Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Það er gott að vera í Portúgal
Portúgal
Portúgal er sjöunda stærsta vínframleiðsluland heimsins. Portúgal er einna þekktast fyrir Vinho Verde, Port, vínin frá Dão og Douro og einnig Madeira sem framleitt er á eynni Madeira og er styrkt vín. Portúgal getur líka státað sig af flestum þrúgutegundum heims.
- Douro
Er þekktast fyrir framleiðslu á portvínum, en þar eru einnig framleidd mjög góð og frambærileg léttvín. Minho svæðið er þekktast fyrir framleiðslu sína á Vinho Verde sem er létt og léttfreyðandi hvítvín. Nafnið þýðir græna vínið þar sem þrúgurnar eru týndar og gerjaðar áður en þær ná fullum þroska. Sumrin eru heit og þurr og veturnir mildir og blautir í Minho héraðinu, og verður meira og meira meginlands loftslag í Efri Douro dalnum, þar sem sumrin eru verulega heit, regnfall mikið og vetur geta verið mjög kaldir. Flest Vinho Verde eru ræktuð á veðruðum granít jarðvegi sem er yfirráðandi í Minho, þó svo að hluti af vínviðnum vaxi á renningi af silurian flögubergs jarðvegi á milli Lima árinnar og Cavado árinnar. Douro er samtíningur af hörðum, sól-bökuðum, granít- og flögubergs jarðvegi, þar sem bestu portvínin koma frá flögubergs víngörðum sem eru yfirráðandi í lengra upp eftir ánni. Vegna mikilvægis flögubergs við portvínsframleiðslu, eru léttvín Douro dalsins ræktuð á granít jarðveginum.
Eins og áður var greint frá státa Portúgalir af flestum þrúgutegundum vínheimsins en helstu þrúgur Douro eru Alvarelhão, Alvarinho, Espadeiro, Loureiro, Tinta Amarela, Tinta Barroca, Tinta Cão, Tinta Fransisca, Touriga Fransisca, Touriga Nacional og Vinhão. - Dão
Vegna saltfiskviðskipta við Portúgal eru vínin frá Dão nokkuð þekkt og eru talin vera eitt það besta sem hægt er að drekka með saltfiski (bacalao).
Þrúgurnar sem notaðar eru hér eru Touriga Nacional, Alfrocheiro Preto, Bastardo, Jaen, Tinta Pinheira, Tinta Roriz, Tinta Cão, Tinta Amarela og Alvarelhão. - Madeira
Eyjan Madeira gefur nafn sitt til eins af heimsins sérstökustu styrktu vínum. Eyjan er staðsett u.þ.b. 600 km vestur af ströndum Marocco. Rigning er mikil vegna staðsetningar sinnar úti í Atlantshafinu og hversu fjöllótt eyjan er. Jarðvegurinn er gjöfulur, ljós rauður að lit, gljúpur og af eldfjalla uppruna, blandaður með pottösku. Vegna staðsetningar sinnar eru sumur heit, og vetur hlýir.
Madeira er skipt niður í eftirtalda flokka:
- Sercial sem er þurrast
- Verdelho sem er hálfþurrt
- Bual sem er hálfsætt
- Malmsey sem er sætt
Saga portvíns byrjar á 17.öldinni. Portúgalar höfðu framleitt vín í mörg hundruð ár eða síðan Rómverjar kynntu vín fyrir þessum heimshluta fyrir Krist. En saga sjálfs portvínsins byrjar á 17.öldinni þegar um 1.200.000 kassar af víni frá Douro dalnum voru sendir niður með ánni Douro til Oporto.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Fljótlegt
Grísir í stíu

20 - 24 kokkteilpylsur
1 þeytt egg til penslunar
Deig:
450 gr. hveiti
100 gr. smjörlíki
50 gr. ger
2 1/2 dl. vatn
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
Bræðið smjörlíkið og hellið í skál. Hrærið vatni og geri saman við og bætið síðan salti, sykri og hveiti út í og hnoðið vel saman. Mótið þykka pylsu úr deiginu. Skerið það síðan í 20 til 24 bita og fletjið hvern bita með kökukefli þar til hann er orðin nógu langur til að hægt sé að rúlla kokkteilpylsu upp í hann. Rúllið pylsunum upp í deigbútana. Leggið pylsurnar á plötu með bökunarpappír; látið samskeytin vísa niður. Breiðið viskustykki yfir og látið deigið lyfta sér í hálftíma.
Forhitið ofninn í 200°C. Penslið deigið með egginu og bakið í ca. 15 mín. í miðjum ofninum. Berið fram með tómatsósu og sinnepi.
Hægt er að útbúa pylsurnar fyrirfram og baka í ofni eða á grilli þegar hentar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Ekkert vesen
Bruschetta með graskeri, beikon og geitaosti![]() 4 sneiðar ítalskt brauð (með þykkri skorpu) 300 g graskerskjöt 100 g hálfþroskaður geitaostur (ruo cabra frá Millán Vincente í Surtido Gourmet ostabakka) 100 g beikon 1 hvítlauksgeiri 2 rósmárínstönglar 3 msk ólífuolía salt og pipar Hitið hvítlauksgeirann og rósmarínstönglana í olíunni í 3 mín. Bætið þá graskerinu (skornu í sneiðar) út á pönnu, saltið og piprið og steikið í ca. 5 mín við vægan hita. Hellið þar næst hálfri ausu af vatni út á pönnu og látið malla í ca. 10 mín. Takið pönnu af hellu. Ristið brauðið í ofni í 5 mín. Raðið svo graskerssneiðunum á brauðsneiðarnar og þar ofan á beikonsneiðum (skerið þær e.t.v. í tvennt). Dreyfið dálitlu af fersku rósmaríni yfir sneiðarnar og 2-3 geitaostklípum. Piprið og hitið í 3 mín. á grilli í ofni. Skoðaðu molann Bruschettur og glas af víni
![]() |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Kartöflu er matur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Er að fara til Spánar á miðvikudag
SpánnÍ Spáni er mjög fjölbreidd víngerð, blanda af gömlum hefðum og nýjungum. Gæða skiptingin í Spáni fer eftir því hversu lengi vínið fær að liggja á eikartunnum sem er nokkuð frábrugðið AOC og DOC reglum Frakka og Ítala.
Spánn skiptist niður í eftirtalin "D.O." ( Denominación de Origen) svæði:
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Sá seinni (Ofan)
Ofnbakað brauð með túnfisk og eggjum
Uppskrift fyrir átta:1 krukka Callipo túnfiskur
4 fylltar ólífur (pimiento), niðurskornar
50 gr. Cheddar ostur, rifinn
4 harðsoðin egg, söxuð niður
80 gr. majones
2 msk. laukur, fínt niðurskorinn
1/4 tsk. salt
8 pylsubrauð
Forhitið ofninn í 200°C. Setjið allt innihaldið, nema pylsubrauðin, í skál og blandið vel saman. Skerið pylsubrauðin í tvennt og smyrjið með blöndunni. Vefjið hverju brauði inn í álpappír og bakið í ofni í 10 mín. Berið fram strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Rauðvínið með réttinum að ofan og líka þessum fyrir neðan tveir réttir sama Rauðvínið
Faustino VII

Land: Spánn
Hérað: Rioja
Framleiðandi: Bodegas Faustino
Berjategund: Mazuela , Tempranillo
Stærð: 75 cl
Verð: 1190 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Djúp fagurrauður litur með angan af þroskuðum ávöxtum, kryddi og tóbaki. Þurrkuð kirsuber og kryddtónar eru mest áberandi í nef. Vínið er ungt og ávaxtamikið, minnir á rauða sultu. Ljúft og einstaklega milt vín. Frábært hversdagsvín. Vínið hentar sérlega vel með léttum tapasréttum.
Faustino VII er 95% tempranillo og 5% Mazuelo og er geymt í 10 mánuði á tunnu úr amerískri eik. Heppilegasta hitastig á víninu þegar það er drukkið er c.a. 16°-17° C. Vínið er hvað best þegar það er 3 - 7 ára gamalt.
Um miðja 19. öld stofnaði Eleuterio Martinez Arzok fyrirtækið Bodegas Faustino. Það hefur verið í eigu Martinez- fjölskyldunnar síðan þá. Það var ekki fyrr en í kringum 1957 að vörumerkið Faustino var fyrst kynnt til sögunnar og situr fjórða kynslóð fjölskyldunnar þá við stjórnvölinn í dag. Fyrirtækið hefur hlotið gæðavottun á flestum stigum framleiðslunnar og eru vín þess gjarnan val hinna konungbornu við hátíðleg tækifæri. Vín frá Rioja hafa þá sérstöðu að lögum samkvæmt eru þau geymd hjá framleiðanda í ákveðinn tíma eða þar til þau eru tilbúin til drykkjar og sett á markað. Orð eins og Crianza, Reserva og Gran Reserva skilgreina geymslutímann en á
bak við þessi orð er vandlega skilgreindur sá lágmarkstími sem vínið er geymt á tunnu og í flösku fyrir alla framleiðendur. Bodegas Faustino notast við þessi lög við að setja einungis vín sem eru fullkomlega tilbúin til neyslu. Það þýðir oft og tíðum mun lengri geymslutíma en reglur gera ráð fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Meiri ostur
Granaostur með perum og brómberjasultu

200 g grana-ostur klofinn í grófa bita
blandað ferskt salat (lítil lauf)
1 pera skorin í örþunnar sneiðar eftir endilöngu
2 msk góð brómberjasulta
Raðið ostbitunum ofan á salatið á fallega aflanga diska og perunum í hinn endann og sultu í miðjuna.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Rakst á þetta
Myndlist & Celestial Seasonings
Listakonan Þórdís Þórðardóttir hefur á undanförnum 3 árum málað myndir á Celestial Seasonings tepoka.
Þórdís er fædd á Stokkseyri, en býr nú á Eyrarbakka. Myndefnið sækir hún aðallega í umhverfi sitt og hafa gömlu húsin á Eyrarbakka orðið fyrir valinu. Þórdís valdi Celestial Seasonings tepokana vegna þess hversu fyrirtækið er umhverfissinnað. Allar umbúðir utan um teið eru úr endurunnum pappír og tepokarnir úr óbleiktum pappír. Hún segir að það sé skemmtilegt að klára endurvinnsluna og nýta tepokann sjálfan fyrir "striga".
Verð á korti 800 kr.
Verð á mynd 4.000 kr.
Smelltu hér til að skoða nánar.
Þórdís hefur nýlega opnað vinnustofu í Hólmaröst á Stokkseyri og eru verk hennar til sölu þar. Einnig eru kortin og myndirnar seldar í Rauðahúsinu á Eyrarbakka, Álafossi Mosfellsbæ og Litla jólahúsinu við Grundarstíg 7 í Reykjavík. Þórdís málar líka myndir eftir óskum hvers og eins, hægt að hafa samband við Þórdísi í síma 690 7324 eða 483 1394.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Frakkland
Er eitt stærsta vínframleiðsluland heimsins og það þekktasta. Vín eru liður af menningu Frakka og eiga sér langa sögu. Það eru 10 megin vínsvæði í Frakklandi og spilar þar inn í sterkt samspil matarhefðar héraðsins og bragðeiginleika vínsins.
Víninu er skipt niður í flokka, svokallaða AOC. AOC stendur fyrir 28% af heildarframleiðslunni. Frakkland var fyrst landa til þess að setja upp reglur um gæði og hvaðan vínið kemur. Árið 1935 var fyrsta svæðið afmarkað og var það Châteauneuf-Du-Pape. Þessar reglur segja til um:
- Hvaðan vínið kemur
- Hvaða þrúgur eru notaðar
- Framleiðsluaðferðir
- Lágmarks áfengismagn
VDQS stendur fyrir 1,3% af heildarframleiðslunni. VDQS er flokkurinn fyrir neðan AOC og er stökkpallur fyrir vín sem fara áfram upp í þann flokk. Reglurnar eru þær sömu, en ekki eins harðar. Vin de Pays stendur fyrir 13% af heildarframleiðslunni. VDP er notað af framleiðendum sem svokallaður tilraunaflokkur þ.e. tilraunir á nýjum þrúgum og framleiðsluaðferðum.
Vin de Table stendur fyrir 44,7% af heildarframleiðslunni. Vín sem getur verið framleitt hvar sem er og hvernig sem er. Ef French Vin De Table stendur á flöskunni er vínið frá Frakklandi, en ef eingöngu stendur Vin De Table getur vínið verið framleitt svo að segja hvar sem er í Evrópu og eingöngu sett á flöskur í Frakklandi.
Vínhéruð Frakklands skiptast niður í 10 megin svæði:
- Alsace
- Bordeaux
- Bourgogne
- Champagne
- Jura & Savoie
- Langudoc-Roussillon
- Loire
- Provence
- Rhône
- Suðvestur Frakkland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar