Laugardagur, 5. janúar 2008
Kaffi er ekki bara kaffi
Aðferðir við að laga kaffi: Espresso er á ítölskum heimilum lagað í mokkavél. Vélin er samansett úr þremur hlutum. Í neðsta hluta vélarinnar er sett kalt vatn, þá kemur kaffið í síuna. Að lokum er efsti hluti vélarinnar skrúfaður saman við þann neðri. Vélin er sett á eldavélahellu við efsta straum. Þegar suðan kemur upp myndast þrýstingur og vatnið þrýstist upp í gegnum kaffið, þá má slökkva á hellunni. Þegar hættir að krauma í vatninu er kaffið tilbúið í efsta hlutanum. Hrærið lítillega í nýlöguðu kaffinu og berið fram beint úr vélinni. Kaffið hefur mikil bragðgæði, er nokkuð þykkt og með mikinn og góðan ilm. Espresso má einnig laga úr rafknúinni espressovél. Þær vélar gefa mjög góðan árangur, enda nær sú aðferð ávallt hámarks bragðgæðum sem kaffibaunin býr yfir. Venjulegur uppáhellingur er sívinsæl aðferð á Íslandi. Hellið örlitlu magni af sjóðandi vatni yfir kaffið til þess að bleyta í því. Bíðið í tvær mínútur áður en afgangnum er hellt í gegnum kaffið. Hellið vatninu í litlum skömmtum í síuna. Sjálfvirkar kaffivélar eru einnig til þess fallandi að laga slíkt kaffi. U.þ.b. 7 - 7,5 gr. af Lavazza þarf fyrir hvern bolla af slíku kaffi. Pressuvélar bjóða upp á fljótvirka og einfalda leið til að laga kaffi. Bestur árangur fæst ef kaffivélin er hituð áður. Kaffið er sett neðst í vélina, og vatni sem næst suðumarki hellt saman við. Hrærið saman vatni og kaffi og látið standa í 3 mínútur áður en síunni er þrýst niður í gegnum kaffið. Kaffið er best ef það er drukkið sem fyrst eftir lögun þess. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. desember 2007
Smá fræðsla
Vínþrúgur
Hvítar
- Chardonnay
Er ein þekktasta og vinsælasta þrúga heims. Í Chablis héraðinu er hún mjög þurr og steinefnarík, í nýja heiminum verður hún sætari og bragðmeiri. Chardonnay vinnur mjög vel með eik. Kennimerki þrúgunnar er að hún er mjög ávaxtarík og blómarík. - Gewurztraminer
Sú þrúgan sem er auðþekkjanlegust. Mest þekkt í Alsace þar sem hún gefur frá sér vín sem ilma aromatiskt, kryddað. - Grechetto
Hreint og ferskt vín sem er þurrt eða sætt, með blómaangan. Kemur frá Umbriu í Ítalíu. - Pinot Gris
Þrúga sem nýtur sín best í Alsace í Frakklandi. Bragðmikil og krydduð, fjölbreytt. Getur bæði verið sætt og þurrt. - Riesling
Klassísk Þýsk þrúga. Nýtur sín best í þýskalandi og Alsace. Kennimerki þrúgunnar eru sítrus og eldsneyti og ávextir. Getur líka verið mjög góð sem sætvín. - Sauvignon Blanc
Önnur af þekktustu hvítvínsþrúgum heims. Nýtur sín best í Loire dalnum í Frakklandi. Kennimerki þrúgunnar er að hún er mjög grösug og berjarík. Þessi þrúga er mikið notuð í Bordeaux og einnig í Nýja heims löndunum og þar nýtur hún sín best í Nýja Sjálandi. - Trebbiano
Öðru nafni Ugni Blanc. Einföld og hlutlaus. Er notuð mikið í Ítalíu og einnig er þetta ein aðal þrúgan í Cognac.
Rauðar
- Cabernet Franc
Þrúga sem er mikið notuð sem blöndunarþrúga í Bordeaux hún er einnig notuð hrein í Loire. Mjög aromatisk, jarðleg er ekki eins fín og stóri bróðir Cabernet Sauvignon. - Cabernet Sauvignon
Ein þekktasta rauðvínsþrúga heimsins og einnig sú vinsælasta. Er ein aðalþrúgan í Bordeaux, nýi heimurinn hefur byrjað að nota þessa þrúgu mjög mikið og hefur það tekist vel. Bragðmikil vín með vott af sólberjum, fjólum og sedrusviði. - Canaiolo
Þrúga sem er notuð í Valpolicella og Bardolino blöndunni. - Corvina
Aðalþrúgan í Bardolino og Valpolicella. - Grenache
Mikið ræktuð í Suður Frakklandi og Spáni eitthvað ræktuð einnig í Bandaríkjunum og Suður Afríku. - Merlot
Hin aðalþrúgan í Bordeaux. Vínin verða falleg að lit en ekki dökk og djúp, mjúkur aldinkeimur af vínunum en geta verið mjög rík í bragði. Þau eru venjulega flauelsmjúk, ilmurinn og bragðið getur minnt á kaffi og súkkulaði. - Nebbiolo
Þekktust fyrir það að vera aðalþrúgan í Piedmont þar sem Barolo og Barbaresco vínin eru framleidd. Bragðmikil vín með ilm sem minnir oft á jarðsveppi. - Pinotage
Krossun á milli Pinot Noir x Cinsault. Aðallega ræktuð í Suður Afríku. - Pinot Noir
Þrúga sem nýtur sín best í Bourgogne og er einnig notuð í Alsace, Loire og Champagne Geta verið mjög rík en flauelsmjúk. - Sangiovese
Aðalþrúgan í Toscana í Ítalíu. Er þá notuð hrein (óblönduð) í Vino Nobile di Montepulciano, og Brunello di Montalcino, en er blönduð með öðrum þrúgum í Chianti. - Syrah
Nafnið er upprunnið frá höfuðborg Fars í Persíu, Shiraz. Bragðmikil vín tannínrík, berjamikil, stór og mikil. Nýtur sín einna best í Norðurhluta Rhone dalsins í Frakklandi og einnig í Ástralíu, þar sem hún er kölluð Shiraz. - Tempranillo
Aðalþrúgan í Rioja í Spáni. Er aðallega notuð á Spáni. - Zinfandel
Af mörgum talin vera Primitivo þrúgan frá suður ítalíu. Getur verið allt frá léttu og fáguðu eins og í hvítvínunum og rósavínunum til kröftugra tannínríkra rauðvína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
Gott mál hjá ÁTVR
Það er nýtt að sjá svona frá ÁTVR en bara gaman að þessu.
Ég man eftir þegar jólabjórinn var að koma á markað í Danmörk fyrir mörgum árum þá beið maður eftir honum til að smakka þá var einginn bjór seldur á Íslandi.
Nú standa yfir þemadagar í verslunum Á.T.V.R. sem helgaðir eru hátíðarvínunum. Hægt er að fá bækling í Vínbúðunum þar sem finna er upplýsingar sem auðvelda valið á víni með hátíðarmatnum. Að því tilefni eru eftirfarandi vín frá Karli K. Karlssyni á tilboðsverði frá 16. nóvember til 6. janúar:
Brolio Chianti Classico/ verð: kr. 1790 / tilboðsverð: 1590
Brolio kemur frá vínekrum undir Brolio kastala Ricasoli fjölskyldunnar og hefur fengið mikla og góða umfjöllun af virtum og þekktum gagnrýnendum víntímarita. Vínið vann meðal annars til Óskarins svokallaðs sem besta Chianti Classico vínið árið 2003! Frábær kaup.
Brolio hentar vel þyngri mat eins og nautakjöti, lambakjöti og villibráð. Það er kröftugt með mjúku og löngu eftirbragði.
Domaine Laroche Chablis Vaudevey/ verð: kr. 2490 kr/ tilboðsverð: 2190
Hið virta víntímarit Wine Spectator gaf Les Vaudevey 93 stig af 100 fyrir 1996
árganginn.
Les Vaudevey Premier Cru er vín sem hentar vel með ostum og fisk.
Santa Digna Merlot/ verð: kr. 1390/ tilboðsverð: 1190
Santa Digna Merlot hentar vel með hvítu kjöti og fiski, t.d. grilluðum eða steiktum.
Torres Santa Digna Sauvignon Blanc/ verð: kr. 1190/ tiboðsverð: 1090
Einfalt og aðgengilegt vín, bragðgott og tilvalið að bera fram vel kælt eitt og sér eða með léttari réttum ss. Fisk eða pastaréttum.
Torres Mas La Plana Cabernet Sauvignon/ verð: kr. 2980/ tilboðsverð: 2730
Dökkur og djúpur rúbínrauður litur. Ilmur sem er mjög fjölþættur og nær yfir s.s. rauð smáber, grænmeti, krydd, reyk og fleira sem gefur víninu sterka eiginleika. Eftir fyrstu snertingu við silkimjúkt vínið ræðst tannín til atlögu með dýpt, mýkt og fjölbreytileika. Frábær þroskun og mjög langvarandi eftirbragð.
Fer vel með afbragðs kjötmeti svo sem nauti, lambi og villibráð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Töfravökvinn balsamikedik
Föstudagur, 2. mars 2007
Penne með grænmeti, sveppum og jurtum
Penne með grænmeti, sveppum og jurtum
handa fjórum
350 g penne (De Cecco)
30 g sveppir
30 g kóngasveppir, ferskir eða þurrkaðir (leggið þá þurrkuðu í bleyti í 20 mín. í heit vatn og síið áður en eru ntaðir)
20 g skalotlaukur
80 g fersk rauð paprika
80 g ferskur kúrbítur (zucchini)
80 g grillaðar paprikur frá Saclà
50 g grillað zucchini frá Saclà
jómfrúrólífuolía e. þörfum
lítið búnt af blönduðum kryddjurtum: steinselju, rósmarín og tímían
150 g peperonata frá Saclà
salt og pipar e. smekk
parmesanflögur e. smekk
Sjóðið penne í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt). Þrífið sveppina og skerið í bita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Skerið fersku paprikuna og zucchini og dembið í sjóðandi vatn í 5 mín.Hitið olíuna á pönnu og hitið í 5 mín. og bætið síuðu Saclà-grænmetinu við ásamt litlu búnti af saxaðri steinselju. Bætið vel sigtuðu pastanu út á pönnuna ásamt Saclà peperonata og blandið öllu vel saman við háan hita. Smakkið til með salti og pipar og skreytið með parmesanflygsum og smátt söxuðum blönduðum kryddjurtunum.
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Hvað á að kjósa
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Humarsúpa brytans
Humarsúpa brytans
Súpa fyrir 4
Humarsoð:
1 kg humarklær eða skeljar
4 msk ólifuolía
4 stk hvítlauksrif "söxuð"
1 stk lárviðarlauf
1 tsk karrý
1 tsk sjávarsalt
3 msk tómatpurrée
2 msk worchester
2 L vatn
smá safranþræðir
Humarsoð-aðferð:
1 Skeljarnar eru léttbrúnaðar í ólifuolíunni ásamt öllu kryddi og síðan klárað með tómatpurrré og worchester.
2 Vatnið hellt útí og suðan látin koma upp og sjóðið í ca. 2 tíma
Súpan:
6 dl humarsoð
2 dl hvítvín
1 dl rjómi
8 stk meðalstórir humarhalar "léttsteiktir"
1 msk koníak
4 msk þeyttur rjómi "settur í súpuskálina"
Aðferð:
1 Allt sett saman og bragðbætt (ef þarf) með sama kryddi og í humarsoðinu.
2 Ekki þykkja.
3 Borin fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Uppskrift fyrir tvo: Pizza með kjúkling og papriku
Uppskrift fyrir tvo: Pizza með kjúkling og papriku
1 tilbúinn pizzabotn (12" eða 14")
100 gr. kjúklingabringa, steikt og skorin í lengjur
2 msk. Sacla rautt pestó
1 hvítlauksrif, brytjað niður
1 lítill grænn chilli, niðurskorinn
1 rauð paprika, niðurskorin
2 msk. Extra Virgin ólífuolía
1 msk. steinselja
Salt og nýmalaður svartur pipar Forhitið ofninn í 220ºC. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið hvítlaukinn, chilli og paprikuna þar til verður mjúkt, hrærið vel í. Bætið kjúklingnum út í, kryddið eftir smekk. Látið malla í smá stund við lágan hita. Þekið pizzabotninn með pestóinu. Hellið innihaldi pönnunnar yfir pizzuna og dreifið jafnt úr. Bakið í ofni í ca. 10 til 15 mín., skreytið með steinseljunni og berið strax fram.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar