa og kirsuberjatrjáa. Valpolicella Classico vínið er framleitt í elsta hluta svæðisins, s.s. í Le Valli di Negrar-dölunum, Marano og Fumane þar sem hæð yfir sjávarmáli er frá 70-400 m. Vínin eru búin til úr þrúgunum Corvina veronese, Rondinella og Molinella og stundum er eftirfarandi þrúgum blandað saman við: Rossignola, Negrara, Corvinone. Úr þessari blöndu verða til vín með góðan strúktúr, kraftmikil og í góðu jafnvægi (stundum smákeimur af beiskum möndlum), sem greinast svo í eftirfarandi formgerðir: Valpolicella, classico o superiore og Recioto della Valpolicella (classico eða freyðivín "spumante"). Hér er um að ræða vín sem hvort um sig hafa sín sérkenni og sem eru framleidd hvor á sinn hátt. Amarone (eitt dýrasta og mest metna vín á Ítalíu) er t.d.  þurrt vín sem unnið er úr sérvöldum Valpolicellaberjum "orechiette" (eyrum á vínberjaklasanum). Þetta eru berin sem fá á sig mesta sól og eru því sætust, greinarnar utan á klasanum eru skorin frá og berin þurrkuð á stramottum í sólinni og svo pressuð. Slík ber eru kölluð "uva appassita" og þetta er aðferð sem notuð er til a búa til sæt vín, en Recioto della Valpolicella er einmitt sætvín sem tilvalið er með eftirréttum, ólíkt Amarone, þó svo um sömu ber sé að ræða, en aðferðin við Recioto er svo á endanum önnur og er hér um "vino passito" að ræða. Amarone er með hátt alkohólmagn (að meðaltali 14 gráður).


Kristall

Spiegelau


Heimkynni Spiegelau kristalsins er smábærinn Spiegelau sem staðsettur er í hjarta Bavarian skógarins, um 40 km. norður af Passau. Hrífandi umhverfið hefur leitt til þess að í dag er svæðið fjölsótt af ferðamönnum, auk fjöldans sem heimsækir staðinn út af glervörunum sem eru framleiddar þar.

Spiegelau glervörurnar njóta mikils álits á meðal kunnáttumanna í bransanum og heimsþekktir vínþjónar, veitingastaðir, hótel og flugfélög nota Spiegelau vörurnar.


Verður þetta að veruleika

Innlent | mbl.is | 5.3.2008 | 19:14

Fyrirvari um virkjunarleyfi

Í lok febrúar sl. gengu Landsvirkjun og Verne Holding frá raforkusölusamningi vegna netþjónabús á Suðurnesjum sem taka á til starfa á næsta ári og verður komið í fullan rekstur árið 2012. Sá fyrirvari er í samningum fyrir raforkusölu Landsvirkjunar að öll leyfi fáist, þar á meðal virkjunarleyfi fyrir virkjunum fyrirtækisins í neðri hluta Þjórsár. Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar.

Mörður Árnason, Samfylkingu, gagnrýndi þetta á Alþingi í dag og líkti Landsvirkjun við sérríki í ríkinu. Að sögn Marðar er það Alþingis að afhenda þessi vatnsréttindi ekki Landsvirkjunar og með þessu sé fyrirtækið að reyna að beita Alþingi fjárkúgun.

Þessu mótmælti Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, og sagði þetta ekki benda til þess að Landsvirkjun hafi Alþingi í vasanum og geti beitt það fjárkúgun.

Landsvirkjun hefur á undanförnum mánuðum átt könnunarviðræður við fjölmörg fyrirtæki sem vilja byggja upp starfsemi á sviði hátækni á Suður- og Vesturlandi og hafa áhuga á raforkukaupum úr virkjunum þeim sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár.

„Auk netþjónabúsins má minna á að samningaviðræður eru í gangi við fyrirtæki vegna mögulegrar framleiðslu á hreinkísli í Þorlákshöfn. Ljóst er að eftirspurnin eftir orku er langt umfram framboð og fyrir liggur að Landsvirkjun hefur ekki aðra virkjunarkosti en í neðri hluta Þjórsár tiltæka til raforkusölu á Suður- og Vesturlandi.  Þá er svigrúm í raforkukerfinu til aukinnar orkuframleiðslu lítið þar sem mikil aukning í raforkusölu hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum og eykst áfram á árinu.

Benda má á að Becromal hefur orkufreka starfrækslu rafþynnuverksmiðju á Akureyri síðar á árinu með rafmagni frá Landsvirkjun án þess að til komi nýjar virkjanir.

Af gefnu tilefni er rétt að árétta að þar sem ekki hefur enn verið gefið út virkjunar- og framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár eru samningar Landsvirkjunar við Verne og aðrir orkusölusamningar sem fyrirtækið kann að gera á næstunni við aðila sunnan heiða gerðir með fyrirvara um að tilskildar heimildir fáist fyrir virkjunum í Þjórsá.

Undirbúningi virkjana í Þjórsá miðar áfram þannig að framkvæmdir gætu hafist á lok ársins eða á fyrri hluta næsta árs ef allt gengur eftir," samkvæmt frétt á vef Landsvirkjunar.


Hvítvínið með

Banrock Station Colombard/Chardonnay

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Svæði: Riverland
Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company
Berjategund: Chardonnay , Colombard
Stærð: 75 cl
Verð: 990 kr.
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720

 

Colombard gefur víninu skemmtilegan tón af jurtakryddum sem spila á móti ferskjunum frá Chardonnay þrúgunni. Mjúk eikin rúnnar vínið og gefur því flókið yfirbragð. Skemmtilegt vín, ferskt og líflegt, ávaxtakennt með mjúkri eik.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband