Sunnudagur, 2. mars 2008
Giovanni Rana
hefur búið til ferskpasta í um 40 ár og hefur hróður hans borist víða. Þessi Veneto-ættaði bakari hefur byggt upp á þessum tíma mikið pastaveldi þar sem gæði og fyrsta flokks hráefni eru aðalatriðið auk áherslu á pastahefðina sem inn í er tvinnað skemmtilegu hugmyndaflugi varðandi framleiðslu, pastasósur ofl. Giovanni Rana hefur ætíð auglýst pastað sitt með eigin andliti og myndað þannig persónuleg tengsl við neytendur. Hann segir að það sé mjög mikilvægt upp á að ná trausti fólks og sambandið við neytendur verði mun persónulegra fyrir vikið. Hann segir að persónlug tengsl séu mjög mikilvæg í þessum heimi heimsvæðingar og fjöldaframleiðslu í matvælaiðnaði sem öðru. "Ég hef það fram yfir t.d. stærri og ópersónulegri fyrirtæki að hafa andlit mitt til að standa fyrir því sem ég geri. Það er t.a.m. enginn Herra Kraft sem getur auglýst samnefnt fyrirtæki."
Um þessar mundir er matseðillinn vorlegur hjá Rana og aspas, hvítvín, rækjur, vatnakarsi og jarðarber meðal aðalleikenda. Ég tileinka því þessa vorlegu uppskrift pastanu hans Rana og óska ykkur um leið gleðilegs sumar! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Silungur
| ||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 1. mars 2008
Með forréttinum
Bolla Pinot Grigio

Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Pinot Grigio
Stærð: 75 cl
Verð: 1090 kr.
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur
Ávaxtamikið, létt og ferskt hvítvín unnið úr þrúgunni Pinot Grigio sem í sífellu eykur á vinsældir sínar fyrir einfaldan og þægilegan stíl. Bolla Pinot Grigio minnir helst á þroskaða ávexti, flókin og sterkur keimur skrúðgarðsblómum. Vín í góðu jafnvægi, hefur góða fyllingu. Bolla Pinot Grigio hefur mildan ávöxt sem er þó nokkuð ágengur. Hefur þó nokkurn sítrus keim og ágæta endingu. Hentar vel fisk og súpum, hvítu kjöti og léttari réttum. Er best drukkið ungt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Þessi er góður
Veisla í vikulokin - Hörpuskelfiskur með hummus á baunabeði![]() Uppskrift fyrir sex: Baunasalat (baunabeð) 1/2 dós kjúklingbaunir 100 gr. hrossabaunir (soðnar samkv. uppl.) eða 400 gr. soðnar úr dós (án vatns) 100 gr. þurrkaðar nýrnabaunir (lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar samkv. leiðb. á pakka, eða 1 dós, 400 gr. soðnar án vatns) 1 miðlungs laukur (sneiddur) Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar 1 grein söxuð steinselja Mýkið laukinn í olíunni, en gætið þess að hann brúnist ekki. Setjið baunirnar og steinseljuna saman við ásamt salti, pipar og sítrónusafa eftir smekk og blandið öllu vel saman. Hitið i 2-3 mín. Hummus Hummus er arabísk-grískættaður réttur sem lagaður er úr mörðum soðnum kjúklingabaunum ásamt sesammauki (tahini), hvítlauk og sítrónusafa. Einnig má leika sér með ýmis krydd og kryddjurtir og bæta út í ídýfuna, t.d. steinselju. Sósan er mjög matarmikil og er yfirleitt borin fram með forréttum ýmiss konar eða hráu grænmeti. 1 dós kjúklingabaunir (sjóðið í 5 mín. og látið vatn drjúpa vel af) 1-2 hvítlauksgeirar Salt og pipar Sítrónusafi Ólífuolía Setjið allt í blandara og maukið í jafnt mjúkt mauk. Bætið ólífuolíu og sítrónusafa saman við í mjórri bunu eftir þörfum og blandið áfram. Og þá er það hörpuskelfiskurinn... 18 stórir hörpuskelfiskar (eða fleiri smærri) eru steiktir á sjóðheitri forhitaðri fitulausri pönnu í 1-3 mín. á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk. Berið fram þannig: Setjið hummus og baunasalat hlið við hlið til helminga í sex hörpuskeljar. Raðið þremur hörpuskelfiskum ofan á og dreypið þar yfir nokkrum dropum af góðri ólífuolíu og hakkaðri steinselju. Vínið með: Hvort sem er með forréttinum eða smokkfiskaðalréttinum, er hvítvín næstum því "must". Það má hins vegar ekki vera of krefjandi. Gott Soave-vín er kjörið með báðum réttunum, þó ólíkir séu, t.d. Bolla Tufaie Soave Classico, sem fæst í sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni. Tufaie hentar vel fiskréttum, hvítu kjöti og léttum forréttum. Franski matarheimspekingurinn, og hæstarréttardómarinn, Brillat-Savarin sagði að máltíð án osts væri eins og falleg kona sem á vantaði annað augað. Ég get vel tekið undir þetta með honum, en hins vegar vil ég líka meina að máltíð án ávaxtar og jafnvel einhvers enn sætara, megi líkja við fallega sparibúna skólausa konu, sem verður því að sitja allt kvöldið og fylgjast með dansandi næturgleðinni. Munið því eftir eftirréttinum! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 1. mars 2008
Með Bollonum
B&G Cabernet Sauvignon![]() Land: Frakkland Hérað: Langudoc Framleiðandi: Barton & Guestier Berjategund: Cabernet Sauvignon Stærð: 75 cl Verð: 990 kr. Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur Barton & Guestier Cabernet Sauvignon hefur djúprauðan lit og ríkulegan angan. Kryddaður ilmur með áberandi tóna ávaxta eins og rauðum sólberjum og bláberjum. Vínið hefur góða dýpt og jafnvægi. Það er auðvelt til drykkju og hefur góðan karakter. Barton & Guestier Cabernet Sauvignon er tilvalið með grillmat, önd, lambi, paté, pasta og ostum. Vínið vann hlaut silfurverðlaun á International Wine Challenge 2002 í Brussel. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Bollur
Mexíkóskar ostabollur500 gr. nautahakk2 msk. brauðrasp 100 gr. rifinn ostur 1/4 dós ananas 4 msk. tómatsósa 1 poki Santa Maria Burrito Seasoning Mix 1 peli matvinnslurjómi Sósujafnari Olía til steikingar Setjið hakk, krydd, rasp og ost í skál og laushrærið saman. Búið til litlar bollur (ekki stærri en golfkúlur), steikið bollurnar upp úr ólíunni þar til þær eru orðnar brúnar að lit. Hellið tómatsósunni og anasbitunum út á pönnuna. Hellið síðan rjómanum yfir og þykkið með sósujafnara. Berið fram með baguette brauði, hrísgrjónum og hrærðum kartöflum. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Jarðaber ekki súr
Kampavínskoss með jarðarberi![]() 1 flaska kampavín 1/2 ltr. ferskur appelsínusafi 8 frosin jarðarber Blandið kampavíni og appelsínusafa í könnu. Hellið í kæld kampavínsglös og skreytið hvert glas með einu frystu jarðarberi. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Borgari
Grillaðir mexíkóskir hamborgarar

500 gr. nautahakk
4 ostsneiðar
4 hamborgarabrauð
1/2 bolli Santa Maria salsasósa
1/4 bolli brauðmylsna
1. Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna.
2. Setjið nautahakkið, salsasósuna og brauðmylsnuna í skál og blandið vel saman. Búið síðan til 4 hamborgara úr blöndunni.
3. Grillið hamborgarana á grillinu í ca. 3 til 4 mín., eða þar til þeir eru steiktir í gegn.
4. Hitið hamborgarabrauðin á grillinu. Setjið hvern hamborgara í brauð og berið fram strax.
Gott er að bera hamborgarana fram með salati og eða frönskum kartöflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Þetta er með hamborgurum
B&G Cabernet Sauvignon

Land: Frakkland
Hérað: Langudoc
Framleiðandi: Barton & Guestier
Berjategund: Cabernet Sauvignon
Stærð: 75 cl
Verð: 990 kr.
Sölustaðir: Kringlan Heiðrún Eiðistorg Smáralind Hafnarfjörður Akureyri Dalvegur
Barton & Guestier Cabernet Sauvignon hefur djúprauðan lit og ríkulegan angan. Kryddaður ilmur með áberandi tóna ávaxta eins og rauðum sólberjum og bláberjum. Vínið hefur góða dýpt og jafnvægi. Það er auðvelt til drykkju og hefur góðan karakter.
Barton & Guestier Cabernet Sauvignon er tilvalið með grillmat, önd, lambi, paté, pasta og ostum.
Vínið vann hlaut silfurverðlaun á International Wine Challenge 2002 í Brussel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Borgari
Grillaðir hamborgarar með Gorgonzola og beikoni

Hamborgararnir:
650 gr. nautahakk
8 beikonsneiðar
4 sneiðar af Gorgonzola osti frá Galbani
Salt og nýmalaður svartur pipar
Hamborgarabrauðin:
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt
2 msk. ósaltað smjör, bráðið
Meðlæti:
Kálblöð, tómatar í sneiðum og niðurskorinn laukur.
Hamborgararnir:
Gerið grillið tilbúið fyrir eldamennskuna. Mótið nautahakkið í fjóra hamborgara og kryddið hvern hamborgara báðum megin, eftir smekk. Vefjið tveimur beikonsneiðum utan um hvern hamborgara. Grillið hamborgarana við miðlungshita í um 4 mín., eða þar til neðri hliðin er orðin brún að lit. Snúið hamborgurunum við og setjið Gorgonzola sneiðarnar ofan á. Grillið í ca. 4 mín. til viðbótar, eða þar til hamborgararnir eru steiktir í gegn.
Hamborgarabrauðin:
Á meðan, penslið skornu hliðar brauðanna með smjörinu. Grillið brauðin, með skornu hliðarnar niður, þar til létt ristuð.
Setjið hamborgarana ofan á brauðin, setjið kál, tómata og lauk ofan á, og berið fram strax.

Undirbúningstími: innan við 15 mínútur
Eldunartími: innan við 15 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 133080
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Umkringdu og handtóku Palestínu-aðgerðarsinna
- Sex létust í loftárásum Rússa
- Hélt lífi með að drekka úr drullupollum í eyðimörkinni
- Keyrir öryggisbúnaðurinn um þverbak?
- 800 drepnir í leit að hjálpargögnum
- Skila um 2.000 ára gömlum gripum til Egyptalands
- Ljósmyndarar sniðganga Oasis
- Á þriðja tug lagðir inn vegna gruns um ofneyslu
- Slökkt á eldsneytisflæðinu rétt eftir flugtak
- Umfang brotanna eigi sér einfaldlega ekki fordæmi