Sjávarréttasalat

 


Forréttur fyrir 6

Innihald:

115 gr hreinsaður smokkfiskur.
1 stk stór gulrót, hreinsuð
¼ eða ½ stk iceberg haus (fer eftir stærð)
½ stk gúrka, skorin í litla teninga.
12 stk  ferskur kræklingur í skel, gufusoðin
100 gr pillaðar rækjur
1 msk  kapers

Dressing:

2  msk ferskur sítrónusafi
3 msk ólifuolía
1 msk steinselja, söxuð
salt og nýmalaður svartur pipar.

Aðferð:

1  Snöggsjóðið smokkfiskin og kælið undir köldu vatni og þerrið.

2  Skerið þunnar sneiðar af gulrótinni, gott er að nota gulrótarskrælara.

3  Þrífið salatið og látið liggja smá stund í köldu vatni, þerrið

4  Setjið í skál, smokkfiskin, kræklingin, rækjurnar, gulræturnar, iceberg, gúrkuna og kapers.

5  Dressingin: öllu er blandað vel saman og hellt yfir salatið


Aldamóta humarsúpan

 




Súpa fyrir 4

Humarsoð:

1 kg humarklær eða skeljar
4 msk ólifuolía
4 stk hvítlauksrif "söxuð"
1 stk  lárviðarlauf
1 tsk karrý
1 tsk sjávarsalt
3 msk tómatpurrée
2 msk worchester
2 L vatn
smá safranþræðir

Humarsoð-aðferð:

1  Skeljarnar eru léttbrúnaðar í ólifuolíunni ásamt öllu kryddi og síðan klárað með tómatpurrré og worchester.

2  Vatnið hellt útí og suðan látin koma upp og sjóðið í ca. 2 tíma

Súpan:

6 dl humarsoð
2 dl hvítvín
1 dl rjómi
8 stk meðalstórir humarhalar "léttsteiktir"
1 msk koníak
4 msk þeyttur rjómi "settur í súpuskálina"

Aðferð:

1  Allt sett saman og bragðbætt (ef þarf) með sama kryddi og í humarsoðinu.

2  Ekki þykkja.

3  Borin fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði.


Beck´s flaska 33cl

Tegund: Bjór
Land: Þýskaland
Framleiðandi: Inbev
Stærð: 33cl
Verð: 189 kr.
Sölustaðir: ÁTVR - 500 tegunda verslanir

 

Beck´s er ekta þýskur lagerbjór, bruggaður eftir svokölluðum "reinheitsgebot" reglum frá 1516, sem kveða á um að bjór megi aðeins brugga úr möltuðu byggi, humlum, geri og vatni.

Beck´s er stærsti útflutningsbjór þýskalands og er seldur í yfir 125 þjóðlöndum og heldur þar með einkennismerki þýsks bjórs á lofti um víða veröld.

Ofnbakað tacos með osti og salsasósu

Uppskrift fyrir fjóra:

350 gr. Santa Maria Chunky salsasósa
6 stk. Santa Maria taco skeljar, brotnar í litla bita
100 gr. rifinn ostur
1/2 laukur, niðurskorinn
1 msk. olía til steikingar

Til skreytingar:
Sýrður rjómi, niðurskornir jalapeños, niðurskorinn lárpera (avocado)

 

Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur, ca. 1 til 2 mín. Hellið salsasósunni út á. Látið sjóða. Lækkið hitann. Látið malla í 3 til 4 mín. Setjið helminginn af taco skelja bitunum í botninn á eldföstu móti. Hellið helmingnum af sósunni yfir og setjið síðan helmingin af ostinum ofan á. Setjið síðan afganginn af taco skelja bitunum ofan á ostinn, afganginn af sósunni ofan á, og að lokum afgangin af ostinum. Bakið í ofni í 10 til 15 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Skreytið með sýrðum rjóma, jalapeño sneiðum og lárperu sneiðum. Berið fram strax.

Vínið með Eggaldin

Palandri Pinnacle Sauvignon Blanc

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Svæði: Vestur Ástralía
Framleiðandi: Palandri
Berjategund: Sauvignon Blanc , Semillon
Stærð: 750ml
Verð: 1200 kr.
Sölustaðir: ÁTVR - reynslusala og kjarnaverslanir (Heiðrún og Kringlan)

 

Palandri Pinnacle Sauvignon Blanc hefur lit sem minnir á græn epli og undirtónninn í angan vínsins eru suðrænir ávextir og blóm. Vínið hefur langt bragð og ávaxtaríkt og létta sýru.

Þetta vín hentar afar vel með fiski, kjúklingi, krydduðum sjávarréttum en einnig með ýmsum kjötréttum

Létt

Eggaldin fyllt með kúskús og tómötum

fyrir fjóra
2 stór eggaldin
1 krús Oven roasted tómatar með ólífum frá Saclà
200 g kúskús (Tipiak)
2 msk möndluflögur
jómfrúrólífuolía
salt og pipar
nokkur fersk basilíkulauf

 

Skerið eggaldin langsum í tvennt, skerið djúpar rákir í eggaldinkjötið með hníf. Dreypið olíu yfir, saltið og piprið og bakið í ofni í um 20 mín. við ca. 175 gr.
Látið suðu koma upp á 200ml af vatni, takið pot af hellu og hellið kúskús saman við. Blandið vel saman og látið bíða í 10 mín. Kælið kúskús undir rennandi vatni í fínu sigti, látið vatn drjúpa vel af og þerrið og aðgreinið kúskús með gaffli, þannig sé ekki klesst, heldur kornkennt. Takið eggaldin úr ofni og skafið eggaldinkjötið varlega innan úr hýði. Blandið Oven roasted Saclà tómötunum saman við kúskúsið ásmat eggladinkjötinu og möndluflögunum. Smakkið til með olíu, salti og pipar. Fyllið eggaldinhýðin með blöndunni og skreytið með ferskum basilíkulaufum. Berið réttin fram volgan eða kaldan.

Hvívínið og Fiski Tortillas með hvítlaukssósu

Hardys Stamp of Australia

Tegund: Hvítvín
Land: Ástralía
Framleiðandi: BRL Hardy Wine Company
Berjategund: Chardonnay , Semillon
Stærð: 75 cl
Verð: 1100 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Um er að ræða þægilegt og létt vín fyrir öll tilefni. Eitt af vinsælustu
borðvínunum í Ástralíu. Stamps er milliþurrt og hefur öll einkenni þrúgublöndunnar. Stamps er með kryddtóna frá Semillion og ríkulega ávexti frá
Chardonnay. Stamps hefur ágæta fyllingu og þægilegt eftirbragð.

Stamps hentar einna best fersku sjávarfangi, léttum pastaréttum, brauðmeti sem og hvítu fuglakjöti.

 

 



 

Tortillas

Fiski Tortillas með hvítlaukssósu

Uppskrift fyrir fjóra:

400 gr. ýsuflök, skorin í ferninga
1 pk. Santa Maria Wrap Tortilla
1 bréf Santa Maria Taco kryddblanda
2 msk. smjör eða matarolía
1 stk. rauðlaukur, fínskorinn
½ dl. vatn
Salat

Hvítlaukssósa:
2 dl. sýrður rjómi
1 hvítlauksrif, fínskorið

 

Steikið rauðlaukinn í olíunni. Bætið kryddinu við, vatninu og ýsubitunum. Eldið í 5 mín. Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Leggið fiskfyllinguna og salatið í tortillurnar og setjið hvítlaukssósuna ofan á. Rúllið upp og berið fram strax.

 

 

 

Undirbúningstími: 10 mínútur

 

Eldunartími: innan við 10 mínútur
 

Með Pastanu

Bolla Pinot Grigio

Tegund: Hvítvín
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Pinot Grigio
Stærð: 75 cl
Verð: 1090 kr.
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur

 

Ávaxtamikið, létt og ferskt hvítvín unnið úr þrúgunni Pinot Grigio sem í sífellu eykur á vinsældir sínar fyrir einfaldan og þægilegan stíl. Bolla Pinot Grigio minnir helst á þroskaða ávexti, flókin og sterkur keimur skrúðgarðsblómum. Vín í góðu jafnvægi, hefur góða fyllingu. Bolla Pinot Grigio hefur mildan ávöxt sem er þó nokkuð ágengur. Hefur þó nokkurn sítrus keim og ágæta endingu. Hentar vel fisk og súpum, hvítu kjöti og léttari réttum. Er best drukkið ungt.
 

Cannelloni

Cannelloni með aspas og eggjum

Uppskrift fyrir sex:

1 pakki ferskar lasagnaplötur (Rana)
nokkrar Goudaostnseiðar (jafnmargar pastaplötunum)
handfyllisbúnt af grænum ferskum aspas
béchamelhveitisósa
nýrifinn parmesanostur
ögn af múskati
salt og pipar
6 egg
1 msk edik

 

Þvoið aspas og skerið neðsta harða hluta stilksins frá. Sjóðið aspasinn í háum potti í miklu vatni, léttsöltuðu, þar til mjúkur "al dente". Þekið í millitíðinni aflangt eldfast form með béchamel-sósunni (uppbökuð hveitismjörsósa með ögn af múskati og salti og pipar). Rúllið tveimur aspasstilkum inn í hverja ostsneið og síðan hvoru tveggja inn í pastaplötuna, eftir endilöngu. Raðið cannelonirúllunum í formið þétt upp við hvor aðra, þar til hafið klárað plöturnar og aspasinn. Þekið vel með béchamel-sósu og stráið ögn af salti og slatta af rifnum parmesaosti yfir. Bakið við 175°C í ca. 20 mín.

Eggin:
Látið suðu koma upp á 1 lítra af vatni og bætið 1 msk. af edik út í. Brjótið eggin eitt af öðru í bolla og hellið varlega í sjóðandi vatnið og minnkið hitann. Sjóðið í 3-4 mín. Eggin skulu vera frekar linsoðin því rauðan þjónar tilgangi sósu. Ef eggin eru fersk umlykur hvítan vel rauðuna og þegar þið veiðið eggin upp með fiskispaða líkjast þau litlum skýhnoðrum með appelsínugult hjarta. Léttskolið eggin í spaðanum með vægri bunu af vatni og leggið til hliðar. Sjóðið eggin svona koll af kolli. Þeim má halda heitum í 70°C heitu vatni ef vill. Setjið tvær cannelonirúllur á hvern disk og eitt egg ofan á. Skreytið diska t.d. með aspassprotum.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 133080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband