Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Pastasalat
Kalt pastasalat með Mozzarella

350gr. pasta að eigin vali
250 gr. Galbani Santa Lucia Mozzarella ostur
100 gr. Galbani Mascarpone ostur
100 gr. tómatar
50 gr. majónes
Sítrónusafi
2 msk. ólífuolía, t.d. frá Carapelli
Basillauf
Salt og pipar
Blandið Mascarpone ostinum saman við majónesið, ólífuolíuna, saltið og
piparinn. Skerið Mozzarella ostinn í ferninga og bætið út í. Skerið tómatana
niður, gott er að fjarlægja innan úr þeim áður, og bætið út í. Að lokum setjið
basillaufin ofan á. Sjóðið pastað í stórum potti, þar til það er "al dente".
Hellið vatninu af pastanu, setjið í sigti og kælið undir kaldri vatnsbunu.
Blandið pastanu og blöndunni saman og kælið í ísskáp, þar til berið fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Gott með léttu
Gaja Sperss Barolo

Land: Ítalía
Hérað: Piedmont
Svæði: Barolo
Framleiðandi: GAJA
Berjategund: Nebbiolo
Stærð: 75 cl
Sölustaðir: Sérpantið hjá ÁTVR S: 560 7720
1995:
Kraftur og þokki gera þetta dökka og mikla vín framandi. Tannínin eru sæt, vínið er flauelsmjúkt með góðri fyllingu. Einkenni fjóla, sóberja, myntu, reyks og tjöru eru áberandi. Hefur mikla eik. Er best frá 2003-2010. Aðeins 2010 kassar framleiddir.
1994:
Með ristaðri eik, kryddað með einkenni mokka og fjóla. Sýnir góða ávexti, mjúk en lífleg tannín. Best núna til 2005.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Eithvað létt
Blandaður grænmetisréttur

100 gr.ferskar eða úr dós
25 gr. þurrkaðir trjásveppir eða 230 gr. strásveppir
230 gr. kál
100 gr. spergilkál eða aspas
100 gr. gulrætur
1 lítil rauð eða græn paprika
4 msk. olía
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 msk. AMOY Oyster Sauce
1/2 tsk. AMOY Sesame Oil
Gerið grænmetið tilbúið til steikingar (skolið og látið renna af dósagrænmeti,
bleytið upp og hreinsið sveppi, þvoið og skerið allt grænmetið í jafnstóra
bita). Hitið olíuna á sjóðheitri wokpönnu. Steikið fyrst ferskt grænmeti í 2 mínútur, bætið við dósagrænmeti og steikið í 2-3 mínútur til
viðbótar og bætið við vatni ef þarf. Setjið næst salt og sykur og veltið vel á
pönnunni. Bætið ostrusósu og sesamolíu saman við í lokin, hrærið vel og berið fram
heitt eða kalt.
Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur
Eldunartími: 5 til 10 mínútur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Létt
Penne með grænmeti, sveppum og jurtum![]() 350 g penne (De Cecco) 30 g sveppir 30 g kóngasveppir, ferskir eða þurrkaðir (leggið þá þurrkuðu í bleyti í 20 mín. í heit vatn og síið áður en eru notaðir) 20 g skalotlaukur 80 g fersk rauð paprika 80 g ferskur kúrbítur (zucchini) 80 g grillaðar paprikur frá Saclà 50 g grillað zucchini frá Saclà jómfrúrólífuolía e. þörfum lítið búnt af blönduðum kryddjurtum: steinselju, rósmarín og tímían 150 g peperonata frá Saclà salt og pipar e. smekk parmesanflögur e. smekk Sjóðið penne í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt). Þrífið sveppina og skerið í bita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Skerið fersku paprikuna og zucchini og dembið í sjóðandi vatn í 5 mín. Hitið olíuna á pönnu og hitið í 5 mín. og bætið síuðu Saclà-grænmetinu við ásamt litlu búnti af saxaðri steinselju. Bætið vel sigtuðu pastanu út á pönnuna ásamt Saclà peperonata og blandið öllu vel saman við háan hita. Smakkið til með salti og pipar og skreytið með parmesanflygsum og smátt söxuðum blönduðum kryddjurtunum.
![]() Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur Eldunartími: innan við 20 mínútur |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Nautalund "ala"
| ||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Rauðvínið með nautinu
Torres Manso De Velasco![]() Land: Chile Hérað: Central Valley Svæði: Curicó Framleiðandi: Miguel Torres Berjategund: Cabernet Sauvignon Stærð: 75 cl Verð: 2690 kr. Sölustaðir: Akureyri Hafnafjörður Seltjarnarnes Kringlan Heiðrún Rauðvín þetta er eingöngu gert úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og kemur frá einum víngarði, Pago. Vínviðurinn er yfir 100 ára gamall sem gerir það að verkum að vínið er með mjög djúpan lit. Þetta vín var valið, árið 2001, af Vínþjónasamtökum Íslands sem besta Cabernet Sauvignon vínið frá Chile í blindsmökkun. Torres Manso De Velasco hefur að geyma ríkulegan ilm af þroskuðum ávöxtum. Vínið er látið þroskast í 18 mánuði á franskri eik. Hin klassísku Cabernet tannín gefa víninu sérlega fágaða uppbyggingu, langa endingu og mikla fyllingu, sem kemur að hluta til frá Nevers eikinni. Gott vín fyrir fína kvöldverði þegar á að gera sér glaðan dag. Vínið passar sérlega vel með villibráð, önd og ostum úr kindamjólk, að ógleymdum nautasteikum. Nafnið Manso de Velasco sem víngarðurinn ber er í höfuð á þeim aðila sem byggði manna fyrstur upp Curicó dalinn fyrir víngerð. Gullverðlaun: - International Wine Challenge ´98 - International Wine & Spirit Competition ´98 - Cata d´or ´98 (´95 & ´96 Vintage) - Le Revue du Vin du France - 5 stjörnur, besta vín frá Chile, nóvember 2003 - 92 punktar hjá Wine Spectator, í september 2002 og apríl 2003 ----------------------------- Description The Single Vineyard of Manso de Velasco, named after the founder of the town of Curicó, is devoted exclusively to the Cabernet Sauvignon that produces this intense and deeply-pigmented wine. Wine and Food Delicious with game, duck and sheep´s milk cheeses. Tasting Notes Extraordinarily rich aroma of ripe fruit. Its aristocratic Cabernet Sauvignon tannins have a majestic, regal structure, heightened by the creamy background of oak from the Nevers forest that is used in its long barrel-ageing. Awards - Gold Medal Challenge International du Vin 2001 (´98 Vintage) - Gold Medal Mundus Vini Int Weinakademie 2001 Germany (´98 Vintage) - Gold Medal Japan International Wine Challenge 2001 (´98 Vintage) - Gold Medal Vietnam International Wine Challenge 2002 (´98 Vintage) - 92/100 Points Wine Spectator USA September 2002, April 2003 (1999 Vintage |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Nautalund MMMMMM
Nautalundir með Gorgonzolasósu![]() 4 nautalundir, um 80 gr. hver 1 stk. GALBANI Gorgonzola ostur (150 gr.) 50 gr. GALBANI Mascarpone ostur 30 gr. smjör Skvetta af koníaki (má sleppa) Salt og pipar Bræðið smjörið á pönnu, bætið nautalundunum út á og steikið við háan hita í 2 til 3 mín. á hverri hlið. Setjið smá skvettu af koníaki út á og steikið nautalundirnar þar til þær eru tilbúnar. Setjið svo til hliðar. Skerið Gorgonzola ostinn og Mascarpone ostinn í bita og setjið út á pönnuna. Bræðið við háan hita. Setjið nautalundirnar á fjóra diska, kryddið eftir smekk, og hellið sósunni svo yfir. Berið fram með grænum baunum og gulrótum. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Hvítvín með fiskinum
Bava Thou Bianc Chardonnay

Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Framleiðandi: Bava
Berjategund: Chardonnay
Stærð: 75 cl
Verð: 1620 kr.
Bava Thou Bianc er búið til úr 100% Chardonnay þrúgum frá tveimur vínekrum, Langhe og Monferrato, í hjarta Piemonte.
Ferskur ilmur, súraldin ásamt ölkeldu. Þróttmikil sýra, ferskt bragð af eplum. Frískandi vín í góðu jafnvægi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Lax
Lax með svörtum ólífum og sósu með heilum kirsuberjatómötum og basil
3-4 laxasneiðar (ca. 500 g)
Hveiti til að velta sneiðum upp úr
4 skalotlaukar
1 lítið glas þurrt hvítvín
1 dós Saclà Whole Cherry Tomato & Basil sósa
Nokkrir kokteiltómatar
1 dós svartar grillaðar ólífur (Saclà)
Salt og pipar
Veltið laxasneiðum upp úr hveiti, saltið og piprið og steikið á stórri pönnu ásamt söxuðum lauknum í 3-4 mín á hvorri hlið. Skvettið víninu yfir og látið gufa upp. Hellið ólífum, sósu og kokteiltómötum saman við og látið malla við vægan hita í nokkrar mín. undir loki. Berið fram með vatnsmiklu salati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Ýsa
Ýsa með appelsínu og kóríander
Eldunartími: 25 mín
- 800.0 g ýsa , 8 x 100g roð og beinlausir ýsubitar
- 2.0 msk hveiti
- salt
- svartur pipar , úr kvörn
- 1.0 msk sesamfræ
- 2.0 msk Kóríander , steytt kóríander eða duft
- 1.0 Stk. appelsína , fínt rifinn börkur og safi úr 1 appelsínu
- 200.0 g smjör
- 1.0 msk ólífuolía
- 3.0 dl Fiskisoð , eða vatn og teningur
- 1.0 tsk. Maisena mjöl
- 2.0 msk vatn , kalt
- 0.5 dl rjómi
Leiðbeiningar
Matreiðsla: Blandið saman hveiti, salti, pipar, sesamfræjum, kóríander og berkinum. Stráið yfir allar hliðar á fisknum og steikið við vægan hita á pönnu uns fallega brúnaður. Haldið heitum í ofni meðan sósan er löguð á pönnunni. Sósa: Setjið fisksoðið og appelsínusafann á pönnuna og sjóðið niður um helming. Bætið rjómanum út í og þykkið með maisenamjölinu úthrærðu í vatninu. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Framreiðsla: Berið fram með soðnum hrísgrjónum og snöggsoðnum belgbaunum. Athugið: Gæta verður þess að hræra duglega í þegar maisenablandan fer út í því annars kekkist sósan.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Tryggingar gera drauma mögulega
- Ísland er góður prófunarmarkaður
- Skattskylt frí í sumarbústað?
- Gæðin skila auknum tekjum
- Kaffifyrirtækið Sjöstrand í sókn
- Spá hjöðnun ársverðbólgunnar
- Fréttaskýring: Bjórinn, hundarnir og grimmdin
- Eimskip selur Lagarfoss
- Tvöfölduðu veltuna á fyrsta ári
- Veldi Skúla í Subway vex