Haf og fjöll

Fyrir tvo
1 pakki Rana Cappelletti með hráskinku
handfylli frosnar soðnar rækjur
hálf krukka Saclà þistilhjörtu í olíu (olía síuð frá)
handfylli karsi (watercress) eða smálaufasalat s.s. garðabrúða eða smálaufaspínat
dreitill jómfrúrólífuolía
safi í úr einum sítrónubát
salt

 

Látið suðu koma upp á vænu magni af léttsöltuðu (notið gróft salt)vatni og sjóðið Rana pastakoddana eftir leiðbeiningum á pakka orskamma stund. Sigtið. Skerið þistilhjörtun í millitíðinni í strimla eða þunnar sneiðar og afþýðið rækjur og þerrið vel. Leggið Cappelletti-koddana á tvo diska, stráið rækjum yfir og inná milli ásamt þistilhjörtum og stráið karsa yfir. Dreypið yfir með ólífuolíu og sítrónusafa. Smakkið til með salti. 

Smá fræðsla

Iberico hráskinkan nú fáanleg sem heilt læri

 

Hin rómaða spænska hráskinka, Iberico sem hefur hingað til verið fáanleg niðursneidd frá El Pozo, er nú einnig fáanleg sem heilt læri. Hráskinkan, eins og aðrar hráskinkur og "affettati" (þ.e. skinkur og kryddpylsur) er enn safameiri, ilmríkari og bragðmeiri séu hún sneidd niður rétt áður en hún er borin fram, enda versla bæði Ítalir og Spánverjar flestir sitt "affettati", hráskinkur og kryddpylsur í kjötborðum þar sem þeir velja hvaða læri þeir vilja og láta sneiða fyrir sig af því  örþunnar sneiðar. Heil læri eru upplögð fyrir veitingahús, sem þannig getað boðið uppá nýskorna Ibericohráskinku eða Parmaskinku í forrétt, eins er hér á ferðinni tilvalin gjöf fyrir sælkera sem á allt. Lærið er selt ásamt tilheyrandi standi.  Sagt hefur verið að hver matargerðarlist eigi sína hetju og í tilfelli Spánar er það Iberico skinkan. Iberico skinkan er reykt hráskinka sem eingöngu er framleidd á Spáni  og í ramleiðsluna má eingöngu nota kjöt af hinu svarta Iberia svíni, sem einnig er kallað cedro nero. Ibericosvínin eru þau einu í heimi sem sækjast af eðlisávísun aðallega að eikartreshnetum (akarni) sem sem aðalfæði og eru þau umfram allt nærð á þeim. Samkvæmt löggiltum reglum Spánverja um vottaðan uppruna matvæla, má skinkan kallast Iberico ef svínin er a.m.k. að 75% hlutum af hinu upprunalega Iberico-kyni. Hin spænsku svörtu Iberica-svín lifa aðallega í Suð-vesturhluta Spánar, s.s. í héruðunum Salamanca, Ciudad Real, Cáceres, Badajoz, Sevilla, Córdoba og Huelva. Rétt eftir fæðingu eru Iberico-grísirnir aldir á byggi og maís í nokkrar vikur. Eftir það valsa svínin laus á beit í högum og eikartrjáalundum þar sem þau nærast á grasi, eikarhnetum, jurtum og rótum þar til sláturtíð nálgast, en þá eru þeim eingöngu gefnar eikarhnetur eða eikarhnetur í bland við annað fóður. Sú Iberico-skinka sem er í hæsta gæðaflokki er af svínum sem eingöngu hafa verið fóðruð á eikarhnetum fyrir slátrun. Þroska- og reykferli skinkunnar fer allt uppí 34 mánuði og tilbúin skinka getur enst allt upp undir 3 ár.


Dökkur dagur og falsið vinnur

Sæl og blessuð.

Nú seinnipartinn eftir að hafa gengið í góðan tíma á brettinu við tónlist Sálarinnar,þá hvíldi ég augun í sófanum þegar ég opnaði þau þá var kominn nýr meirihluti í Reykjavík og enn og aftur er það athvæðalitli fulltrúi sem fellir meirihlutann,svo veit Margrét Sverrisdóttir ekki af þessu hvernig geta menn hagað sér í svona málum.Mér hefði fundist líðræðislegra að það yrði kosið aftur og þá yrði skorið úr um það hver á meirihlutann,en það þora nátúrulega sjálfstæðismenn ekki eða kanski að Villi hafi gleymt því að það sé hægt að kjósa um þetta,en svona eru vinnubrögð hægri manna undilægju háttur.Er hægt að bjóða okkur bæjarbúum upp á svona það er eins og menn séu með fyrirtæki á opnum markaði það er bara skipt um stjórn oft á ári þetta er Reykjavíkurborg sem er höfuðborg landsins og þetta á ekki að vera hægt og svo líka þó það skipti ekki máli hvað kostar svona.Ég er því miður ekki í skapi til að geta skrifað meira .Kveð úr Breiðuvík.

Heimurinn að minka.

Evrópumótaröðin í fyrsta sinn í Suður-Kóreu

K.J. Choi og Padraig Harrington verða á meðal þátttakenda þegar keppt verður á Ballantine's Championship mótinu á Suður-Kóreu. Það verður í fyrsta skiptið sem keppt verður á Evrópumótaröðini í Suður-Kóreu. Mótið verður haldið á Pinx Golf Club vellinum 13-16. mars og verður heildar verðlaunafé í kringum 189 milljónir króna.

„Sem einstaklingur sem þykir mjög vænt um kóreskt golf, þá er ég í skýjunum með að Evrópumótaröðin sé að koma til Kóreu í fyrsta skipti," sagði K.J. Choi á fréttamannafundi á dögunum.

Aðstandendur mótsins vonast til þess að þátttaka Choi, Harrington og Colin Montgomerie muni laða að athygli. „Með frábærum kylfingum á borð við þessa, þá er enginn vafi að golfáhugmenn um allan heim munu beina athygli sinni að Jeju eyju í mars," sagði Vicky Jones, talsmaður Evrópumótaraðinnar.

Mynd: Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi er ánægður með að fá Evrópumótaröðina til Suður-Kóreu.

...
 
 

Torres Santa

Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rosé valið besta rósavínið á Vinexpo 2007



Chile er paradís víngerðarmannsins. Landið er staðsett á sömu breyddarbaugum og víngerðalönd Evrópu og hefur að geyma einstakan jarðveg og loftslag til vínræktunnar. Hin virta Torres fjölskyldan í Katalóníu sem vel er þekkt fyrir víngerð var fyrst vínframleiðenda í Evrópu til að koma auga á þær auðlindir sem Chile hefur yfir að búa. Árið 1979 hóf hún vínrækt í Central Valley í Chile. Þar framleiðir Torres fjölskyldan fjölbreytt úrval vína við kjör aðstæður. Þaðan koma Santa Digna vínin frá Torres Chile.

Santa Digna vínin hafa unnið til fjölda verðlauna og núna nýverið var Torres Santa Digna Rosé valið besta Rósavínið á Vinexpo sýningunni í Bordeaux.

 

 

Hér eru einnig fleiri verðlaun sem þessi vín hafa fengið:
 
Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon
Gullverðlaun á Japan Wine Challenge 2006 (2004 árgangur) 
Gullverðlaun á Concours Mondial de Bruxelles 2003 (2001 árgangur) 
Gullverðlaun á Challenge International du Vin France 2003 (2001 árgangur) 
 
Santa Digna Sauvignon Blanc
Gullverðlaun á Vinitaly 2005 (2004 árgangur) 
Gullverðlaun á Wines of the Year Competition Finland 2004 (2003 árgangur) 
Gullverðlaun á 87 points Wine Spectator Magazine (2003 árgangur)


Saga Ítalskrar matargerðar

Fjölbreytni ítalskrar matargerðar á sér fáar hliðstæður í heiminum. Skýringanna er m.a. að leita í þeirri staðreynd að landið var ekki sameinað fyrr en 1861, en þar á undan hafði hvert hérað komið sér upp sinni matarhefð, sem byggð var á hráefni og framleiðslu svæðisins. Enn í dag reiða Ítalír sig á hráefni héraðsins, því í þeirra augum er ferskleiki og gæði mikilvægari en fjölbreytni. Hvert hérað hefur náð að skapa sér sérstöðu hvað varðar hráefni; tómatar, eggaldin og paprika ná bestum þroska og eru því eftirsóknarverðust frá Suður Ítalíu þar sem sólin er sterkust, sjávarfangið er ferskast frá bæjum við ströndina og hráskinka er best í miðju landi, við Parma þar sem vindar eru hagstæðir og svo má lengi telja. Á Norður Ítalíu má sjá hráefni sem aldrei er notað í uppskriftir á Suður Ítalíu og öfugt. Á Norður Ítalíu, sér í lagi við námunda við Alpana, er smjör notað í stað ólífuolíu, enda er mikill mjólkurbúskapur þar og ólífuplantan vex ekki á því svæði.

Ítölsk matargerð er því jafn fjölbreytt eins og héruðin eru mörg. Eitt er þó sameiginlegt með þeim öllum, grundvallaratriði í ítalskri matargerð er val á góðu hráefni og segja má að virðing sé borin fyrir hverju og einu hráefni. Ítalir hafa gert mikið átak í að tryggja rekjanleika og áreiðanleika í hráefni og taka strangt á því að hráskinku megi ekki kalla Parmaskinku nema að hún sé frá Parma. Sama má segja um Parmesan ost. Hann kemur einungis frá Emilio Romagna héraðinu, af ákveðnu svæði. Þetta er gæðastimpill, en jafnframt er með þessu móti hlúð að ákveðinni hefð og jafnvel vinnsluaðferð. Hefðin er mjög rík á Ítalíu, maturinn og matargerðin er órjúfanlegur hluti af sögu og menningu þjóðarinnar. Á Ítalíu eru til stórmerkileg samtök sem hafa það að megin markmiði að vernda matarhefð og heita þau Slow Food. Þetta er svar Ítala við "Fast food byltingunni", Matalist.is mun segja meira frá þessum samtökum hér á síðunni á næstunni.

Ítölsk matargerð er ein sú elsta í heiminum, hana má rekja aftur til tíma Forn Grikkja og jafnvel lengra aftur. Rómverjar dýrkuðu mat og átu og drukku sér oft til ólífis; þeir lögðu grunninn að ítalskri og evrópskri matargerð. Rómverjar voru upphaflega fátækir bændur og matarhefð þeirra frekar hrá og óhefluð. Aukin verslun Rómverja með mat kallaði á þróun og aukna fágun. Fall Rómarveldis leiddi af sér afturför í matargerð um tíma, en á Endurreisnartímanum leiddi aukin velmegun til meiri áhuga á vandaðri mat, ríkar fjölskyldur kepptust við að halda glæsilegar veislur þar sem á boðstólnum voru trufflur, fuglar, villibráð, eftirréttir baðaðir í hunangi og kryddi og að sjálfsögðu var öllu skolað niður með miklu magni af víni. Fólk af minni efnum hélt sig hins vegar við einfaldari rétti.

Fágaði hluti ítalskrar matargerðar barst til Frakklands þegar Catherine de' Medici fór til Parísar til að giftast Henri II og tók 50 matreiðslumenn með sér. Þeir kynntu matreiðslu sína fyrir Frökkum og kynntust í staðinn franskri matargerðarlist. Þessara áhrifa gætir að litlu leyti enn á Ítalíu, sér í lagi við landamæri Frakklands. Segja má að Ítalír hafi aldrei lært að meta hina miklu hefð Frakka fyrir sósum. Ítölsk matargerð einkennist frekar að réttum þar sem hvert hráefni nýtur sín á þann hátt að bragð þess nái að skína í gegnum réttinn.

Kjarni ítalskrar matargerðar í dag er einfaldleiki og gott og ferskt hráefni. Sem dæmi má nefna að við sjávarsíðuna er algengasta matareiðsluaðferðin á fiski einfaldlega sú að grilla hann og krydda að því loknu með góðri ólífuolíu, sítrónusneið og ferskum pipar. Það sama má segja um ferskt fyllt pasta, algengasta kryddið er góð ólífuolía eða smjör og e.t.v. góður parmesan ostur.

Ítalir læra að meta mat og matargerð ungir að árum, máltíðin er hápunktur dagsins, sama hvaða dag og hvenær vikunnar. Algengt er að fjölskyldur eldi saman dýrindismáltíðir eða komi saman á veitingahúsi, t.a.m. í hádegi á sunnudegi þar sem fólk situr lengi yfir margrétta veisluborðum. Allir hafa skoðun á mat, allir eiga sína uppskrift, markaðir sýna einnig vel þá breidd sem er í úrvali á mat, fiski, kjöti, grænmeti, kryddi. Matur og matargerð er Ítölum eins vel í blóð borin og tungan sjálf. Allt þetta gerir að verkum að Ítalía er ótakmarkaður brunnur af hugmyndum og þekkingu á hráefni og matargerð og gerir hana að ástríðufullu viðfangsefni sælkera um allan heim.

 

Rauðvín með helgarsteikini

Bolla Le Poiane Valpolicella Classico

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Svæði: Valpolicella Classico
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Corvina Veronese , Corvinone , Molinara , Rondinella
Stærð: 75 cl
Verð: 1490 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Le Poiane Valpolicella Classico DOC er enginn venjulegur Valpolicella. Vínþrúgurnar koma frá víngörðum á Valpolicella Classico svæðinu, nánar tiltekið í kringum Jago bæinn, en þaðan hafa alltaf bestu vínþrúgurnar í bestu Valpolicella vínin komið og einnig fyrir hið rúsínukennda Amarone. Víngerðin fer ekki eftir föstum reglum; hún fer meira eftir árferði og þrúgugæðum, víngerðarmaðurinn ákveður það hverju sinni.

Le Poiane er gert eftir Ripasso aðferðinni sem er fólgin í því að hýðið frá Amaroneþrúgunum sem notuð eru í samnefnt vín, er sett saman við ógerjaða vínberjasaft og þetta síðan látið gerjast saman. Útkoman er svo kröftugra og bragðmeira vín sem passar sérlega vel með nautasteikum, lambakjöti villibráð og þroskuðum ostum, en ekki síður ljósu kjöti s.s. kjúkling og svínakjöti. Vínið er gott til drykkju núna en getur geymst í 4-5 ár.

Valpolicella Classico Doc Le Poiane 1996 hlaut silfurverðlaun á "Challenge
International Du Vin", í Blaye - Bourg, Frakklandi árið 2000.

Kálfakjöt með Marsala

Uppskrift fyrir tvo:

500 gr. kálfakjöt í sneiðum, ca 0,5 cm að þykkt
1/2 bolli hveiti, salt og pipar
1/4 bolli smjör
5 msk. vatn
5 msk. Marsala vín eða
1 krukka Sacla m/sveppum og marsala

 

Bræðið smjörið á pönnu, veltið kjötsneiðunum upp úr hveiti, ásamt salti og pipar. Steikið kjötið á pönnu í stutta stund, á báðum hliðum. Fjarlægið kjötið af pönnunni og leggið á heitan disk eða bakka. Hellið vatninu og Marsala víninu út á pönnuna og notið til að leysa upp það sem kann að hafa fests við pönnuna, í u.þ.b. 1 mínútu. Hellið vökvanum að lokum yfir kjötið og berið fram. Sacla m/sveppu og marsala má nota í staðinn fyrir Marsala vínið, þ.e. hita í potti eða á pönnunni og hella yfir kálfakjötið áður en það er borið fram.

Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflum, t.d. rósmarín steiktum, eða einfaldlega soðnum kartöflum með góðri ólífuolíu og steinselju.

Sjúkrahús

Rétt um hádegi kom ég heim af sjúkrahúsi eftir bakaðgerð sem var framhvæmd í gær og núna er sólahringur síðan ég vaknaði eftir þetta og það er fyrsta sinn í 5 ár sem ég finn ekki verkjum í fótunum og finst mér það frábært og virkilega þakklátur Aron Björnssyni og hans fólki fyrir þetta.Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í bakaðgerð tvær voru brjósklosaðgerðir en þessi var víkkun á mænugöngum og koma taugum í lag og eithvað fleirra sem ég náði ekki að fessta í mínu minni en kemur síðar.Það er mikil breiting frá fyrri tímum með að senda sjúklinga heim hér áður voru svona sjúklingar í mánuð eða meira inni á spítalanum og annað eftir því.

 

 


Ástralía

Ástralía


Ástralía skiptist niður í 5 megin vínæktarsvæði:

  • Vestur Ástralía (svæðið í kringum Perth), sem skiptist niður í Margaret River, Perth Hills og Swan Valley. Vínframleiðslan í Vestur Ástralíu er mjög lítil en það sem vantar í magni er bætt upp með gæðum. Vínrækt í Vestur Ástralíu byrjaði snemma á 20. öldinni í Swan Valley. Margaret River er eflaust þekktasta svæðið í Vestur Ástralíu, þó svo að vínframleiðsla hafi ekki byrjað þar fyrr en á 7. áratuginum þegar rannsóknir sýndu að jarðvegi og veðurfari svipaði mjög til þess sem gerist í Bordeaux.
  • Suður Ástralía (svæðið í kringum Adelaide), sem skiptist niður í Clare, McLaren Vale, Coonawarra, Barossa/Eden Valley og Riverland. Vínrækt í Suður Ástralíu byrjaði í Adelaide Hills og enn þann dag í dag er hluti af fyrsta víngarðinum til, en hann ber nafnið Chateau Reynella. Barossa Valley er eflaust þekktasta vínræktarsvæði Ástralíu á eftir Coonawarra, dalurinn var fyrst byggður af Þjóðverjum og gætir áhrifa þeirra enn þar. Saman eru Barossa og Coonawarra þekktustu vínræktarhéruð Ástrala. Einhverja af elstu vínviðum Ástralíu eru að finna í Barossa, um 100 ára gamla Shiraz og Grenache. Í McLaren Vale eru einhver af elstu starfandi vínhúsunum, t.d. eru höfuðstöðvar Hardy's að Chateau Reynella. Best verða vínin sem gerð eru úr Rhônardals þrúgum, en einnig verður Cabernet Sauvignon mjög gott hér. Coonawarra er eflaust mest umtalaða hérað Ástralíu, vegna terra rossa jarðvegarins sem er þar og gefur af sér frábær Cabernet Sauvignon vín.
  • Nýja Suður Wales (svæðið í kringum Sydney og Canberra), sem skiptist niður í Hunter Valley (Upper & Lower) og Mudgee. Hunterdalurinn er mjög heitur en kólnar verulega um kvöld og nætur, einnig er mjög óstöðug rigning þar fyrir vínframleiðslu, það rignir þegar ekki á að rigna. Hér njóta Shiraz og Sémillon sín best, en Cabernet Sauvignon og Chardonnay koma fast á hæla þeirra. Skiptingin á Hunter Valley er þannig að í Upper er aðallega plantað hvítvínsþrúgum og rauðvínsþrúgum í Lower. Vínræktinni og víngerðinni í Mudgee svipar mjög til þess hvernig hún er í Hunter Valley nema það, að vínin verða feitari og með meiri fyllingu og vínþrúgurnar ná meiri þroska í Mudgee.
  • Victoria (svæðið í kringum Melbourne), sem skiptist niður í Yarra Valley og Mornington Peninsula. Auður Victoria er byggður á gulli, þar voru miklar gullnámur. Það voru Svisslendingar sem byrjuðu að framleiða vín á þessu svæði. Victoria er meðal köldustu svæða Ástralíu, þar af leiðandi njóta Búrgúndí þrúgur sín mjög vel, þ.e. Chardonnay og Pinot Noir. Einnig nýtur Sauvignon Blanc sín mjög vel hér, Cabernet Sauvignon og Shiraz geta gert vel og Merlot á góða framtíð hér. Einnig er Victoria heimahérað freyðivínsframleiðslu í Ástralíu.
  • Tasmania (eyja með sama nafni fyrir sunnan Melbourne). Fyrir utan Queensland er Tasmania minnsta vínræktarsvæði Ástralíu. Fyrsti víngarðurinn var gróðursettur á milli 1820 og 1830 og voru vínviðir þaðan notaðir til að koma á vínframleiðslu bæði í Suður Ástralíu og Victoriu. Það sem hefur staðið Tasmaniu mest fyrir þrifum er hversu kalt getur orðið þar. Þegar víngerð komst í blóma í Suður Ástralíu og Victoriu datt hún niður í Tasmaniu. Fyrsti nútíma víngarðurinn var gróðursettur á milli 1950 og 1960 og í dag eru um 50 vínfyrirtæki staðsett þar.

Ástralía skiptist niður í 5 megin vínæktarsvæði:

  • Vestur Ástralía (svæðið í kringum Perth), sem skiptist niður í Margaret River, Perth Hills og Swan Valley. Vínframleiðslan í Vestur Ástralíu er mjög lítil en það sem vantar í magni er bætt upp með gæðum. Vínrækt í Vestur Ástralíu byrjaði snemma á 20. öldinni í Swan Valley. Margaret River er eflaust þekktasta svæðið í Vestur Ástralíu, þó svo að vínframleiðsla hafi ekki byrjað þar fyrr en á 7. áratuginum þegar rannsóknir sýndu að jarðvegi og veðurfari svipaði mjög til þess sem gerist í Bordeaux.
  • Suður Ástralía (svæðið í kringum Adelaide), sem skiptist niður í Clare, McLaren Vale, Coonawarra, Barossa/Eden Valley og Riverland. Vínrækt í Suður Ástralíu byrjaði í Adelaide Hills og enn þann dag í dag er hluti af fyrsta víngarðinum til, en hann ber nafnið Chateau Reynella. Barossa Valley er eflaust þekktasta vínræktarsvæði Ástralíu á eftir Coonawarra, dalurinn var fyrst byggður af Þjóðverjum og gætir áhrifa þeirra enn þar. Saman eru Barossa og Coonawarra þekktustu vínræktarhéruð Ástrala. Einhverja af elstu vínviðum Ástralíu eru að finna í Barossa, um 100 ára gamla Shiraz og Grenache. Í McLaren Vale eru einhver af elstu starfandi vínhúsunum, t.d. eru höfuðstöðvar Hardy's að Chateau Reynella. Best verða vínin sem gerð eru úr Rhônardals þrúgum, en einnig verður Cabernet Sauvignon mjög gott hér. Coonawarra er eflaust mest umtalaða hérað Ástralíu, vegna terra rossa jarðvegarins sem er þar og gefur af sér frábær Cabernet Sauvignon vín.
  • Nýja Suður Wales (svæðið í kringum Sydney og Canberra), sem skiptist niður í Hunter Valley (Upper & Lower) og Mudgee. Hunterdalurinn er mjög heitur en kólnar verulega um kvöld og nætur, einnig er mjög óstöðug rigning þar fyrir vínframleiðslu, það rignir þegar ekki á að rigna. Hér njóta Shiraz og Sémillon sín best, en Cabernet Sauvignon og Chardonnay koma fast á hæla þeirra. Skiptingin á Hunter Valley er þannig að í Upper er aðallega plantað hvítvínsþrúgum og rauðvínsþrúgum í Lower. Vínræktinni og víngerðinni í Mudgee svipar mjög til þess hvernig hún er í Hunter Valley nema það, að vínin verða feitari og með meiri fyllingu og vínþrúgurnar ná meiri þroska í Mudgee.
  • Victoria (svæðið í kringum Melbourne), sem skiptist niður í Yarra Valley og Mornington Peninsula. Auður Victoria er byggður á gulli, þar voru miklar gullnámur. Það voru Svisslendingar sem byrjuðu að framleiða vín á þessu svæði. Victoria er meðal köldustu svæða Ástralíu, þar af leiðandi njóta Búrgúndí þrúgur sín mjög vel, þ.e. Chardonnay og Pinot Noir. Einnig nýtur Sauvignon Blanc sín mjög vel hér, Cabernet Sauvignon og Shiraz geta gert vel og Merlot á góða framtíð hér. Einnig er Victoria heimahérað freyðivínsframleiðslu í Ástralíu.
  • Tasmania (eyja með sama nafni fyrir sunnan Melbourne). Fyrir utan Queensland er Tasmania minnsta vínræktarsvæði Ástralíu. Fyrsti víngarðurinn var gróðursettur á milli 1820 og 1830 og voru vínviðir þaðan notaðir til að koma á vínframleiðslu bæði í Suður Ástralíu og Victoriu. Það sem hefur staðið Tasmaniu mest fyrir þrifum er hversu kalt getur orðið þar. Þegar víngerð komst í blóma í Suður Ástralíu og Victoriu datt hún niður í Tasmaniu. Fyrsti nútíma víngarðurinn var gróðursettur á milli 1950 og 1960 og í dag eru um 50 vínfyrirtæki staðsett þar.

Vín er ekki bara vín

Hvað er vín


Uppruni vínsins og vínframleiðslu er talinn vera frá Georgíu fyrir u.þ.b. 7000 árum síðan. Enn í dag eru framleidd gæða vín í Georgíu.

Vín er gerjaður safi frá vínþrúgum og framleiðsla þess felst í að umbreyta þrúgum í vín. Mismunandi aðferð er notuð við gerð; hvítvíns, rauðvíns, rósavíns og freyðivíns.

  • Við gerð rauðvíns eru rauðvínsþrúgur teknar af stilkunum (grænu hlutar þrúguklasans eru fjarlægðir) og pressaðar við komu til víngerðarfyrirtækisins. Útkomnum meski (þrúgusafi, hýði og steinar) er pumpað í tanka fyrir áfengisgerjun (1 vika) á meðan ger breytir sykri í alkóhól(17 g/l sykur gerir 1% alkóhól). Markmið rauðvínsgerðar er að draga lit og tannín(sem gefur víni uppbyggingu og geymsluþol) frá hýðinu. Snertingartími safa/hýðis og gæði útdráttar litarefnanna eru mjög mikilvæg.

    Að áfengisgerjun lokinni tekur önnur gerjun við: eplasýrugerjun. Þetta minnkar sýrustig vínsins og gerir það þægilegra til drykkju. Vínið er þá geymt í tönkum eða á eikartunnum. Í lok geymslu tímabilsins er vínið hreinsað og síað.
  • Meginmunur á framleiðslu hvítvíns og rauðvíns er sá að þrúguhýði eru ekki notuð í hvítvín. Þrúgurnar eru pressaðar eins fljótt og þær koma til vínframleiðanda og safinn sem er eftir er náttúrulega skírður (aðferð sem heitir debourbage) fyrir gerjun í tönkum eða í tunnum. Ólíkt rauðvínum, hentar eplasýrugerjun venjulega ekki, þar sem sýra gefur þægilega mynd ferskleika á gómnum. Hvítvín eru einnig hreinsuð og síuð fyrir átöppun.
  • Rósavín er aldrei blanda rauðvíns og hvítvíns! Þrúgur fyrir rósavín eru höndlaðar að miklu leiti eins og rauðvínsþrúgur, en lokastig framleiðslu eru eins og við framleiðslu hvítvíns! Rauðu þrúgurnar eru marðar og teknar af stilkunum við komu til vínfyrirtækisins. Meskinum er leyft að gerjast í snertingu við hýðið í stuttan tíma (nákvæmur tími fer eftir því hversu dökkum lit víngerðarmaðurinn óskar eftir) til að gera þennan bleika lit. Síðan eru þrúgurnar pressaðar og safinn er gerjaður í tönkum.
  • Til eru fimm aðferðir við framleiðslu freyðivíns; Méthode Champenoise, Charmant Process, Transfer Medthod, Cuvee Close og Carbonated

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband